31/05/2022

Finland

Stafræn hæfni, Jöfn tækifæri

6 min.

Stafræn þátttaka – við tökum púlsinn á Finnum

Hvernig eigum við að geta náð til allra sem hafna utan við stafrænt samfélag? Spurningin er brýn. Hvað gera Finnar? Höfum við lært eitthvað af hinum Norðurlöndunum.? Við spyrjum tvo finnska fulltrúa í NVL Digital.

Digital delaktighet – vi känner Finland på pulsen

Finnar eru þjóð verkfræðinnar sem nú verða að leita notendavænna leiða.

Finnar eru þjóð verkfræðinnar sem nú verða að leita notendavænna leiða.

Í byrjun árs skipulagði NVL Digital vinnustofu í Finnlandi um stafræna þátttöku. Þar var rætt um áskoranirnar sem blasa við þegar reynt er að ná til þeirra sem falla utan samfélagsins sem sífellt verður stafrænna.

Þeim hópi tilheyra eldri borgarar. En einnig aðrir. Tapio Huttula sem tekur virkan þátt í NVL Digital og er sérfróður um málefni eldri starfar við framtíðarhúsið Sitra nefnir einn hóp.

– Á finnskum vinnumarkaði eru um það bil 300.000 einstaklingar sem aðeins hafa lokið grunnskólanámi. Ástæða er til þess að rannsaka þann hóp svolítið betur.

Mikill munur milli einstaklinga

Á Norðurlöndunum öllum eru samfélög sem bera vitni um æ meiri fjölbreytileika, á sama tíma er uppi sífelld krafa um uppfærslu þekkingar allra aldurshópa. Tapio Huttula segir að þær áskoranir sem blasa við Finnum varðandi stafræna þátttöku séu álíka og annarra þjóða en nefnir þó nokkur einkenni finnsks samfélags.

–Hæfni íbúa Finnlands er mikil, en það er mikill munur á milli einstaklinga hvað varðar grunnleikni. Af því leiðir að stafræn hæfni og geta einstaklinga í Finnlandi er afar mismunandi.

Finnar verða að finna aðrar leiðir en verkfræði

Tapio Huttula leggur áherslu á mikilvægi þess að allir aldurshópar í finnsku samfélagi séu með í stafræna ferlinu.

– Gott dæmi varðar stafrænar breytingar í félags- og heilbrigðisþjónustu sveitarfélaga og ríkisins. Eldri borgarar verða sjálfir að geta beitt og notfært sér þá þjónustu.

Stafræn tækni skapar breiða gjá í samfélaginu sem verður að brúa.

Stafræn tækni skapar breiða gjá í samfélaginu sem verður að brúa.

Hvernig gengur Finnum í samanburði við aðrar Norðurlandaþjóðir?

– Vel, segir Tapio Huttula og telur upp mikla hæfni þjóðarinnar við að þróa tæknilausnir og meir að segja þátttöku. En um leið bendir hann á eitt sjónarmið sem einkennir Finna og er bæði gott og slæmt.

– Við Finnar höfum um langa hríð verið talin mikil verkfræðingaþjóð. Nú þurfum við að læra af hinum Norðurlandaþjóðunum hvernig hægt er að þróa notendavænni lausnir sem taka mið af reynslu og þörfum notendanna.

Að hverju ættu Finna að einbeita sér?

Tapio Huttula finnst að þörf sé fyrir heildrænni hugsun.

– Stafræn þróun er fyrirbæri sem á við allt samfélagið. Fylgjast verður með áhrifum hennar sem varða þátttöku og virka samfélagsþátttöku sífellt og allsstaðar.

Hvað þættir hafa áhrif á þátttöku einstaklinga?

– Fyrst og fremst menntunarstig, tungumálakunnátta og aldur, segir Tapio Huttula.

Okkur má ekki mistakast við að leysa stærstu áskorun okkar tíma

Olli Vesterinen

Olli Vesterinen telur að hlusta eigi á skoðanir allra aldurshópa í samfélaginu er varða stafræna þjónustu.

Olli Vesterinen er yfirkennari í stafrænni kennslufræði við Kristna fagháskólann í Finnlandi. Hann er einnig virkur þátttakandi í NVL Digital og hefur reynslu af aðlögun eldra fólks að stafrænu samfélagi.

– Mínar hugmyndir eru eftirfarandi: Ef við viljum að allir verði virkir þátttakendur verðum við að samþykkja að allir eigi að fá að vera með í sjálfu þróunarferlinu. Það verður að hlusta á eldri borgara, hvaða þarfir þeir hafa og hvert álit þeirra er.

Þetta minnir svolítið á eilífðarumræðuna um hvort kom fyrst eggið eða hænan

– Forsenda þess er auðvitað að eldri borgararnir nýti sér stafræna þjónustu. Til þess að geta veitt endurgjöf verður maður fyrst að hafa kynn sér hana. Olli Vesterinen telur að ein helsta áskorun okkar kynslóðar felast í því að minnka þá stafrænu gjá sem nú er til staðar í samfélaginu.

Hvað gerist ef Finnum og öðrum Norðurlandaþjóðum tekst það ekki?

– Þá fer stafræn þróun á þá leið sem ekki samræmist gildismati okkar, segir Olli Vesterinen.

– Lesið líka greinina „De får tekniken att funka för alla“.

Hver staður og allar aðstæður eru námsumhverfi

Olli Vesterinen lítur björtum augum á aðstæður í Finnlandi og leggur fram tillögu að skipulagi við bættir stafrænni færni.

– Ábyrgðinni verður að deila á marga aðila, eins og til dæmis, bókasöfn, stofnanir og sveitarfélög. Það gæti verið gott módel, en um leið er þörf á góðri samhæfingu af hálfu ríkisins.

Hvorugur fulltrúanna tveggja í NVL Digital , Tapio Huttula eða Olli Vesterinen, eru hlynntir því að leggja fram módel land eða módeldæmi meðal norrænu þjóðanna sem Finnar hafa lært sérstaklega mikið af. En báðum finnst miðlun reynslu og þekkingar á milli Norðurlandanna skipta máli fyrir stafrænt þróunarferli þjóðarinnar.

– Þjóðir eiga um margt sameiginlegt. Þess vegna eru til mörg góð módel sem hægt er að aðlaga að finnskum kringumstæðum, segir Olli Vesterinen.

Spurning sem Tapio Huttula hefur oft velt fyrir sér er hvernig hægt sé að gera nám sem fer fram við óformlegar námsaðstæður sýnilegt. Það atriði er í nánu sambandi við þróun stafrænnar þátttöku og ætti að gegnumsýra allt og alla í finnsku samfélagi.

– Útgangspunkturinn ætti að vera að nám fer fram á allsstaðar og undir hvaða kringumstæðum sem er, hvor sem er á heimili eða vinnustað.

Nyeste artikler fra NVL

Iyad Al Monajad och Kamarein Al Najjar

22/03/2023

Åland

6 min.

På skärgårdskommunen Kumlinge i Ålands nordöstra skärgård bor paret Iyad Al Monajad, 33 år och Kamarein Al Najjar, 30 år, tillsammans med sina tre barn. De studerar nu GrundVux med målet att få ett åländskt grundskolebetyg.

Bogen ”Mistrivsel i lyset af tempo, præstation og psykologisering” bygger på en række dybdeinterviews med unge i mistrivsel og en kvantitativ analyse blandt 2.080 tilfældigt udvalgte danskere mellem 16 og 25 år.

15/03/2023

Danmark

6 min.

Debatten eksploderede, da Center for Ungdomsforskning i efteråret udgav en bog om unges mistrivsel. Et halvt år senere er det stadig usikkert, om debatten fører til bedre trivsel, siger professor Noemi Katznelson.

Verksamhetsplan 2023 – NVL Digital – inklusion

10/03/2023

Norden

2 min.

Detta skall NVL Digital – inklusion göra 2023

Share This