28/05/2024

Norge

Stafræn hæfni, Atvinnulíf, Rannsóknir

9 min.

Skilningur á hinum stafræna heimi er mikilvægur – og samstarf stjórnenda og starfsfólks hefur úrslitaáhrif

Verið getur að margt starfsfólk upplifi síendurteknar lotur af stafvæðingu á vinnustað sem óyfirstíganlegan þröskuld. Sumir fórna höndum og segja, nei, ég nenni þessu ekki, ég fer frekar á eftirlaun þó ég gæti alveg unnið lengur. Með notkun gervigreindar (AI) hefur stafræna áskorunin tekið nýja stefnu.

Tre engasjerte innledere på NVLs frokostseminar. Fra venstre: Spesialrådgiver Benedikte Sterner fra LO, daglig leder Liv Dingsør, Digital Norway, og professor Mie Buhl, Aalborg universitet.

Þrír einarðir fyrirlesarar á morgunverðarmálþingi NVL. Frá vinstri: Benedikte Sterner sérfræðingur hjá Alþýðusambandi Noregs, Liv Dingsør, framkvæmdastjóri Digital Norway, og prófessor Mie Buhl, hjá Álaborgarháskóla.

Skyndilausnir vegna stafrænna umbreytinga eru ekki til, þær krefjast víðtækrar þátttöku, sagði prófessor Mie Buhl frá háskólanum í Álaborg. Hún var meðal fyrirlesara á morgunverðarmálþinginu á vegum Norræna tengslanetsins um nám fullorðinna (NVL) og Stofnunar háskóla og færni (HK-dir) í Noregi á dögunum. Efni morgunverðarmálþingsins var „Stafræn umbreyting í reynd – hvað þýðir það?“

Stafræn jaðarsetning

– Þrátt fyrir að Norðurlöndin standi fremst þegar kemur að stafvæðingu er fjórðungur íbúa stafrænt jaðarsettur eða á á hættu á að verða stafrænt jaðarsettur, sagði Buhl. Hún kynnti skýrsluna „Atvinnulíf framtíðarinnar í stafrænum umbreytingum“. Í skýrslunni eru birtar niðurstöður tveggja ára rannsóknarverkefnis sem Buhl hefur stýrt og er fjármagnað af Norrænu ráðherranefndinni. Rannsakendur komust að því að fordómar og viðhorf geta bæði auðveldað og tafið stafræna umbreytingu. En annars hefur fjöldi annarra þátta en fólk og tækni áhrif á stafræna breytingu við ákveðnar aðstæður.

Nýja normið

Nútildags eru breytingar og umskipti hið nýja norm. Aðlöguninni er ekki lokið, hún heldur áfram og verður stöðugt að halda áfram. Nýjar samstæður stafrænnar tækni og þekkingar í stofnunum eru einnig áskoranir sem blasa við hefðbundnu stigveldi, sagði Buhl ennfremur og kynnti nokkur tilmæli sem rannsakendur settur fram í skýrslunni.

„Tímabært hæglæti“

Meðal ráðlegginganna er að innleiða stafræn kerfi eða verkfæri með „tímabærum hægagangi“ eða eins og annar framsögumaður orðaði það: „Nýtið tímann til að aðstoða – en ekki bíða“.

– Maður verður að veita nauðsynlegan tíma til að skilja hversu flókin breytingin er. Hröðun stafrænnar tækniþróunar sem knúin er áfram af gervigreind krefst íhugandi mats, útskýrði Buhl.

Við hliðina í stað þess að dragast afturúr

Þátttaka starfsfólks er ekki síst mikilvæg fyrir árangursríka stafræna umbreytingu.
– Hafið starfsfólk með í umbreytingunni. Það getur stuðlað að nýjum, sjálfbærum lausnum og umbótum. Starfsmaðurinn er þá til hliðar í þróuninni í stað þess að sitja eftir, sagði Buhl.
– Að virkja framleiðsluhæfni starfsfólks getur stuðlað að aukinni nýsköpun, vellíðan starfsmanna og vexti.

Skýrsluna má nálgast á norsku á nvl.org

Ágóðann verður að fjárfesta í nýjum störfum

Hvernig tengjast starfsmenn og félög þeirra stafrænni umbreytingu?
Benedikte Sterner, sérstakur ráðgjafi hjá Alþýðusambandi Noregs (LO), vísaði til eins af aðildarfélögum í LO og kröfum þeirra varðandi stafvæðingu: „Rafiðnaðar- og upplýsingatækni- sambandið munu vinna að því að ágóði af stafvæðingu verði endurfjárfestur í nýjum störfum og að launþegar fái réttmætan hluta af ágóða hagræðingarinnar.“
Samtökin hafa, eins og önnur alþýðusambönd, mikinn áhuga á að fylgja eftir nýrri færni til að geta tekið þátt í umbreytingunni. Ef við, sem samfélag bregðumst hvað þetta varðar, gætum við endað í vanda vegna stafræns varnarleysis, eftirlits og aukins atvinnuleysis, sagði Sterner ennfremur.

Stafræn streita

– Hæfniþróun starfsfólks er nauðsynleg til að geta sinnt verkefnum í framtíðinni, þó það sé ekki alltaf svo auðvelt að spá fyrir um hvaða hæfni þurfi eftir tíu ár, benti Sterner á. Hún fjallaði einnig um vandamál stafrænnar streitu. Ein af áskorunum við stafvæðingu er krafan um að fylgjast með og fylgja sífellt eftir og þar að auki veita stafrænu vinnutækin tækifæri til að taka starfið með sér hvert sem er. Skilin á milli vinnu og tómstunda verða óljós og geta orðið streituvaldandi með tímanum.

„Saman um breytingar“

– Einnig þarf að tengja hæfniþróun nýjum verkefnum til að hún hafi áhrif. Samstarf aðila er alltaf mikilvægt, helst í gegnum “gentle-woman’s agreement”, eins og Sterner kallaði það. Samstarfið þarf að fara fram á gagnrýninn og uppbyggilegan hátt. Hún vísaði í samræðutæki stjórnenda, trúnaðarmanna og starfsmanna um samstarf um stafrænar breytingar, „Saman um breytingar“.

Skapið nýjan samstarfsvettvang

Hvernig munu atvinnurekendur taka á stafrænum umbreytingum? Liv Dingsør, framkvæmdastjóri Digital Norway, hafði framgöngu fyrirtækjanna í umbreytingunum sem þema kynningar sinnar. Ráð hennar féllu að mestu leyti saman við tillögur fulltrúa alþýðusambandsins og tilmæli rannsakenda í fyrrnefndu rannsóknarverkefni. Digital Norway var stofnað af fjölda fyrirtækja „til að stuðla að vexti og sjálfbærri endurskipulagningu í norskum fyrirtækjum með því að auka stafræna hæfni og skapa nýja samstarfsvettvang.“

“Nám er ekki bara að lesa og heyra, heldur líka að gera!”
Taktu 3 boð (e. promt)á dag!

Fjórir þættir

Dingsør kynnti fjóra þætti sem hafa afgerandi áhrif á sköpun nýrra verðmæta úr gögnum og tækni. Í fyrsta lagi er þörf fyrir meðvitund og betri skilning á möguleikum gagna og tækni. Annar þátturinn er viðeigandi sérfræðiþekking á tækni- og vinnuaðferðafræði. Ennfremur þurfum við aukna innsýn í viðeigandi gögn og fjórði þátturinn er að hafa aðgang að stuðningi þeirra sem búa yfir reynslu og sérfræðiþekkingu.

Mikilvægt að skilja hinn stafrænan heim

– Gefðu þér góðan tíma til að skilja hversu flókin stafræn umbreyting er, sagði Dingsør.
– Hafðu faglega hæfni starfsmanna með. Það getur stuðlað að aukinni nýsköpun og vexti. Leggðu áherslu á virkt samtal við starfsfólk, svo það geti tekið þátt í þróuninni.
– Það er mikilvægt að skilja stafræna heiminn, sagði Dingsør og lagði áherslu á þörfina fyrir tíma til náms.
– Þróa verður námsmenningu á vinnustaðnum, sagði hún með áherslu og benti á Telenor sem hefur tekið frá eina klukkustund á viku fyrir námsverkefni starfsfólks.
– Námi verður að forgangsraða – og greina frá þvi.

Þrjú boð á dag

Nám er ekki bara að lesa og heyra, heldur líka að gera! Þegar þú lærir um gervigreind og spjallbotna þarftu að prófa þá. Gott ráð frá Dingsør: Gerðu þrjú boð um spjall við GPT á dag og þér mun fara fram. Eða eins og það er kallað á AI tungumáli – 3 „promt“ á dag!

Hvað segir Chat gpt um NVL?

Til að gera eins og Liv Dingsør mælir með, spyrjum við eftirfarandi spurningar (eða boð) til Chat GPT: “Hvað er norrænt tenglanet um nám fullorðinna?” Svarið er ekki alveg eins og fulltrúar í NVL myndi sjálfir svara, en þar eru þó nokkrir góðir punktar.
Svarið er svohljóðandi: „Norrænt tengslanet um nám fullorðinna er samstarfsvettvangur sem hefur það að markmiði að efla fullorðinsfræðslu og símenntun á Norðurlöndum. Það auðveldar miðlun þekkingar, bestu aðferða og úrræða milli kennara, vísindamanna, yfirvalda og annarra hagsmunaaðila í fullorðinsfræðslu. Netið stendur fyrir ráðstefnum, vinnustofum og öðrum viðburðum til að efla samræður og samvinnu á sviði fullorðinsfræðslu á Norðurlöndum.“

Sjá upptökur af kynningunum hér:

  • Sjá má fyrirlestur Mie Buhl, prófessors við háskólann í Álaborg: Atvinnulíf framtíðarinnar í stafrænum umbreytingum hér.
  • Sjá má fyrirlestur Benedikte Sterner, hjá alþýðusambandi Noregs: Hvað felur starfræn umbreyting í sér fyrir launþegana? hér.
  • Sjá má fyrirlestur Liv Dingsør, hjá Digital Norway: Hvað er mikilvægt frá sjónarhorni atvinnurekenda hér.

Nyeste artikler fra NVL

Tre kvinder i et mødelokale arbejder med en model af en vindmølle og miniaturebygninger; en kvinde holder en lille globus og smiler, mens en anden bærer hijab og skriver noter.

30/10/2024

Danmark

6 min.

Uddannelse for Bæredygtig Udvikling er stadig i sin vorden i Danmark, selvom mange har talt om det i årevis. Nu er der kommet penge fra både finansloven og fonde, så måske ser fremtiden lys ud, vurderer Jeppe Læssøe, som har beskæftiget sig med emnet i en årrække.

Mann i rutete skjorte holder en presentasjon med mikrofon på en konferanse.

29/10/2024

Island

11 min.

– On tärkeää uskaltaa ja kokeilla, sanoo islantilainen AI-asiantuntija.

Mann i rutete skjorte holder en presentasjon med mikrofon på en konferanse.

29/10/2024

Island

9 min.

– Mikilvægt að vera hugrakkur og gera tilraunir, segir íslenski gervigreindarfræðingurinn.

Share This