Norræna ráðherranefndin, (NMR) og Norræna tengslanetið um nám fullorðinna, (NVL) bjóða, undir formennsku Dana, til norrænnar ráðstefnu um hvatningu í Kaupmannahöfn. Aðaltungumál á ráðstefnunni verða danska, norska og sænska. Allsherjarfundir verða túlkaðir á finnsku en í stöku vinnustofum verða kynningarerindi haldin á ensku. Upplýsingar um vinnustofur verða uppfærðar reglulega á www.nordvux.net