27/09/2023

Norge

Jöfn tækifæri, Atvinnulíf, Iðn- og starfsmenntun

7 min.

Tungumálaleiðbeinendur aðstoða einstaklinga og styrkja starfsumhverfið

Ímyndaðu þér að þú sért á nýjum vinnustað. Þú hefur ekki fullt vald á tungumálinu sem er talað og það er margt sem þú skilur ekki alveg. Ef þá kæmi til þín manneskja sem gæti útskýrt, auðveldað og boðið þér að spyrja, þá værir þú vel á veg komin.

Kerstin Jeske og Yuri Sali

Fagstjórinn Kerstin Jeske og tungumálaleiðbeinandi Yuri Sali sem standa fyrir tungumálaleiðbeinandakerfinu í Frogner hverfinu í Ósló. Ljósmynd: Torhild Slåtto

Ímyndaðu þér að þú sért á nýjum vinnustað. Þú hefur ekki fullt vald á tungumálinu sem er talað og það er margt sem þú skilur ekki alveg. Ef þá kæmi til þín manneskja sem gæti útskýrt, auðveldað og boðið þér að spyrja, þá værir þú vel á veg komin. Ef að þessi einstaklingur ynni jafnframt að því að stjórnendur og vinnufélagar legðu sitt af mörkum við að þróa tungumálið, þá væri vinnustaðurinn sannarlega í mikilli framför.

Líkja má þessu við starf öryggisfulltrúa (starf þeirra varðar vinnuvernd, heilsu, umhverfi og öryggi) þar sem öryggistrúnaðarmenn/öryggisverðir gæta að og þróa góðar venjur og aðgæta þannig að heilsu umhverfi og öryggi. Á sama hátt mun tungumálaleiðbeinandi taka þátt og vinna að góðum tungumálavenjum. Þetta getur átt við um auglýsingar, notkunarleiðbeiningar og í miklu mæli munnleg tengsl og samskipti á vinnustaðnum. Markmiðið er að umhverfið á vinnustað eigi að vinna að þróun tungumáls, með öðrum orðum að allir eigi að leggja sitt af mörkum til þess að skilja hvern annað, bæði á munnlegan og skriflegan máta.

Hugmynd frá Svíþjóð

Einstaklingurinn sem að auðveldar tungumálaþróandi vinnuhætti, tungumálaleiðbeinandinn, er ráðinn hjá fyrirtækinu og hefur lokið námskeiði sem leiðbeinandi tungumáli. Í góðu norrænum samstarfsanda var hugmyndin um tungumálaleiðbeinandann sótt til Svíþjóðar, en þeir kalla leiðbeinandann umboðsmann tungumáls (s. språkombud).

– Ég og þáverandi yfirmaður minn, Åse-Marie Skjerven Amlien vorum á morgunverðarfundi hjá Færnistofnun Noregs (sem nú er hluti stofnunar æðri menntunar og færniþróunar HK-Dir). Þar var fyrirkomulag umboðsmanns tungumála kynnt, segir Kerstin Jeske i Frogner hverfinu í Osló.

– Við gripum hugmyndina á lofti.
Það leið ekki langur tími þar til hugmyndin varð orðin að verkefni og kerfi tungumálaleiðbeinenda þróað og tekið í notkun í nánu samstarfi við fullorðinsfræðsluna í Osló. Kerstin Jeske starfar hjá norsku vinnumálastofnuninni (NAV) á Frogner og ber ábyrgð á kerfinu. Með sér hefur hún kennara í starfsmiðaðri norsku og tungumálaleiðbeinanda, Yuri Sali. Þau hafa bæði reynslu af því að læra nýtt tungumál á fullorðinsárum, Kerstin er frá Þýskalandi og Yuri frá Ítalíu. Í dag tala þau bæði mjög góða norsku. Kerstin hefur meðal annars menntun í alþjóðafræðum og trúarbrögðum en Yuri er menntaður í norrænum tungumálum og bókmenntum. Sem ungur maður var hann bókmenntafræðinemi í Flórens og las þar meðal annars um Henrik Ibsen og Jon Fosse. Svo fór hann til Noregs.

„Frognermódelið“

– Öll hverfi í Osló vinna með kennslu í starfsmiðaðri norsku fyrir flóttamenn, en það er gert á mismunandi hátt. Við erum með norskukennara sem heimsækja fyrirtækin og sinna einstaklingsnámi í norsku fyrir fólk sem er í þjálfun. Þetta virkar vel en það nægir ekki einstaklingnum, aðeins einn og hálfur tími einu sinni í viku. Okkur vantaði eitthvað meira. Í Frogner-hverfinu höfum við fjárfest í tungumálaleiðbeinendum sem okkar aðferð, segir Kerstin Jeske.

– Frognermódelið, bætir Yuri Sali við.

Námskeið til að verða tungumálaleiðbeinandi

Jeske og Sali hafa haldið mörg tungumálaleiðbeinendanámskeið. Nú eru um hundrað manns sem hafa tekið þátt í námskeiðum og eru virkir tungumálaleiðbeinendur á vinnustöðum. Ný námskeið verða haldin í haust. Fyrirkomulagið er þannig að fyrirtækjum og samtökum sem hafa tekið við flóttamönnum og innflytjendum í starfsþjálfun er boðið að senda einn eða tvo af sínum starfsmönnum á námskeið. Námskeiðið stendur yfir í þrjá daga, þrjár vikur á milli hvers dags auk heimavinnu.

– Eitt af verkefnum námskeiðsins er að móta aðgerðaáætlun fyrir tungumálaleiðbeinandastarfið á eigin vinnustað. Samband við stjórnendur er mikilvægt, tungumálaleiðbeinandastarfið þarf að eiga rætur sínar að rekja til stjórnenda, undirstrikar Yuri.

Hvar kreppir skórinn?

Tungumálaleiðbeinandinn sér hvar skórinn kreppir. Er það í skriflegum hefðbundnum lýsingum, er það á fundum eða í samskiptum samstarfsmanna á milli? Tekist er á við slíkar áskoranir ásamt stjórnendum og samstarfsmönnum. Hægt er að orða notkunarleiðbeiningar og verkefnalýsingar á einfölduðu máli. Erfið orð og tæknihugtök er hægt að útskýra. Að loknum fundum getur tungumálaleiðbeinandi til dæmis boðið upp á stutta samantekt, útskýrt það sem ekki skildist og svarað spurningum. Undir ýmsum vinnuaðstæðum getur tungumálaleiðbeinandi hjálpað til við að tryggja að viðkomandi skilji þjálfunina.

Fjölbreytt störf

Vinnustaðir sem taka þátt eru oft verslanir, leikskólar, heilbrigðisstofnanir, mötuneyti, sorp- og, endurvinnsla, auk vinnumálastofnunar og samtaka í atvinnulífinu. Nú síðast hafa fyrirtæki sem starfa við upplýsingatækni, vefhönnun og bókhalds- og lögfræðistofur einnig bæst við. Margir nýaðfluttir í Noregi búa yfir hæfni sem gerir þeim kleift að komast í starfsþjálfun á fjölbreyttum vinnustöðum.

Tungumálaleiðbeinandi í nokkrum sveitarfélögum

Talsverður árangur hefur náðst í verkefninu um tungumálaleiðtoga. Hann er svo góður, að nú verður látið á það reyna á fleiri stöðum; í Vestre Aker hverfinu í Osló, Lillestrøm og Ullensaker. Auk þess hefur verið úthlutað fé til framhaldsrannsókna til að öðlast nánari þekkingu á aðferðinni og þróa hana áfram. Það er Félagsvísindadeild í norska tækniháskólanum, NTNU sem sér um rannsóknirnar.

Árangurinn að svo komnu

Góður árangur hefur fram til þessa verið af kerfi tungumálaleiðbeinenda. „Við sem störfum við vinnumálastofnunina teljum okkur örugg þegar við komum einstaklingum í starfsþjálfun á vinnustað þar sem tungumálaleiðbeinandi er til staðar. Þá vitum við að vel er hugsað um þá,“ segir í úttekt sem vinnumálastofnun hefur gert á kerfinu. Þar kemur í ljós að þeir sem hafa farið á tungumálaleiðsögn og vinnustaðir þeirra eru mjög ánægðir, þeir geta bent á betra starfsumhverfi og færri forföll vegna veikinda.

Nyeste artikler fra NVL

Bruk af fornybar energi og fangst av CO2 legger et viktig grunnlag for fremtidens lösninger for bæredyktighet i Island.

01/12/2023

Island

6 min.

Norden – en kraft for fred er overskriften på Islands formannskapsprogram i Nordisk ministerråd året 2023. Programmet fremhever ikke kun fred, men setter også et sterkt fokus på den grönne rammen og bæredyktigheten som det nordiske samarbeide understreker i sitt program i årene fremover: Norden som verdens mest bæredyktige og intergrerte region.

Kompetensmärken förändrar spelplanen för finländsk vuxenutbildning

29/11/2023

Finland

6 min.

Finnar munu á næsta ári innleiða færnimerki fyrir fullorðinsfræðsluna. Marja Juhola frá menntamálastofnuninni og Annika Bussman menntaráðgjafi hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu hafa tekið þátt í framsæknu verkefni sem talið er vera einstakt á Norðurlöndunum.

Knútur Rafn Ármann er eier og direktör i Friðheimar.

29/11/2023

Island

10 min.

Sanoo Islannin suurin tomaatintuottaja

Share This