”Mobication” – nýtt danskt módel sem á að viðhalda forskoti í samkeppni

 

 

Danmörk er þekkt fyrir svokallað „flexicurity“ módel á vinnumarkaði sem veitir bæði launþegum visst öryggi sem og vinnuveitendum sveigjanleika við að ráða og reka. Nú hafa tveir danskir vísindamenn, sérfræðingar í vinnumarkaðsmálum, þeir  prófessor Ove Kaj Pedersen við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (CBS) og Søren Kaj Andersen sem stýrir Miðstöð rannsókna um vinnumarkaðmál og fyrirtæki (FAOS) við Kaupmannahafnarháskóla sagt að þeir telji „flexsicurity“ módelið sé úr sér gengið og það tryggi Dönum ekki lengur forskot í samkeppninni á heimsmörkuðum. Þeir kynna til sögunnar nýtt módel sem þeir kalla  „mobication“ sem er stytting á ensku orðunum mobility (hreyfanleiki) og education (menntun). Í líkaninu beinist athyglin að ævinámi og menntun tengdri saman við félagslegt öryggi og sveigjanleika. 

Nánar á CBS.dk og UgebrevetA4