28/02/2024

Sverige

Atvinnulíf, Jöfn tækifæri, Menntastefna

10 min.

Í leit að sameiginlegri formgerð sem varpað getur ljósi á allt nám

Sameiginleg formgerð fyrir hæfni og raunfærni, þar sem allt nám er gert sýnilegt er langtímamarkmiðið. Erasmus Plus verkefnið NOVA-Nordic snýst um að því að draga fram og bera saman fyrirliggjandi formgerð og ferla.

En bonus för Marcus Karlsson, Anna Kahlson och Svante Sandell var att de själva lärde sig mycket av att arbeta med Erasmus Plus-projektet Nova Nordic.

Aukið gildi fyrir Marcus Karlsson, Önnu Kahlson og Svante Sandell fólst í því að þau lærðu sjálf mikið af því að vinna með Erasmus Plus verkefninu Nova Nordic.

Tilgangur NOVA-Nordic var að kanna hvernig nám sem á sér stað utan formlegra menntakerfa er tengt viðmiðaramma fyrir hæfni og menntun, bæði á Norðurlöndum og í öðrum ESB löndum. Í grein NVL vorið 2022 sögðu Anna Kahlson verkefnisstjóri og Svante Sandell þátttakandi í verkefninu frá því.

NOVA Nordic rapporter och resultat

Þeir sem vilja kafa betur ofan í það sem NOVA-Nordic hefur gert geta fundið frekari upplýsingar hér: : NOVA-Nordic:Non-formal qualifications and validation arrangements in the Nordic countries – Myndigheten föryrkeshögskolan (myh.se)

Verkefnið er unnið í samstarfi fulltrúa frá Svíþjóð, Íslandi og Finnlandi. Auk þeirra Önnu Kahlson og Svante Sandell tók Marcus Karlsson virkan þátt í verkefninu. Þau þrjú starfa öll hjá Stofnun starfsmenntaháskóla í Svíþjóð. Fulltrúar Íslands eru Fjóla Lárusdóttir og Haukur Harðarson frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og fulltrúi Finnlands Anni Karttunen, er fræðsluráðgjafi og rekur fyrirtækið Globedu.

Hluti af vinnunni fólst í samanburðarrannsókn þar sem innlendir viðmiðarammar fyrir menntun og hæfi á Norðurlöndum, Austurríki og Hollandi voru rannsakaðir.
Markhópur verkefnisins er þeir sem taka ákvarðanir varðandi þróun skipulags og reglna um hæfi og innlenda viðmiðaramma, og aðrir hagaðilar sem þróa hæfni- og raunfærnimatsmódel.

NVL hittir sænsku fulltrúana þrjá í miðborg Stokkhólms að lokinni ráðstefnu um gæðamál þar sem fulltrúar atvinnugeira sem vinna að þróun hæfni og líkana fyrir raunfærnimat atvinnulífinu söfnuðust saman.

– Ég vil undirstrika hversu mikilvægt alþjóðlegt samstarf er. Nýta verður tækifæri til að vinna þvert á landamæri með þeim fjárstuðningi sem stendur til boða, til dæmis frá Nordplus og Erasmus+. Enda er inntak verkefnisins að styðja við hreyfanleika, líka hreyfanleika á milli Norðurlanda, segir Anna Kahlson.

Sérfræðingarnir sem tóku þátt í NOVA-verkefninu hafa lært margt. Þau höfðu tækifæri til þess að sökkva sér niður eða „nörda sig niður“ í viðfangsefni sem varða hæfni, viðmiðaramma og raunfærnimat.

– Með því að kynna sér viðmiðaramma annarra þjóða öðlast maður líka betri skilning á eigin sí- og endurmenntunarkerfi og getur ígrundað það, segir Svante Sandell.

– Við höfum útfært leið til að veita stuðning sem ætti að virka og sem hægt er að laga að mismunandi forsendum í hvaða landi sem er. En það þýðir líka að þú verður að skilja muninn. Rétt eins og Svante minntist á, held ég að það hafi verið einn af lærdómsríku þáttum ráðstefnunnar. Og til þess að skilja eigið kerfi verður þú að geta greint hver munurinn á kerfunum er. Þannig að verkefnið hefur gefið okkur færi á því að sökkva okkur djúpt í málefnið, segir Marcus Karlsson.

Auðvelt að skipta um geira og land

Eitt markmiðanna er að viðmiðarammar hinna ýmsu landa um menntun og hæfi verði svo skýrir að auðveldara verði að færa sig yfir mörk landa og atvinnugreina.

– Auðveldara að verður að skilja hvaða kröfur eru gerðar í einni atvinnugrein, sem geta líka verið þær sömu eða svipaðar í annarri atvinnugrein eða atvinnugeira. Og á sama hátt verður auðveldara að skilja hvaða kröfur eru gerðar í einu landi, í tengslum við hvaða kröfur eru gerðar í öðru landi. Enda stuðlar þessi sameiginlega uppbygging að því að hægt sé að yfirfæra færni á mun einfaldari hátt. Færnin verður hreyfanleg, segir Anna Kahlson.
Tenging ólíkra viðmiðaramma sín á milli og við EQF, Evrópska viðmiðarammann um hæfni mætti líkja við ákvörðun ESB um að Apple verði að laga sig að og nýta sömu staðallausn fyrir hleðslutæki og aðrir framleiðendur farsíma.

– Nákvæmlega því sama er verið að reyna að ná með þessum kerfum. Að þjóðirnar verði að gera sín kerfi líkari annarra landa til þess að auðveldara verði að skilja og bera þau saman. Við getum nefnt ökuskírteinið sem annað gott dæmi. Langt er síðan þjóðirnar hafa sammælst um hvaða kröfur þarf að uppfylla til þess að fá að aka bíl í löndum annarra, ekki er nauðsynlegt að afla sér skírteinis í hverju landi sem ætlunin er að aka í, segir Anna Kahlson.

Réttlátara mat?

Vonir eru ekki aðeins bundnar við að viðmiðarammarnir auðveldi störf ráðningastjóra og annarra sem leita að starfsfólki. Jákvæð framtíðarsýn væri að færni fólks væri metin á sanngjarnari hátt en nú er gert, því ekki er óvanalegt að þeir sem ráða fólk fari eftir „hugboði“ sínu og ráði fólk sem líkist þeim sjálfum.

– Í Svíþjóð er rætt um að hér ríki risa „heilasóun“. Við rannsóknir á fólksflutningum er stuðst við hugtök eins og atgervisflótta (e. brain drain), atgervissóun (e. brain waste) og atgervisöflun (e. brain gain). Þjóðir sem missa frá sér unga íbúa vegna þess að þeir flytja til annarra landa og starfa þar líði af atgervisflótta. Hér í Svíþjóð er um þessar mundir mikið rætt um hvernig við ættum að laða að hæfileika, fyrst og fremst á sviði rannsókna og háskólamenntunar. Þá er átt við atgervisöflun. Rúsínurnar í pylsuendum annarra landa eru tíndar úr og við sækjum þær. En við höfum áreiðanlega liðið fyrir heilasóun hér í Svíþjóð. Klassíska dæmið er menntaðir heilaskurðlæknar sem sitja í og aka leigubíl í Stokkhólmi. Þetta er ekki goðsögn, segir Anna Kahlson.

Í rafgeymaverksmiðjunum er þörf fyrir hæfni

Innan ákveðinna atvinnugreina er brýnn skortur á færni. Í Skellefteå í Norður-Svíþjóð hefur rafgeymaverksmiðjan Northvolt haslað sér völl og kallar eftir hæfu starfsfólki.

– Forsenda fyrir stofnun Northwolt er að það takist að laða að fólk með þá tæknikunnáttu sem þörf er fyrir. En það skapar líka margar aðrar þarfir í samfélaginu. Það þarf fleiri kennara. Það vantar fleira fólk sem getur unnið við öldrunarþjónustu. Þetta verður að einskonar örsamfélagi sem sýnir hversu mikilvægt það er að geta nýtt hæfni með stuttum fyrirvara, bæta því við sem þarf og fá fólk til starfa eins fljótt og hægt er, segir Anna Kahlson ennfremur. Hún heldur áfram:

– Í vor var formennskuráðstefna Svíþjóðar fyrir ESB um græn og stafræn umskipti (e. Green and Digital Transition) og þörf fyrir færni, þar uppgötvaði ég nokkuð óvænt. Samstarfsfólk frá ESB ræddi um það mat sitt að innan ESB myndi rafhlöðugeirinn einn skapa 800.000 ný störf á næstu þremur til sex árum. Hvar er þau 800.000 manns að finna? Mun menntakerfið geta veitt 800.000 manns þá færni sem til þarf? Nei, það gengur ekki. En við þurfum að hafa færni sem getur veitt okkur hreyfanleika. Hreyfanlega hæfni. Það væri afskaplega leiðinlegt ef Northvolt til dæmis áttaði sig á því að „nei“, Svíþjóð virkar ekki. Við getum ekki komið á laggirnar starfsemi og framleiðslu í Svíþjóð vegna þess að þar er ekki nóg fólk sem gæti unnið í greininni. Það væri gífurlegt tap fyrir Sænsku þjóðina.

Það sama á við um aðrar þjóðir sem veðja á stofnun stórra verksmiðja. 800.000 störf verða til úr ýmsum áttum. Eftir tvö ár verður ef til vill stofnuð rafhlöðuverksmiðja í Eistlandi.

– Þá verða það kannski þeir sem hafa unnið til dæmis hjá Northvolt í Skellefteå og hjálpað til við að byggja upp fyrirtækið þar sem verða að flytja sig um set til Eistlands og hjálpa til við að byggja upp fyrirtækið þar. Og sem getur svo eftir sex ár í viðbót flutt til Spánar til að gera það sama þar. Þá verða kerfi eins og EQF og viðmiðunarrammar þjóða fyrir menntun og hæfi einmitt mikilvægir.

”Við okkur blasir bara byrjunin”

Svante Sandell tekur fram að æ fleiri geri sér grein fyrir mikilvægi þess að meta hæfni á þrep. Þetta á sérstaklega við um samtök í atvinnulífinu.

– Gildi þess verður augljósara út frá þörfum atvinnulífsins, nákvæmlega eins og Anna lýsir. Að geta flust á milli atvinnugreina og aðlagast breytingum á störfum á stuttum tíma. Ég held að við séum bara að sjá byrjunina á einhverju og þess vegna þarf þessi kerfi. Það er þörf fyrir sameiginlega formgerð, segir Svante Sandell.

Nyeste artikler fra NVL

Godkjent utdanning fra utlandet et stort pluss i jobbsøknaden

11/04/2024

Norge

10 min.

Den som vil etablere seg i Norge med utdanning fra et annet land, kan få godkjent utdanningen sin og jamført den med norsk utdanning. Dermed stiller en gjerne sterkere i en jobbsøknad. Med vitnemål og full dokumentasjon er saken grei. Dersom dokumentasjonen er mangelfull, blir det en tyngre prosess, men det kan fortsatt være mulig.

ChatGPT kan bygge bro mellem ordblinde og undervisning

04/04/2024

Danmark

12 min.

Ordblinde og andre, der har udfordringer med bogstaver, har med generativ AI som ChatGPT fået nye muligheder for at udtrykke sig og læse svære tekster, fortæller lærer og ekspert.

Simon Dahlgren ja Olof Gränström ovat puhujina Skellefteån konferenssissa.

03/04/2024

Sverige

9 min.

Missið ekki af ráðstefnunni “Taking great strides towards sustainable competence” 11.-12. apríl í Skellefteå þar sem fyrirlesarar eins og Olof Gränström og Simon Dahlgren miðla reynslu sinni við að meta gögn til þess að skilja breytingar á samfélaginu og aðlaga nám að þörfum fyrirtækja.

Share This