23/01/2024

Sverige

Ævinám, Nám fullorðinna

6 min.

Áhersla á samkeppnishæfni undir formennsku Svía í Norrænu ráðherranefndinni

Svíar taka við formennsku fyrir Norrænu ráðherranefndinni árið 2024 og leggja áherslu á samkeppnishæf Norðurlönd með yfirgripsmiklu þema í vísindum, tækni, verkfræði og stærðfræði (STEM). Miðlæg í áætlun menntageiranum er ráðstefna um framboð á starfsfólki með græna færni og sjálfbæra umbreytingu í Skellefteå í apríl.

Medelålders brunhårig kvinna med glasögon som ler mot kameran. Hon har en mörkt blå klänning med halvlånga ärmar på sig. Hon har några ringar, och armband på båda armarna. Hon är porträtterad mot en grå bakgrund.

Jessika Roswall, samstarfsráðherra Evrópusambandsins og Norðurlanda samstarfsins telur mikilvægt að deila reynslu Norðurlanda til þess að styrkja og þróa menntakerfið. Ljósmynd: Kristian Pohl/Regeringskansliet

Í átt að samkeppnishæfum Norðurlöndunum

Svíar gegna formennsku fyrir Norrænu ráðherranefndina árið 2024 og hafa valið að beina sjónum að fjórum sviðum í áætlun sinni:

  1. Samþætt Norðurlönd án stjórnsýsluhindrana. Með áherslu á meðal annars „tækifæri einstaklinga til að búa og starfa án landamærahindrana“ munu Svíar vinna á árinu að samantektar tölfræði þvert á landamærasvæði.
  2. Græn Norðurlönd. Í áætluninni kemur meðal annars fram að í formennskutíð Svía muni verða „lögð áhersla á hagræðingu, rafvæðingu og stafræn umskipti í samgöngum“.
  3. Félagslega sjálfbær Norðurlönd. Tvö þeirra sviða sem Svíar velja að beina sjónum að tengjast miðlun reynslu um glæpi og forvarnir gegn einmanaleika sem einstaklingar fá ekki við ráðið.
  4. Samkeppnishæf Norðurlönd. Samkeppnishæfni er orðið gengur eins og rauður þráður í gegnum formennskuáætlun Svía. Þetta snýst um þá staðreynd að við verðum að vera samkeppnishæf til að skapa græn, samþætt og félagslega sjálfbær Norðurlönd.

Formennskuáætlun Svía er að sjálfsögðu í samræmi við þá sýn Norrænu ráðherranefndarinnar að Norðurlönd eigi að vera sjálfbærasta og samþættasta svæði heims árið 2030.

En textplatta med orden: Publikation. Ett säkrare, grönare, friare Norden. Program för Sveriges ordförandeskap i Nordiska ministerrådet 2024. Bredvid den, en bild av Öresundsbron
Formennskuáætlun Svía byr yfirskriftina „Öruggari, grænni og frjálsari Norðurlönd“

Miðlun reynslu til að efla menntakerfi Norðurlanda

Jessika Roswall, ráðherra ESB sem jafnframt ber ábyrgð á norrænum málefnum, telur mikilvægt að miðla reynslu innan Norðurlanda til að styrkja og þróa menntakerfin.

– Samstarf í kringum menntun og áhersla á símenntun kvenna og karla er mikilvæg til að mæta innlendum og alþjóðlegum áskorunum, segir Jessika Roswall. Þess vegna er sérstök áhersla í formennskuáætlun Svía lögð á að miðla reynslu um hvernig við þróum og styrkjum jafngild, hágæða menntakerfi án aðgreiningar.

– Það er til þess að þjóðirnar geti tekist á við alþjóðlega samkeppni. Mikilvægt er að skýr tenging sé við þá færni sem eftirsótt er á vinnumarkaði, bæði hvað varðar menntun ungs fólks og fullorðinna, segir Jessika Roswall ennfremur.

Tenglar á frekari upplýsingar um 2024 formennskuáætlunina
– Formennskuáætlun Svía fyrir árið 2024 (á íslensku),“Öryggari, grænni og frjálsari Norðurlönd”.
– Ráðstefnan í Skellefteå 11.–12. apríl, “Taking great strides towards sustainable competence“.
Forsætisráðherra Svía kynnir formennskuáætlun þeirra.(á íslensku)
Aðgerðaráætlun Norrænu ráðherranefndarinnar 2021–2024.(á íslensku)
Hvað felst í því að gegna formennsku fyrir Norrænu ráðherranefndinni?(á íslensku)
Áætlun Svíþjóðar fyrir Norrænu ráðherranefndina um menntun og rannsóknir (MR-U) 2024.

Framboð á færni við hæfi og græn umbreyting afgerandi þáttur samkeppnishæfni

Með því að fjárfesta í færniþróun og tryggja að vinnuafl hafi þá færni sem eftirspurn er eftir geta Norðurlönd viðhaldið og styrkt stöðu sína.

– Samkeppnishæfni Norðurlandanna á heimsvísu skiptir meðal annars sköpum fyrir þróun atvinnulífs okkar og fyrir velmegun og seiglu landa okkar. Megin þáttur þess er að löndin verða í sameiningu að tryggja betra framboð af færni og skapa bestu mögulegu aðstæður fyrir fólk og fyrirtæki til að starfa þvert á landamæri, meðal annars með því að ryðja landamærahindrunum úr vegi, segir Jessika Roswall.

En Norrænu þjóðirnar verða líka að fjárfesta í grænni umskiptum.

– Annar liður er endurskipulagning samgöngugeirans sem er lykilatriði í samkeppnishæfu Norðurlöndunum og að Norðurlöndin geti náð loftslags- og umhverfismarkmiðum sínum. Svíar gegna formennskunni sannfærðir um að nánara norrænt samstarf skipti sköpum svo Norðurlönd verði samþættasta og sjálfbærasta svæði heims árið 2030, segir Jessika Roswall.

STEM er heildstætt þema ársins

Eitt af meginþemum Svía á formennskutímabilið beinist að vísindum, samantekið undir STEM (Science, Technology, Engineering and Mathematics).

Þörf er fyrir „vönduð og jafngild menntakerfi með skýra tengingu við þá færni sem er eftirsótt á vinnumarkaði“, ekki síst STEM, til að takast á við samkeppnina.

Menntun og rannsóknir á sviðum STEM munu einnig skipta sköpum fyrir þróunina í átt að grænum Norðurlöndum þar sem við þurfum til dæmis að þróa ný lífræn efni sem komi í stað efna sem byggja á jarðefnaeldsneyti.

Ráðstefna um framboð á grænni hæfni í Skellefteå

EInn hluti af formennskuáætlun Svíar felst í því að standa fyrir ráðstefnu 11.–12. apríl í Skellefteå um þemað „hæfniframboð og græn umbreyting“. Boðið verður upp á fyrirlestra, pallborð og sýningarbása fyrir alla sem vinna að framboði á færni með áherslu á græna umbreytingu.

Vi vill inspirera och skapa ett forum för idéutbyte, säger Fredrik Berglund, undervisningsråd på Skolverket och nationell koordinator i NVL
Við viljum veita hvatningu og skapa vettvang fyrir miðlun hugmynda, segir Fredrik Berglund, menntaráðgjafi við sænsku menntamálastofnunina og fulltrúi Svía í NVL

Ráðstefnan er ætluð öllum sem tengjast menntageiranum með sérstakri áherslu á fullorðinsfræðslu, þar á meðal nám á framhaldsskólastigi fyrir fullorðna og háskóla. Þátttakendur frá æðri menntastofnunum, atvinnulífi og aðrir hagsmunaaðilar sem stefna að sjálfbærri framtíð eru einnig velkomnir.

– Við viljum veita hvatningu og skapa vettvang fyrir miðlun hugmynda og veita tækifæri til aukins samstarfs meðal þátttakenda. Óskir okkar eru að gestir fari þaðan og hugsi “Hvað get ég gert í starfi mínu til að auðvelda staðbundið framboð á færni sem stuðlar að grænni umbreytingu?” segir Fredrik Berglund, menntaráðgjafi hjá sænsku menntamálastofnuninni og fulltrúi Svía í NVL, sem er einn þeirra sem vinna að því að gera ráðstefnuna að veruleika.

Menntamálaráðuneytið, NVL, menntamálastofnunin, háskólastofnunin (MYH) og sveitarfélagið í Skellefteå standa fyrir ráðstefnunni.

Nyeste artikler fra NVL

Male speaker presenting at a table with a "Nordic Network for Adult Learning" presentation projected on a screen in the background.

06/09/2024

Norden

9 min.

Valladolid, Spain on June 27-28, The Nordic Network for Adult Learning (NVL) participated in the European Basic Skills Network (EBSN) annual conference, focusing on ‘Upskilling and Reskilling for the Twin Transition: Digital and Green Transformation’.

Kvinde i mørkt jakkesæt, der står foran et vindue og smiler.

02/09/2024

Norge

9 min.

Undersøkelser i Norge viser at ni av ti ønsker å leve mer bærekraftig, men hvordan? Først av alt har vi behov for kunnskap for å gjøre de beste valgene. Deretter trenger vi handlekraft for å stå imot kjøpepress, moter og rådende holdninger. Det kreves mot til å velge bærekraftig.

To ældre mænd sidder og arbejder sammen på en bærbar computer, hvoraf den ene holder en smartphone.

29/08/2024

Finland

7 min.

Nu finns det hjälp att få när man vill skapa trygga digitala miljöer. Koordinatorn Sonja Bäckman som hjälper äldre i Finland är en av dem som ska börja testa NVL:s Digitala Toolkit. – Vi vill ge våra seniorer självkänsla och visa att de klarar sig i dagens samhälle och att de är värdefulla medborgare, säger hon.

Share This