Æviráðgjöf fyrir alla íbúa á Norðurlöndum?

Aðgengi að ráðgjöf verður æ mikilvægari fyrir íbúa Norðurlanda sem og Evrópu, vegna þess að hún er mikilvægur þáttur sem stuðlar að og eflir ævimenntun.

 

Sérfræðinganet NVL um náms- og starfsráðgjöf hefur kortlagt samhæfingu ráðgjafar fyrir fullorðna á milli atvinnulífs og fræðslugeirans á Norðurlöndunum. Í skýrslunni er gerð grein fyrir hvernig samhæfingunni er hagað og fyrir ólíku formi óformlegs samstarf á milli geiranna. Gerð er tilraun til þess að svara spurningum sem beinast að hverskonar ráðgjöf krefst samstarfs á milli aðilanna og hvernig samstarfið hefur verið byggt upp og hver staðan á sviði ráðgjafar fyrir fullorðna er. Skýrsla netsins sem er á sænsku og ber heitið "Samordning av vägledningen i de nordiska länderna, Färöarna, Grönland och Åland" leggur grunn að umræðu um hlutverk og þýðingu ráðgjafar fyrir færniþróun. Með kortlagningunni færst aukin þekking á samhæfingu ráðgjafar og fræðslu á Norðurlöndunum.

Lesið skýrsluna og sækið skýrsluna