02/05/2023

Norden

Jöfn tækifæri, Nám fullorðinna fullorðinsfræðsla

4 min.

Ráðstefna Alfaráðsins 2023: Fjárfesting í móðurmálskennslu

Hvatning skiptir miklu í tungumálanámi. En er það sá þáttur sem skiptir mestu máli við útskýringu á ferli tungumálanáms fullorðinna nýbúa með litla eða enga skólagöngu að baki?

Marianne Eek

Marianne Eek við Háskólann í Innlandinu hefur rannsakað kennslu í öðru tungumáli, hvatningu og fjárfestingu. Ljósmyndari: Torhild Slåtto

– Hvatning skiptir miklu í tungumálanámi. En er það sá þáttur sem skiptir mestu máli við útskýringu á ferli tungumálanáms fullorðinna nýbúa með litla eða enga skólagöngu að baki? Vísindamaðurinn Marianne Eek frá Háskólanum í Innlandinu í Noregi varpaði þessari spurningu fram í fyrirlestri sínum á ráðstefnunni sem Alfaráðið stóð fyrir í Gullbranna í Halmstad nýlega.

Í síðari tíma rannsóknum er dregið í efa hvort hvatning sé mikilvægasti þátturinn þegar kemur að fullorðnum innflytjendum. Í stað þess að spyrja hvort þeir séu áhugasamir geturðu spurt hvort þeir líti á tungumálanámið sem „fjárfestingu“, að sögn Eek. Hún hefur rannsakað hvaða aðrir þættir eru afgerandi fyrir innflytjendur með litla skólagöngu svo þeir séu reiðubúnir til þess fjárfesta í öðru tungumáli.

Aspekter og nivåer som har betydning for investering i andrespråkslæring
Þættir og stig sem eru mikilvæg fyrir fjárfestingu í öðru tungumálanámi (innblástur frá Douglas Fir Group, 2016, í Eek, 2021).

„Fjárfesting“ er kjarnahugtak fyrir vísindamanninn Bonny Norton til að skilja ferla í námi annars tungumáls. Hún segir að fjárfesting í tungumálanámi eigi sér stað á mótum hugmyndafræði, fjármagns og sjálfsmyndar.

Sjálfsmynd

Sjálfsmynd er tengd grunnþörfum, svo sem þörfum fyrir öryggi, skilning og viðurkenningu. Sjálfsmynd getur líka tengst eigin hlutverki í kennslustofunni. Eek benti á eigin rannsóknir á stuðningsaðilum við tungumálanám, fjárfestingum og félagslegu réttlæti þar sem ein af niðurstöðunum er að stuðningsaðilar veita öryggi. Einn viðmælenda í doktorsnámi Eek útskýrði tilfinningu sína þegar stuðningsaðilinn kom inn í kennslustofuna: „Okkur finnst eins og engillinn sé kominn.“

Höfuðstóll

Með tungumálanámi byggja nemendur upp höfuðstól sem er falinn í tungumálaþekkingu. En það er mikilvægt að þeir fái að nota tungumálið, að þeir hafi einhvern að tala við. Ein þeirra sem tók þátt í rannsókn Eek sagði að hún talaði gjarna við börn með þeim tungumálaauði sem hún hefði aflað sér á norsku. Þannig kæmist hún líka í samband við foreldra. Hún leitaði því sjálf uppi aðstæður til að nýta sér nýfenginn tungumálaauð.

Mismunandi leiðir mögulegar

Eek benti á mismunandi nálgun við tungumálanám í ólíkum sveitarfélögum, allt frá eintyngdri nálgun (hér verður aðeins töluð norska), til raunsærri nálgunar (okkar áhersla er að leggja okkar af mörkum til samskipta og skilnings) og kennslufræðilegrar þýðingar, þar sem samanlögð málþekking þátttakenda, og fyrri reynsla eru talin til bjarga í kennslustofunni.

Horft aftur á hvatningu til að læra nýtt tungumál, þar sem Eek lagði fram eftirfarandi atriði:

  • Hvatning er mikilvæg, en getur snarlega breyst.
  • Hvatning til tungumálanáms er ekki það sama fjárfesting í tungumálanámi.
  • Hvatning hefur takmarkaðan skýringarmátt þegar kemur að því að skilja ferli við tungumálanám fullorðinna nýbúa með litla skólagöngu að baki.
  • Hvatning er mikilvæg en getur að litlu leyti útskýrt námsferli þátttakenda.

Ígrundun

Skipuleggjendur ráðstefnunnar höfðu lagt upp með umræður og ígrundun fundarmanna eftir hvern fyrirlestur. Umræðuefnið eftir fyrirlestur Marianne Eek var eftirfarandi:

Hvað getur komið í veg fyrir að fullorðnir nýbúar með litla sem enga skólagöngu fjárfesting í læsi og námi annars máls?

Hvað getur á hinn bóginn stuðlað að fjárfestingu fullorðinna nýbúa með litla sem enga skólagöngu í læsi og námi annars máls?

Nyeste artikler fra NVL

Två medelålders kvinnor med ljus hy.

21/01/2025

Sverige

7 min.

Kombinationsutbildningar samordnar språk- och yrkesutbildning för att snabbare leda nyanlända till arbetsmarknaden. I den här artikeln delar Malmö och Uddevalla med sig av sina erfarenheter, utmaningar och framgångsfaktorer.

Eva-Lotta Rehnman

16/01/2025

Finland

8 min.

Med tydliga kompetenslöften och kreativa projekt väver läraren och eldsjälen Eva-Lotta Rehnman in hållbarhet i den finländska yrkesutbildningen. Hon vill ge sina studerande verktyg och ett hållbarhetstänk för vardagen och arbetslivet. Lärarjobbet är utmanande, men hon inspireras av att få vara med och forma ansvarsfulla yrkespersoner.

Ulla-Jill Karlsson

13/01/2025

Finland

7 min.

Nu är förberedelserna inför Finlands ordförandeskap i Nordiska ministerrådet 2025 i full gång. Ulla-Jill Karlsson och Sini Keinonen är tjänstemän vid undervisnings- och kulturministeriet, och de delar glatt med sig av planerna. Det handlar om allt som kommer att göras inom utbildning och lärande för vuxna.

Share This