Á meðan kennsla Sönnnu, Alexöndru og Katrine byggir á tungumálaauð þeirra í norrænum tungumálum, hefur Abdulkhadir móðurmál þeirra sem hann kennir auk sænsku sem annað mál í farangrinum. Sjálfur hafði hann lokið grunnskólanámi áður en hann kom til Svíþjóðar árið 1994.
– Eftir eitt ár gat ég átt samskipti á sænsku og ég fór í skóla með „mjög góðum kennurum“ og lauk prófi sem bifvélavirki. Ég fór í framhaldsskóla fyrir fullorðna (s. Komvux) og háskóla, þar sem ég lærði friðar- og átakafræði, segir Abdulkhadir.
Hann fékk vinnu við Hollie Park sem móðurmálskennari og kennir nú sænsku, byggða á móðurmáli (SFI sænska fyrir innflytjendur).
– Það er kostur að geta átt samskipti við nemendur frá fyrsta degi. Við byrjum á sómölsku og skiptum smám saman yfir í sænsku.
Hljóð og tvöfaldir samhljóðar og sérhljóðar
Abdulkhadir hefur þróað kerfi sem hann telur að virki vel. Eftir inngang með kynningum stendur stafrófið á töflunni. Í sómölsku og sænsku eru margir svipaðir stafir og það auðveldar námið. Frá stafrófinu færir hann kennsluna yfir í atkvæði og hljóð og sýnir stutta og langa sérhljóða. Í sænsku eru mörg orð með tvöföldum samhljóðum en í sómölsku eru það sérhljóðin sem eru tvöfölduð. Eftir mikla æfingu á atkvæðum kemur öll orðamyndin og hér notar Abdukkhadir orð og orðasambönd sem hljóma eins í sómölsku og sænsku, en hafa mismunandi merkingu. Það verður orðaleikur. Móðurmálið byggir brú yfir í nýja tungumálið.
Myndir og sögur
– Við tökum myndir og búum til sögur um myndirnar á sómölsku fyrst. Svo skrifum við söguna, enn á sómölsku, lesum hana og að lokum skrifa ég hana á sænsku. Svo höldum við áfram að vinna með báða textana.
Ráðstefnan er gagnleg
– Það er að mörgu að taka af ráðstefnunni, þar á meðal nýting stafrænna tækifæra. Leikurinn fyrir þá sem vinna við hreingerningar, WorkdPlays, finnst mér mjög góður. Hann bætir líka orðspor þeirra sem vinna við ræstingar, segir Abdulkhadir að lokum.