26/06/2023

Sverige

Iðn- og starfsmenntun

5 min.

Í hverju felast gæði í fullorðinsfræðslu?

Felast gæði í fullorðinsfræðslu í því að fjárhagsáætlun standist, að allir nemendur hafi fengið pláss í námi á vinnustað eða að flestir nemendur hafa lokið náminu? Þessar flóknu spurningar voru til umfjöllunar á ViS ráðstefnunni í byrjun maí.

Marie Egerstad

Marie Egerstad, formaður ViS. Mynd: ViS

Eitt af markmiðum fullorðinsfræðslu sveitarfélaganna er að þátttakandi fái vinnu. En ef það þýðir að nemandi hætti í námi áður hann hefur lokið því fækkar útskrifuðum nemendum úr skólanum. Þetta er dæmi um flækjustig sem veldur því að ekki er hlaupið að því að meta gæði fullorðinsfræðslu.

Þrátt fyrir það var fjallað um gæði frá nokkrum mismunandi sjónarhornum þegar samtök fullorðinsfræðsluaðila í Svíþjóð (Vuxenutbildning i samverkan ViS) héldu árlega ráðstefnu sína í Linköping í byrjun maí.

Erindi Mats Person menntamálaráðherra, var varpað á vefnum vegna þess að hann hafði kvefast illilega. Þar að auki voru fluttar fréttir frá sænsku menntamálastofnuninni og skólaeftirlitinu, og þá voru einnig í boði ólíkar vinnustofur um þemað gæði. Ráðstefnunni lauk með fyrirlestri listakonunnar og áhrifavaldsins Stinu Wolter sem hvatti þátttakendur til dáða.

Hér á eftir eru nokkur dæmi um umfjöllun á fyrra degi ráðstefnunnar sem fór fram á vefnum.

Mats Persson

Mats Persson menntamálaráðherra tók þátt á vefnum. Mynd: ViS

Ríkisstjórnin vill efla starfsnám fullorðinna

Hin tiltölulega nýja, borgaralega sænska ríkisstjórn veitir 719 milljónum sænskra króna til fullorðinsfræðslu. Meira en helmingi þeirrar upphæðar eða 400 milljónum, er varið til þess að efla starfsnám fullorðinna.

Mats Persson menntamálaráðherra lagði áherslu á að ekki vilji allir fara í háskóla og að hann telji að hróður starfsmenntunar sé að aukast.

Þegar Mats Persson var spurður að því hver helsti munurinn væri á núverandi og fyrrverandi rauðgrænni ríkisstjórn þegar kæmi að fræðslu fullorðinna, svaraði Mats Persson því til að ríkisstjórn hans hafi meiri væntingar og geri auknar kröfur til nemenda í SFI miðað við þá fyrri. SFI er skammstöfun á námi í sænsku fyrir innflytjendur.

Ríkisstjórnin veitir auknum framlögum til SFI fyrir úkraínska borgara sem hafa flúið stríðið.

Tímabærar breytingar á fullorðinsfræðslu

Simon Husberg frá sænsku menntamálastofnuninni kynnti tímabærar breytingar á komvux (meira á heimasíðu ViS). Komvux er stytting á kommunal vuxenutbildning sem er fullorðinsfræðsla á framhaldsskólastigi á vegum sveitarfélaganna í Svíþjóð.

Samþætt nám – styttri leið til vinnu?

Michaela Blume, menntaráðgjafi hjá sænsku menntamálastofnuninni, fjallaði um það sem kallað hefur verið samþætt menntun sem þýðir að verknám er samþætt SFI. Tilgangur samþættrar menntunar er meðal annars flýta leið nýbúa út á vinnumarkaðinn. Blume greindi frá nýloknu verkefni sem fjármagnað var af Félagsmálasjóði Evrópu sem leiddi til eftirfarandi niðurstaðna:

  • Náms- og starfsráðgjöf ætti að liggja sem rauður þráður í gegnum námið.
  • Náið samstarf ætti að vera á milli tungumála- og starfsnáms
  • Atvinnulífið ætti að taka virkan þátt í menntuninni.
Michaela Blume och Simon Husberg

Michaela Blume og Simon Husberg kynntu fréttir frá menntamálastofnuninni er varða fullorðinsfræðslu Mynd: ViS

Forheimskandi samfélag – fyrir þá sem hugsa ekki sjálfir

Mats Alvesson, prófessor í stjórnun og hagfræði við Háskólann í Lundi, lauk fyrsta degi Vis-ráðstefnunnar með skemmtilegum og ögrandi fyrirlestri um forheimskandi samfélag. Í forheimskandi samfélagi fylgir fólk í blindni lögum og reglum án þess að hugsa sjálft. Í slíku samfélagi veltir maður því fyrir sér hvort kennarar og skólastjórar vilji virkilega að nemendur læri eitthvað, eða hvort ásýndin skipti mestu.

Allt ætti bera þess merki að þeir læri eitthvað. Er verkefni skólans orðið það sama og meðferðarheimilis, eða geymslu, með það að markmiði að halda börnum og ungmennum frá götum og torgum? spurði Alvesson sjálfan sig.

Ekki gera bara eins og þér er sagt, hvatti hann. Hámenntun er ekki endilega merki um gæði eða tryggir réttan starfsmann á réttum stað.

– Í sumum tilfellum getur verið að það sé ekki afgerandi að ráða aðeins menntaða kennara þegar fólk með aðra gagnlega eiginleika er til staðar, sagði hann.

Meðal þátttakenda á ráðstefnunni voru fjöldi skólastjórnenda og annarra stjórnenda.

– Flest ykkar hafið skapað ykkur feril og fáið aðeins meira borgað en aðrir og talið meira á fundum. Maður þarf að búa yfir náðargáfu um hagnýta heimsku til að vera efni í stjórnanda, sagði Alvesson.

– Spyrjið ykkur: er mikilvægasta verkefni mitt að vera menntaleiðtogi eða að vera gluggaskreytari?

Kynningar frá ráðstefnunni eru aðgengilegar á heimasíðu ViS.

Nyeste artikler fra NVL

Bruk af fornybar energi og fangst av CO2 legger et viktig grunnlag for fremtidens lösninger for bæredyktighet i Island.

01/12/2023

Island

6 min.

Norden – en kraft for fred er overskriften på Islands formannskapsprogram i Nordisk ministerråd året 2023. Programmet fremhever ikke kun fred, men setter også et sterkt fokus på den grönne rammen og bæredyktigheten som det nordiske samarbeide understreker i sitt program i årene fremover: Norden som verdens mest bæredyktige og intergrerte region.

Kompetensmärken förändrar spelplanen för finländsk vuxenutbildning

29/11/2023

Finland

6 min.

Finnar munu á næsta ári innleiða færnimerki fyrir fullorðinsfræðsluna. Marja Juhola frá menntamálastofnuninni og Annika Bussman menntaráðgjafi hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu hafa tekið þátt í framsæknu verkefni sem talið er vera einstakt á Norðurlöndunum.

Knútur Rafn Ármann er eier og direktör i Friðheimar.

29/11/2023

Island

10 min.

Sanoo Islannin suurin tomaatintuottaja

Share This