Evrópuverkefni varpa ljósi á yfirfæranlega færni
Á Evrópska færniárinu tóku net NVL um raunfærni og ráðgjöf þátt í Erasmus+ verkefninu Transval EU, sem snerist um að þróa raunfærnimat í yfirfæranlegri hæfni (transversal skills). Fulltrúar átta evrópuþjóða tóku þátt í verkefninu sem lauk í júní.
– Vinnuveitendur leggja aukna áherslu á hæfni eins og samskiptahæfni, samvinnu- og skipulagshæfileika og stafræna færni, en þess háttar færni hefur venjulega minna vægi ýmsum ráðgjafar- og raunfærnimatsferlum. Markmiðið var því að auka þekkingu þeirra sem veita ráðgjöf og koma að raunfærnimati með því að þróa módel sem geta auðveldað að draga fram færni einstaklings og gera hana sýnilega, komast hraðar út í atvinnulífið og stuðla þar með að auknu framboði á færni, segir Agnetha Kronqvist.
Gæði í raunfærnimati
Net NVL um raunfærnimat hefur jafnframt unnið að tryggja gæði raunfærnimats.
– Þróað hefur verið Norrænt líkan með lýsingum á átta veigamiklum þáttum skipulags í raunfærnimatsferlinu til þess að tryggja gæði þess, segir Agnetha Kronqvist.
Líkanið var þróað innan stafræna verkfærisins Gæðavitinn (n. Kvalitetkompasset), sem í eru fimm matsverkfæri sem þeir sem koma að mati á raunfærni geta nýtt sér til að gera sjálfsmat á raunfærnimatsferlum út frá gæðavísum.
– Verkfærin beinast að yfirvöldum, þeim sem skipuleggja raunfærnimat sem og ráðgjöfum, kennurum/starfsmenntakennurum og þeim sem samhæfa raunfærnimat, segir Agnetha Kronqvist.
Örvottanir í praxís
Á síðastliðnu ári hefur raunfærnimatsnetið skoðað hvað felst í örvottunum og hvernig má líta á þess háttar vottun frá norrænu sjónarhorni. Enn sem komið er er engin sameiginleg skilgreining eða sameiginleg skoðun á því til hvers hægt er að nýta þær.
– Það sem kallað er örvottun þarf ekki alls staðar að líta eins út. Þess vegna erum við nú að safna ýmsum norrænum dæmum til að sýna hvað falist getur í örvottunum og hvernig hægt er að nýta þær í löndum okkar, segir Agnetha Kronqvist.
Hagnýtt sænskt dæmi sem hún bendir á er vinna sem er í gangi hjá Skellefteå Kraft þar sem þeir hafa skoðað hvaða örvottun hentaði fyrir rekstrartæknifólk.
Græn ráðgjöf
Helgi Þorbjörn Svavarsson segir að ráðgjafarnet NVL sé um þessar mundir að skoða hvernig ráðgjöfin geti endurspeglað græn umskipti.
– Það er við hæfi: Hvernig getum við gert grænu umskiptin að einhverju sem ráðgjafar á Norðurlöndum eru meðvitaðir um? Við erum að undirbúa vinnustofu í Færeyjum um yfirfæranlega færni. Einnig er unnið að samantekt um pólitíska stefnumótun um að ráðgjöf geti verið líður í grænu umskiptunum, segir Helgi Þorbjörn Svavarsson.
Helgi leggur áherslu á mikilvægi hagnýtni í grænni ráðgjöf og að að hún snúist ekki um að kenna einhverju um.
–Eins og ástandið er í dag geta ekki öll störf verið græn. Við verðum líka að hjálpa fólki að gera sér betur grein fyrir því að einnig er þörf fyrir brúnu og svörtu störfin. Við verðum enn um sinn að nota olíu, til þess að forðast efnahagshrun, segir Helgi Þorbjörn Svavarsson.
En hér er mikilvægt að vinna með upplýsingar í víðum skilningi, telur hann.
– Þau [sem sinna við störfum í olíuiðnaðinum] verða að fá að búa við vitund um að með því að sinna þeim störfum eru þau líka að leggja sitt af mörkum til samfélagsins.
Jafnvægi gerir lífið sjálfbært
Annað mál sem Helgi beinir athygli að er að ráðgjöf snýst um meira en bara að finna vinnu eða menntun. Til að ná árangri þarf okkur líka að líða vel.
– Þegar talað er um sjálfbærni í leiðsögn skiptir jafnvægi milli atvinnulífs, fjölskyldu og einkalífs líka máli, segir Helgi Þorbjörn Svavarsson.
Nýtt vandamál er nýr vinnumarkaður eftir Covid, með meiri vinnu heima.
– Þegar talað er um starfsferilsráðgjöf verður vinnumarkaðurinn í brennidepli. En kannski þarf líka að huga að því að fleiri vinna heima í dag. Þá verður enn mikilvægara að vera meðvitaður um að halda jafnvæginu, segir Helgi Þorbjörn Svavarsson.
En þegar við lítum tilbaka yfir atvinnulífið er jafn mikilvægt að huga að jafnvæginu, telur hann. Við verðum að vera meðvituð um að það er líka líf eftir atvinnulífið. Þegar við verðum lífeyrisþegar kemur í ljós hvort okkur hefur tekist að halda sambandi við fjölskyldu og vini á lífi.
–Og ég held að það sé í raun mjög mikilvægt, sérstaklega fyrir karla. Við karlmenn erum góðir á vinnumarkaði. Við erum áreiðanlegir og erum alltaf í vinnunni. En við erum mun lakari einkalífinu. Það eru margir karlmenn sem einfaldlega deyja þegar þeir hætta að vinna. Því þá eiga þeir ekkert eftir.
Stafræn þátttaka er sérstaklega mikilvæg á Norðurlöndum
Að endingu segir Helgi að netið muni halda málþing þar sem meðal annars verði fjallað um gervigreind í ráðgjöf. Stafrænar ráðgjafargáttir, stafræn inngilding og gervigreind eru sérstaklega mikilvæg íbúum á Norðurlöndunum, í ljósi þess hve langa vegalengd margir íbúar eiga til stærri samfélaga, þar sem ráðgjöf og mat á raunfærni eru í boði.
– Og það er svo að á Norðurlöndunum er byggð afar dreifð. Þetta eru ekki mjög stór samfélög og þar eru lítil samtök sem búa ef til vill ekki yfir mikilli sérfræðiþekkingu, segir Helgi Þorbjörn Svavarsson.
Nánari upplýsingar
- Information om NVL:s valideringsnätverk.
- Information om NVL:s vägledningsnätverk.
- Resultaten från Transval-EU-projektet
- Artikel om kvalitetskompassen
- Artiklar om validering på nvl.org