„Setjið tungumálið í samhengi sem skiptir máli“

Það er tímafrekt að læra nýtt tungumál, sérstaklega ef þú kann ekki að lesa og skrifa á móðurmálinu. DialogWeb hitti NVL-prófílinn Qarin ”Q” Franker sem veit allt um grundvallaratriði lestrar- og skriftarkennslu fyrir fullorðna.

 
Markhópur okkar er lengst frá vinnumarkaði. Okkur finnst að það felist virði í því að öðlast samfélagsfærni, til dæmis að verða gott foreldri, maður verður ekki að fara út í atvinnulífið til þess að verða virkur þátttakandi, segir Qarin Franker Ljósmyndari: Marja Beckmann Markhópur okkar er lengst frá vinnumarkaði. Okkur finnst að það felist virði í því að öðlast samfélagsfærni, til dæmis að verða gott foreldri, maður verður ekki að fara út í atvinnulífið til þess að verða virkur þátttakandi, segir Qarin Franker Ljósmyndari: Marja Beckmann

„Hæ, þú er komin í samband við síma Q“, segir hún í símsvaranum. 

Qarin Franker, er áhrifavaldur innan NVL, í Alfaráðinu, hún var skírð Karin með K. Við ellefu ára aldur fór hún að ígrunda nafnið og æfa sig í að skrifa eiginhandaráritun. Þá datt henni í hug að Karin ætti að stafsetja með Q. Eftir það vildi hún bara heita Q.

– Ég sótti um það, sendi inn umsókn í þjóðskrá í Svíþjóð til að fá að skipta um nafn og taka upp nafnið Q en umsókninni var hafnað af þeirri ástæðu að Q væri ekki nafn held bókstafur. Rökstuðningi mínum um að þáverandi aðalframkvæmdastjóri Sameiniðuþjóðanna héti U Thant var heldur ekki tekinn gildur.  

Síðar kom í ljós að U ið í U Thant var kurteisisforskeyti á búrmísku, svipað og „herra“. Sem málamiðlun fékk Qarin leyfi til þess að breyta nafninu sínu í Karin með Q núorðið kalla vinir hennar hana Q en fyrir nemendum sínum kynnir hún sig sem Qarin.  

Fulltrúi Svía í ritstjórn DialogWebs fór til Gautaborgar til þess að hitta Qarin Franker í tilefni af því að hún fer á eftirlaun eftir að hafa setið i Alfaráði NVL, netinu fyrir læsiskennslu og læsi um árabil. Netið fjallar um lestrar- og skriftarkennslu fyrir fullorðna sem hafa litla eða enga menntun að baki. 

Þegar allir aðrir velja eitthvað sérstakt langar mig að velja eitthvað annað 

Við röltum í sólskininu upp brekkuna frá stoppistöð sporvagnsins í áttina að húsi hugvísindasviðs Gautaborgarháskóla. Um leið og við göngum framhjá listasafninu í Gautaborg segir Qarin að það hafi verið byggt fyrir heimssýninguna 1923. Þá lá líka til kláfur upp í nýopnaða skemmtigarðinn Liseberg. Liseberg og safnið eru enn á sínum stað en ekki kláfurinn. Lyngrósarunnar og  tjörn með vatnaliljum liggja nú meðfram brekkunni. 

Ég dvel við nafnið Q og spyr hana hvort það segi eitthvað til um persónuleika hennar. Er hún einstaklingur sem kýs að fara sínar eigin leiðir?

– Já, það má vel vera. Það sýnir sig líka í vali á áhugasviði, það eru ekki margir aðrir sem rannsaka eða skrifa um einmitt mitt efni, segir hún. 

Hvernig gagnast skólinn?

Upphaflega var Qarin Franker menntuð sem framhaldsskólakennari. Í náminu rakst hún á Ulriku Leimar sem kynnti nýja aðferð við að læra að lesa og skrifa – LTG: Lestur á talmálsgrunni (s Läsning på talets grund). Aðferðin byggði á því að börnin fengu að segja eigin sögur og út frá tali barnanna var unnið með að leysa lestrarkóðann.

Hún sótti líka innblástur í bók Paolo Frieres Kennslufræði fyrir kúgaða (s. Pedagogik för förtryckta). Hún kom út á miðjum áttunda áratugnum og nú efast sumir um róttæka, sósíalistíska skírskotun hennar, á meðan aðrir telja að hugmyndir hans hafi öðlast gildi á ný vegna þess hve þekkingargjáin í samfélaginu breikkar.

– Bæði Leimar og Frieres sáðu nýjum fræjum í akur kennslufræðinnar og settu spurningarmerki við hlutverk skólans. Að fá að þróa krítíska læsi hafa allir rétt á og skólinn á að vera aðgengilegur öllum, segir Q Franker.

Ferð til Afríku

– Um leið og við lukum námi lögðum við fjórir vinir upp í ferð til Afríku í enskri húsrútu. Pabbi vinar okkar var trúboði og kenndi mósambískum námuverkamönnum í Suður-Afríku og við sögðum „við keyrum bara niður eftir“! 

Þar með var það ákveðið. Við lögðum af stað í september og ferðinni lauk í maí árið eftir. Á leiðinni í gegn um Evrópu mættum við mörgum mismunandi einstaklingum við ólíkar aðstæður og við lærðum mikið um okkur sjálf. Við þroskuðumst og skilningur okkar á hvernig mismunandi lífsskilyrði hafa áhrif á ráðabreytni og tækifæri fólks.

Lesið og skrifað í komvux  

Síðan hóf Qarin Franker starfsferil í Fittja og Hallunda úthverfum Stokkhólms. Þá, á áttunda áratugnum, komu innflytjendur til Svíþjóðar frá Chile, Tyrklandi og Sýrlandi meðal annars margir Assýringar. Q hafði hitt sambýlismann sinn í náminu og hann vann í sama úthverfi. 

– Rektorinn í komvux skólanum hafði samband við sambýlismann minn og spurði hann: „kann konan þín ekki þetta með að lesa og skrifa?“ Foreldrar assýrísku barnanna vildu læra að lesa og skrifa og ég fór að kenna þeim það sem þá var kallað grundvux (grunnskólanám fyrir fullorðna) en það samsvarar 1. – 6. bekk í grunnskóla. 

Á þeim tíma var ekki til nein kennsla í sænsku sem annað tungumál eða sænsku fyrir innflytjendur og allar kennslubækur höfðu það sem útgangspunkt að nemendur kynnu að lesa. 

–  Ég varð sjálf og í samstarfi við fullorðna nemendur mína að finna kennsluefni, segir Q

Nokkrum árum síðar flutti hún til Gautaborgar og fór að kenna í grunnskóla fyrir fullorðna og sænsku fyrir innflytjendur. 

Árið 1986 var gefin út námsskrá í sænsku fyrir innflytjendur,  grunnnám og framhaldsnám í sænsku fyrir innflytjendur. Qarin Franker fór að skrifa efni með athugasemdum fyrir menntamálastofnunina um nemendur með stutta eða enga skólagöngu að baki, með ráðleggingum og tillögum um hvernig kennararnir gætu unnið og hugsað þegar þeir vinna með þessum nemendum. 

Hún fór að safna saman neti af kennurum, skólastjórnendum og fræðimönnum sem unnu með þessa tegund nemenda. Beita þyrfti annarskonar kennslufræði en fyrir börn og það krefðist annarra kennsluhátta en hefðbundin kennsla.

Hún hóf náið samstarf með félaga sínum Ingrid Skeppstedt og í sameiningu fóru þær að halda ráðstefnur fyrir virka lestrarkennara.

Kvöldnámskeið í kínversku á níunda áratugnum  

– Þá öðlast ég skilning á hve erfitt það er að læra tungumál þegar þú kannt ekki einu sinni táknin. Hve mikið það reynir á og hve langan tíma það tekur. 

Svo þú lærðir framandi tungumál til þess að skilja nemendur þína betur?

Q  hugsar sig um og kinkar kolli. 

– Kannski var það þannig. Sumum rektorunum fannst nemendum okkar ganga frekar hægt. Þeir skildu ekki hve flókið skólanámið var fyrir þá. Að þeir nenntu ekki aðeins að lesa og skrifa frá klukkan 9 til 14 heldur þurftum við líka að sinna öðru. Við náðum í saumavélar og bjuggum til mat saman. „Eigið þið að fá greitt fyrir að leika ykkur allan daginn?“ spurði einn rektorinn. Þá varð ég fyrir frekar mikilli geðshræringu.

Þegar Q hóf störf við Gautaborgarháskóla við að mennta kennara, bauð hún oft vinnufélaga sínum sem aðeins talaði persnesku til þess að halda fyrirlestur fyrir nemendur. 

– Markmiðið var að þeir kynntust því hve erfitt það er að þekkja hvorki talað né skrifað nýtt tungumál. Þolinmæði þeirra þraut eftir tuttugu mínútur, meira að segja að læra einfalda hluti eins og að segja „ég heiti Qarin, hvað heitir þú?“ tekur langan tíma. 

Skrifaði lokaverkefni 

Q Franker hélt áfram að vinna sem sérfræðingur á sínu sviði og átti þátt í því að móta núverandi líkan fyrir SFI (sænska fyrir innflytjendur) með þremur mismunandi námsleiðum allt eftir því hver þekking námsmannanna er áður en nám hefst. Námsleið1, hentar þeim nemendum sem Q vinnur mest með, hlutfall þeirra er um það bil 15 prósent á meðan hlutfall þeirra sem taka námsleiðir 2 eða 3 er á milli 40-45 prósent. 

Á miðjum fyrsta áratugnum fór hún að skrifa það sem átti eftir að verða doktorsritgerð hennar, ”Litteracitet och visuella texter – Studier om lärare och kortutbildade deltagare i SFI”.

– Ég leit ekki á mig sem fræðimann. Mér fannst gaman að kenna kennaraefnum og það hefur enginn í fjölskyldunni lokið doktorsprófi. En svo fengum við prófessor í sænsku sem öðru máli (þann allra fyrsta á sviðinu) Inger Lindberg, og hún endaði hér í Gautaborg.  Ég hafði áður komist í tæri við greinilega fræðimennsku með þátttöku í úttektum um fullorðinsfræðslu og sænsku sem annað mál. Þegar Inger kom hingað sóttum við um styrk og gátum unnið verkefni um skólavist einstaklinga með litla menntun að baki. Ég skrifaði meistaraprófsverkefni, sem er á við hálfa doktorsritgerð og komst að því að mig langaði að halda áfram og dýpka þekkingu mína á efninu. 

Ritgerðin fjallaði meðal annars um hve mikilvægar myndir eru í samskiptum. Hún skoðaði kosningaveggspjöld og kannaði og greindi mismunandi leiðir við að sjá og túlka myndir og hvernig mynd og texti virka saman í boðskap. 

Ég spyr hana hvort eittvað hafi komið henni á óvart í samskiptum við einstaklinga sem hafa komið til Svíþjóðar án þess að kunna hvorki að lesa né skrifa. 

– Fólk býr yfir margskonar annarri þekkingu og kann aðrar leiðir til þess að læra. Manni hættir til að misskilja og halda að vegna þess að það kunni til dæmis ekki að skrifa þá kunni það heldur ekki að reikna eða að finna lausnir við öðrum verkefnum. En það notar bara ðeins aðrar aðferðir. Allir þurfa ekki og það á heldur ekki að neyða alla að beita sömu lausn, það er engin ein leið. 

Q Franker hefur þrennt að leiðarljósi:

Virðing: fyrir þekkingu einstaklinga og persónuleika sem þýðir að öll þau tungumál sem þeir kunna eiga þeir að fá að nota í skólanum.

Þýðingarfullt og nothæft: að vinna með það sem þörf er fyrir og setja tungumálum og í mikilvægt samhengi. 

Þátttaka og ábyrgð: Það er ekki á ábyrgð kennarans að kenna, heldur lærir hver nemi sjálfur, með stuðningi og því að vera virkari og virkari.  

Alfaráðið verður til  

Lestrarráðstefnurnar, sem Q Franker hefur verið með í að skipuleggja og halda, voru í upphafi haldnar við Norrænu lýðfræðslustofnunina í Gautaborg. Þær voru alltaf vel sóttar og vegna mikillar eftirspurnar voru þær venjulega haldnar bæði vor og haust. Netið víkkaði og náði út yfir landamæri Svíþjóðar.  

– Okkur fannst skortur á grunnleggjandi þekkingu um menntaþarfir þessa hóps. Við buðum einstaklingum frá mismunandi sviðum á Norðurlöndunum á fund og þá varð Alfaráðið til og fyrsta ráðstefnan var haldin á Norræna lýðskólanum í Kungälv í september 2006. 

Antra Carlsen, framkvæmdastjóri Norræna tengslanetsins um nám fullorðinna, NVL, sem var sett á laggirnar 2005, tók þátt í ráðstefnunni. Síðan þá hefur Alfaráðið verið hluti af NVL. Alfaráðið hefur líka unnið með öðrum netum, til dæmis fangelsisnetinu.  

– Þau kortlögðu menntunarstig þeirra sem sátu í fangelsi. 30 prósent svöruðu ekki könnuninni sem var send út. Þau grunaði að fangarnir væru ekki færir um að lesa og skrifa og þar gátum við stutt starfið með miðlun upplýsinga og markvissri menntun kennara sem kenna föngum með stutta eða enga skólagöngu að baki á Norðurlöndunum. 

Ég spyr hvort hún sé eitthvað af því sem hún hefur lagt af mörkum í NVL sem hún er sérstaklega stolt yfir.

Lýsingin á færni þeirra sem vilja halda námskeið og standa að menntun í grunnlæsi, sem við tókum saman á grundvelli samtals við kennarana í mismunandi löndum. Þar kemur flækjustigið fram og heftið hefur verið þýtt á mörg tungumál og er notað víða innan Evrópusambandslanda. 

Hvað þáttur færni þinnar hefur nýst best í norræna samstarfinu?

– Ég hef fylgst vel með rannsóknum og reynslu af menntun og færniþróun kennara. Ég hafði einnig reynslu af að skipuleggja og halda ráðstefnur áður en Alfaráðið kom til. Ég hef mikinn áhuga á að yfirfæra rannsóknir og kenningar um læsi yfir í áþreifanlega kennsluaðferðir og skipulag kennslu og til þess er Alfaráðið tilvalinn vettvangur, segir Qarin Franker.

Fjórtánda ráðstefnan í Finnlandi

Í byrjun apríl verður fjórtánda ráðstefna Alfaráðsins haldin á Hanaholmen í Finnlandi. 

– Við finnum að það er erfiðara fyrir kennara og annað starfsfólk í skólum að taka þátt í ráðstefnum og færniþróun. Það er meðal annars vegna kröfunnar um útboð, leið til að líta á menntun frá  skammtímasjónarhorni. Þriðjungur fullorðinsfræðslustöðva í Svíþjóð eru reknar af einkaaðilum með skammtímafjármögnun til tveggja eða þriggja ára, fáir bjóða upp á menntun á sviði námsleiðar 1. Skólastjórarnir vita ekki hvort þeir fá að halda áfram með námsleið 1 og spyrja hvort það sé þess virði að halda í kennarana sem kenna námsleiðina vegna þess að þeir þurfa þeirra ef til vill ekki við þegar tíminn útboðsins rennur út.  

Í Danmörku hafa aðrar pólitískar ákvarðanir áhrif; mun strangari pólitík varðandi innflytjendur og kröfur um að þeir standist próf í dönsku, sem henta þeim með stutta menntun illa.  Íslendingar og Færeyingar hafa kvótaflóttamenn og innflytjendur sem hafa komið til landanna sem vinnukraftur eða vegna gjaforðs. Fram til þessa hafa Finnar ekki fjölmennt á ráðstefnur Alfaráðsins, sem sennilega á rætur að rekja til tungumálsins. 

– Ég hlakka til að hitta marga finnska læsiskennara á heimavelli, segir Qarin Franker. Hún á sjálf að halda lokafyrirlesturinn þriðja daginn.  

– Yfirskrift fyrirlestursins míns er „Resurser och praktiker – att tillsammans bygga upp en hållbar litteracitet.“ (isl. Aðföng og iðkendur – að byggja í sameiningu sjálfbært læsi). Mig langar að veita kennurunum innblástur til þess að leggja grunn að skapandi og styrkjandi læsismenntun. Ég ætla að kynna nýtt líkan, þar sem aðföng nemendanna drífa þróun hinna fjögurra mismunandi  starfsnámsleiða eða sviða sem koma til með, að sameiginlega að byggja nothæfa lestrar- og skriftarkunnáttu fyrir hvern einstakan nemanda, segir hún. 

Nálgast eftirlaunaaldurinn

Qarin Franker er 66 ára og nálgast eftirlaunaaldurinn. Þegar við hittumst í Háskólanum í Gautaborg á hún þar enn skrifborð en hún situr ekki svo oft við það. Á göngunum hittum við ótal félaga sem vilja hitta hana og spjalla. 

– Það er ennþá talsverður hugur í mér. Ég er meðal annars að leggja drög að bók um kennaramenntun og færniþróun þeirra sem sinna grunnkennslu læsis fyrir fjöltyngda nemendur. Ég ætla að nýta reynsluna sem ég hef aflað mér af samstarfi við nemendur, stúdenta og kennara og tengja hana við nýjustu rannsóknir. Ég verð með í Alfaráðinu árið 2019 og á von á að finna áhugasaman eftirmann í stofnuninni. 

– Á einhverjum tímapunkti verður maður að fela öðrum hæfum einstaklingum sem bæði geta ávaxtað og unnið með netinu við þróun þess að uppbyggilegan hátt. Á öllum þeim tíma sem ég hef fengið tækifæri til þess að taka þátt hefur Norræna samstarfið bæði veitt mér mikla ánægju og verið afar gagnlegt. 

Fakta

MediaHandler (3).jpg  

Nafn: Qarin Franker, kölluð Q, 66 ára, Svíþjóð

Starfsheiti: Háskólalektor í sænsku sem öðru tungumáli við Gautaborgarháskóla. 

Hæsta gráða í formlegri menntun: Doktorsgráða í heimspeki um kennslufræði tungumála.

Hlutverk í NVL og öðru norrænu samhengi: Annar tveggja fulltrúa Svía í Alfaráðinu. 

Lokin verkefni á norrænu sviði undanfarin tvö-þrjú ár: Meðal annars þrettánda ráðstefna Alfaráðsins í Helsingjaeyri 2017, fleiri fundir sérfræðinga Alfaráðsins, menntun starfólks í opinbera geiranum á sviði móttöku flóttamanna í Þórshöfn á Færeyjum. 

Nánar: 

Nánari upplýsingar um fjórtándu ráðstefnuna um læsi – grundvallaratriði læsis: https://nvl.org/content/Den-fjortonde-nordiska-konferensen-om-alfabetisering-grundlaggande-litteracitet 

Hæfniprófíll fyrir kennara í grundvallaratriðum læsis: https://nvl.org/Content/Kompetensbeskrivning-av-larare-i-grundlaggande-litteracitet-for-vuxna-med-andra-modersmal-an-de-nordiska 
 

523