30/08/2021

Norge

Ævinám, Nám fullorðinna fullorðinsfræðsla, Menntastefna

12 min.

EPALE endurnýjast og býður upp á þátttöku

Draumurinn um evrópska vefgátt sem þjónaði sem ótæmandi uppspretta faglegs efnis um fullorðinsfræðslu er að nær því að uppfyllast. EPALE vefgáttin eða – Electronic Platform for Adult Learning in Europe – hefur verið í þróun um áraraðir og er uppfærð daglega með nýju efni og nýjum hugmyndum.

EPALE fornyer seg og inviterer til engasjement

Við erum að skipuleggja áhugaverðan viðburð í haust í samstarfi við NVL í Noregi um dreifstýrt og sveigjanlegt nám í norðri. Þetta er afleiðing þess að staðsetja fulltrúa EPALE í Tromsö, segir Eva Høifødt brosandi Mynd: Ciaran James O’Connor

– Á EPALE er hægt að nálgast kennsluefni og dæmi um fyrirmyndar starfshætti, eða kynna sér pólitíska stefnu um færniþróun í ólíkum löndum og á evrópsku plani. Á þessu ári vinnum við með þrjú megin þemu: Færni fyrir atvinnulíf og samfélag, stafræna þróun og breytingar á félagslegri inngildingu, segir norski fulltrúinn í EPALE, Eva Høifødt.

EPALE óskar eftir þátttöku. Nú er þeim sem kenna boðið að skrifa eigin „kórónasögu“. Af norrænu frumkvæði sprettur meðal annars viðburður um þær áskoranir sem blasa við fullorðinsfræðslu á norðurslóðum.

Grettistaki hefur verið lyft til þess að bæta tæknihlið EPALE. Íslendingar og Norðmenn geta glaðst yfir að hafa fengið síður á eigin tungumáli. DialogWeb spjallaði við Evu Høifødt í norsku stuðningsdeildinni. Hún starfar við Hæfniþróunarstofnun Noregs; Kompetanse Norge.

Mitt EPALE»

– Evrópska vefgáttin um nám fullorðinna hefur verið uppfærð. Hvaða þýðingu hefur það fyrir Norðurlandabúa?

– Fyrst og fremst þýðir það að tilboðið er orðið betra, fyrir fagfólk í gervallri Evrópu. Mikilvægasta úrbótin að mínu mati er Mitt EPALE, sem veitir notandanum tækifæri til þess að aðlaga sinn aðgang að sínum þörfum. Vefgáttin er byggð í kringum sérstaka tungumálaútgáfu fyrir hvert einstakt land í ESB. Nú eru útgáfur á bæði íslensku og norsku og þær hafa þar með fengið almenna viðurkenningu, segir Høifødt.

EPALE vefurinn Norska vefgáttinSænska vefgáttin

Finnska vefgáttin

Danska vefgáttin

Íslenska vefgáttin

EPALE um sig:

„EPALE er fjöltyngt, evrópskt samfélag með opinni þátttöku fyrir sérfræðinga í fullorðinsfræðslu, þar á meðal kennara og þjálfara á sviði fullorðinsfræðslu, námsráðgjafa og stuðningsstarfsfólk, rannsóknar- og fræðafólk, sem og stefnumótunaraðila. EPALE styður við það markmið með því að styrkja fullorðinsfræðslusamfélagið. EPALE lýtur öflugri ritstjórnarstefnu sem er miðuð að fullorðinsfræðslusamfélaginu.“

Sérvalið norrænt efni

– Á hvaða hátt vinna norrænu fulltrúarnir sameiginlega að efninu á EPALE?

– Við höfum unnið lengi saman um norrænu gáttina sem nú hefur verið lögð af, og við verðum að beita sköpunarhæfni okkar til að finna nýjar aðferðir til þess að miðla jákvæðum boðskap um norrænar lausnir, aðgerðir og sjónarhorn á ævinám! Við ráðgerum að skapa svokallaðar lendingarsíður, blogg þar sem við söfnum saman útvöldu ólíku framlagi frá Norðurlöndunum innan ákveðins þema. Þessum löndunarsíðum er ætlað að hvetja aðra til þess að láta þýða yfir á eigin tungumál, til þess að við verðum sýnileg um Evrópu alla. Hér er öllum frjálst að leggja sitt af mörkum, ef þú hefur frá einhverju að segja þá er bara að hafa samband!.

Stór upplýsingabanki

– EPALE hefur verið til í mörg á og umtalsverðu fjármagni hefur verið varið til þróunarinnar. Er gáttin orðinn sá stóri upplýsingabanki og hvatningaraðili sem stefnt var að?

– Nýja útgáfan af EPALE, sem fór í loftið fyrir nokkrum vikum síðan með nýju útliti og nýjum aðgerðum er svo sannarlega orðin kræsileg. Því er ekki að leyna fyrir þeim sem þekkja til EPALE að vefgáttin hefur áður liðið vegna ýmissa tæknilegra áskorana. Efnið er hins vegar af góðum gæðum og er sprottið úr samfélaginu. Því er óhætt að fullyrða að vefgáttin er orðin að þeim stóra upplýsingabanka og hvatningaraðila sem stefnt var að þegar hún fyrst fór í loftið 2015. Við höfum unnið að því að auðvelda aðgengi að innihaldinu og einfalda leiðakerfið. En við munum ekki i hætta að leggja okkur fram um að gera EPALE enn gagnlegri og meira aðlaðandi.

Miðla þekkingu og hugmyndum!

– Hvernig gagnast EPALE okkur sem einstaklingum og samtökum?

– Einstaklingar sem koma að fræðslu fullorðinna geta nýtt EPALE sem vettvang til þess að tjá sig um faglega þekkingu sína, skoðanir eða hugmyndir. Þú getur tekið þátt í umræðum, skrifað bloggfærslur, víkkað tengslanetið þitt út með ritrýnum í Evrópu, bæði í gegnum stafrænan og raunverulegan vettvang undir stjórn EPALE. Standi metnaður þinn til þess að leggja þitt af mörkum við verkefni eða á ráðstefnum í öðrum löndum sem sérfræðingur, getur sýnileiki á EPALE verið skref í áttina að því, segir Eva Høifødt, og heldur áfram:

– Samtök og stofnanir geta nýtt EPALE til þess að gera starfsemina sýnlegri með fréttum og bloggfærslum. Þeir sem sækja styrki til verkefna geta nýtt sér gáttina í leit að alþjóðlegum samstarfsaðilum og að lokum miðlað niðurstöðum verkefnisins til alþjóðlegra áheyrenda.

– Hvernig notar þú EPALE?

– Ég nota vettvanginn fyrst og fremst til þess að miðla upplýsingum um þróun hæfnistefnunnar hér í Noregi. Svo les ég mér einnig til um það sem er efst á baugi um hæfnipólitík í ESB.

– Hvað gerir þú sem norskur fulltrúi EPALE til þess að ná til fleiri notenda?

– Við eru með heilan hóp fólks sem vinnur að þróun og kynningu, og erum með langan lista yfir aðgerðir til þess að ná út til breiðari markhóps á árinu. Við vinnum líka með öðrum aðilum sem koma að fullorðinsfræðslu í Noregi. Þegar Hæfnistofnunin í Noregi sameinast öðrum stofnunum með tilkomu Stofnun æðri menntunar og hæfni sameinast henni jafnframt stofnunin um alþjóðavæðingu og gæði æðri menntunar (DIKU). Þar er umsjón með Erasmus+-áætluninni í Noregi og þar er mikilvægur samstarfsaðili okkar.

Eva Høifødt
Eva Høifødt er fulltrúi EPALE í Noregi, starfsmaður norsku Hæfnistofnunarinnar með aðsetur í Tromsø.

Nýja skólastofan

– Hvaða þemu eru efst á baugi um þessar mundir?

– Á yfirstandandi ári er lögð áhersla á þrenn þemu. Fyrsta þemað snýst um færni sem styrkir fullorðinsfræðslu og þátttöku í atvinnulífi og samfélagi, meðal annars grunnleikni, og heilsu- og miðlahæfni. Annað þema er stafræn umbreyting og „nýja skólastofan“. Kórónafaraldurinn hefur leitt til þess að kennarar, fræðsluyfirvöld og við sem lærum höfum öðlast nýja stafræna færni sem breytir því hvernig við lærum.

Evrópska framtíðarsýnin

– Okkur er sérstaklega umhugað um síðasta þemað hjá EPALE á þessu ári, það er í samræmi við framtíðarsýn framkvæmdastjórnar ESB er varðar Hæfnistefnuna og Græna sáttmálann, um félagslega réttláta, sjálfbæra og samkeppnishæfa Evrópu. Menntakerfin eru miðlæg og á Norðurlöndunum hefur okkur miðað vel við að samhæfa þessi þemu stefnu þjóðanna. Hér hafa NVL og Norræna ráðherranefndin einnig gegnt mikilvægu hlutverki. Við viljum gjarnan heyra meira um þetta og við bjóðum alla sem koma að menntun og fræðslu fullorðinna velkoma til þess að deila reynslu sinni, segir Høifødt hvetjandi.

ATH! Norðursvæðin

EPALE er ekki aðeins faglegt efni á skermi heldur getur það verið miklu meira, opinberar Eva Høifødt.

– Við erum að skipuleggja spennandi viðburð í haust, í samstarfi við NVL í Noregi. Þar verður lögð áhersla á norðurhluta Norðurlandanna með umfjöllun um dreifstýrða og sveigjanlega menntun. Þetta er afleiðing þess að staðsetja fulltrúa EPALE í Tromsö, Høifødt með bros á vör.

– Við stöndum fyrir sameiginlegum áskorunum í norðri, með miklum vegalengdum, fáum íbúum og þörfum atvinnulífsins fyrir hæfni sem ekki hefur verið mætt. Með viðburðinum viljum við skapa vettvang fyrir miðlun þekkingar og hugmynda á milli landanna. Í Noregi búum við til dæmis við góða innviði fyrir dreifmenntun með fjölda fræðslumiðstöðva og dreifstýrð háskólasvæði þar sem boðið er upp á menntun á fag- og háskólastigi. Hvernig getum hugsanlega leyst úr læðingi alla getuna sem þar er fyrir hendi? Hvernig er hægt að auðvelda aðgengi að upplýsingum um hvaða hæfni skortir á hverjum stað? Hvers þarfnast menntageirinn til þess að ná sameiginlegu markmiði um ævinám fyrir alla? Við vonumst til þess að geta svarað nokkrum þessara spurninga.

EPALE og NVL

– Hvað getur NVL lagt af mörkum til þess að styrkja gáttina enn betur?

– Norræna samstarfið snýst að miklu leyti um miðlun reynslu af leit að góðum lausnum og það eiga EPALE og NVL sameiginlegt. NVL safnar og skapar umtalsverða þekkingu sem við gleðjumst yfir að geta miðlað á EPALE. Þegar þátttakendur í netum NVL og aðrir taka virkan þátt í umræðum og á spjallþráðum á EPALE, leggja þeir sitt af mörkum til þess að efla gæði og áhuga á vefgáttinni. NVL og EPALE vinna saman um bæði gerð efnis á vefnum, sameiginlegum viðburðum og gagnkvæmri kynningu.

Gæði

– Hver tryggir gæði þess efnis sem birt er?

– Við sem komum að EPALE könnum gæði alls efnis sem lagt er til áður en það fer í loftið. Það er afar spennandi verkefni, vegna þess að það veitir okkur innsýn í það sem er á seiði í ólíkum geirum – hugmyndir, verkefni sem koma fram og þær áskoranir sem þeir sem koma að fræðslu fullorðinna á Norðurlöndunum standa frammi fyrir.

Einstaklingsmiðaðir inneignarreikningar

– Ertu með eina eða fleiri ábendingar um spennandi og áhugavert efni sem á erindi á EPALE?

– Ég get nefnt að framkvæmdastjórnin stendur fyrir opnu samráðsferli um einstaklingsmiðaða námsreikninga, með öðrum orðum reikning þar sem hægt er að safna réttindum og nýta þau til náms sem er gæðatryggt. Finna má fleiri greinar um þetta efnið á EPALE. Í Noregi er unnið að úttekt á sambærilegu kerfi, einskonar „mínar síður“ fyrir færni og atvinnulíf.

Skrifaðu kórónusöguna þína!

Høifødt nefnir einnig samfélagssögusíðu EPALE 2020, sem nýlega fór í loftið. Þar er safn frásagna fagfólks um hvaða áhrif heimsfaraldurinn og smitvarnir höfðu hversdaglega á vinnudaginn. Áhugaverðar frásagnir frá fólki sem er fæst við kennslu og sem veita leiftrandi sögur af því hvernig þau neyddust til þess að aðlaga sig hratt, innleiða nýjar aðferðir, taka áhættu og afla sér mikillar þekkingar á stuttum tíma. Ef þú hefur áhuga á að skrifa þannig frásögn geturðu lagt þitt af mörkum 2021. Um leið verður þú þátttakandi í keppninni um að fá söguna þína birta í bók næsta árs sem verður opinber ESB útgáfa.

Nyeste artikler fra NVL

Kockarna Hanna Al Gburi, Jonas Wasiljeff och Jessica Nybacka serverar varje dag mat åt hundratals personer i Axxell.

13/09/2024

Finland

7 min.

En finländsk yrkesutbildare har lyckats spara mängder av vatten, diskmedel och energi i sina skolkök. Med några enkla tricks har matsvinnet minskat och kockarna i Karis har som positiv bieffekt fått lite mera tid att chilla med varandra. När man införde Överraskningarnas dag på menyn blev det en hit.

Male speaker presenting at a table with a "Nordic Network for Adult Learning" presentation projected on a screen in the background.

06/09/2024

Norden

9 min.

Valladolid, Spain on June 27-28, The Nordic Network for Adult Learning (NVL) participated in the European Basic Skills Network (EBSN) annual conference, focusing on ‘Upskilling and Reskilling for the Twin Transition: Digital and Green Transformation’.

Kvinde i mørkt jakkesæt, der står foran et vindue og smiler.

02/09/2024

Norge

9 min.

Undersøkelser i Norge viser at ni av ti ønsker å leve mer bærekraftig, men hvordan? Først av alt har vi behov for kunnskap for å gjøre de beste valgene. Deretter trenger vi handlekraft for å stå imot kjøpepress, moter og rådende holdninger. Det kreves mot til å velge bærekraftig.

Share This