Hringsjá er miðstöð náms- og starfsendurhæfingar. Helga Eysteinsdóttir forstöðumaður tekur á móti Dialog ásamt Halldóri Erni Þorsteinssyni stærðfræðikennara. Það er góð stemning í húsinu, bros og hlátur í aðdraganda hrekkjavöku. Það verður keppni, sá sem kemur í besta búningnum fær verðlaun.