Þróun og aukin virkni í fullorðinsfræðslumiðstöðvum (VUC) í Danmörku

 

Fullorðinsfræðslumiðstöðvarnar eru sem fyrr  umsvifamiklar í fræðslu fullorðinna í Danmörku. Markhópurinn er tiltölulega ungur, aðeins fáir yfir fimmtugt sækja nám í VUC.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársskýrslu VUC 2014 og að þátttakendum hefur fjölgað um 4,5% á milli áranna 2013-2014. 120.000 manns sóttu nám við miðstöðvarnar sem samsvarar 32.000 heilsársnemum. Flestir þátttakendur eru á aldrinum 20-24 ára, og alls 79% eru undir þrítugu. Mest eru umsvifin á sviði námskeiða í stökum greinum til undirbúnings frekara náms (HF enkeltfag), eða um 45% og almenn fullorðinsfræðsla (AVU) fyrir þá sem ekki hafa lokið grunnskóla (28%). Þá kemur einnig fram að heil 49% þeirra sem ljúka því námi halda áfram í starfsnámi. Samtals skiluðu miðstöðvarnar hagnaði upp á 142,5 milljónir danskra króna og eigið fé þeirra óx og náði yfir 1 milljarð danskra króna. Í skýrslunni er árangurinn rakinn til kreppunnar fyrir nokkrum árum og sveigjanlegs og aðlaðandi námstækifæra.

Lesið skýrsluna