„Tæknistökkið“ á að veita ungu fólki tækifæri til starfsþjálfunar

 

 

Í Svíþjóð er mikill skortur á verkfræðingum. Um langt árabil hafa of fáir sóst eftir menntun til  verkfræðings, samtímis því sem ljóst er að verkfræðingum sem fara á eftirlaun mun fjölga ört á næstu árum. Tæknistökkið er ætlað ungu fólki sem lokið hefur stúdentsprófi af náttúrufræði- eða tæknibrautum framhaldsskólanna. Það er talið eiga erindi sem ungnemar í tæknivæddum fyrirtækjum. Verknámið tekur fjóra mánuði og lærlingurinn fær laun og ráðgjöf við hæfi.

Skólaárið 2012/2013 verður hægt að sækja um 1000 stöður ungnema. Stefnt er að því að þeim fjölgi og verði 5000 á ári fram til ársins 2015.

Meira: www.regeringen.se/sb/d/15620/a/191048