„Þjóðfundurinn“ á Borgundarhólmi eflir lýðræði

Þjóðfundurinn 2014 sem var haldinn dagana 12.-15. júní var árangursríkur. Fram til þessa hefur oft verið rætt um þjóðfundinn sem lokaða veislu stjórnmálamann og talsmanna þrýstihópa en samkvæmt nýrri greiningu telja íbúarnir nú að Þjóðfundurinn sé skemmtilegur, alþýðlegur og lýðræðislegur. Meira en helmingur íbúa telur að Þjóðfundurinn styrki samræðu stjórnmálamanna og íbúa og að það sé liður í að efla lýðræði.

 
„Þjóðfundurinn“ á Borgundarhólmi eflir lýðræði Thomas Glahn/norden.org

Yfir níutíu þúsund manns heimsóttu Þjóðfundinn á þeim fjórum dögum sem hann stóð yfir og tóku þátt í 2.000 málfundum og viðburðum. Á mörgum málfundum var fjallað um breytt svið málefna, þar með talin þemun sem NVL vinnur að. Meðal þeirra var voru nýsköpun, færniþróun, þróun eyjasamfélaga og byggða á jaðarsvæðum. 

NVL stóð að velsóttum málfundi um eyjasamstarf um fullorðinsfræðslu í tjaldi Norðurlandasamstarfsins. Aðrir þátttakendur á þessu sviði voru frá Samtökum alþýðufræðsluaðila í Danmörku, Námsmatsstofnunin í Danmörku, (EVA), Dagháskólasamtökin, Lýðskólarnir, KORA, Fræðslusambandið og fjölmargir aðrir. 

Nánar um Þjóðfundinn 2014 på heimasíðu viðburðarins

2377