28/10/2020

Sverige

Símenntun, Nám fullorðinna

13 min.

Stafræna stökkið mun veita okkur forskot til langs tíma

Hvernig er vinnu sænsku ríkisstjórnarinnar við fullorðinsfræðslu, raunfærnimat og símenntun háttað?

Ninni Andersson

Mynd: Ninni Andersson/Stjórnarráðið

Kristina Persdotter er aðstoðarráðherra sænska menntamálaráðherrans Önnu Ekström. DialogWeb tók viðtal við hana í gegnum tölvupóst og spurði meðal annars um hvernig ríkisstjórnin vinnur með fullorðinsfræðslu, raunfærnimat og símenntun, og hvernig hægt er að ná til þeirra námsmanna sem skortir stafræna færni.

Vorið var sérstakt, vegna þess að þeir sem sinna fullorðinsfræðslu neyddust til þessa að færa kennsluna snarlega yfir á stafrænt form. Hvað telur þú að hafi gengið vel, eða ekki tekist vel við þessa skjótu yfirfærslu?

– Stafræna stökkið sem snerti allt menntakerfið mun veita okkur forskot um langan tíma. Nemendur og kennarar brugðust aðdáunarfljótt við og almennt hefur gengið vel. En við sjáum að þeim sem hefur gengið verst, og það á við um nemendur í sumum landshlutum sem ekki eru lengur í námi, það á við um sænsku fyrir útlendinga, grunnmenntun og sérmenntun á framhaldsskólastigi þrátt fyrir að þetta nám félli ekki undir tilmælin um fjarnám. Heldur snýst þetta um hvaða tækifæri þessir nemendur hafa til þess að taka þátt í fjarnámi, en jafnframt um hverskonar stafræn aðstoð er í boði fyrir nemendur sem leggja stund á námið.

Ég hlustaði á ViS-hlaðvarpið, þar sem Anna Ekström sagði að sænsku Menntamálastofnuninni hefði verið falið að meta ástandið og greina hvaða áhrif þessi snöggu umskipti hefðu haft á fræðslu fullorðinna. Geturðu sagt meira um þessa greiningu? Af reynslunni sem hefur verið aflað, hvað hefðuð þið viljað gera öðruvísi, og til hvaða aðgerða munuð þið grípa ef eitthvað í líkingu við þetta mun koma fyrir aftur?

– Já, Menntamálastofnun var falið að fylgjast með og meta áhrif faraldursins á skólaumhverfið þar meðtalda fræðslu fullorðinna. Matið á að gera í víðu samhengi. Mikilvægur hluti eftirfylgninnar er að sjá hvaða áhrif snöggu umskiptin höfðu á fullorðna sem hafa stutta skólagöngu að baki, hvernig stuðning hægt er að veita þeim til þess að þeim gangi betur að takast á við svipaðar kringumstæður í framtíðinni.

– Við höfum einnig hugsað mikið um hvernig við hefðum getað veitt skólunum betri forsendur til skipulagningar. Tilmælin um að nýta fjarkennslu voru gerð af Lýðheilsustofnun þann 17. mars og tóku gildi daginn eftir. Að sjálfsögðu var afar erfitt fyrir skólana að breyta kennslunni á einni nóttu, en kringumstæður leyfðu ekki lengri tíma. Til þess að veita betri forsendur til skipulagningar þá skýrði ríkisstjórnin í samstarfi við Lýðheilsustofnun frá ógildingu tilmælanna um fjarkennslu, tveimur vikum áður en ógildingin gekk í gildi. Það var mikilvæg lexía við þessar kringumstæður að gefa tíma.

Náðst hefur til fleiri hópa með fjarkennslu

Telur þú að fullorðinsfræðsla muni fara fram á annan hátt eftir að stafvæðingin hefur rutt sér til rúms? Ef svarið er já, á hvaða hátt?

– Já, ég tel að við fjarkennsla verði algengari eftir þetta. Í mörgum sveitarfélögum sem ég hef haft samband við hef ég heyrt hvernig þau hafa náð sambandi við hópa, sem þau hafa ekki náð til fyrr, ekki hvað síst fullorðna sem eru í vinnu og eiga börn en vilja gjarnan skipta um starf og hafa nú tækifæri til þess þar sem þau geta gert það við eldhúsborðið heima. Umfangsmikil fjarkennsla hefur einnig á sinn þátt í að aðferðirnar hafa þróast og við skilningur okkar á því hvað hægt er að gera í fjarkennslu og hvað er best að gera í staðbundinni kennslu hefur aukist til muna.

Nemendur sem þurfa á sérstökum stuðningi að halda, til dæmis þau sem hafa litla eða enga menntun úr landinu sem þau koma frá, hafa oft orðið hart úti í faraldrinum og misst hafa úr náminu. Er ætlunin að fylgja þessu eftir og á hvernig?

– Já, það er mikilvægur þáttur í hlutverki Menntamálastofnunar að fylgja eftir og meta áhrifin sem faraldurinn hefur haft á alla hluta skólastarfsins. Þar með öðlumst við betri þekkingu á hvaða þarfir mismunandi nemendahópar hafa og um leið hvernig hægt er að veita þeim stuðning og gera þá hæfari. Til dæmis gæti verið að hefja þurfi kennslu í stafrænni færni fyrr og kenna meira líka fyrir þá sem hafa lítinn eða engan menntunarbakgrunn.

NVL gaf nýlega út skýrslu um grunnleikni á sviði upplýsingatækni. Við urðum þess vör í vor að óvenju margir úr jaðarhópum dóu af völdum Covid-19 meðal annars vegna þess að þá skorti grunnleikni ásviði upplýsingatækni og fengu af þeim sökum ekki þær upplýsingar sem fyrir hendi lágu. Skýrsla NVL lýsir jafnframt annarri áskorun: Þau sem kenna fullorðnum skortir stafræna færni sem veldur því að nemendurnir öðlast hana ekki heldur. Eru uppi áætlanir af hálfu menntamálaráðuneytisins um aðgerðir til þess að efla grunnleikni á sviði upplýsingatækni, bæði hvað varðar öflun samfélagsupplýsinga og efla færni kennara?

– Ég held að of snemmt sé að tala um hversvegna fleiri úr jaðarhópum urðu harðar úti í faraldrinum. En þrátt fyrir það á spurningin um stafræna færni mjög vel við núna. Hvað varðar spurninguna um grunnleikni í upplýsingatækni vil ég benda á tækifæri fyrir nemendur að taka grunnnámskeið í upplýsingatækni hjá fullorðinsfræðslu á vegum sveitarfélaganna. Ríkið veitir þeim sem kenna fullorðum hjá sveitarfélögunum tækifæri til hæfniþróunar á svið upplýsingatækni innan skólaþróunaráætlunarinnar eins og kennurum á öðrum skólasviðum.

”Greiða þarf veg raunfærnimatsins”

Í greinargerð raunfærnimatsnefndarinnar sem gefin var út síðasta vetur er að finna tillögu um að skylda öll sveitarfélög til þess að bjóða upp á mat á raunfærni, í stað þess fyrirkomulags sem nú er í gildi um að einstaklingar geti gengist undir mat á raunfærni hafi þeir hvorki sótt um eða þegið bætur frá ríkinu. Hvaða rök færið þið fyrir þessari tillögu?

– Þörf er fyrir að greiða veg raunfærnimatsins í Svíþjóð. Fjallað er um tillöguna í stjórnarráðinu um þessar mundir og við munum koma aftur að spurningunni á næsta ári.

Við höfum kannað hvernig staðið er að raunfærnimati í nágrannalöndunum. Á Íslandi hefur til dæmis verið þróað ferli fyrir raunfærnimat þar sem náms- og starfsráðgjöf er rauður þráður allt ferlið. Hve náið hafið þið kannað raunfærnimatið í nágrannalöndunum og hefur það haft áhrif á ykkar störf?

– Raunfærnimatsnefndin sem vann tillögurnar fyrir ríkisstjórnina hefur kannað vinnuna við raunfærnimat í nágrannalöndunum vandlega, þau hafa að ýmsu leiti náð lengra en við og við getum lært mikið af þeim.

Á undanförnum árum hafa atvinnulífið og menntageirinn færst nær og nær, námsleiðum sem sniðnar eru að þörfum atvinnulífsins fjölgar. Hefurðu velt því fyrir þér hvernig hægt væri að þróa þetta samstarf frekar?

– Já, ríkisstjórnin hefur hug á að vinna meira að þessu sviði og það kemur best fram í að ríkisstjórnin hefur sent út til umsagnar greinargerð nefndar sem gerði úttekt á skipulagi og afkastagetu framhaldsskólastigsins og skilaði var í júní sl. Frestur til að skila inn umsögnum er til 30. nóvember. Hvað varðar framhaldsskólastigið hafa komið fram tillögur um að umfang námsins eigi ekki aðeins að vera samkvæmt óskum nemenda heldur einnig eftir þörfum atvinnulífsins. Um fullorðinsfræðsluna eru tillögur sem felast í að bæta þurfi aðgengi að og víkka út starfsnámið.

Ákveðinn stuðningur fyrir símenntun

Faraldurinn hefur leitt til uppfærslu á spurningunni um ævinám. Hvernig ætlið þið að auðvelda fólki á mismunandi aldri að breyta til og laga sig að nýjum kringumstæðum á vinnumarkaði? Eru uppi áætlanir um fjárhagsstuðning við fullorðna sem hafa hug á að afla sér menntunar til að sinna starfi sem mikil eftirspurn er eftir (að lifa á námsláni getur verið hindrun fyrir fullorðna sem þurfa að greiða af íbúðalánum og öðru þess háttar)?

– Einstaklingur sem hefur verið á vinnumarkaði og þénaði meira en 200.000 sænskar krónur árið áður en hann hóf nám hefur þegar tækifæri til þess að fá viðbótarlán til þess að standa straum af auknum útgjöldum eins og vegna dýrara húsnæðis. Þá geta þeir´, sem eru 25 ára eða eldri og leggja stund á grunnnám eða á nám a framhaldsskólastigi á vegum sveitarfélaganna eða við lýðskóla, undir ákveðnum kringumstæðum fengið hækkað hlutfall styrks af námframfærslu. Vegna mikillar eftirspurnar eftir kennurum þá geta þeir sem undirbúa sig undir starf kennara með því að taka viðbótarnám í kennslufræði (KPU kompletterande pedagogisk utbildning) einnig fengið hærra styrkjahlutfall. Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar til fjárlaga fyrir 2021 er lögð fram tillaga um að hækka aldurstakmörkin til námslána og námsstyrkja til þess að bæta tækifæri til þess að leggja stund á símenntun eða umskólun á eldri árum.

Fyrir liggur að nýjar áherslur á starfsmenntun og ráðningarhæfi muni hafa áhrif á lýðræðisþátt skólastarfsins eða það að nemendur eigi að njóta grunnleggjandi menntunar. Þar að auki komu nýlega út tvær greiningar á vegum greiningafyrirtækisins Novos sem sýndi að unga Svía skortir leikni til þess að tjá sig skriflega. Hver eru viðbrögð menntamálaráðuneytisins við þessu?

– Góð leikni í lestri og skrift er nauðsynleg til þátttöku í lýðræðissamfélagi sem byggir á hæfni í ritmáli. Til þess að geta fært rök fyrir mái sínu og taka virkan þátt í mismunandi ákvarðanaferlum er þörf fyrir að geta tjáð sig, fá aðra til þess að hlusta og geta lesið ólíka texta á gagnrýnin hátt. Færni nemenda í læsi og ritun er nátengd. Á síðustu árum hefur sænskum nemendum farið fram í lestri eftir að lestrarfærni hafði áður hnignað um skeið. Ríkisstjórnin hefur gripið til fleiri aðgerða til þess að efla færni nemenda í lestri og ritun, til dæmis má nefna 1) lesa-skrifa-reikna-tryggingu í leikskólum og yngsta stigi grunnskóla, 2) umfangsmiklar símenntunaraðgerðir á vegum ríkisins fyrir leikskólakennara og kennara með t.d. Lestrarátakinu (se. Läslyftet), 3) samþætt sameiginlegur og einstaklingsmiðaður lestur og sameiginleg og einstaklingsmiðuð ritun í alla almenna námskrár grunnskólans 4) endurskoðað námskrá grunnskóla meðal annars til þess að styrkja málþróun, 5) gripið til aðgerða á skólabókasöfnum og falið menntamálastofnuninni að efla lestrarleyfið í þeim tilgangi meðal annars að efla lestraráhuga nemenda.

Nánari greinargerð um fullorðinsfræðslu

Þeir sem leggja stund á kennaranám í dag fá afar lítinn undirbúning undir að kenna fullorðnum, þrátt fyrir að það krefjist oftast annarra aðferða heldur en beitt er við kennslu barna og unglinga. Er rætt um meiri menntun í kennslufræði fullorðinna?

– Já, þetta er mikilvæg spurning og ríkisstjórnin hefur þess vegna falið Háskólastofnuninni verkefnið við að kortleggja og greina hvernig háskólar undirbúa faggreina- og starfsmenntakennara undir störf í fullorðinsfræðslu sveitarfélaganna samkvæmt kröfum laga um háskóla, sem meðal annars kveða á um að stúdentar eigi að sýna fram á þekkingu um fræðslu fullorðinna. Markmið verkefnisins er veita yfirsýn yfir stöðuna í Svíþjóð og leggja af mörkum við gæðaþróun lærdómssetranna

Marja Beckman tók viðtalið í gegnum tölvupóst

Krækjur:

ViS-poddens intervju med Anna Ekström.

Skýrsla NVL um stafræna færni fullorðinna á Norðurlöndum.

Nyeste artikler fra NVL

Islands eldste universitet, Háskóli Ísland, ofrer stadig flere kurser på engelsk

18/04/2024

Island

18 min.

-Islandske myndigheter feier utfordringen under teppet mener eksperter

Godkjent utdanning fra utlandet et stort pluss i jobbsøknaden

11/04/2024

Norge

10 min.

Den som vil etablere seg i Norge med utdanning fra et annet land, kan få godkjent utdanningen sin og jamført den med norsk utdanning. Dermed stiller en gjerne sterkere i en jobbsøknad. Med vitnemål og full dokumentasjon er saken grei. Dersom dokumentasjonen er mangelfull, blir det en tyngre prosess, men det kan fortsatt være mulig.

ChatGPT kan bygge bro mellem ordblinde og undervisning

04/04/2024

Danmark

12 min.

Ordblinde og andre, der har udfordringer med bogstaver, har med generativ AI som ChatGPT fået nye muligheder for at udtrykke sig og læse svære tekster, fortæller lærer og ekspert.

Share This