om-nvl

Nordisk Netværk for Voksnes Læring

Norrænt tengslanet um nám fullorðinna – samstarf á Norðulöndum

NVL á að:

Hvernig vinnur NVL?

Norrænt tengslanet um nám fullorðinna er samstarfsvettvangur fyrir fullorðinsfræðslu á Norðurlöndum með áherslu á forgangsröðun Norrænu ráðherranefndarinnar. NVL styður við bæði stefnumörkun og framkvæmd er varðar hæfniþróun og nám fullorðinna.

NVL er byggt upp á tengslanetum sem vinna þverfaglega yfir öll Norðurlöndin og byggir á norrænu samstarfsmódeli. Niðurstöður úr vinnu tengslanetanna nýtast bæði fyrirtækjum, stofnunum og stjórnsýslunni á Norðurlöndum. NVL beinir sjónum m.a að nýsköpun í fullorðinsfræðslu, námi á vinnumarkaði, ráðgjöf, námsmati og sveiganleika í námi.

Hvernig miðlar NVL verkefnum sínum?

NVL hefur mismunandi leiðir til að koma niðurstöðum tengslaneta á framfæri. Má þar nefna með stefnumörkunum, skýrslum og vefritinu Dialogweb. Stefnumarkanir lýsa ákveðnum stefnumótandi tilmælum til þeirra er sinna stefnumótun. Skýrslur birta niðurstöður tengslaneta og má nýta í áframhaldandi vinnu innan Norrænu ráðherranefndarinnar jafnt sem að vera kveikja að nýjum rannsóknum.

Vefritið Dialogweb inniheldur greinar, frásagnir og viðtöl um hæfniþróun og fullorðinsfræðslu frá öllum Norðurlöndunum. Lesendur koma úr ýmsum áttum meðal annars eru þeir kennara, verkefnastjórar og ráðamenn innan stjórnsýslunnar en einnig fulltrúar atvinnulífsins og frá frjálsum félagasamtökum.

Í Fréttabréf NVL eru birtar fréttir af menntamálum í norrænu löndunum og upplýsingar um nýjungar, endurbætur og aðgerðir auk upplýsinga um norrænar ráðstefnur.

NVL og norrænt samstarf

Það er markmið í norrænu samtarfi að öllum gefist kostur á að læra og þroskast ævilangt. Þessu markmiði er m.a náð með því að efla samstarf á sviði þekkingar og greiningar á helstu viðfangsefnum fullorðinsfræðslunnar. Þeir aðilar sem koma helst að norrænu samstarfi um fullorðinsfræðslu og símenntun eru NVL og Nordplus. Verkefni NVL eru mikilvægur stuðningur við framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar um að Norðurlönd skulu vera sjálfbærasta og samþættasta svæði heims.

Skipulag

NVL er áætlun á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar og fjármagnað af henni. VIA University College í Árhúsum er hýsingaraðili NVL áætluninnar.

Móðurnet NVL er skipað fulltrúum frá öllum Norðurlöndum.

Kontakt

Antra Carlsen

Antra Carlsen

Hovedkoordinator
+45 87 55 18 08  
antr@via.dk

Kontakt NVL’s nationale koordinatorer her.