24/03/2021

Norge

Ævinám, Menntastefna

12 min.

Ábót á hæfni brýnni en nokkru sinni

– Ráð tengd hæfnistefnu munu leika mikilvægt hlutverk í viðspyrnu efnahagslífsins í kjölfar heimsfaraldursins, segir Sveinung Skule, framkvæmdastjóri við DialogWeb. Við buðum honum í viðtal á tímum atvinnuleysis og leyfisveitinga, sjokkstafvæðingu og hraðari takti breytinga vegna heimsfaraldursins

Sveinung Skule

Framkvæmdastjóri Hæfnistofnun Noregs, Sveinung Skule,

Tími hæfniáfyllingar

– Þetta eykur þörfina fyrir hæfniáfyllingu. Norska ríkisstjórnin hefur hrint í framkvæmd fjölda aðgerða á hæfnisviðinu sem Hæfnistofnun Noregs ber ábyrgð á. Þetta á einkum á við um að efla möguleika atvinnuleitenda og þeirra sem hafa verið sendir í leyfi til þess að nýta tímann til þess að efla hæfni sína. Störf margra hafa horfið og því verða þeir að afla sér nýrrar hæfni til þess að finna starf. Fyrir margra þýðir það að þeir snúa ekki aftur til sömu starfa og þeir sinntu áður en þeir voru sendir heim. Kreppan bitnar jafn ójafnt á vinnandi fólki á eins og aðrar kreppur hafa gert. Þeir sem búa yfir minnstri hæfni verða harðast úti. Innflytjendur með litla kunnáttu í norsku og þeir sem ekki hafa lokið námi á framhaldsskólastigi verða harðast úti. Þeir verða að fá tækifæri til þess að afla sér hæfni sem bætir stöðu þeirra á vinnumarkaði – segir Skule.

Atvinnugeiraáætlanir

– Sumir geirar atvinnulífsins eins og til dæmis ferðaþjónustan hafa orðið einkar illa fyrir barðinu á kóvíðkreppunni. Við höfum komið á tíu atvinnugeiraáætlunum í nánu samstarfi við aðila atvinnulífsins, í þeim tilgangi að koma á sveigjanlegu námi og fræðslu sem hægt er að sækja samhliða starfi eða leit að starfi. Framlög til Hæfnistofnunar Noregs hafa verið tvöfölduð til þessa að mæta kreppunni og það hefur haft áhrif á framkvæmd hæfniumbóta. Við verðum önnum kafin við að hrinda í framkvæmd aðgerðum til viðspyrnu kreppunnar, en það er afar verðug verkefni, segir Skule aðspurður hvernig hann vinni á tímum faraldursins.

Heimaskrifstofa

– Annars vinn ég mikið að heima, eins og fjöldi annarra. Ég hóf störf sem framkvæmdastjóri í febrúar 2020, svo ég náði heilum mánuði í vinnu áður en skellt var í lás í Noregi þann 12. mars. Akkúrat nægilega langur tími til þess að kynnast stofnuninni og hluta starfsfólksins áður allir voru sendir á heimaskrifstofuna.

Nærræna líkanið

– Hvað bindur þú fyrst og fremst við Norðurlöndin?

– Fyrsta sem mér kemur í hug er norræna atvinnu- og velferðarlíkanið. Til eru ólíkar útgáfur af líkaninu á Norðurlöndunum, en þau eiga margt sameiginlegt eins og litla félagslega mismunun og lítinn launamun, sterk stéttarfélög, vel þróað þríhliða samstarf og velferðarlausnir sem allir hafa aðgang að. Ef litið er til alþjóðlegan samanburð, hvort sem varða efnilega velsæld, aðgang að menntun og fræðslu eða nýsköpun bendir margt til þess að við getum verið stolt af því hvernig tekist hefur til við þróun samfélagsins á Norðurlöndunum. Svo verðum við að vinna að því að okkur takist að viðhalda mikilli þátttöku á vinnumarkaði, og gott lífsviðurværi fyrir alla til þess að mæta þeim áskorunum sem stafvæðing, innflytjendur, fjölgun aldraðra og umbreytingar munu fylgja í kjölfar græna hagkerfisins. Í norræna líkaninu snýst margt um að hafa alla með, sem veitir okkur góðan grundvöll – segir Skule.

Nafn og land: Sveinung Skule, Noregi

Núverandi staða: Framkvæmdastjóri Hæfnistofnun Noregs

Hæsta formlega menntun: Doktorsgráða

Ævinám fyrir alla

– Hvernig vilt þú sem æðsti stjórnandi í Hæfnistefnu Noregs lýsa starfi þínu?

– Starf Hæfnistofnunar Noregs snýst um að ævinám verði aðgengilegt öllum og ný aðfluttir innflytjendur hafi tækifæri til þess að læra norsku og afla sér annarrar færni sem gerir þeim kleift að taka þátt í atvinnu- og samfélagslífinu. Við vinnum jafnframt að því að atvinnulífið geti aflað sér hæfs vinnuafls, meðal annars með því að leggja okkar af mörkum til þess að miðla góðum upplýsingum varðandi val á menntun og atvinnu og með því að samhæfa færnistefnuna þvert á geirana. Starfið snýst líka um að hafa samband við aðra sem við þurfum að vinna með til þess að ná sameiginlegum markmiðum. Á liðnu ári hafa það einna helst verið stofnanir sem koma að atvinnu- og velferðarmálum sem við höfum treyst samstarfið við.

Miðla árangri

– Nánar, hvað fæstu við hversdagslega til þess að vinna verkefnin sem þú nefndir?

– Stór hluti vinnudagsins fer í fundi, bæði með öðrum innan stjórnsýslunnar, aðilum atvinnulífsins, menntastofnanir og starfsfólki Hæfnistofnunar Noregs. Við ræðum þarfir fyrir hverskonar færnistefnur og færniaðgerðir sem eru nauðsynlegar. Um þessar mundir snýst starfið jafnframt um að upplýsa stjórnmálamennina um árangurinn af starfi okkar til þess að þeir sjái að fjárveitingarnar sem þeir veita gagnist.

Samstarf í gegnum NVL metin

– Með áherslu á færniumbæturnar, færniáætlunina og geiraáætlununum hefur Hæfnistofnun Noregs lagt meira af mörkum en nokkru sinni. Vinnið þið með hinum norrænu löndunum á þessum sviðum?

– Já, við gerum það. Í gegnum net NVL um hæfniþróun í og fyrir atvinnulífið höfum við allt frá árinu 2018 unnið með fulltrúum Danmerkur, Finnlands, Íslands og Svíþjóðar. Margir aðrir starfsmenn Hæfnistofnunar Noregs eru fulltrúar okkar í öðrum netum. Það á meðal annars við lestrarnetið, netið um ráðgjöf, raunfærnimatsnetið, og grunnleikninetið. Við nýtum tillögur norrænu netanna í framkvæmd á hæfniumbótum ríkisstjórnarinnar. Skýrsla netsins um hæfni í atvinnulífinu þar sem fram koma sjö tilmæli frá sjónarhóli aðila atvinnulífsins var til dæmis lögð fram á stjórnarfundi Hæfniþróunarráðsins í febrúar.

Áhrifamikil stofnun

– Fram hefur komið tillaga um sameiningu stofnana í sumar. Hún mun hafa í för með sér miklar breytingar á vinnustaðnum þínum. Hvað finnst þér um það?

– Ég sé fyrir mér mikil tækifæri, sérstaklega hvað varðar samstarf við háskólastigið um að opna öllum fullorðnum við hvaða aðstæður sem er tilboð þeirra. Það verða áreiðanlega margar áskoranir, meðal annars við að halda í starfsfólk allra viðkomandi stofnana á meðan á umfangsmiklu breytingaferlinu stendur. En að því loknu held ég að við höfum áhrifameiri stofnun og sterkara samband með fleiri ráð og aðgerðir sem gera okkur hæfari til þess að hrinda hæfniumbótunum í framkvæmd. Hæfniumbótunum og öðrum aðgerðum – segir Sveinung Skule fullur bjartsýni.

Einarður og auðmjúkur

– Lýstu sjálfum þér með fjórum orðum!

– Einarður, stefnumiðaður, afar vinnusamir og auðmjúkur gagnvart þeim stóru áskorunum sem við stöndum frammi fyrir á sviði þekkingar- og hæfnisviðinu.

Les íslenskar bókmenntir

– Hvað finnst þér skemmtilegast þegar þú átt frí?

– Mér finnst gaman að ganga á skíðum á veturna og fara fótgangandi á sumrin. Það er nauðsynlegt til þess að vega upp á móti starfi sem felur í sér enn meiri kyrrsetu á tímum heimsfaraldursins. Ég nýt þess að lesa og hef verið í sama bókmenntahópi í 20 ár. Einmitt núna erum við að lesa fallega skáldsögu Jóns Kalmans Stefánssonar, Sumarljós og svo kemur nóttin. Svo hef ég gaman af því að elda góðan mat fyrir fjölskyldu og vini. Um helgina ætla ég að bera fram hægeldaða uxahala, sjö tíma í rauðvini í steypujárnspottinum í ofninum, það er góðgæti!

Fræðsla fyrir 100. 000

– Ef þú lítur tilbaka, hvað hefur þú gert sem þú ert sérstaklega ánægður og kannski líka stoltur yfir?

– Ég tók þátt í því sem í dag heitir hæfniplús, áætlun sem veitir tækifæri til þjálfunar í grunnleikni á vinnustað. Það var á meðan ég vann í þekkingarráðuneytinu árið 2005. Svo kom ég hingað í Hæfnistofnunina 15 árum síðar, að áætlun sem hafði eflst og vaxið ótrúlega mikið, en byggði á sömu lögmálum og aðferðum og þegar við byrjuðum og sem í millitíðinni hefur veitt um 100.000 starfsmanna tækifæri til fræðslu. Ég er sáttur við að hafa átt þátt í því, segir Skule sem heldur áfram með að vísa í mikilvægt starf á meðan hann starfaði við rannsóknir.

Mælingar á skilyrðum til náms

– Frá þeim tíma á ferli mínum sem ég stundaði rannsóknir er ég stoltur yfir að hafa komið á aðferðum til þess að mæla nám í atvinnulífinu á og nafninu á það – Mæling á námsskilyrðum! Við þróuðum mæliaðferðina þegar ég vann hjá FAFO (stofnun um samfélagsrannsóknir) á tíunda áratugnum. Nú eru hugtök eins og námsskilyrði og þekkingarmiðuð störf vel þekkt. Mælingar á skilyrðum til náms eru gerðar annað hvert ár af Hagstofu Noregs. Þær hafa lagt grundvöll að pólitískum umræðum um hæfniþróun í nær tvo áratugi. En enn mikilvægara er að hugtök og tölfræðileg flokkun hafa áhrif á hvernig við hugsum og getum haldið áfram að lifa og hafa áhrif á margar kynslóðir.

Stunda norrænan boltaleik

– Áttu þér norræna upplifun sem þú vilt deila með okkur?

– Áður en ég hóf störf hjá Hæfnistofnun Noregs stjórnaði ég NIFU, Norræni stofnun um nýsköpun, rannsóknir og menntun. Þar fann ég aftur og aftur hvað það var gagnlegt að bera saman stefnu um hæfniþróun og þekkingarkerfi á Norðurlöndunum og hvað það var gagnlegt fyrir þróun stofnunarinnar að hafa fulltrúa frá öðrum Norðurlöndum í stjórninni til þess að skiptast á skoðunum.. Norðurlöndin eru svo lík að það er hægt að yfirfæra nám þvert á löndin en samt nógu ólík til þess að það er af nægu að læra.

Takast á við breytingar

– Ef stofnað yrði Norrænn ráðherra yfir námi fullorðinna og þér væri falið starfið, til hvaða aðgerða myndirðu grípa fyrst af öllu?

– Stafræn hæfni fullorðinna í atvinnulífinu eru ofarlega á listanum. Í því samhengi jafnframt sameiginlegar aðgerðir um mat á raunfærni, bæði á móti námsskrám og á móti viðmiðum ólíkra atvinnugreina, sem rík þörf er á að þróa á öllum Norðurlöndum. Eins er þróun ráðgjafar um starfsferil. Það sama gildir um grunnleikni fyrir alla, til þess að allir fullorðnir geti verið að störfum og takast á við sífelldar breytingar – segir Sveinung Skule, framkvæmdastjóri Hæfnistofnunar Noregs að lokum.

Nafn og land: Sveinung Skule, Noregi Núverandi staða: Framkvæmdastjóri Hæfnistofnun Noregs Hæsta formlega menntun: Doktorsgráða

Nyeste artikler fra NVL

Elísabet Pétursdóttir og Auður Kamma Einarsdóttir

23/05/2024

Island

7 min.

„Diverse strengths“ er navnet på et prosjekt som ble utarbeidet i Island med stötte fra Nordplus, i samarbeide med Sverige og Finland. Hensikten var å lage og pröve spesielle gruppearbeider eller workshops for innvandrere som nökkel til arbeidsmarkedet. Målgruppen er ungdommer i alderen 18-25 år som ikke har arbeide, studie- eller treningsplass.

16/05/2024

Norden

14 min.

PIAAC measures key information processing skills and data from the survey provide unique opportunities to analyse the cognitive skills needed in the labour market and society. Access to PIAAC data, on its own or linked to register data, is possible for research purposes. To facilitate the selection of register variables a handbook is available for the Nordic countries and Estonia....
Projektets syfte är att hjälpa pedagoger i icke-formell vuxenutbildning att nå fram till och involvera involverar personer med psykiska funktionsnedsättningar.

15/05/2024

Sverige

6 min.

Studiefrämjandet Uppsala Västmanland har tillsammans med nordiska partner arbetat med att inkludera personer med psykiska funktionsnedsättningar i vuxenutbildning. Genom projektet har de skapat en vägledning för nordiska pedagoger. De betonar utmaningen med att nå ut till utsatta grupper och framhåller fördelarna med studiecirklar för personer med psykiska funktionsnedsättningar.

Share This