20/12/2021

Norden

Alþýðufræðsla, Ævinám, Rannsóknir

7 min.

Nýtt Nordplus-verkefni kortleggur nám framtíðarinnar

Hvernig mun nám fara fram t í framtíðinni og hvert verður hlutverk kennarans? Samstarfsaðilar í Nordplus verkefninu Endursköpun símenntunar eru fulltrúar þriggja háskóla á Norðurlöndum.

Lärarens yrkesroll håller på att förändras. Det ville många lärare diskutera när Nordplus-projektet Rekonstruktion av livslångt lärande höll sitt första seminarium. Personerna på bilden har inte med texten att göra.

Hlutverk kennarans er að breytast. Um það vildu margir kennarar ræða á fyrsta málþingi Nordplus verkefnisins Endursköpun símenntunar. Fólkið á myndinni er greininni óviðkomandi. Lärarens yrkesroll håller på att förändras. Det ville många lärare diskutera när Nordplus-projektet Mynd: Yadid Levy / norden.org

Ertu uppvakningur? Með öðrum orðum: Ertu fastur í gömlum vana vegna þess að það veitir öryggi og tilfinningu af áframhaldi?

Þrír háskólar, Mälardalen háskólinn í Svíþjóð, Háskólinn á Álandseyjum og Miðstöð símenntunar við Turku Akademíuna í Finnlandi, vinna í sameiningu að Nordplus verkefni þar sem áhersla er lögð á nám framtíðarinnar. Fyrsti hluti verkefnisins, sem hófst árið 2020, fólst í viðtölum við 23 aðila sem tengjast námi og framtíðarnámi: kennara, fræðsluskipuleggjendur og fræðimenn. Haustið 2021 var fyrsta málþingið byggt á viðtölunum haldið.

– Mörg viðtalanna voru tekin í heimsfaraldrinum og þá var eins og við værum þegar komin inn í framtíðina. Við höfum rætt um stafræna umbreytingu um árabil en nú neyddumst við tileinka okkur stafræn vinnubrögð. Á málstofunni spunnust áhugaverðar umræður, til dæmis um að hefðbundin bekkjarkennsla hafi vikið fyrir samstarfi. Kennarar hafi ekki lengur sjálfsagðan forgang til túlkunar. Í kennslustofunni má frekar segja að fram fari samstarf, segir verkefnastjórinn Mona Lindroth, sem eins og verkefnastjórinn Paula Linderbäck starfar við háskólann á Álandseyjum.

Eitt eftirminnilegasta atriði málþingsins var svokölluð uppvakningaæfing.

– Þetta hljómar svolítið undarlega, en æfingin snýst um að við framkvæmum hlutina í viðbragðsstöðu eða af gömlum vana, leifar liðins tíma sem við sökkvum okkur niður í með gleði, en íþyngir lífi okkar. Gamlir hlutir sem veita okkur tilfinningu fyrir áframhaldi og öryggi þótt þeir samræmist ekki þeim þörfum sem eru til staðar í dag. Þeir eru eins og draugar úr fortíðinni, segir Mona Lindroth.

Mona Lindroth
Mona Lindroth Mynd: Háskólinn á Álandseyjum

Mismunandi menning á Norðurlöndum

Meginhugmyndin um norrænt samstarf í verkefninu er að skiptast á reynslu úr daglegu starfi. En það kom ka í ljós að menntun í löndunum er ólík. Á meðan Finnar og á Álandseyingar leggja mikla áherslu á þekkingu, hafa Svíar frekar einbeitt sér að færni. Í Svíþjóð er líka sterkari tilhneiging til að gera tilraunir.

– Ég held að það sé alveg ljóst að við eru öll sprottin úr svolítið mismunandi menningu, segir Paula Linderbäck.

– Það fólst viss ögrun í samanburðinum á því sem gerist og gengur í hinum löndunum. Sum vinnubrögð voru ögrandi á heilbrigðan hátt þegar maður þurfti að bera sig saman við hin löndin. Við öðlumst betri skilning á okkur sjálfum þegar við kynnumst sjónarmiðum annarra, segir Mona Lindroth.

„Fágað og viðkvæmt jafnvægi“

Meðal þess sem rætt var á málþinginu var hver ætti að stjórna framboði náms. Starfsmenntaskólar verða að hlusta grannt eftir þörfum markaðarins án þess að vera algjörlega „gleyptir“. Þetta er fágað og viðkvæmt jafnvægi eins og Mona Lindroth segir. Annar sjónarmið varðaði áskoranir sem felast í mismunandi kennsluaðferðum. Hverjir eru til dæmis helstu kostir og gallar blandaðs náms?

– Það sem var áhugaverðast við fyrstu málstofuna var hvað umræðurnar voru fjölbreyttar. Sérstaklega í tengslum við uppvakningaæfinguna. Greinilega mikil þörf á að ræða hvað er gert og hvers vegna, segir Paula Linderbäck.

Mona Lindroth bætir við:

– Fram komu margar pælingar. Kennarar tala sjaldan um starfið sitt og hvað þeir gera. Kannski er talað um hvernig eigi að standa að námsmati eða hvernig ætti að kenna þetta námskeið eða skrifa lýsingu á námskeiðinu, en starfið og þær áskoranirnar felast í því eru ekki eins oft ræddar meðal samstarfsmanna.

Paula Linderbäck
Paula Linderbäck Mynd: Háskólinn á Álandseyjum

Símenntun æ mikilvægari

Hlutverk kennara hefur breyst á nokkrum sviðum. Áður fyrr var kennslan skilgreind í kennslustofunni og það var kennarinn sem stjórnaði því sem sagt var og rætt var um.

– Í dag ríkja önnur viðhorf, kennarar geta til dæmis unnið verkefni eftir pöntun utanaðkomandi viðskiptavina. Auk þess er snýst málið ekki aðeins um að mennta ungu kynslóðina. Í heimsfaraldrinum sáum við í fyrsta skipti hér á Álandseyjum að fræðimenn urðu atvinnulausir. Það hefur ekki gerst áður. Síðan var það verkefni fyrir okkur sem fræðsluaðila að skapa vettvang fyrir fólk sem þurfti ef til vill ekki á neinu frekara námi eða endurmenntun að halda en þurfti að fást við eitthvað þroskandi á meðan það leitaði sér að nýju starfi. Í dag krefst vinnumarkaðurinn þess að þú sért alltaf að læra eitthvað nýtt, segir Mona Lindroth ennfremur.

Hlutverk kennarans er að þróast, frá því að vera sá sem veitir þekkinguna yfir í að sinna frekar leiðbeinandi hlutverki.

– Á hvaða hátt ætti kennarinn að þjálfa einhvern sem þegar býr yfir mikilli þekkingu? Áður fyrr voru aðeins upplýsingar í skólanum en nú eru þær alls staðar. Hlutverk kennarans verður að hjálpa þátttakendum á námskeiðinu að meta upplýsingar, segir Paula Lindroth.

Kennsluformið mun jafnframt breytast. Megnið af námi nú til dags er meira eða minna gagnvirkt. Í Háskólanum á Álandseyjum er einnig farið að bjóða upp nám á svokallaðri vef-háskólalóð. Sem er síður en svo gagnvirkt. Þú getur tileinkað sér þekkinguna hvenær sem er, skilað inn prófinu og fengið mat.

Næsta málþing í mars

Nordplus verkefnið mun standa fram í júní 2023. Næsta málþing, Málþing 2, er fyrirhugað 10. mars 2022.

– Við munum þróa verkfæri til að kortleggja hvaða færni kennarar búa yfir og hvað þeir þurfa að búa yfir í framtíðinni. Málþingið mun einnig fjalla nánar um stefnu í framtíðarrannsóknum, segir Mona Lindroth. Markmið verkefnisins er að leggja grunn að háskólanámi þar sem hægt verður að samþætta reynsluna af verkefninu. Málþingið er einkum ætlað starfandi kennurum eða fólki sem er að hefja kennarastarfið. Það getur líka orðið hluti af símenntun kennara.

Nánar um verkefnið hér

Nyeste artikler fra NVL

Elísabet Pétursdóttir og Auður Kamma Einarsdóttir

23/05/2024

Island

7 min.

„Diverse strengths“ er navnet på et prosjekt som ble utarbeidet i Island med stötte fra Nordplus, i samarbeide med Sverige og Finland. Hensikten var å lage og pröve spesielle gruppearbeider eller workshops for innvandrere som nökkel til arbeidsmarkedet. Målgruppen er ungdommer i alderen 18-25 år som ikke har arbeide, studie- eller treningsplass.

16/05/2024

Norden

14 min.

PIAAC measures key information processing skills and data from the survey provide unique opportunities to analyse the cognitive skills needed in the labour market and society. Access to PIAAC data, on its own or linked to register data, is possible for research purposes. To facilitate the selection of register variables a handbook is available for the Nordic countries and Estonia....
Projektets syfte är att hjälpa pedagoger i icke-formell vuxenutbildning att nå fram till och involvera involverar personer med psykiska funktionsnedsättningar.

15/05/2024

Sverige

6 min.

Studiefrämjandet Uppsala Västmanland har tillsammans med nordiska partner arbetat med att inkludera personer med psykiska funktionsnedsättningar i vuxenutbildning. Genom projektet har de skapat en vägledning för nordiska pedagoger. De betonar utmaningen med att nå ut till utsatta grupper och framhåller fördelarna med studiecirklar för personer med psykiska funktionsnedsättningar.

Share This