30/08/2023

Sverige

Rannsóknir, Iðn- og starfsmenntun, Atvinnulíf

5 min.

Fræðimenn: Í námskrá framtíðar starfsmennakennara er ekkert um mat á raunfærni

Í norrænum námsrám fyrir starfsmenntakennara er ekkert fjallað um þekkingu á raunfærnimati samkvæmt niðurstöðum rannsóknaverkefnis.

Forskare: Validering saknas i läroplanerna för blivande yrkeslärare

Fræðimenn: Í námskrá framtíðar starfsmennakennara er ekkert um mat á raunfærni. Ljósmynd: Pexels/Pixabay

Í lögum landanna um starfsnám eru skýrar kröfur til starfsmenntakennara um að þeir hafi þekkingu á raunfærnimati. Þrátt fyrir það er ýmist ekkert eða afar lítið skrifað um raunfærnimat í námskrám fyrir starfsmenntakennara á Norðurlöndunum.

Þetta sýna niðurstöður Nordplus verkefnis þar sem fræðimenn frá Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi rannsökuðu námskrár í viðkomandi löndum. Verkefnið hófst í september 2021 og lauk í febrúar 2023.

Nordplus verkefnið Raunfærnimat í námskrám fyrir starfsmenntakennara (e. Validation in VET teacher education curricula) var unnið í samstarfi Via University College í Danmörku, Linköping háskóla í Svíþjóð, háskólann í Turku í Finnlandi, auk Haaga-Helia háskóla og háskólann í Oulu í Finnlandi.

– Við sáum að verkmenntaskólunum bar skylda til að vinna með raunfærnimat sem hluta námsins. Spurning okkar laut að því hvernig undirbúningsmenntun starfsmenntakennara virkar. Hvernig undirbýr námið væntanlega kennara undir mat á raunfærni? Það skorti svo sannarlega nokkuð á, segir Timo Halttunen, fræðimaður við háskólann í Turku.

timo-halttunen
Timo Halttunen

Þekking á starfinu er fyrir hendi

Flestir starfsmenntaskólar eru mjög vinnumarkaðsmiðaðir. Allt skipulag námsins byggir á þeirri hugmynd að það fari fram bæði í skóla og í atvinnulífinu, eða nemar búi nú þegar yfir færni sem þeir hafi aflað sér í atvinnulífinu.

– En maður getur samt spurt sig: ef raunfærnimat er svo mikilvægur hluti af starfsnámi, hvers vegna er það ekki fjallað meira um það í undirbúningsnámi kennara á háskólastigi? Dæmi: Ef þeir ætla að verða kennarar í list- og verkgreinum búa þeir þegar yfir þekkingu á list- og verksgreinum. Þá skortir aðeins kennslufræðilega færni, segir Timo Halttunen.

Hann og hinir fræðimennirnir tóku eftir því að varla var minnst á mat á raunfærni í námskrám fyrir verðandi starfsmenntakennara. Ef það var nefnt, þá var það í slitróttu samhengi, eins og til dæmis að búa yfir frumkvöðlahæfileikum.

– Sjónarhornið var mat nemandans, einstaklingsins sjálfs, á þekkingu sinni, ekki leiðbeinendanna. Raunfærnimat er einnig nefnt í tengslum við mat eða ráðgjöf, en í eiginlega ekki á neinn heildstæðan hátt.

Flækjustig í námi

Eins og vitað er hafa fullorðnir nemendur allt aðrar forsendur fyrir námi en börn og unglingar. Það er afar mikilvægt að nýta alla þá reynslu sem einstaklingur býr yfir. Hvernig og hvar fólk lærir getur verið flókið, segir Timo Halttunen.

Jafnvel eftir að starfsmenntakennarar sem hafa útskrifast og farið til starfa þurfa þeir á símenntun og stundum endurmenntun (það sem á ensku er kallað upskilling og reskilling) að halda, svo þeir haldið sér í takt við tímann.

– Einnig er mikilvægt að leggja mat á þá tegund náms sem til dæmis fer fram á vinnustað. Við mælum með námi þar sem færni kennara er stöðugt uppfærð, segir Timo Halttunen.

Fræðimennirnir mæla með því að stjórnendur og þeir sem koma að þróun starfsnáms þrói námskrána á eftirfarandi hátt:

  1. Að færa raunfærnimat inn í námskrána með vísan til menntastefnu og -ferla. Að setja reglur um raunfærnimat í verknámi í tengslum við starfshætti verðandi starfsmenntakennara og landslög.
  2. Að gera raunfærnimat að skyldunámsgrein í aðalnámskrá til að tryggja hæfniþróun allra starfsmenntakennaranema í stað þess að það sé valgrein.
  3. Að nota norræna gæðalíkanið fyrir skipulagða og heildræna umfjöllun um raunfærnimat í námskrám.
  4. Að samræma fyrirhuguð hæfniviðmið svo þau nái yfir ígrundun á persónulega námsferla nemenda og undirbúning fyrir framtíðarvinnubrögð við mat á raunfærni.
  5. Íhuga má hvort þörf sé á að búa til starfsþróunaráætlun fyrir upskilling og reskilling (sí- og endurmenntun) á hæfni rannsóknakennara í raunfærnimati.

Í teymi fræðimannanna sátu:

  • Per Andersson, Linköping háskóla, Svíþjóð
  • Sanna Brauer, Oulu háskóla, Finnlandi
  • Timo Halttunen, Háskólanum í Turku, Finnlandi
  • Bodil Husted, VIA University College, Danmörku
  • Marjaana Mäkelä, Haaga-Helia háskólanum, Finnlandi

Hér er kynning á Nordplus-verkefninu ”Validation in VET teacher education curricula”.

Nyeste artikler fra NVL

Kockarna Hanna Al Gburi, Jonas Wasiljeff och Jessica Nybacka serverar varje dag mat åt hundratals personer i Axxell.

13/09/2024

Finland

7 min.

En finländsk yrkesutbildare har lyckats spara mängder av vatten, diskmedel och energi i sina skolkök. Med några enkla tricks har matsvinnet minskat och kockarna i Karis har som positiv bieffekt fått lite mera tid att chilla med varandra. När man införde Överraskningarnas dag på menyn blev det en hit.

Male speaker presenting at a table with a "Nordic Network for Adult Learning" presentation projected on a screen in the background.

06/09/2024

Norden

9 min.

Valladolid, Spain on June 27-28, The Nordic Network for Adult Learning (NVL) participated in the European Basic Skills Network (EBSN) annual conference, focusing on ‘Upskilling and Reskilling for the Twin Transition: Digital and Green Transformation’.

Kvinde i mørkt jakkesæt, der står foran et vindue og smiler.

02/09/2024

Norge

9 min.

Undersøkelser i Norge viser at ni av ti ønsker å leve mer bærekraftig, men hvordan? Først av alt har vi behov for kunnskap for å gjøre de beste valgene. Deretter trenger vi handlekraft for å stå imot kjøpepress, moter og rådende holdninger. Det kreves mot til å velge bærekraftig.

Share This