31/05/2023

Sverige

Atvinnulíf, Iðn- og starfsmenntun

11 min.

Raunfærnimat á mót störfum getur fangað hæfni á breytingatímum

„Við lifum á tímum breytinga.“ Með þessum orðum setti stjórnandi háskólans, Thomas Persson, þriggja daga ráðstefnu undir yfirskriftinni Skills Meetup Sweden. Tæplega 400 manns úr atvinnulífinu og frá yfirvöldum í Svíþjóð og á Norðurlöndum tóku þátt.

Konferensen Skills meetup

Nær 400 þátttakendur voru á ráðstefnunni Skills meetup, bæði staðbundið og stafrænt. Grænir, gulir og rauðir miðar voru á lofti þegar viðhorf þátttakenda voru könnuð.

Gervigreindar vélmenni, loftslagshamfarir og veraldleg ólga. Hækkandi aldur íbúanna. Störf sem hverfa og ný sem bætast við á ofurhraða. Atvinnuleysi eykst á sama tíma og fyrirtæki kalla eftir hæfu vinnuafli. Mörg vandamál og fjöldi áskorana blasa við. Á þriggja daga ráðstefnunni Skills Meetup í Málmey var nóg af góðum dæmum um lausnir.

Sænska háskólastofnunin, í samstarfi við NVL og Félagsmálasjóð Evrópu stóðu fyrir ráðstefnunni „Skills meetup Sweden“. Þátttakendur voru fulltrúar atvinnurekenda og verkalýðsfélaga auk yfirvalda. 260 manns sátu í salnum og 130 fylgdust með á vefnum.

Breidd starfa sem kynnt voru var mikil, sem dæmi má nefna iðnaðarrennismiði, sorphirðubílstjóra kvikmyndagerðafólk, meðferðaraðila á opinberri stofnun, flutningabílstjórar og fatasaumafólk. Samnefnarinn var að öll störfin krefjast sértækrar verklegrar hæfni. Hér og þar á ráðstefnusvæðinu stóðu pappamyndir af af raunverulegu fólki sem hafði fengið staðfestingu á fagmennsku sinni með raunfærnimati.

Í máli Erik Scheller, aðstoðarráðherra Lotta Edholm skólamálaráðherra Svíþjóðar, kom meðal annars fram að eftirspurn eftir rannsóknanámi á háskólastigi væri minni en eftir starfsmenntun. Nú væru of fáir sem legðu stund á starfsnám, staðfesti hann.

kompetenspusslet
Margir þátttakendur reyndu sig við færnipúslið sem sænska háskólastofnunin hefur búið til.

BOSS – verkefni um raunfærnimat á móti störfum

Auk fyrirlestra og pallborðsumræðna voru valfrjálsar málstofur á ráðstefnunni. Boss verkefninu sem var fjármagnað af félagsmálasjóði ESB lauk nýlega, BOSS stendur fyrir Industry Validation – Operational and Strategic Cooperation. Verkefnið beindist að atvinnugreinum þar sem unnið er að þróun og gæðatryggingu raunfærnimats. Um 20 atvinnugreinar hafa komið að verkefninu og voru nokkur mjög ólík dæmi kynnt á ráðstefnunni.

  • Linda Fransson hjá fjölskyldufyrirtækinu Gnosjö Automatsvarvning (rennismíði) sagði að fyrirtækið hafi komist í gegn um tvennar kreppur með því að fjárfesta í menntun. Árið 2008 varð mikill samdráttur í veltu í kjölfar fjármálakreppunnar. Fyrirtækið valdi að fjárfesta í frekari þjálfun starfsfólks og raunfærnimati. Þegar þau neyddust enn til að segja upp starfsfólki grét móðir Lindu vegna þess að starfsmenn voru eins og fjölskyldumeðlimir. En árið 2010 tók hagkerfið við sér og fyrirtækið gat ráðið fólk til starfa á ný.
    2020 braust heimsfaraldurinn út og aftur veðjaði fyrirtækið á menntun starfsfólks á fullum launum. Nú hefur Gnosjö Automatsvarvning ráðið starfsmenntakennara að fyrirtækinu sem vinnur sífellt að menntun við prófamiðstöðina.
  • „Ekki kaupa plastkort, keyptu kunnáttu“, var boðskapur fag- og atvinnuumhverfisnefndar flutningaiðnaðarins (s. Transportfackets yrkes- och arbetsmiljönämnd Tya). Þau kynntu gæðaprófað verkfæri til þess að meta þekkingu og færni bílstjóra flutningabifreiða gegnum raunfærnimat.
    – Því miður er afar ábatasamt að vera kennari, en maður öðlast ekki réttindi til að aka flutningabíl á nokkrum tímum, sagði Anna Nersing fulltrúi nefndarinnar.
  • Pia Lyckestam og Agneta Viksten hjá Norrænu textílakademíunni kynntu Hæfniplúsinn, verkefni sem leiða á til þróunar raunfærnimatsmódels til að meta reynslu nýaðfluttra af textíliðnaði.
    – Við notumst oft við myndir til þess að kortleggja og meta þekkinguna í stað talaðs máls. Túlkurinn þarf ekki að hafa sérþekkingu á sviði textíliðnaðarins, sögðu þær.
  • Að aka sorpbíl er starf sem ekki krefst mikillar formlegrar menntunar, en til þess að geta sinnt því er kennsla á vinnustað afar mikilvæg. Atvinnurekendasamtökin Sobona beita einingakerfi sem byggir á sænska hæfnirammanum um menntun til þess að draga fram þekkingu og hæfni starfsfólksins. Starfsfólkið fær jafnframt hæfnivottorð sem einfaldar atvinnurekenda og starfsmanni að skilja hvers er krafist til þess að geta gengt ákveðnu starfi.

Meðferðaraðili að loknu raunfærnimati

Að vinna með ungum föngum á svokölluðum Sis-heimilum – einstaklingsmiðuðum stofnunum fyrir afplánum krefst reynslu og mannþekkingar. Unglingar í afplánun hafa oft á tíðum komist í kynni við allar stofnanir félagsþjónustunnar.

Með því að fara í raunfærnimat hefur starfsfólk á Sis-heimilum verið gert kleift að öðlast háskólagráðu sem félags- eða meðferðaðili. Til þess að fá að fara í gegnum raunfærnimatið verður starfsfólk að hafa þriggja ára reynslu af því að starfa á Sis-heimili.

– Þau þurfa að hafa átt fjölda funda með unglingum og skjólstæðingum, kynnt sér löggjöf og leiðbeiningar og þekkja mannréttindi og barnasáttamálann, sagði Åsa Stenman, rannsakandi við Sis.

Frá gæslu fanga að allt annarri atvinnugrein; kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðinum. Charlotte Gimfalk, stjórnandi starfsgreinaráðs kvikmynda og sjónvarps, ræddi um raunfærnimatslíkan sem skýrir og einfaldar ráðningu hæfs starfsfólks í stór kvikmyndaverkefni. Þetta á ekki síst við þegar alþjóðleg fyrirtæki koma til Svíþjóðar og vilja taka upp kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Allir sem hafa horft á rúllutextana vita að það þarf marga á bak við tjöldin til að gera kvikmynd eða sjónvarpsupptöku að veruleika. Atvinna í kvikmyndaiðnaði fer oftast fram á verkefnagrundvelli og þá er hæfnisvottorð einföld leið til að tryggja rétt fólk til verka.

– Bandaríkjamenn vilja sannanir fyrir því að allt starfsfólkið hafi hæfni við hæfi. Áður fyrr gat kvikmyndaiðnaðurinn ráðið kunningja eða vini til starfa, en í dag er gerð krafa um fagfólk, sagði Charlotte Gimfalk og útskýrði að kvikmyndataka sem fer fram í minni bæ geti einnig nýtt sér kunnáttu heimamanna, eins og hárgreiðslumeistara og iðnaðarmanna.

Hin 30 ára Lea Reveco-Skoknic sagði frá því að strax að loknum menntaskóla hafi hún farið á ljósatækninámskeið með kvikmyndaiðnaðinn í huga.

– Karlkyns skólafélagi minn fékk að vera með og bera búnað, en ég, sem er lítil að vexti, þurfti aðeins að sitja og klippa síur. Mér fannst ég ekki vera velkominn og vann þess í stað í veitingabransanum í nokkur ár. Þar naut ég ókeypis menntunar í atferlisfræði. Í dag þekki ég hverja einustu manneskju bara með því að horfa á hana!

En dag einn rak Lea augun í auglýsingu um námskrá sem starfsgreinaráð kvikmynda og sjónvarps lagði grunn að í samstarfi við fullorðinsfræðsluaðila í Uddevalla. Í þetta skiptið voru móttökurnar í geiranum mun betri og nú gegnir Lea starfi viðburðatæknis.

Pappersdockor med valideringsberättelser
„Pappafólk“ með sögum af raunverulegum dæmum um raunfærnimat stóðu víða um ráðstefnusalina. Lesið meira um sögurnar hér

Geta breytingar orðið uppspretta tækifæra?

Robin Teigland er prófessor við Chalmers tækniháskólann, flutti hvetjandi erindi um stafvæðingu og sjálfbæra þróun, og um að sjá tækifæri með breytingum. Öll heimavinnan meðan á heimsfaraldrinum stóð hefur til dæmis leitt til þess að margt skrifstofufólk kann að njóta frelsisins og vill ekki koma jafn oft á skrifstofuna og áður. Ungt fólk sem hefur séð foreldra sína brenna út metur frítíma sinn og krefst þess að vinna aðeins 70 eða 80 prósent í stað fullrar vinnu.

Robin Teigland sagði líka frá því þegar hún og eiginmaður hennar, þrátt fyrir ótta sinn, gengu í mótorhjólaklúbb í Portúgal. Þar mættu þeir engum ofbeldisfullum mótorhjólaklíkum heldur sjómönnum sem helguðu sig mótorhjólunum vegna þess að verulega hefur dregið úr veiðikvóta þeirra vegna stórfelldrar fækkunar í fiskistofnum.

Fundurinn með mótorhjólasjómönnum í Portúgal varð til þess að Robin Teigland og fjölskylda hennar stofnuðu örverksmiðju í landinu sem þrífur og sótthreinsar slitin nælonnet til að endurnýta þau í nýjar vörur.

Það borgaði sig því að ganga í mótorhjólaklúbbinn.

– Farðu út og hittu fólk sem er ekki eins og þú, hvatti Robin Teigland.

Hvað tekur þú með þér af Skills-ráðstefnunni?

Elin Kebert och Erica Steen

Elin Kebert og Erica Steen, frá atvinnurekendasamtökunum Byggföretagen (á fyrsta degi ráðstefnunnar):

– Það var mjög ánægjulegt að Erik Scheller aðstoðarráðherra benti á aukin áhrif iðnaðarins, mikilvægi áframhaldandi uppbyggingar starfsmenntunar og aukna aðkomu iðnaðarins að því, segir Elin Kebert, sem sjálf talaði um Sænska hæfnirammann á málstofum. Hún bætir við:

– Mikilvægi viðburðarins felst í því að þar er varpað ljósi á hæfni og það starf sem unnið er á sviði ævimenntunar. Fólk á að geta komið til starfa í okkar atvinnugrein óháð aldri.

– En við höfum þegar dreift upplýsingum um öll mismunandi störf í byggingariðnaðinum til barna á miðstigi grunnskóla, bætir Erica Steen við.

Peter Johansson

Peter Johansson, Jönköping héraði:

– Ráðstefnan hefur verið mjög áhugaverð. Meðal annars það hvernig samvinna yfirvalda getur eflt framboð á hæfni og forvitni mín snýst helst um hvernig hægt er að hafa áhrif á svæðisbundið framboð. Áherslan á mat og staðfestingu iðnaðarins á hæfni (í gegnum BOSS verkefnið) er dæmi um annað sem er áhugavert. Hér, í Jönköpings héraði, erum við á fullum krafti að vinna að eflingu á framboði hæfni með raunfærnimati í gegnum Validation Lift verkefnið.

Pia Lyckestam och Agneta Viksten

Pia Lyckestam og Agneta Viksten, Norrænu textílakademíunni:

– Mér finnst áhugavert hve viðtækar aðgerðir við að efla framboð á hæfni eru. Ég tók til dæmis eftir því hvað YH-flex (sveigjanlegt nám í fagháskólum) er mikilvæg fyrirmynd. Við erum fulltrúar háskóla á sviði starfsnáms og vinnum náið með fyrirtækjum, en það er mikilvægt að hafa breitt úrval af færni, segir Agneta Viksten.

– Það er líka mikilvægt að bjóða upp á örvottanir, til að geta bætt við það sem upp á vantar fljótt og vel, segir Pia Lyckestam.

Nyeste artikler fra NVL

Elísabet Pétursdóttir og Auður Kamma Einarsdóttir

23/05/2024

Island

7 min.

„Diverse strengths“ er navnet på et prosjekt som ble utarbeidet i Island med stötte fra Nordplus, i samarbeide med Sverige og Finland. Hensikten var å lage og pröve spesielle gruppearbeider eller workshops for innvandrere som nökkel til arbeidsmarkedet. Målgruppen er ungdommer i alderen 18-25 år som ikke har arbeide, studie- eller treningsplass.

16/05/2024

Norden

14 min.

PIAAC measures key information processing skills and data from the survey provide unique opportunities to analyse the cognitive skills needed in the labour market and society. Access to PIAAC data, on its own or linked to register data, is possible for research purposes. To facilitate the selection of register variables a handbook is available for the Nordic countries and Estonia....
Projektets syfte är att hjälpa pedagoger i icke-formell vuxenutbildning att nå fram till och involvera involverar personer med psykiska funktionsnedsättningar.

15/05/2024

Sverige

6 min.

Studiefrämjandet Uppsala Västmanland har tillsammans med nordiska partner arbetat med att inkludera personer med psykiska funktionsnedsättningar i vuxenutbildning. Genom projektet har de skapat en vägledning för nordiska pedagoger. De betonar utmaningen med att nå ut till utsatta grupper och framhåller fördelarna med studiecirklar för personer med psykiska funktionsnedsättningar.

Share This