„Fólk annarsstaðar frá á að velja að koma hingað“

Þegar Fræðslumiðstöðin í Gottsunda opnar bráðlega verður ljóst að þar er ekki um að ræða neina venjulega fræðslumiðstöð. Hún á að vera í nágrenni atvinnumiðlunina og þjóna þörfum námsmanna með sérstakar þarfir. Markmiðið er jafnframt að draga úr slæmu umtali um borgarhlutann.

 
Sveitarstjórinn Mohamad Hassan og forstöðumaður fræðslumiðstöðvarinnar Susanna Sjöstedt Meshesha í tómum rýmum fræðslumiðstöðvarinnar. Á myndinni ræða þau við sameiginlegan kunningja. Mynd: Marja Beckman

Samkvæmt hefðbundinni hugmynd um fræðslumiðstöð er að um sé að ræða húsnæði þar sem hægt er að leggja stund á nám þrátt fyrir að búa langt frá háskólabæ. Húsnæði þar sem tækifæri gefst til að komast að heiman, þar sem hægt er að hita mat og hægt er að leita til prófvarðar. Það munu ekki vera neinir prófverðir í fræðslumiðstöðunum í Gottsunda, að minnsta kosti ekki í upphafi. Hlutverk fræðslumiðstöðvarinnar er fyrst og fremst að þjóna einstaklingum sem þurfa á sérstakri aðstoð að halda, þeim sem stunda aðfararnám að menntaskóla eða leggja stund á starfsnám. Miðstöðin á að vera hönnuð með tilliti til þeirra sem eiga erfitt með að einbeita sér eða þurfa sérstök hjálpartæki, ef til vill vegna taugasálfræðilegrar fötlunar (npf) eða hafa orðið fyrir áfalli. 

Á miðstöðinni verður hægt að fá aðstoð við stærðfræði, sænsku, námstækni þar verður sérkennari og ýmis hjálpartæki. Hægt verður að bóka tíma til þess að fá aðstoð eða komast í námsumhverfi sem best hentar hverjum einstaklingi.  

Svæði þar sem félagslegar aðstæður eru erfiðar 

Gottsunda er í sjö kílómetra fjarlægð frá Uppsölum þar sem einn virtasti háskóli Svíþjóðar er staðsettur. Landfræðileg viðmið hafa ekki ráðið úrslitum við úthlutun fjárveitingar upp á þrjár  miljónir sænskra króna frá ríkinu til þess að byggja fræðslumiðstöðina. Lögreglan skilgreinir Gottsunda sem sérstaklega viðkvæmt svæði. Það þýðir að um er að ræða borgarhluta sem „liðið hefur fyrir bága  félagslega – og efnahagslega stöðu og orðið fyrir áhrifum glæpa um langt tímabil“. Félagsleg- og efnahagsleg staða er ekki talin með við úthlutun ríkisstyrkja, en menntamálastofnun tekur tillit til fleiri ólíkra viðmiða þegar þeir úthluta fjármunum, meðal annars hvort aðgerðir sem úthlutað er til, munu hafa áhrif á aðgengi að og gegnumstreymi í menntun. 

Susanna Sjöstedt Meshesha, fræðslustjóri nýju fræðslumiðstöðinni og sérkennari fyrir fullorðna að mennt ólst þar upp og að hennar áliti er ímynd Gottsunda sem hættusvæðis óþarflega yfirdrifin.  

gottsunda2.jpg

Susanna Sjöstedt Meshesha situr í einum af sérsniðnu stólunum í fræðslumiðstöðinni. Stólar með „hliðarskyggnum“ eiga að auðvelda einbeitingu. 

Mohamad Hassan, sveitarstjóri úr flokki Frjálslyndra og formaður vinnumarkaðsnefndarinnar er sammála henni. Að hans áliti er Gottsunda frábrugðin öðrum „viðkvæmum borgarhlutum“ fyrir utan stórborgir. Þegar DialogWeb heimsækir bæinn á miðvikudagsmorgni ríkir fullkomin ró. Miðbærinn í Gottsunda er hreinlegur og hefur nýlega verið endurbættur. Að vísu brann framhaldsskóli staðarins til grunna fyrir um ári og reyndar búa margir íbúarnir við fátækt. Nýja fræðslumiðstöðin leikur lykilhlutverk í framtíðarsýn stjórnmálamannanna um að Gottsunda virki meira aðlaðandi. Nýbyggt leiguhúsnæði er í nágrenninu og byggja á brýr á milli Gottsunda og betur stæðra hverfa. 

– Bygging brúa verður táknræn við niðurbrot á jaðarsetningunni. Fólk annarsstaðar frá á að velja að koma hingað, segir Mohamad Hassan.

– Það er sorglegt að þegar rætt er um að íbúar Gottsunda eigi að flytja inn í bæinn til þess að ná inngildingu, þegar hið gagnstæða á betur við, segir Susanna Sjöstedt Meshesha.

Er sjálfur flóttamaður sem kom einsamall

Fræðslumiðstöðin á að vera í sama húsi og atvinnumiðlunin. Í Uppsölum heyrir félagsþjónusta, menntun og vinnumarkaður undir sömu nefnd.   

– Við höfum axlað ábyrgð á móttöku flóttamanna og verður að verja talsverðum fjármunum til atvinnusköpunar og menntunar, segir Mohamad Hassan sem sjálfur kom til Svíþjóðar sem einstætt flóttamannabarn fyrir næstum því 30 árum síðan. 

Ríkisframlagið hefur sannarlega komið að góðum notum við upphafið en Mohamad Hassan tekur jafnframt fram að sveitarfélagið verði sjálft að sjá um reksturinn þegar frá líður. Hann telur ekki að minna sveitarfélag gæti rekið neytt í líkingu við það. 

Þegar Mohamad Hassan er rokinn á annan fund heldur Susanna Sjöstedt Meshesha áfram að útskýra framtíðarsýn nýju fræðslumiðstöðvarinnar. 

– Fræðslumiðstöð getur ekki yfirtekið ábyrgð skólans við sérstaka aðlögun en við getum veitt uppbót. Hugmyndin er að hingað verði hægt að leita og reyna hjálpartæki og njóta umhverfis sem er aðlagað þörfum. Hér verður hægt að veita fleirum aðstoð en jafnframt hafa hana einstaklingsmiðaða. 

Hún efast um að hrein fjarkennsla virki fyrir þennan hóp, en sveigjanlegt nám sem er einskonar aðlagað fjarnám þar sem námsmenn fái þá aðstoð sem byggir að þeirra eigin námsstöðu. Við göngum um tómar stofurnar. Gólfin eru teppalögð út í hvert horn með ofnæmisvænum teppum sem eiga að dempa hljóð og þar eru færanlegir veggir og lestrarhægindastólar með „hliðarskyggnum“.  Allt er hreint og uppsett til þess að komast megi hjá ónauðsynlegum truflunum. Susanna Sjöstedt Meshesha hefur umgengist nægilega marga námsmenn með sérþarfir að hún að vera sæmilega meðvituð um hvers þeir þarfnast til þess að geta unnið. 

– Ég get varla beðið með að fá að innrétta húsnæðið samkvæmt einstaklingsmiðuðum þörfum námsmannanna! segir Susanna Sjöstedt Meshesha.
 

Fakta: Ríkisframlag til fræðslumiðstöðva

- Fræðslumiðstöð er hluti af starfsemi sveitarfélags við fullorðinsfræðslu þar sem námsmenn njóta stuðnings frá kennurum og öðru starfsfólki. Þar hafa námsmenn einnig tækifæri til þess að hitta aðra námsmenn.

- Skólastjórar og sveitarstjórnir geta sótt um fjárframlög til fullorðinsfræðslu á vegum sveitarfélagsins. Sveitarfélögin geta nýtt ríkisframlagið til aðgerða til þess að þróa nýjar eða núverandi miðstöðvar.

(Heimild: Menntamálastofnunin í Svíþjóð)

NPF

Taugasálfræðileg vandamál (npf) hafa í för með sér að starfsemi heilans er öðruvísi – sem leiðir til hugrænna erfiðleika. Greiningar eins og ADHD og ADD, einhverfuróf, málstol og Tourett heilkenni falla undir skilgreininguna.

(Heimild: Hjärnfonden)

390