07/09/2022

Sverige

Fjarkennsla, Jöfn tækifæri, Stafræn hæfni

14 min.

Þau gera öllum kleift að nýta sér tæknina

Þökk sé námskeiði við Mora lýðskólann og verkvangi (e. platform) sem skapar skilyrði fyrir ævilangt stafrænt líf, þá gefast einstaklingum með þroskahömlun auknir möguleikar til þess að finnast þau vera virk í samfélaginu.

De får tekniken att funka för alla

Ljósmynd frá Mora lýðskólanum.

Innan rammans er það sem er í lagi að gera á Zoom fundi: Að fá alla til að taka þátt, hlusta hvert á annað og tala eitt og eitt í einu. Utan rammans er það sem ekki er í lagi: Að grípa fram í fyrir hvert öðru, tala í farsímann í tímanum eða koma illa fram við einhvern.

Annað verkfæri sem gagnast er að fara í flöskustút með myndum af öllum þátttakendum á námskeiðinu. Sá sem flöskustútur bendir á fær að tala.

Þegar námskeiðið Aðlöguð tækni (Anpassad IT) við Mora lýðskólann vorið 2020 fluttist allt yfir á stafrænt form, komst starfsfólkið að því að þau yrðu að leggja jafn mikla vinnu í kennslufræðina og í tæknina. Kerstin Gatu er umsjónarmaður með námskeiðinu sem er hlutanám og spannar tvö ár. Námskeiðið er ætlað einstaklingum með greindarskerðingu. Ekki er um að ræða hreint tækninámskeið, en stafræn tækni er samþætt við fögin heilsa-matur, heilsa-hreyfing og samfélag og menning. Metnaðurinn sem lagður var í samþættinguna varð leiðarþráður í starfinu öllu. Starfsfólkið merkti tölvurnar og minnislyklana með myndum þátttakenda og málaði tengla og hnappa með naglalakki í mismunandi litum. Þannig rötuðu réttar leiðslur á sinn stað. Aðrar tæknilausnir eru til dæmis einföld forrit sem virka þannig að aðeins þarf að smella á grænan hnapp (málaður með naglalakki) til þess að hlaða niður mynd og senda hana með tölvupósti. Að þau fái að velja myndirnar sjálf og taka virkan þátt í stafræna verkefninu er afar valdeflandi fyrir þátttakendurna.

Nánar

Þroskahömlun

Einstaklingur með þroskahömlun á oft erfitt með eftirtalda þætti:

  • Fræðikenningar. Með öðrum orðum að geta séð hluti fyrir sig í huganum. Til dæmis að lesa, skrifa, reikna og annað sem þjálfað er í skólum.
  • Félagsleg samskipti. Með öðrum orðum hvernig maður umgengst aðra. Að dæma annað fólk og kringumstæður.
  • Praktísk mál. Með öðrum orðum hversdagsleg verkefni eins og að þvo sér, klæða sig, þrífa og umgangast peninga. (Heimild: 1177.se)

Stafræn tækni oft flóknari en nauðsynlegt er

Að hafa þroskahömlun getur meðal annars leitt til þess að færni til þess að taka á móti, vista, vinna úr og sækja upplýsingar er takmörkuð. Mörg eiga erfitt með að lesa, skrifa og skilja og skortir tilfinningu fyrir tíma. Sum eiga jafnframt erfitt með að tjá sig á hefðbundinn hátt.

Fyrir þessa einstaklinga geta tölvur verið mikil hjálp. Til eru forrit sem bæði leiðrétta stafsetningu sem og taka upp og hlusta á texta. Einnig geta tölvur minnt á tímasetningar sem þarf að halda.

Vandamálið er að margar heimasíður og forrit eru torskilin og erfitt er að ferðast um síðurnar. Nær alls staðar í samfélaginu er krafa um stafræna færni. Sem dæmi má nefna að fjöldi staðbundinna samgöngufyrirtækja gerðu á tímum heimsfaraldursins ráð fyrir því að öll ættu snjallsíma og gætu borgað strætógjaldið með smáforriti í stað þess að „stimpla“ sig inn með miðanum í vélinni frammí hjá bílstjóranum.

– Að „stimpla“ sig inn með miða við vél er auðveldara en að hlaða niður smáforriti til að borga fyrir miðann, sagði fræðimaðurinn Stefan Johansson nýlega á vefnámskeiði, þegar stafræni verkvangurinn Digijag (Stafræn ég) var kynntur.

Stefan Johansson starfar fyrir Begripsam stofnunina sem vinnur að því að gera samfélagið aðgengilegra, einkum fyrir einstaklinga með þroskahömlun. Stafræna ég er þróað í samstarfi við FUB, Sænsk samtök barna, unglinga og fullorðinna með þroskahömlun. Verkefnið er fjármagnað af Almenna erfðasjóðnum. Þátttakendur í Aðlöguð tækni reynsluprófa verkvanginn.

– Stefan kenndi þeim nýtt hugtak; þau eru sérfræðingar í aðgengilegri upplýsingatækni. Við tökum eftir að sjálfsöryggi þátttakenda á námskeiðinu hjá okkur eykst við það að vera virk, að geta verslað, tekið strætó og höndlað aðstæður sjálf, segir umsjónarmaður námskeiðsins, Kerstin Gatu, þegar við hittumst á Zoom. Stefan Johansson segir:

– Þörfin er greinileg. Það þarf verkvang sem allir geta notað, jafnvel þegar stuðningsaðilar eru ekki viðstaddir í herberginu. Verkvangurinn verður að virka þannig að hægt sé að nota allt mögulegt á internetinu. Við setjum fólk ekki inn í sitt eigið litla og afmarkaða internet. Með Stafræna ég er til dæmis hægt að heimsækja Youtube eða Aftonbladet.

Afnotagjöldin fyrir notkun Stafræna ég eru greidd af skólum, fyrirtækjum, samtökum eða öðrum slíkum aðilum. Aðgangur að Stafræna ég á alltaf að vera ókeypis. Aldrei er lokað fyrir reikning sem notandi hefur fengið þótt hann sé ekki lengur hjá samtökunum sem greiddu fyrir aðganginn.

– Við köllum það lífsplattform. Grundvallarhugmyndin er sú að hafir þú á annað borð fengið aðgang og byrjað að nota Stafræna ég geturðu haldið því áfram. Hugmyndin er að fólk eigi að geta lifað með verkvanginum allt lífið, segir Stefan Johansson.

Notendur Stafræna ég ákveða sjálfir innihald verkvangsins. Sem dæmi má finna hóp sem á að auðvelda leiðina frá unglingsárum til fullorðinsára og hóp fyrir félagsleg tengsl.

Á Stafræna ég er samþætt Youtube-útgáfa, þar sem búið er að hreinsa öll hliðaráhrif sem eru á venjulegu Youtube-síðunni. Það er hægt vegna þess að viðmót Youtube er opið, sem ekki á við um til dæmis vefgátt sænska sjónvarpsins SVT, enn sem komið er. – Mér finnst svolítið undarlegt að sænska sjónvarpið vilji ekki gera vefinn sinn aðgengilegan öllum samfélagsþegnum, svo þeir geti notið dagskrárinnar, segir Stefan Johansson.

Kerstin Gatu
Kerstin Gatu, umsjónarmaður námskeiðsins, með einum í hópi þátttakenda sem fá að heyra að þeir séu sérfræðingar í aðgengilegri upplýsingatækni. Ljósmynd: Mora lýðskólinn.

Takmörkuð stafræn þekking í sérskólunum

Stefan Johansson vildi einnig að sérskólarnir stæðu betur í grundvallaratriðum stafrænnar færni.

– Hafir þú gengið í sérskóla getur þú átt á hættu að lenda utan stafræna samfélagsins. Hæfnin til þess að kenna hefur heldur ekki alltaf haldist í hendur við þróunina. Þessir einstaklingar búa yfir hæfninni til þess að læra og með réttum stuðningi geta þau verið nokkuð stafræn. Námskeiðið Aðlöguð tækni er eina námskeiðið í Svíþjóð sem er ætlað þessum markhópi. Mörg stuðningsheimili og dagvistunarstofnanir eru án netaðgangs og starfsfólkið skortir stafræna hæfni. Þess vegna fá stuðningsaðilar einnig fræðslu á námskeiðinu Aðlöguð tækni, á heimilum fatlaðs fólks og starfsfólk í vinnu og virkniúrræðum.

Enn er eitt stafrænt vandamál óleyst, og það er skortur á uppfærðum, einföldum póstforritum. Að geta fengið tölvupóst og smella á krækju er hluti af stafrænum innviðum. Á námskeiðinu Aðlöguð tækni notum við núna ”Easymail”, forrit frá tíunda áratugnum sem er að verða úrelt.

– Ef markaðurinn greinir ekki þörfina þá verður Póst- og símamálastofnunin að fjármagna hana, en fram til þessa hefur hvorki hún né nein önnur af stóru tölvupóstþjónustunum bitið á agnið. Það er vandamál sem við vitum ekki alveg hvernig við eigum að leysa, segir Stefan Johansson.

Hann heldur áfram:

– Það sem mér sem vísindamanni finnst spennandi, er að við vinnum samtímis á tveimur sviðum. Annarsvegar til þess að efla færnina og hinsvegar til þess að skapa einfaldari tækni. Við sem sköpum tæknina gerum hana oft snúnari en hún þarf raunverulega að vera. Við gerum miklar kröfur um hvað fólk þarf að kunna með því að skapa flókna tækni. Við vinnum með hópinn hennar Kirsten vegna þess að ef þau segja „þetta virkar“ er erfitt að finna aðra sem finnst þetta ekki virka.

Hann segir líka að þau hafi kynnt Stafræna ég fyrir sænsku ellilífeyrisþegasamtökunum (sæ. Pensionärernas Riksorganisation, PRO), og þau voru afar hrifin, staðhæfir Stefan.

– Við höldum að við höfum unnið með þeim kröfuhörðustu, og því getum við náð til fleiri markhópa.

Forskaren Stefan Johansson har utvecklat verktyget Digijag i samarbete med kursdeltagarna. Foto: Mora folkhögskola
Fræðimaðurinn Stefan Johansson sem stundar rannsóknir og hefur þróað verkvanginn Stafræna ég (se. Digijag) í samstafi við þátttakendur á námskeiðinu. Ljósmynd: Mora lýðskólinn.

Hvernig er hægt að ná til markhópsins?

Námskeiðið Aðlöguð tækni hefur verið kennt síðan 2015 og er nú á sínu þriðja kennsluári. Í upphafi var erfitt að finna þátttakendur. Það er mótsagnakennt en skortur á stafrænni færni getur einmitt hafa orðið til þess að sum þora ekki að sækja um námskeiðið. Með því að snúa okkur til stuðningsaðila höfum við náð árangri. Mora lýðskólinn hefur einnig notið stuðnings sænsku samtaka þroskahamlaðra, FUB. Þau hafa meðal annars skrifað talsvert um Mora í tímarit samtakanna.

Styttri námskeið er önnur leið til þess að ná til umsækjenda. Um jólin í fyrra var haldið tveggja daga námskeið með fimmtán þátttakendum. Mörg þeirra byrjuðu síðan á tveggja ára námskeiðinu. Það skipti þau miklu að fá tækifæri til þess að prófa sig fyrst í stutta námskeiðinu, til þess að finna út hvort lengra námskeið hentaði þeim, og sækja um í kjölfarið.

Ennfremur vinnur starfsfólk Mora lýðskólans að því að vera til staðar á sýningum, skipulögðum upplýsingaviðburðum og vinnustofum, nú með stuðningi nýsköpunarkeppni Póst- og símamálastofnunar.

Stafræna ég er í sífelldri þróun í samstarfi við þátttakendur á námskeiðinu. Fyrir skömmu var sótt um styrk til þess að þróa verkfæri, þar sem allar upplýsingar eru settar inn, svo sem um fundi í námskeiðinu, ferðir og annað sem er í gangi. Með því fá þátttakendur betri stjórn á eigin lífi og þurfa ekki alltaf að leita til stuðningsaðila.

– Við sendum líka bréfpóst til þátttakenda svo þau taki sjálf við upplýsingum sem varða þau og viti hvað um er að vera áður en stuðningsaðilar þeirra vita það. Sjálfstæði, virkni, þátttaka og val er öllu fólki „basic“ , segir Kerstin Gatu.

Var hótað lokun

Venjulega hittast þátttakendur í eina viku á mánuði (fyrir utan þegar þau neyddust til þess að verða stafræn). Þess á milli fá þau heimaverkefni. Námskeiðið er enn sem komið er eitt sinnar tegundar í Svíþjóð. En það er eitt vandamál: Kostnaðurinn. Í desember 2020 ráðgerði skólinn að hætta með námskeiðið af fjárhagslegum ástæðum.

– Ef þú ert einstaklingur með þroskahömlun trúir því enginn að þú getir spjarað þig án starfsfólks. Mörg þurfa lyf og hafa líka þörf fyrir gæslu, jafnvel á nóttunni. Það kostar meira en skólinn fær í endurgjald. En þegar fréttist að leggja ætti námskeiðið niður, náðu yfirvöld áttum og Dalahérað tók að sér fjármögnun námskeiðsins. Nú kannar Lýðskólaráðið hvernig málin standa fyrir þennan markhóp, hvort hætt hefur verið við fleiri sambærileg námskeið, segir Kerstin Gatu.

Annað vandamál tengist því að erfitt er að starfrækja verkefni sem hafa fengið styrk frá Almenna erfðasjóðnum eftir að styrkurinn er uppurinn. En Stefan Johansson hefur ekki áhyggjur vegna Stafræna ég. Með sölu á áskriftum til sveitarfélaga og stofnana hafa þau fundið líkan sem gerir lífs-verkvangnum kleift að lifa og þróast áfram.

– Okkur hefur tekist frekar vel að halda áfram þrátt fyrir að verkefnastyrkur sé uppurinn, segir hann.

– Stuðningsaðilarnir sem hafa sótt námskeiðið eru mun borubrattari, staðhæfir Kerstin Gatu. Hún segir frá þakklátum þátttakanda sem veiktist af Covid og var lagður inn á gjörgæsludeild.

– Stuðningsaðilinn greindi frá því hve þakklát þau voru yfir að hann gat notað tölvupóst til þess að halda sambandi við umheiminn. Það hlýtur að vera erfitt að vera einangraður á gjörgæsludeild á meðal geimvera og eiga erfitt með að tjá sig.

Lesið hér 10 REPORTAGE om grundläggande färdigheter i Norden.

Nyeste artikler fra NVL

Elísabet Pétursdóttir og Auður Kamma Einarsdóttir

23/05/2024

Island

7 min.

„Diverse strengths“ er navnet på et prosjekt som ble utarbeidet i Island med stötte fra Nordplus, i samarbeide med Sverige og Finland. Hensikten var å lage og pröve spesielle gruppearbeider eller workshops for innvandrere som nökkel til arbeidsmarkedet. Målgruppen er ungdommer i alderen 18-25 år som ikke har arbeide, studie- eller treningsplass.

16/05/2024

Norden

14 min.

PIAAC measures key information processing skills and data from the survey provide unique opportunities to analyse the cognitive skills needed in the labour market and society. Access to PIAAC data, on its own or linked to register data, is possible for research purposes. To facilitate the selection of register variables a handbook is available for the Nordic countries and Estonia....
Projektets syfte är att hjälpa pedagoger i icke-formell vuxenutbildning att nå fram till och involvera involverar personer med psykiska funktionsnedsättningar.

15/05/2024

Sverige

6 min.

Studiefrämjandet Uppsala Västmanland har tillsammans med nordiska partner arbetat med att inkludera personer med psykiska funktionsnedsättningar i vuxenutbildning. Genom projektet har de skapat en vägledning för nordiska pedagoger. De betonar utmaningen med att nå ut till utsatta grupper och framhåller fördelarna med studiecirklar för personer med psykiska funktionsnedsättningar.

Share This