„Hraðar er ekki alltaf betra“

 
Jakob Nielsen-Arendt Jakob Nielsen-Arendt

„Hraðar er ekki alltaf betra“- þegar kemur að því að fá innflytjendur og flóttamenn til starfa, skrifar prófessor og verkefnastjóri Jacob Nielsen Arendt frá Kora, Rannsókna- og greiningarmiðstöð dönsku sveitarfélaganna. Innleggið er umsögn um skýrslu sérfræðingahóps danskra stjórnvalda Karsten Koch nefndarinnar sem afhent var í janúar. Í skýrslunni eru tillögur um sértækar aðgerðir til aðlögunar nýaðfluttra flóttamanna og sameiningu erlendra fjölskyldna. Í skýrslunni er meðal annars mælt með aðgerðum fyrirtækja, hvernig þau geta lagt sitt af mörkum til þess að útlendingar komist fljótt í vinnu, styttri og markvissari áætlunum um aðlögun, og að áhersla verði lögð á einstaklingsmiðuð námskeiðum.
En áhersla á að hraða aðgerðum getur leitt til þess að innflytjendur fái lakari störf og til skamms tíma, sem til lengri tíma leiðir til verri stöðu á vinnumarkaði. Til dæmis, sýna rannsóknir að skjótar og ákafar aðgerðir ráðgjafa og leiðbeinanda virki ekki fyrir innflytjendur frá öðrum löndum en Vesturlöndum og að jákvæð reynsla af aðgerðum fyrirtækja byggi á 15 ára gamalli rannsókn. Jacob Nielsen Arendt mælir sérstaklega með aukinni áherslu á menntun sem geti stuðlað að varanlegri tengingu við vinnumarkað þar sem kröfur um faglært starfsfólk vaxa jafnt og þétt. Þá telur hann að innflytjendur undir þrjátíu ára aldri sem sækja nám í aðlögun ættu að fá námsstyrk frá sveitarfélagin á meðan á því stendur.

Sækið skýrslu Koch nefndarinnar

Sækið grein Hans Nielsen Arendts

1427