24/02/2021

Norge

Sveigjanlegt nám, Ævinám, Dreifbýli

10 min.

Ævinám mikilvægt í norðurslóðapólitík

„Norður er best. Vetrar logahvirfill, sumarnætur kraftaverk. Ganga mót vindi, klífa fjöll. Líta norður.“ Þessar ljóðlínur eru úr ljóði norska ljóðskáldsins Rolf Jacobsen Norður. Þeim fjölgar sem líta í norðurátt. Áhugi stjórnmálamanna á norðurslóðum eykst bæði meðal þjóðanna sem í hlut eiga og á alþjóða vísu.

Vidar Gunnberg

Níundi hver stúdent sem lýkur námi við Menntamiðstöðina Midt-Troms býr áfram á svæðinu, segir framkvæmdastjórinn Vidar Gunnberg.

Norsku ríkisstjórninni er orðið ljóst að það er sérstaklega mikilvægt að veita norðurslóðum athygli. Í nóvember var lögð fram þingsályktunartillaga þar sem segir að það þurfi að skapa sterkt, lífvænlegt og hæft samfélag í Norður-Noregi til að styðja við bakið á öflugri norðurslóðastefnu. Norðurslóðir ná yfir nyrstu hluta Noregs, Svíþjóðar, Finnlands og Rússlands og Grænland. Í greininni verður ekki fjallað um alþjóða stjórnmálaumræðu tengda ástandinu á Norðurskautinu eða samskipti nágrannalandanna á Barentssvæðinu og Norðurkalotten. Við munum skoða aðgerðirnar til að efla lífskraftinn og þróunina í samfélögunum í Norður-Noregi.

Den norske stortingsmeldingen om nordområdene kom i november.
Norska þingsályktunartillagan var lögð fram í nóvember.

Fýsilegt að búa fyrir norðan?

Í þingsályktunartillögunni var bent á nokkur mikilvæg atriði: Aðgerðir til að laða að íbúa, störf og verðmætasköpun í gegnum aukið samstarf atvinnulífs og rannsókna- og menntastofnana. Áhugi ferðaþjónustunnar á náttúrunni fyrir norðan, bæði Vetrar logahvirfli og sumarnætur kraftaverki er vaxandi, en hann er kannski ekki jafn mikill meðal íbúanna sjálfra. Veðurfarið er harðneskjulegt fyrir norðan, veturinn langur og oft langt í brýna velferðarþjónustu. Brottflutningur hefur lengi verið kunnuglegt fyrirbæri. Kannski er þörf á kröftugum aðgerðum til þess að snúa þróuninni. Í þingsályktunartillögunni er sjónum beint að menningarlífi, íþróttum og margbreytileika, aðgengi að menntun í gegnum sveigjanlegar lausnir og hæfu vinnuafli sem forsendum fyrir því að það sé fýsilegt að búa á nyrstu svæðunum. Lögð er áhersla að varðveita verði tungumál, menningu og atvinnugrundvöll frumbyggja og minnihluta.

Hæft vinnuafl

Atvinna og verðmætasköpun eru grundvallaratriði lífsviðurværis nærsamfélaga. En störfunum verður jafnframt að vera sinnt af liðtæku fólki með rétta hæfni. Margt fullorðið fólk mun þarfnast menntunar eða sí- og endurmenntunar. Sveigjanleg námstilboð eru framtak sem ríkisstjórnin trúir á. Á undanförnum árum hefur fjármagni verið veitt til þróunar á sveigjanlegu námi við háskóla, sem geta veitt veflæg og dreifstýrð námstilboð. Vegna mikilla fjarlægða í Norður-Noregi er ógerningur fyrir megin þorra íbúa að sækja endur- og símenntun á háskólasvæðunum. Þess vegna er brýnt að hægt verði að afla sér menntunar frá heimabyggð.

Þingsályktunartillaga 9 2020–2021 Fólk, tækifæri og hagsmunir í nor.

Norræna ráðherranefndin starfar eftir fjögurra ára áætlun fyrir Norðurskautsráðið (2018–2021).

Barentsráðið: Aðildarríki eru Svíþjóð, Finnland, Noregur, Rússland, Danmörk, Ísland og ESB. Skrifstofa ráðsins er í Kirkenes.

Norðurskautsráðið: Aðildarríki eru Kanada, Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur, Rússland, Svíþjóð og Bandaríkin. Að auki eiga sex samtök frumbyggja á Norðurslóðum aðild að ráðinu. Skrifstofa ráðsins er í Tromsø.

Fyrirmyndar dæmi

Mörgum tekst upp á eigin spýtur að ná árangri í fjarnámi, á meðan aðrir hafa þörf fyrir klapp á bakið til þess að komast í gang og jafnframt eftirfylgni og hvatningar til þess að ná árangri. Menntunar- og námsmiðstöðvar sem eru víða um landið, annast þetta eins vel og þær hafa getu til. Ein þeirra menntamiðstöðva sem nefnd er sem fyrirmynd í þingsályktunartillögunni er í Tromsfylki: „Miðstöðvar eins og Menntamiðstöðin Midt-Troms AS, gegna mikilvægu hlutverki við að gera menntun aðgengilega út í héruðunum“.

Menntamiðstöðin Midt-Troms

DialogWeb fór í stafræna heimsókn til Vidar Gunnberg framkvæmdastjóra Menntamiðstöðvarinnar Midt-Troms.

– Menntamiðstöðin Midt-Troms er nefnd sérstaklega í þingsályktunartillögu um Norðurslóðir. Hún gegnir mikilvægu hlutverki í að gera menntun aðgengilega í héruðunum, eins og stendur svart á hvítu í þingsályktunartillögunni um Norðurslóðir. Hvað finnst þér um slíka traustsyfirlýsingu?

– Okkur þykir að sjálfsögðu vænt um það. Við hjá Menntamiðstöðinni Midt-Troms höfum skjalfest að við erum miðlægur fræðsluaðili í Midt-Troms. Ef ekki væri fyrir dreifstýrð námstilboð sem Menntamiðstöðin, í samstarfi við æðri menntastofnanir hefur staðið að í héraðinu, hefðu sveitarfélögin átt í miklum vandræðum við að manna flest störf sem krefjast fagmenntunar. Þar að auki hefði það þýtt að sveitarfélögin hefðu þurft að yfirbjóða hvert annað til þess að ráða starfsfólk í stöður sem yfirvöld gera kröfu um. Menntamiðstöðin hefur einnig lagt ríflega af mörkum við ævinám í formi stuttra námskeiða og endurmenntunartilboða bæði fyrir opinbera geirann og atvinnulífið.

Mikill ávinningur fyrir nærsamfélagið

Önnur mikilvæg hlið er að við það að bjóða upp á menntun í heimabyggð kemur nærsamfélögunum til góða. Komið hefur í ljós að fólk sem kemur annars staðar frá og ræður sig í ákveðið starf, oftar en ekki fer aftur eftir par ár. En þeir sem eiga fjölskyldu hér og eru í starfi, eru um kyrrt eftir að hafa öðlast menntun. Könnun frá Finnmörku sýnir að 92,5 prósent hjúkrunarfræðinema réðst til starfa í héraði að loknu námi og voru enn í starfi mörgum árum síðar.

– Hefur þú einnig þá reynslu að þeir sem afla sér menntunar heima í héraði, fá líka starf þar?

– Nemendur okkar sem afla sér hæfni hjá okkur eru fullorðið fólk sem ekki á þess kost á að fara frá til þess að leggja stund á nám við háskóla vegna þess að það hefur komið sér fyrir í lífinu með fjölskyldu og fjárhagslegar skuldbindingar. Eru íbúar á svæðinu og þess vegna er hlutfall þeirra sem ráðast til starfa hér ótrúlega hátt. Við sjáum svæðinu fyrir hámenntuðu starfsafli með rætur í Midt-Troms. Niðurstöður fjölda kannana sýna að um 90 prósent þeirra nemenda sem eru ráðnir til starfa hér vinna á svæðinu í mörg ár að námi loknu.

Frá þörf að fullmótuðu námi

Hvernig vinnið þið að þessu, allt frá því augnabliki þegar þörf fyrir nám er skráð og þar til nemendur hefja nám?

– Eftir að við höfum greint færniþörf í gegnum samstarfsaðila okkar í bæði opinbera geiranum og á almennum vinnumarkaði, höldum við upplýsingafundi og auglýsum tilboðin sem við höfum náð samkomulagi um. Að því loknu leiðbeinum við um aðgangskröfur og inntökuferli. Við bjóðum einnig upp á fornám fyrir þá sem vilja fara í nám þar sem sérstakar kröfur eru gerðar um ákveðnar einkunnir til þess að hljóta inngöngu. Dæmi um slíkar kröfur er einkunnin 4 [innsk. þýðanda í Noregi er einkunnaskalinn í framhaldsskóla 1-6] í stærðfræði sem er forsenda til þess að hefja kennaranám. Við eigum líka í nánu samtali við sveitarfélögin til þess að greina hver getur boðið starfsþjálfun fyrir stúdentana. Starfsþjálfum í nærsamfélaginu er mikilvæg þegar kemur að framtíðar ráðningum þeirra sem bjóða upp á þetta, segir Vidar.

Aðlögun framkvæmdar og stuðningur

– Hér við menntamiðstöðina hafa stúdentar aðgang að húsnæði, tækniaðstoð, þjónustu skólabókasafns og almenna aðstoð við allt sem varðar námið. Við leggjum áherslu á að allt nám kostar mikla vinnu og það er brýnt að vera skipulagður hvar varðar forgangsröðun, skóla, vinnu, frístunda og skuldbindingar við fjölskyldu. Við sýnum einnig fram á ávinninginn af að vera hluti af námshóp hefur afgerandi áhrif á námsárangur.

– Menntamiðstöðin Midt-Troms og örfáar aðrar símenntunarmiðstöðvar njóta þeirra forréttinga að fá fjármagn af fjárlögum. Ætti það ekki að gilda fyrir allar náms- og menntamiðstöðvar?

– Augsýnilega myndi það hafa mikil áhrif fyrir allt samfélagið Noreg ef miðstöðvarnar fengju ríkisframlag til rekstursins. Þá yrðu miðstöðvarnar hluti af skipulagsheildinni menntakerfisins í Noregi. Í samstarfi við háskólana gætum við verið aðalverkfæri til þess að miðla og aðlaga framkvæmd dreifstýrðs framhaldsnáms, segir Vidar Gunnbert að lokum.

Sverige la fram sin strategi i september. Finland, Danmark og Island offentliggjøre sine strategier i år.
Svíar lögðu fram endurskoðaða stefnu sína í september. Finnar, Danmörk og Ísland leggja fram endurskoðaða stefnu sína fram á þessu ári.

Norðurlöndin í norðri

Menntun og ævinám er mikilvægur hluti heildarmyndarinnar. Tekið er tillit til margra þátta í samstarfi ólíkra aðila til þess að tryggja jákvæða þróun Norðursvæðanna. „Norrænir nágrannar Noregs gegna meginhlutverki á Norðurslóðum og við eigum sameiginlegan menningararf. Frá breiðu landfræðilegu pólitísku sjónarhorni eru hagsmunir norrænu landanna þeir sömu“, stendur í þingsályktunartillögunni. Yfirstjórn samstarfsins er á vettvangi Norrænu ráðherranefndarinnar, Norðurskautsráðsins, Barentsráðsins, Eystrasaltsráðsins og Norrænu víddarinnar innan ESB.

Svíar lögðu fram endurskoðaða stefnu sína í málefnum Norðurskautið í september 2020. Norðmenn lögðu fram þingsályktunartillögu í nóvember 2020 og Danmörk, Ísland og Finnland ætla að leggja endurskoðaðar stefnur sínar fram 2021. Samstarfið er margra ára og myndar góðan grundvöll að áframhaldandi starfi. Ótal ástæður eru til þess að „líta til norðurs“ – hvað varðar loftslags- og umhverfismál, varnarmál, menntamál, menningarmál og velferðarmál.

Nyeste artikler fra NVL

En medelålders ljushyad kvinna och en medelålders ljushyad man, Anna Nygård och Svante Sandell. De tittar rakt in i kameran och ler.

09/10/2024

Sverige

7 min.

I Sverige samverkar åtta myndigheter för att främja ett livslångt lärande för att förse arbetsmarknaden med rätt kompetens för ett hållbart arbetsliv. Delar av samarbetet syftar till att främja användningen och utvecklingen av validering inom arbetsliv och utbildning.

Kvinde i rød jakke holder en mikrofon under en konference, omgivet af andre deltagere.

02/10/2024

Færøerne

15 min.

– Det är jätte tight, siger ålandske Camilla Ernkrans om microcredentials i den inkluderende solidaritetsbevægelse, Emmaus, på Åland. Jeg tuner mig ind på svensk og forstår, at tight er som en jazzgruppe, der rytmisk spiller godt sammen og har et tight set som en metronom.

Kvinna i grön kavaj står vid ett träd framför en Axxell-byggnad.

26/09/2024

Finland

8 min.

Regeringen i Finland klipper bort 120 miljoner euro från yrkesutbildningen och det gör rektorerna Lillemor Norrena och Anne Levonen bestörta. Nu blir det svårare för vuxna att byta bransch eller uppdatera sitt kunnande. Den populära vuxenutbildningen som varit en nyckelkomponent inom kompetensutveckling och livslångt lärande står inför stora utmaningar.

Share This