30/04/2022

Norge

Símenntun, Iðn- og starfsmenntun

7 min.

Nemendur geta spilað sig að þekkingu um norræna líkanið

Norræna líkanið, veistu hvað felst í hugtakinu? Nemendur í framhaldsskóla vissu það ekki þegar þeir voru spurðir.

Elever kan spille seg til viktig kunnskap om den nordiske modellen

Sameiginlegur skilningur á samhengi verðmætasköpunar og velferðar er undirstaða samstarfs okkar og forsenda fyrir því að þríhliða samstarf við yfirvöld virki, segir Arve Ellingsen ráðgjafi við Alþýðusamband Noregs. Mynd: Torhild Slåtto

Þegar Arvid Ellingsen var ráðinn á svið samfélagsstjórnmála hjá norska alþýðusambandinu komst hann því að skortur á þekkingu á vinnumarkaði og skipulagi og hvaða þýðingu samstarf á milli atvinnurekenda og launþega hefur haft í Noregi og í öllum hinum norrænu löndunum var útbreiddur.

– Margir halda að velferðin hafi orðið til af sjálfu sér. Á sínum tíma skrifaði tímaritið The Economist um „The next supermodel”, sem var einmitt norræna líkanið, en hinu virta tímariti láðist að nefna eina grundvallarstoðina eða skipulagðan vinnumarkað, bendir Ellingsen á.

Ekki olía

Bæði ungir og aldnir myndu ef til vill ýja að því að það sé olían sem hafi veitt Norðmönnum velferðarsamfélag sem felur í sér ýmis gæði. Þökk sé olíugeiranum hefur ríkið getað verið rausnarlegra í fjárútlátum en annars hefði verið, en velferðarsamfélagið var byggt upp, skref fyrir skref áður en olían úr Norðursjónum fór að dæla verðmætum í ríkiskassann.

Þrír aðilar

Í yfir hundrað ára sögu hefur fjöldi kvenna og karla markað leiðina að því lífi sem við lifum í dag. Alþýðusamband Noregs LO, var stofnað 1899 en atvinnurekendur komu sínum Landssamtökum atvinnulífsins (Næringslivets Hovedorganisasjon, NHO) á laggirnar ári síðar.

– Það eru aðilar atvinnulífsins og heildarkjarasamningar sem hafa ýtt aðgerðum áfram ásamt yfirvöldum. Þessir aðilar hafa komið á endurbótum á vinnumarkaði og hafa lagt grunn að velferðarsamfélaginu og því gæðasamfélagi sem við búum við í dag, segir Ellingsen. Hann hefur haldið fjölda fyrirlestra um norræna líkanið, fyrir trúnaðarmenn, á stórum ráðstefnum og fyrir fjölda erlendra sendinefnda.

Formúla fyrir árangri

Prófessor emeritus Kalle Moene við Háskólann í Ósló hefur staðhæft að norræna líkanið sé líkan fyrir árangur þar sem heppnast hefur að samþætta hagvöxt, félagslega velferð og mikla hæfni.

Grunnstoðirnar

Arvid Ellingsen útskýrir að líkanið sé samsett af þremur grunnstoðum: Hagstjórn, opinberri velferð og skipulögðum vinnumarkaði. Þróunin í norrænu löndunum hefur verið nokkuð áþekk og gengur þess vegna oft undir heitinu norræna líkanið. Fulltrúar margra ríkja eru undrandi á því að hægt sé að koma á svo nánu samstarfi á milli launþegasamtaka, atvinnurekendasamtaka og yfirvalda.

– Það hefur mikil áhrif að atvinnurekendur eru með og styrkja fagfélög. Við útskýrum að líkanið efli framleiðni og það hafi jákvæð áhrif á samfélagið, segir Ellingsen og heldur áfram:

– Sameiginlegur skilningur á samhengi verðmætasköpunar og velferðar er undirstaða samstarfs okkar og forsenda fyrir því að þríhliða samstarf við yfirvöld virki. Við þekkjumst vel. Við erum ekki alltaf sammála, en við berum virðingu hver fyrir öðrum og að við berum í sameiningu samfélagslega ábyrgð. Þetta nána samstarf á milli launþega og atvinnurekenda felur annað og meira í sér en nefnt er í hátíðarræðum. Þeir vinna sama að ákveðnum aðgerðum, eins og tildæmis geiraáætlanum um símenntun.

Arvid Ellingsen

Arvid Ellingsen í fundarherbergi Alþýðusambandsins í Noregi þar sem fjöldi mikilvægra ákvarðana hefur verið tekinn í áranna rás. Mynd: Torhild Slåtto

Mikil færni

Moene prófessor bendir á mikla hæfni sem mikilvægan hluta norræna líkansins. Arvid Ellingsen hefur tekið þátt í undirbúning undir að kom á þríhliða samkomulagi geiraáætlana. Áætlanirnar eru ætlaðar til þess að gefa starfsfólki í ákveðnum atvinnugeirum tækifæri til símenntunar. Fagháskólar þróa tilboð um sí- og endurmenntun í samstarfi við aðila atvinnulífsins í heimabyggð og ríkir greiðir. Fjölda hindrana varð að yfirstíga áður en hægt var að koma þessu fyrirkomulagi á, en það tókst. Nú getur Arvid Ellingsen og allir í bæði LO og NHO glaðst yfir að samkvæmt mati á fyrirkomulaginu náði það út til markhópsins, með öðrum orðum, til þeirra sem hafa minnstu formlega menntun að baki og sem hefð er fyrir að sæki síst endur- eða símenntun. Nú gefst þeim tækifæri og margir grípa það.

Skortur á þekkingu

En hvað hafa samtökin hugsað sér að gera til þess að mæta skorti á þekkingu um vinnumarkað og þríhliða samstarf? Verkefnahópur hefur unnið að málinu um langan tíma. Fyrst var gerð forkönnun þar sem nemendur í nokkrum framhaldsskólum voru spurðir að því hvað þeir tengdu við þessi hugtök. Niðurstöðurnar voru niðurdrepandi. Nemendurnir vissu eiginlega ekkert um hvorki norrænt líkan né þríhliða samstarf. Næsta skref fólst í að gera megindlega rannsókn. Þrír af hverjum fjórum svöruðu að þeir læri of lítið um vinnumarkaðinn. Kennarar í samfélagsfræðum telja að kennslan einkennist að takmörkuðu leiti að könnunum og leit að upplýsingum utan skólans. Verkefnahópurinn greip þetta á lofti.

Samningsspil í skólanum

Að loknum ítarlegum samræðum komst hópurinn að þeirri niðurstöðu að þau vildu útbúa spil um meginþætti skipulags vinnumarkaðs. Spilið á að sýna að markmiðið er að allir vinni. Nú er spilið tilbúið og hefur verið reynt með góðum árangri. Samningaviðræður eru miðlægar. Spilið stendur framhaldsskólum til boða. Eftir pöntunum munu fulltrúar aðila atvinnulífisins heimsækja skólana og leika spilið í tvær kennslustundir.

Námskrá

Þegar unnið var að nýrri námskrá fyrir framhaldsskólann fyrir nokkrum árum börðust bæði samtök atvinnurekenda og launþega fyrir því að fá þekkingu um vinnumarkaðinn sem hluta af færniviðmiðum. Ef nemendur höfðu fram til þess lært lítið þá gat það orðið enn minna samkvæmt tillögum sem lögð var fram um nýja námskrá í samfélagsfræði. Nýja orðalagið hljóðaði eftirfarandi: „Kanna og lýsa hvernig skipulag samfélags og vinnumarkaðar í Noregi hefur breyst og ræða um hvernig norræna samfélagslíkanið tekst á við þær áskoranir sem blasa við einstaklingum og samfélaginu“.

– Okkur tókst að fá norræna samfélagslíkanið með og nú vonumst við til að skólarnir geti nýtt sér samfélagsspilið. Annars halda bæði LO og NHO áfram að heimsækja skólana til þess að kom á umræðum um vinnumarkað og velferðarríki, segir Arvid Ellingsen.

Nyeste artikler fra NVL

Godkjent utdanning fra utlandet et stort pluss i jobbsøknaden

11/04/2024

Norge

10 min.

Den som vil etablere seg i Norge med utdanning fra et annet land, kan få godkjent utdanningen sin og jamført den med norsk utdanning. Dermed stiller en gjerne sterkere i en jobbsøknad. Med vitnemål og full dokumentasjon er saken grei. Dersom dokumentasjonen er mangelfull, blir det en tyngre prosess, men det kan fortsatt være mulig.

ChatGPT kan bygge bro mellem ordblinde og undervisning

04/04/2024

Danmark

12 min.

Ordblinde og andre, der har udfordringer med bogstaver, har med generativ AI som ChatGPT fået nye muligheder for at udtrykke sig og læse svære tekster, fortæller lærer og ekspert.

Simon Dahlgren ja Olof Gränström ovat puhujina Skellefteån konferenssissa.

03/04/2024

Sverige

9 min.

Missið ekki af ráðstefnunni “Taking great strides towards sustainable competence” 11.-12. apríl í Skellefteå þar sem fyrirlesarar eins og Olof Gränström og Simon Dahlgren miðla reynslu sinni við að meta gögn til þess að skilja breytingar á samfélaginu og aðlaga nám að þörfum fyrirtækja.

Share This