05/01/2022

Island

Atvinnulíf, Nám fullorðinna fullorðinsfræðsla

10 min.

Hvers vegna verðum við að kunna að reikna?

Hringsjá er miðstöð náms- og starfsendurhæfingar. Helga Eysteinsdóttir forstöðumaður tekur á móti Dialog ásamt Halldóri Erni Þorsteinssyni stærðfræðikennara. Það er góð stemning í húsinu, bros og hlátur í aðdraganda hrekkjavöku. Það verður keppni, sá sem kemur í besta búningnum fær verðlaun.

Helga Eysteinsdóttir og Halldór Örn Þorsteinsson

Helga Eysteinsdóttir, leder for Hringsjá og Halldór Örn Þorsteinsson lærer i matemattikk.

– Meginmarkmið starfsins hér er að þau sem ljúka námi á þremur önnum geti stundað nám við framhaldsskóla og fundið sér starf við hæfi á vinnumarkaði. Tilvísun fylgir öllum umsóknum um að komast að hjá Hringsjá. Það er m.a. frá Virk, Vinnumálastofnun, almannatryggingakerfinu, lækni eða öðrum stofnunum, segir Helga Eysteinsdóttir. En við fáum líka umsóknir frá vinum og ættingjum fyrrverandi nemenda. Fólki sem hefur séð að vinur hafi lokið ákveðnum þáttum hér, staðið sig vel og annað hvort farið í framhaldsnám eða fengið starf við hæfi, segir Helga.

Menntunin þarf að þjóna markmiðum umsækjanda

– Auk þess að skrifa umsókn með tilvísun þurfa þau sem sækja um að koma í viðtal við okkur hjá Hringsjá, starfs- og námsráðgjafa eða félagsráðgjafa. Við ræðum um markmiðin sem viðkomandi setur sér með náminu og metum hvort Hringsjá henti til að ná þeim markmiðum.

Fjölbreyttur markhópur

– Markhópurinn spannar breiðan aldur, sá elsti í núverandi hópi er 61 árs og sá yngsti 19 ára, en kynjaskipting er 50/50. Það er krefjandi verkefni að vera hér kennari fyrir hópa með svo mikinn mun á reynslu, menntun og viðhorfum. Okkur finnst það einmitt nauðsynlegt, þeir eldri læra af þeim yngri og öfugt. Þau sem eldri eru hafa lengri reynslu á vinnumarkaði og önnur viðhorf til lífsins.

Mikilvægt að hafa væntingar

– Kennarar og annað starfsfólk hér á það sameiginlegt að við viljum að nemendur viti að við höfum ákveðnar væntingar til þeirra. Nemendur hafa margoft upplifað að fólk gefist upp á að vinna með þeim. Við viljum fullvissa þau um að við gerum það ekki. Við trúum því að þau standist væntingar og geti staðið sig. Við mætum þeim af virðingu þar sem þau eru, fullorðið fólk, segir Helga Eysteinsdóttir.

Á Íslandi starfar Endurhæfingarsjóðurinn

VIRK – er óhagnaðardrifin sjálfseignarstofnun sem komið var á af ASÍ og SA í maí 2008. Í ljósi stöðu þjóðfélagsins í ársbyrjun 2009 var undirritaður nýr sáttmáli með aðkomu stéttarfélaga og atvinnurekenda í hinu opinbera.

Megintilgangur VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga í kjölfar veikinda eða slysa, þar með talið kulnunar, með gagnlegri endurhæfingarstarfsemi. VIRK er með samninga við endurhæfingarráðgjafa og atvinnulífstengilið um landið og vísar til sálfræðinga, sjúkraþjálfara, náms- og starfsráðgjafa eða annarra fagaðila eftir þörfum.

Nánar um Hringsjá

Mikið um fordóma gagnvart reikningi

– Nemendur hjá Hringsjá hafa stutt formlegt nám að baki, sumir hafa kannski náð hluta náms í framhaldsskóla, en það er langt síðan og margt gleymt. Þau þurfa ítarlega kynningu á grunnleikni: lestri, ritun og reikningi, sem og munnlegri og stafrænni hæfni. Hæfni sem er mikilvæg fyrir þróun sjálfsmyndar og félagslegra tengsla nemenda og til að geta tekið þátt í námi, starfi og lífi úti í samfélaginu. Hún er hluti af faglegri hæfni og nauðsynlegum verkfærum til náms og faglegs skilnings, segir Halldór Örn.

Byrjunin er mikilvæg

– Við tökum á móti öllum á sama hátt, nemendur fá öll sömu grunnmenntun þótt einhver hafi lokið hluta náms í framhaldsskóla. Stærðfræði eða reikningur er það fag sem margir nemendur okkar hafa fordóma gagnvart. Þess vegna byrjum við aldrei að kenna það í fyrsta tímanum, segir Halldór Örn. Í þessum tíma byrjum við ekki að reikna. Við þurfum að kynnast og að kynnast reikningi. Auk þess þarf kennarinn að kynnast nemendum og kanna viðhorf þeirra til viðfangsefnisins. Þau deila sögum af afa og ömmu og móður og pabba sem hafa sagt að þau þurfi aldrei að nota það sem ég læri í stærðfræði, segir Halldór Örn og heldur áfram:

Hvers vegna verðum við að kunna að reikna?

– Svo er útskýrt hvers vegna það er mikilvægt að læra að reikna. Öll standa frammi fyrir einhverjum áskorunum í lífinu, þurfa að leysa stór og smá verkefni. Ég líka, til að leysa þau verðum við að lesa og greina vandlega áður en við getum tekið næsta skref. Að reikna snýst að miklu leyti um að leysa verkefni og kanna út frá praktískum daglegum aðstæðum. Þegar við gerum það verður niðurstaðan ljós og við höldum áfram. Þetta ferli á einnig við um útreikninga á dæmum. Flest okkar eiga sér þann draum að mennta sig til að fá vinnu sem við viljum. Allir skólar í öllum löndum hafa kröfur um stærðfræði, hún var ekki fundin upp til að kvelja nemendur.

Ná þeim með

– Ég veit að ég verð að hafa áhrif á viðhorfin. Þegar nemendur skynja að það er ekki hættulegt að tala um reikning og að allir séu á sama báti, þá erum við á sama róli. Fyrir mig skiptir algjörlega sköpum að ná til þeirra í fyrsta tímanum. Eftir það getum við tekið næsta skref og byrjað að reikna á töflunni. Ég legg áherslu á að engin spurning er of heimskuleg. Það eru margar leiðir til að útskýra. Fyrstu þrjár eða fjórar vikurnar tekur að skynja hvar nemendur standa. Ég geng mikið um og fer til allra og aðstoða. Svo getum við aukið hraðann. Gleði þeirra yfir því að upplifa að þau geti miklu meira en þau héldu í fyrstu er gefandi. Nemendur standa upp frá borðinu eftir klukkutíma og uppgötva að þau eru þegar búin með 25 dæmi. Sjálfstraustið eykst og er hvatning til þess að sækja hratt fram, segir Halldór Örn.

Elevene oppfordres til å kle seg ut på Halloween

Elevene oppfordres til å kle seg ut på Halloween.

Einstaklingsmiðuð

– Kennslan er að miklu leyti einstaklingsmiðuð. Sum þurfa meiri aðstoð en önnur og við höfum svigrúm. Ef ég kemst að því að þau eigi við einhvers konar námsvanda að etja, til dæmis með lestur, get ég leitað eftir stuðningi hjá samstarfsfólki mínu. Kennsluefni er skipt niður í kafla sem samsvara áföngum í skólanum. Þegar þau hafa leyst öll verkefnin í einum kafla kortleggjum við hvað þau geta. Þau fá lista yfir svörin og geta athugað hvort niðurstaðan er rétt. Við höfum jafnvel nemendur í allt að fimm mismunandi áföngum í bekk. Þegar þau hafa lokið öllum köflum hefur þeim tekist að uppfylla inntökuskilyrði í framhaldsskóla.

Framhaldsskólinn á Íslandi er að mörgu leyti frábrugðinn samsvarandi skólastigi á hinum Norðurlöndunum. Meira um það í bloggi Alberts Einarssonar hér

Halda alltaf að næsta stig sé miklu erfiðara

– Flest halda alltaf að það sem kemur á eftir verði miklu erfiðara. Ég útskýri fyrir þeim að þegar þau hafa lokið stigi hafi þau lagt grunninn að því sem á eftir kemur. Þau efast og halda að þau hljóti að ná stöðu sem þau ráða ekki við. Svo tekst þeim þetta allt saman til mikillar undrunar. Aftur vex sjálfstraustið. Það er ótrúlega gefandi að vinna með þeim, sjá hvernig þau vaxa faglega og persónulega. Ein af ástæðunum fyrir því að ég hef verið kennari hér í 13 ár, segir Halldór Örn Þorsteinsson og brosir.

Teymið er stöðugt

– Ég er með frábært teymi. Á hverjum föstudegi höldum við fund til að ræða hvernig gengur. Það er ljóst að í hópi eins og þeim sem er hjá okkur getur margt gerst. Kennararnir einbeita sér að viðfangsefnum sínum, ef þeir sjá að nemendur standa frammi fyrir áskorun eða eiga í vandræðum er þeim vísað áfram til viðkomandi fagfólks, segir Helga Eysteinsdóttir forstöðumaður. Við erum nokkur hér hjá okkur, ráðgjafar, félagsfræðingar, sérkennarar og leiðbeinendur og getum vísað til sálfræðinga og lækna eftir þörfum.

Á tímum heimsfaraldurs

– Nemendur okkar þurfa aukinn stuðning og við vorum ekki undirbúin undir að þurfa að leggja niður kennslu og senda alla heim. Við vorum ekki með kerfi fyrir fjarkennslu. Þannig að þegar þau skilaboð komu að senda þyrfti þau öll heim gátum við ekki fylgst með kennslunni. Menntun nemenda tafðist en allir sýndu mikinn skilning, nemendur, aðstandendur, stofnanir og aðrir aðilar. Það var sérstaklega erfitt fyrir þau sem voru á sinni fyrstu önn hjá okkur. Þau sækja sjö mismunandi námsgreinar og höfðu ekki enn tengt nöfn kennara og námsgreina. Þannig að þegar kennarar í mars þurftu að nota tölvupóst til samskipta vissu nemendur ekki hver sendi öll þessi skilaboð. En ráðgjafarnir héldu sambandi, þeir hringdu í nemendur á hverjum degi og gátu útskýrt og leiðbeint. Samt varð erfitt að halda dampinum gangandi, segir Helga og heldur áfram:

– En í haust vorum við undirbúin. Við vorum með Teams, kennarar og nemendur höfðu fengið þjálfun í notkun svo okkur hefur gengið miklu betur núna. Á vissan hátt getum við staðfest að grunnleikni nemenda í stafrænni færni hefur þróast mikið.

Nyeste artikler fra NVL

Finlands äldsta bildningsstiftelse gör sig redo att fira 150 år av betydelse

11/04/2024

Finland

8 min.

– Plötsligt har vi börjat montera ner en lång bildningstradition som andra länder beundrar. I övriga Europa är man mycket förvånad och undrar vad Norden riktigt håller på med, säger Lauri Tuomi. Trots kalla vindar är han med och utlyser ett nationellt temaår för bildning i Finland. I egenskap av chef för det jubilerande Folkupplysningssällskapet blickar han nu bakåt och...
Wille Bolinder

25/03/2024

Sverige

9 min.

After more than 25 years as a designer in the online advertising industry, Wille Bolinder decided to switch to a completely different profession. Now he drives a truck and transports hazardous waste. Despite a 50% cut to his salary, the choice was ultimately an easy one.

Wille Bolinder

25/03/2024

Sverige

9 min.

Työskenneltyään yli 25 vuotta mainos- ja verkkopalvelualalla Ruotsissa, Wille Bolinder vaihtoi kokonaan toiseen ammattiin. Nykyään hän toimii kuorma-autonkuljettajana ja kuljettaa vaarallista jätettä. Palkan puoliintumisesta huolimatta valinta oli hänen mielestään helppo.

Share This