29/11/2021

Grønland

Fjarkennsla, Dreifbýli, Sveigjanlegt nám

5 min.

Fjarkennsla í afskekktustu svæðunum

Fjarnámi hefur verið spáð mikilvægu hlutverki í grænlenskum skólum. Sérstakur áhugi hefur verið á því að nýta fjarkennslu til að tryggja að ákvæði í grunnskólareglugerð nái til allra landshorna.

Fjarkennsla í afskekktustu svæðunum

Í greininni „Á Grænlandi teljum við að stórir hlutir geti líka gerst á litlum stöðum“ kemur fram að skortur er á menntuðum kennurum í grænlenskum byggðum. Jafnframt kemur fram að laun þeirra sem koma að menntun hafi dregist aftur úr, það sé flókið mál, en þokist í rétta átt. Á Grænlandi er sterk trú á því að stórir hlutir geti gerst á litlu stöðunum. Síðustu aðgerðir á sviði menntamála eru sönnun þess.

Á fáum stöðum í heiminum gegnir fjarnám jafn þýðingarmiklu hlutverki og á Grænlandi

Í flestu er varðar kennslu og fræðslu felst virkni þar sem mikilvægi tíma og staðsetningar hefur breyst. Fæstir fræðsluaðilar eða skólar myndu til dæmis ekki geta sinnt hlutverki sínu án umfangsmikilla samskipta um netið, sem er aðgengilegt á öllum tímum sólarhringsins. Við erum orðin vön því að miðlun og öflun þekkingar markist af varanlegu aðgengi og takmarkist ekki lengur af tíma og stað.

Gífurlegar vegalengdir. Skólar sem eru staðsettir á svo fjarlægum og afskekktum svæðum að jafnvel Grænlendingar eiga erfitt með að greina staðsetninguna á korti. Stolt fólk sem sjálfstæði skiptir miklu. Eða sagt með öðrum orðum: Það eru fáir staðir í heiminum þar sem skynsamlegra er að nýta fjarnám en á Grænlandi.

Sjálfstæði kemur einmitt fram sem afgerandi námsmarkmið í flestum menntakerfum. Ekki hvað síst í grunnskólum, þar sem lagður er grunnur að vinnusiðferði og virkni á vinnumarkaði, ásamt hæfni til að taka þátt í eflandi símenntun. Á Grænlandi er fjarkennsla hins vegar enn ekki orðin órjúfanlegur hluti af skólakerfinu. Þrátt fyrir að fjarnámi hafi í mörg ár verið spáð veigamiklu hlutverki í grænlenskum skólum.

Löng hefð er fyrir því að beina sjónum að fjarkennslu þegar unnið er að þróun menntunar og skólanáms á Grænlandi. Um leið og útvarpið var stofnað á Grænlandi árið 1958 íhugaði danski grænlandsráðherrann, Mikael Gams, að stofna grænlenskt skólaútvarp. Það átti að vera „verkfæri til að ráða bót á kennaraskorti í landinu“, sem var líka vandamál á þeim tíma. Tækifærið var hins vegar ekki nýtt. Undanfarin tuttugu ár hefur í auknum mæli verið reynt að innleiða fjarkennslu í grænlenskum skólum. Tilraunirnar hafa verið mismunandi að umfangi: allt frá miðstýrðum landsverkefnum til staðbundinna átaksverkefna með litlum hópi skólanema.

Í landfræðilegum aðskilnaði kennara og nemanda felast miklir möguleikar

Fjarnám er viðeigandi og kennslufræðilegt tæki fyrir grænlenska skólann – einnig með tilliti til skorts á þjálfuðum kennurum. Því mun Kommuneqarfik Sermersooq, stærsta sveitarfélag Grænlands, reyna að leysa vandamál sem fylgja kennaraskorti og lágu menntunarstigi nemenda. Það á að gera með nýju tæki úr verkfærakistu menntamálanna: fjarnámi með aðkomu fyrirtækja.

– Á komandi skólaári munum við standa fyrir tilraunaverkefni með fjarnámi í stærðfræði og ensku. Ef fjarkennsla reynist vel getum við nýtt hana við fleiri námsgreinar og í fleiri byggðum, segir formaður nefndarinnar um börn og skóla í Kommuneqarfik Sermersooq, Juaaka Lyberth og heldur áfram: Síðustu þrjú árin í grunnskólanum fara nemendur okkar í dreifbýli í þéttbýlisskóla, annað hvort í Tasiilaq eða í Nuuk, þar sem þeir búa á heimavist. Unnið er að því að þróa heimavistina þannig að hún, í samvinnu við skólana, hjálpi til við að efla þekkingu nemenda og hjálpi til við að búa þá undir nám í framhaldsskóla. Auk þess fá nemendur fræðslu um persónulegan þroska og njóta leiðsagnar við námið. Á námstímanum munu nemendur taka þátt í námsferð til Danmerkur þar sem þeir heimsækja menntastofnanir og starfsnámsstaði, segir Juaaka Lyberth.

Enginn vafi leikur á að í landfræðilegum aðskilnaði kennara og nemanda felast miklir möguleikar. Jafnframt er það von Kommuneqarfik Sermersooq að fjarkennsla geti lagt ramma um þátttöku nemenda hvatt þá til að axla ábyrgð á þátttökunni og efla sjálfstæði þeirra og hæfni til samstarfs.

Með miklum fjarlægðum í landinu, skorti á menntuðum kennurum og því sérstaka og aðdáunarverða stolti sem einkennir grænlensku þjóðina, felur fjarkennsla í sér margar af grænlensku dyggðunum: sjálfstæði, faglega áherslu og uppbyggilegt samstarf.

– Lestu líka greinina „Stórt land, fámennt og strjálbýlt – er pláss fyrir allt?“

Nyeste artikler fra NVL

Bruk af fornybar energi og fangst av CO2 legger et viktig grunnlag for fremtidens lösninger for bæredyktighet i Island.

01/12/2023

Island

6 min.

Norden – en kraft for fred er overskriften på Islands formannskapsprogram i Nordisk ministerråd året 2023. Programmet fremhever ikke kun fred, men setter også et sterkt fokus på den grönne rammen og bæredyktigheten som det nordiske samarbeide understreker i sitt program i årene fremover: Norden som verdens mest bæredyktige og intergrerte region.

Kompetensmärken förändrar spelplanen för finländsk vuxenutbildning

29/11/2023

Finland

6 min.

Finnar munu á næsta ári innleiða færnimerki fyrir fullorðinsfræðsluna. Marja Juhola frá menntamálastofnuninni og Annika Bussman menntaráðgjafi hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu hafa tekið þátt í framsæknu verkefni sem talið er vera einstakt á Norðurlöndunum.

Knútur Rafn Ármann er eier og direktör i Friðheimar.

29/11/2023

Island

10 min.

Sanoo Islannin suurin tomaatintuottaja

Share This