Í átt að samkeppnishæfum Norðurlöndunum
Svíar gegna formennsku fyrir Norrænu ráðherranefndina árið 2024 og hafa valið að beina sjónum að fjórum sviðum í áætlun sinni:
- Samþætt Norðurlönd án stjórnsýsluhindrana. Með áherslu á meðal annars „tækifæri einstaklinga til að búa og starfa án landamærahindrana“ munu Svíar vinna á árinu að samantektar tölfræði þvert á landamærasvæði.
- Græn Norðurlönd. Í áætluninni kemur meðal annars fram að í formennskutíð Svía muni verða „lögð áhersla á hagræðingu, rafvæðingu og stafræn umskipti í samgöngum“.
- Félagslega sjálfbær Norðurlönd. Tvö þeirra sviða sem Svíar velja að beina sjónum að tengjast miðlun reynslu um glæpi og forvarnir gegn einmanaleika sem einstaklingar fá ekki við ráðið.
- Samkeppnishæf Norðurlönd. Samkeppnishæfni er orðið gengur eins og rauður þráður í gegnum formennskuáætlun Svía. Þetta snýst um þá staðreynd að við verðum að vera samkeppnishæf til að skapa græn, samþætt og félagslega sjálfbær Norðurlönd.
Formennskuáætlun Svía er að sjálfsögðu í samræmi við þá sýn Norrænu ráðherranefndarinnar að Norðurlönd eigi að vera sjálfbærasta og samþættasta svæði heims árið 2030.
Miðlun reynslu til að efla menntakerfi Norðurlanda
Jessika Roswall, ráðherra ESB sem jafnframt ber ábyrgð á norrænum málefnum, telur mikilvægt að miðla reynslu innan Norðurlanda til að styrkja og þróa menntakerfin.
– Samstarf í kringum menntun og áhersla á símenntun kvenna og karla er mikilvæg til að mæta innlendum og alþjóðlegum áskorunum, segir Jessika Roswall. Þess vegna er sérstök áhersla í formennskuáætlun Svía lögð á að miðla reynslu um hvernig við þróum og styrkjum jafngild, hágæða menntakerfi án aðgreiningar.
– Það er til þess að þjóðirnar geti tekist á við alþjóðlega samkeppni. Mikilvægt er að skýr tenging sé við þá færni sem eftirsótt er á vinnumarkaði, bæði hvað varðar menntun ungs fólks og fullorðinna, segir Jessika Roswall ennfremur.
– Formennskuáætlun Svía fyrir árið 2024 (á íslensku),“Öryggari, grænni og frjálsari Norðurlönd”.
– Ráðstefnan í Skellefteå 11.–12. apríl, “Taking great strides towards sustainable competence“.
– Forsætisráðherra Svía kynnir formennskuáætlun þeirra.(á íslensku)
– Aðgerðaráætlun Norrænu ráðherranefndarinnar 2021–2024.(á íslensku)
– Hvað felst í því að gegna formennsku fyrir Norrænu ráðherranefndinni?(á íslensku)
– Áætlun Svíþjóðar fyrir Norrænu ráðherranefndina um menntun og rannsóknir (MR-U) 2024.
Framboð á færni við hæfi og græn umbreyting afgerandi þáttur samkeppnishæfni
Með því að fjárfesta í færniþróun og tryggja að vinnuafl hafi þá færni sem eftirspurn er eftir geta Norðurlönd viðhaldið og styrkt stöðu sína.
– Samkeppnishæfni Norðurlandanna á heimsvísu skiptir meðal annars sköpum fyrir þróun atvinnulífs okkar og fyrir velmegun og seiglu landa okkar. Megin þáttur þess er að löndin verða í sameiningu að tryggja betra framboð af færni og skapa bestu mögulegu aðstæður fyrir fólk og fyrirtæki til að starfa þvert á landamæri, meðal annars með því að ryðja landamærahindrunum úr vegi, segir Jessika Roswall.
En Norrænu þjóðirnar verða líka að fjárfesta í grænni umskiptum.
– Annar liður er endurskipulagning samgöngugeirans sem er lykilatriði í samkeppnishæfu Norðurlöndunum og að Norðurlöndin geti náð loftslags- og umhverfismarkmiðum sínum. Svíar gegna formennskunni sannfærðir um að nánara norrænt samstarf skipti sköpum svo Norðurlönd verði samþættasta og sjálfbærasta svæði heims árið 2030, segir Jessika Roswall.
STEM er heildstætt þema ársins
Eitt af meginþemum Svía á formennskutímabilið beinist að vísindum, samantekið undir STEM (Science, Technology, Engineering and Mathematics).
Þörf er fyrir „vönduð og jafngild menntakerfi með skýra tengingu við þá færni sem er eftirsótt á vinnumarkaði“, ekki síst STEM, til að takast á við samkeppnina.
Menntun og rannsóknir á sviðum STEM munu einnig skipta sköpum fyrir þróunina í átt að grænum Norðurlöndum þar sem við þurfum til dæmis að þróa ný lífræn efni sem komi í stað efna sem byggja á jarðefnaeldsneyti.
Ráðstefna um framboð á grænni hæfni í Skellefteå
EInn hluti af formennskuáætlun Svíar felst í því að standa fyrir ráðstefnu 11.–12. apríl í Skellefteå um þemað „hæfniframboð og græn umbreyting“. Boðið verður upp á fyrirlestra, pallborð og sýningarbása fyrir alla sem vinna að framboði á færni með áherslu á græna umbreytingu.
Ráðstefnan er ætluð öllum sem tengjast menntageiranum með sérstakri áherslu á fullorðinsfræðslu, þar á meðal nám á framhaldsskólastigi fyrir fullorðna og háskóla. Þátttakendur frá æðri menntastofnunum, atvinnulífi og aðrir hagsmunaaðilar sem stefna að sjálfbærri framtíð eru einnig velkomnir.
– Við viljum veita hvatningu og skapa vettvang fyrir miðlun hugmynda og veita tækifæri til aukins samstarfs meðal þátttakenda. Óskir okkar eru að gestir fari þaðan og hugsi “Hvað get ég gert í starfi mínu til að auðvelda staðbundið framboð á færni sem stuðlar að grænni umbreytingu?” segir Fredrik Berglund, menntaráðgjafi hjá sænsku menntamálastofnuninni og fulltrúi Svía í NVL, sem er einn þeirra sem vinna að því að gera ráðstefnuna að veruleika.
Menntamálaráðuneytið, NVL, menntamálastofnunin, háskólastofnunin (MYH) og sveitarfélagið í Skellefteå standa fyrir ráðstefnunni.