01/10/2020

Finland

Sveigjanlegt nám, Iðn- og starfsmenntun, Ævinám

8 min.

PUK breytti finnskum starfsmenntaskólum

Í Finnlandi hefur verið tekin upp ný aðferð í starfsnámi er varðar þróun persónulegrar þekkingaráætlunar (personliga utvecklingsplaner för kunnande skammstafað PUK)

Henriette Eriksson fick ett nytt yrke i och med yrkesskolreformen 2018

Henriette Eriksson fick ett nytt yrke i och med yrkesskolreformen 2018

Umönnunarfulltrúi á hjúkrunarheimili sem jafnframt er menntaður snyrtifræðingur getur verið eftirsóttur á vinnumarkaði, segir prófaleiðbeinandinn Henriette Eriksson.

Í Finnlandi hefur verið tekin upp ný aðferð í starfsnámi er varðar þróun persónulegrar þróunaráætlun. Það hefur leitt til þess að nýjar starfsgreinar, nýjar einstakar námsbrautir hafa sprottið upp auk nýrrar rafrænnar þjónustu á landsvísu hefur orðið til.

Sumarleyfin og fríin eru að baki. Henriette Eriksson prófaleiðbeinandi er komin aftur til starfa við starfsmenntaskólann Axxell. Nútímaleg byggingin með tilkomumiklum glerframhliðum var opnuð árið 2012 og lýsir upp borgarmyndina. Skólinn er rétt hjá brautarstöðinni í Karis en þangað er aðeins 50 mínútna lestarferð frá Turku og Helsinki.

Umfangsmiklar umbætur á starfsmenntaskólum

Henriette Eriksson prófaleiðbeinandi hefur starfað lengi við Axxell, en starfsheiti hennar er nýtilkomið. Það var tekið upp við upphaf umfangsmikilla umbóta á starfsmenntaskólum í Finnlandi árið 2018, þegar tekin var upp ný aðferð fyrir einstaklingsmiðaða þróunaráætlun (PUK) í starfsmenntaskólum.

Það felur í sér að hver nemandi fær tækifæri til þess að leggja áætlun og fara eftir námsleið sem svarar hans þörfum. Henriette Eriksson ber til dæmis ábyrgð á nemendum í hárgreiðslu og umönnun.

– Nemendur hafa ólík markmið og sumir ljúka bara einu eða kannski fleiri hlutaprófum, á meðan aðrir ætla að ljúka öllum hlutum prófs. Margir nemendur eru fullorðið fólk sem hefur lokið annarskonar menntun, segir aðstoðarskólameistarinn Lillemor Norrena sem er aðalábyrgðaraðili allra PUK nema í skólanum.

Axxell är en av de stora finlandssvenska yrkesskolorna i Finland

Axxell er einn af fjölmennustu finnlandssænsku starfsmenntaskólunum í Finnlandi.

Umbunað er fyrir áhugamál og frístundir

Persónuleg þróunaráætlun á að liggja fyrir innan mánaðar frá upphafi náms og hún er uppfærð í sífellu allan námstímann. Áætlunin nær yfir þau próf eða hlutapróf sem nemandinn ætlar að ljúka, einstaklingsmiðaðar aðgerðir er varða leiðsögn og stuðning ásamt framtíðar áætlun.

Hér er dreginn fram og skjalfest þekking sem nemandi hefur þegar aflað sér, auk þess verkefni sem snúa að því hvernig neminn ætlar að færa sönnur á þekkingu sína.

– Fyrir unga nemendur getur til dæmis verið að þeir hafi verið skátaforingjar. Þá hafa þeir reynslu af því að stýra hópi og þurfa ekki að sækja kennslu sem fjallar um stjórnun og er hluti af námsskránni. Þess í stað þurfa þeir að sýna fram á þekkingu sína í sveinsprófinu, segir Lillemor Norrena.

Ekki sitja af sér kennslustundir

PUK áætlunin virkar eins og praktískur og raunæfur stuðningur á meðan á námi stendur, með henni er hægt að greina styrkleika, veikleika og raunverulega þörf fyrir menntun.

– Ákveðnum nemendum finnst þeir ef til vill ekki búa yfir ákveðinni þekkingu á meðan öðrum finnst að þeir kunni það sem til þarf. Þess vegna er gott að hafa allt skriflegt og greinilegt. Með því að meta raunfærni er einnig komið í veg fyrir að nemendur sitji af sér kennslustundir á skólabekknum bara vegna þess að þær eru hluti af ákveðinni námsskrá, segir Lillemor Norrena. Að færnin hafi verið metin þýðir hins vegar ekki að námstíminn styttist sjálfkrafa.

– Námstíminn getur styst, en oftast snýst málið um að tíminn sem sparast getur nýst til þess að tileinka sér efni sem mann skortir eða að maður býr yfir þekkingu sem er úrelt, segir Lillemor Norrena.

Examenshandleraren Henriette Eriksson hanterar flera hundra olika utvecklingsplaner.

Prófaleiðbeinandinn Henriette Eriksson kemur að mörg hundruð ólíkum menntaáætlunum.

Rafrænt svið fyrir þekkingu

Verið er að þróa svokallaða ePUK sem er rafræn þjónusta, kerfi á landsvísu sem inniheldur upplýsingar sem allir starfsmenntaskólarnir færa um alla PUK nemendur á hverjum tíma. Kerfið er í þróun og er smám saman verið að taka í notkun í Finnlandi.

Grunnhugmyndin er að kerfið eigi meðal annars að auka á sýnileika upplýsinga og bæta flæði upplýsinga á milli ólíkra aðila.

Til dæmis þegar nemandi færist úr starfsnámi yfir í fagháskólanám, eða aðra menntastofnun, þá er hægt að sækja allar upplýsingar hratt og auðveldlega. Á þann hátt er tryggt að áætlanirnar séu samræmdar og þær upplýsingar sem eru í áætluninni hafa verið færðar inn.

– En aðrar trúnaðarupplýsingar sem varða leiðsögn og sérstakan stuðning færast ekki frá starfsmenntaskólunum, segir Lillemor Norrena.

Mikil vinna fyrir leiðbeinandann

Við Axxell eru nú starfandi níu prófaleiðbeinendur sem hafa umsjón með á annað þúsund nemendum. Í raun felur það í sér að hver prófaleiðbeinandi ber ábyrgð á um það bil 150–200 ólíkum þróunaráætlunum.

Maður gæti ímyndað sér að vinnuálagið væri sérstaklega mikið í ágúst þegar margir hefja nám og að einhverju leiti er það rétt. En vegna þess að Axxell skólinn fylgir reglunni um að nemendur megi hefja nám hvenær sem er, geta nýir nemendur hafið nám í hverri viku og þeir þurfa að fá sína þróunaráætlun fljótt.

Henriette Eriksson prófaleiðbeinandi bókar fljótlega fund sem tekur um klukkustund með nýja nemandanum og fagkennaranum sem ber ábyrgð á náminu.

– Eftir það samtal vita allir hvar þú stendur og hvernig þér miðar. Enginn getur komið og haldið því fram að hafa ekki fengið upplýsingar, segir Henriette Eriksson. En hins vegar er það staðreynd að það þarf að uppfæra áætlunina, ekki síst hvað varðar áætlaðan námstíma. Fyrir kemur að nemendur gleymi stöku samkomulagi.

– Í starfsnámi getur komið í ljós að það er ekki svo auðvelt að samhæfa nám, vinnu og smábörn, segir Henriette Eriksson.

Examenshandledare Henriette Eriksson samtalar med studerande Frida Nordlund och Essi Weckström.

Prófaleiðbeinandinn Henriette Eriksson ræðir við nemendurna Frida Nordlund og Essi Weckström.

Allar þúsund áætlanirnar eru ólíkar

Þegar Henriette Eriksson er beðin um að gefa dæmi um sérstaklega afbrigðilega og skapandi áætlun sem hún hefur komið að, er svarið ekkert sérstaklega augljóst.

– Allar áætlanir okkar eru svo sérstakar og einstaklingsmiðaðar að við erum hætt að hugsa um að það sé eitthvað einstakt við einhverja eina. Það er virkilega krefjandi að halda yfirsýn þegar alla áætlanir eru svona mismunandi.

Nú til dags er líka algengt að nemendur velji hlutapróf í allt öðru fagi sem við fyrstu sýn lítur út fyrir að vera frekar langsótt. Sem dæmi má nefna að það getur verið einstaklingur sem vinnur við umönnun aldraðra og langar nú að taka vissa hluta náms í hárgreiðslu til þess að geta boðið upp á þá þjónustu á hjúkrunarheimili.

– Einstaklingur sem starfar við umönnun og er jafnframt snyrtifræðingur og getur gefið íbúum fótanudd getur verið afar vinsæll og eftirsóttur á vinnumarkaði, segir Henriette Eriksson.

Kostirnir vega þyngra

Aðstoðarskólameistarinn Lillemor Norrena hefur fram til þessa ekki nefnt neina ókosti við nýja kerfið sem er í sífelldri þróun. Kostirnir vega þyngra.

– Hingað til höfum við verið upptekin af því að fylgja formlegum ákvæðum laganna, og það er langt í land þegar PUK og ePUK verða jafn mikilvæg verkfæri og þeim er ætlað að vera.

Lesið nánar um finnska módelið fyrir persónulega áætlun um þekkingu á sviði starfsmenntunar (PUK):
https://www.oph.fi/sv/utbildning-och-examina/personlig-tillampning

Nyeste artikler fra NVL

Godkjent utdanning fra utlandet et stort pluss i jobbsøknaden

11/04/2024

Norge

10 min.

Den som vil etablere seg i Norge med utdanning fra et annet land, kan få godkjent utdanningen sin og jamført den med norsk utdanning. Dermed stiller en gjerne sterkere i en jobbsøknad. Med vitnemål og full dokumentasjon er saken grei. Dersom dokumentasjonen er mangelfull, blir det en tyngre prosess, men det kan fortsatt være mulig.

ChatGPT kan bygge bro mellem ordblinde og undervisning

04/04/2024

Danmark

12 min.

Ordblinde og andre, der har udfordringer med bogstaver, har med generativ AI som ChatGPT fået nye muligheder for at udtrykke sig og læse svære tekster, fortæller lærer og ekspert.

Simon Dahlgren ja Olof Gränström ovat puhujina Skellefteån konferenssissa.

03/04/2024

Sverige

9 min.

Missið ekki af ráðstefnunni “Taking great strides towards sustainable competence” 11.-12. apríl í Skellefteå þar sem fyrirlesarar eins og Olof Gränström og Simon Dahlgren miðla reynslu sinni við að meta gögn til þess að skilja breytingar á samfélaginu og aðlaga nám að þörfum fyrirtækja.

Share This