03/01/2022

Island

Iðn- og starfsmenntun, Atvinnulíf

6 min.

Fagbréf staðfestir nám á vinnustað

Um þessar mundir er að ljúka tilraunaverkefni Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins um raunfærnimat á móti viðmiðum atvinnulífsins. Í verkefninu gafst starfsfólki nokkurra fyrirtækja tækifæri til þess að fá færni sína metna og staðfesta með fagbréfi.

Yrkesopplæring med fagbrev

Fagbréf staðfestir nám á vinnustað

Um þessar mundir er að ljúka tilraunaverkefni Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins um raunfærnimat á móti viðmiðum atvinnulífsins. Í verkefninu gafst starfsfólki nokkurra fyrirtækja tækifæri til þess að fá færni sína metna og staðfesta með fagbréfi.

Dominos var eitt af fyrirtækjunum. Átta starfsmenn fyrirtækisins fengu mat á raunfærni til styttingar á Fagnámi í verslun og þjónustu. Þeir hafa nú lokið vinnustaðahluta fagnámsins sem er samtals 30 einingar og hlotið staðfestingu í formi fagbréfs. Við náðum tali af einum þeirra, Stefáni Þór Péturssyni og báðum hann um að segja frá reynslu sinni af þátttöku í verkefninu. Stefán er af Suðurlandi og hafði verið í námi við Fjölbrautaskóla Suðurlands.

Vinnan lokkaði

Stefán Þór var á næst síðustu önn í námi til stúdentsprófs þegar hann hætti í skólanum. Hann hafði eins og svo margir aðrir unglingar á Íslandi verið í vinnu meðfram náminu. Hann vann hjá Dominos og þar hafði honum verið sagt að hann myndi verða verslunarstjóri eftir eitt ár. Hann var ánægður í vinnunni en ákvað samt að reyna að ljúka skólanum. Þá breyttust aðstæður. Verslunarstjórinn sem að hann átti að taka við af hætti skyndilega og því tók Stefán við sem verslunarstjóri mun fyrr en áætlað hafði verið. Eða í ágúst skömmu fyrir upphaf næstsíðustu annarinnar í skólanum. Áhuginn á náminu leið fyrir spennandi starf.

Ég hætti í skólanum eða var rekinn vegna slæmrar mætingar þar því það var skemmtilegra í vinnunni og tilgangurinn augljósari,“ segir Stefán. „Ég reyndi fjarnám, byrjaði vel en náði aldrei almennilegum tökum á því. Kláraði ekki, náði ekki að skila verkefnum á réttum tíma.

Ákvað að slá til og reyna aftur

„Ég var verslunarstjóri í þrjú ár en fluttist til í starfi, hingað upp á skrifstofu 2019. Þá stóð til að prufukeyra námið, mér bauðst að taka þátt. Ég sló til, ákvað að láta á reyna hvort ég gæti byrjað aftur í námi. Ég var kominn með námsleiða á sínum tíma í fjölbrautaskólanum. En ég fann fljótlega að þetta hentaði mér. Mér finnst auðvelt að stunda námið með vinnunni, get klárað verkefnin í skólanum um helgar eða á þeim tíma sem hentar mér,“ staðfestir Stefán.

Mat á raunfærni gagnast

Stefán gekk í gegnum raunfærnimat og fékk námið sem hann hafði lokið metið til styttingar á fagnáminu. „Ég á enn eftir að taka áfanga sem tilheyra bóknámshlutanum, nefnir til dæmis bókhald og hagfræði. Allt efni sem tengist samt starfinu og ég hef góð tök á. Að loknu fagnáminu stendur eftir aðeins eftir einn áfangi í íslensku í námi til stúdentsprófs og nú stefni ég á að ljúka fagnáminu og vonandi stúdentsprófinu á vordögum 2021. Gott að hafa það ef maður skyldi vilja bæta við sig. Ég hef hug á frekara námi á Bifröst, á bara eftir að ákveða hvaða stefnu ég ætla að taka þar,“ segir Stefán.

Stefán Pétursson
Stefán Þór Pétursson

Hvetur sitt fólk til að nýta tækifærið

„Ég ber sem svæðisstjóri ábyrgð á verslunarstjórum að reyna að hvetja mitt fólk til þess að nýta þetta tækifæri til raunfærnimats, styttingar á fagnámi sem gagnast því ótvírætt í starfi og nýtist fyrirtækinu. Ég er sjálfur himinlifandi með að þetta sé í boði hjá Dominos og ég hafi getað nýtt mér það. Það er talsvert mikill munur á því að vera í framhaldsskólanum og í fagnámi sem tengist beint starfi sem þú sinnir. Bæði starfið og námið verða áhugaverðara, segir Stefán Þór Pétursson að lokum.

Fagnám í verslun og þjónustu

Fyrst aðeins um samhengið. Fagnám í verslun og þjónustu er árangur af þróunarverkefni sem Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks (SVS) hratt af stað fyrir starfsfólk í verslun og þjónustu. Fulltrúar frá Verzlunarskólanum, SVS, Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, Mími-símenntun, Samkaup, Lyfju og Húsasmiðjunni sátu í þróunarhópi sem vann að verkefninu. Fyrsta skrefið fólst í kortlagningu starfa í verslun og skilgreiningu á því hvað einstaklingar sem starfa við verslun og þjónustu þurfa að kunna, hvaða hæfni þeir þurfa að búa yfir. Því næst var lagður grunnur að raunfærnimati í samstarfi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Mími-símenntun með mótun viðmiða fyrir hæfnina. Þar næst var fagnám í samstarfi við Verzlunarskólann þróað. Markmið námsins, er meðal annars að nemendur auki þekkingu sína og færni á vinnustað, þjálfist í að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu og geti stýrt verkefnum í verslun í samræmi við skipulag og áætlanir.

Raunfærnimat og fagbréf

Reynt starfsfólkgetur farið í raunfærnimat og fengið stöðu sína metna til styttingar á náminu sem boðið er upp á í Verzlunarskóla Íslands. Námið er samtals 90 einingar í þremur vörðum þar sem flettast saman bóklegir áfangar (60 einingar) og vinnustaðanám (30 einingar). Vinnustaðanámið fer fram í samvinnu við fyrirtækið þar sem nemendur starfa. Viðurkenning á að þeir hafi lokið því er veitt með fagbréfi. Þeir sem ljúka Fagnámi í verslun og þjónustu og vilja halda áfram námi geta þar að auki bætt við sig og lokið stúdentsprófi í fjarnámi frá Verzlunarskólanum.

Aðrar greinar um fagnám í verslun og þjónustu og raunfærnimat á móti viðmiðum atvinnulífsins

Skýrsla um tilraunaverkefnið Raunfærnimat á móti viðmiðum starfa

Nyeste artikler fra NVL

Kvinde i rød jakke holder en mikrofon under en konference, omgivet af andre deltagere.

02/10/2024

Færøerne

15 min.

– Det är jätte tight, siger ålandske Camilla Ernkrans om microcredentials i den inkluderende solidaritetsbevægelse, Emmaus, på Åland. Jeg tuner mig ind på svensk og forstår, at tight er som en jazzgruppe, der rytmisk spiller godt sammen og har et tight set som en metronom.

Kvinna i grön kavaj står vid ett träd framför en Axxell-byggnad.

26/09/2024

Finland

8 min.

Regeringen i Finland klipper bort 120 miljoner euro från yrkesutbildningen och det gör rektorerna Lillemor Norrena och Anne Levonen bestörta. Nu blir det svårare för vuxna att byta bransch eller uppdatera sitt kunnande. Den populära vuxenutbildningen som varit en nyckelkomponent inom kompetensutveckling och livslångt lärande står inför stora utmaningar.

To ældre mænd sidder og arbejder sammen på en bærbar computer, hvoraf den ene holder en smartphone.

25/09/2024

Finland

7 min.

Nyt on tarjolla apua turvallisten digiympäristöjen luomiseen. Koordinaattori Sonja
Bäckman, joka auttaa työkseen suomalaisia senioreja, on yksi NVL:n digitaalisen
työkalupakin tulevista testaajista. – Haluamme kohentaa senioreiden
itseluottamusta ja osoittaa heille, että he pärjäävät nyky-yhteiskunnassa ja ovat
arvokkaita kansalaisia, hän sanoo.

Share This