Æviráðgjöf og tengsl við vinnumarkað

Hvernig getur æviráðgjöf eflt og stutt stöðu einstaklinga sem eiga erfitt með að fóta sig á vinnumarkaði?

 

Þetta var megin viðfangsefni fundar í félagsmálaráðuneytinu 15. júní sl. sem Eyðgunn Samulesen félagsmálaráðherra hafði boðað til. Fulltrúar frá Almannaverkið og endurhæfingarstofnuninni Dugni, tóku þátt í fundinum en innan þessara stofnana er áralöng reynsla af því að aðstoða íbúa, sem búa við skerta starfsorku eða stríða við aðra örðugleika, að komast út á vinnumarkaðinn aftur. Auk þeirra hafði ráðherra boðað umsjónarmann námsbrautar fyrir náms- og starfsráðgjafa við Háskólann á Færeyjum og fulltrúa NVL. Í erindi sínu um æviráðgjöf veitti Deirdre Hansen, meistaranemi í náms- og starfsráðgjöf yfirlit yfir æviráðgjöf, og megin þætti í stefnu Færeyja um æviráðgjöf auk þess sem hún tók virkan þátt í umræðum um hvernig æviráðgjöf getur eflt ævinám, fullorðinsfræðslu, stuðlað að auknum lífsgæðum, virkni á vinnumarkaði og þverfaglegu samstarfi. Í lok fundarins lagði ráðherra áherslu á að ríkisstjórnin myndi fylgja eftir árangri fundarins og tryggja við undirbúning  fullorðinsfræðslu á Færeyjum samþættingu hennar við æviráðgjöf.

Lesið meira um fundinn