11/2007 NVL Frettir

 


NVL

Gæði í fullorðinsfræðslu – ögrun?

Ef þú ert upptekin/n af spurningunni ættir þú að taka frá dagana 14. og 15. maí. Norrænt tengslanet um nám fullorðinna (NVL) býður til ráðstefnu um gæði í fullorðinsfræðslu í Nynäshamn fyrir utan Stokkhólm.
Gæði við skipulag, tilboð og aðgengi að fullorðinsfræðslu verður æ mikilvægara þema þegar skipuleggja á fullorðinsfræðslu í takt við færniþörf einstaklingsins og samfélagsins.
Norrænt tengslanet hefur fjallað um og metið hvað felst í gæðum í fullorðinsfræðslu.  Á ráðstefnunni mun hópurinn segja frá reynslu sinni og leggja fram tillögur. Áhersla verður lögð á raundæmi og reynslusögur, innleiðingu og uppbyggingu ásamt rannsóknum á gæðaviðmiðum.
Boð á ráðstefnuna með dagskrá og hagnýtum upplýsingum verður sent út í lok febrúar.
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no
Norden

Kortlagning á lestrarkennslu á Norðurlöndunum (KAN)

Þúsundir manna og kvenna, af ólíkum uppruna en búsett á Norðurlöndunum taka þátt í námstilboði sem á að veita þeim grunnþekkingu og færni til þess að sækja sér menntun og taka virkan þátt í atvinnulífi og samfélagi á Norðurlöndunum. Til þess að öðlast þekkingu á skipulagi, skilyrðum og aðgengi að námi fyrir þennan hóp fullorðinna var norrænt tengslanet um læsi fullorðinna sett af stað, Alfaráðið.
Alfaráðið hefur lokið kortlagningu á lestrarnámi og -kennslu á Norðurlöndunum en til verkefnisins fékkst styrkur frá Nordplus fullorðnir tímabilið 2006 – 2007.
Markmiðið var að öðlast dýpri þekkingu á menntunarúrræðum fyrir þennan hóp innflytjenda sem er án formlegrar skólagöngu eða hefur mjög stutta skólagöngu að baki. Samanburður á gögnum varðandi þetta í mismunandi löndum varpar ljósi á skipulag og umfang ásamt því hvar ábyrgð þessa málaflokks liggur innan Norðurlandanna en sýnir um leið hvaða áhrif stjórmálalegar ákvarðanir hafa á framboð og aðgengi þessa hóps til menntunar.
Megintilgangur skýrslunnar er að niðurstöðurnar, þ.e.a.s. þekking á menntunarúrræðum fyrir einstaklinga sem glíma við lestararerfiðleika og/eða hafa stutt nám að baki, nýtist sem framlag í sameiginlegan reynslu- og þekkingarbanka sem er mikilvægur fyrir menntun og lýðræði á Norðurlöndunum. 
Skýrsluna má lesa á www.nordvux.net/page/406/alfabetiseringinorden.htm
E-post: Antra.Carlsen(ät)cfl.se
Norden

Norræn-baltísk verðlaun Vitus Bering Danmark

Orkumeðvitaðir vöruflutningabílstjórar fá verðlaun fyrir námskeiðsþátttöku.
Vitus Bering Danmark hefur þróað fjarnám fyrir bílstjóra. Námskeiðið nefnist Orkusparandi akstur hóp- og vöruflutningabifreiða og eru tæki sem geta tekið á móti fjarskiptum nýtt sem kennslutæki. Í gegnum farsíma og I-pod fá bílstjórarnir send námsgögn í formi myndskeiða , texta- og hljóðskilaboða. Sveigjanleikinn er í hámarki  - bílstjórar um allan heim taka þátt í námskeiðinu. Í lögbundnum hvíldartímunum sækja þeir sér námskeiðslýsingar og gögn með dæmum og útskýringum. Þeir geta svo þjálfað það sem þeir hafa lært þegar þeir setjast undir stýrið aftur. Námsmat fer fram jafnóðum með könnun á því hversu mikil orka hefur sparast á meðan á námskeiðinu stóð. 
Boldic Award eru norræn-baltísk verðlaun sem eru veitt fyrir einstakt átak í fjarkennslu. Lesið meira á www.nade-nff.no
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no
Danmark

100 milljónir danskra króna til náms- og starfsráðgjafar

Ný tengslanet í fullorðinsfræðslu tryggja beint aðgengi að náms- og starfsráðgjöf vegna sí- og endurmenntunar.

Tilraunaverkefni, sem danska menntamálaráðuneytið hóf árið 2006 og fólst í því að hafa upp á fyrirtækjum sem lítið hafa sinnt sí- og endurmenntun, hefur reynst árangursríkt. Í verkefninu hafa fyrirtækin tekið þátt í þemafundum og hópvinnu um gerð áætlana á færniþróun starfsmanna þeirra. Starfsmenn hafa farið í gegnum einstaklingsbundið raunfærnimat og í framhaldinu tekið þátt í námskeiðum sem eru sérsniðin að þeirra þörfum. Nú hefur verið ákveðið að setja 100 milljónir danskra króna til verkefnis þar sem þátttakendum, sem vilja fá ráðgjöf varðandi sí- og endurmenntun,  er beint til 22 nýrra „fullorðinsfræðslutengslaneta“ um allt land. Þessi 22 tengslanet samanstanda af fræðslustofnunum sem bjóða upp á fullorðinsfræðslu og endurmenntun. Næstu tvö ár eiga þessar stofnanir að styrkja náms- og starfsráðgjöf í fyrirtækjum og meðal einstakra starfsmanna. Með 100 milljónunum á að tryggja þeim beint aðgengi að náms- og starfsráðgjöf vegna sí- og endurmenntunar.
Lesið meira á www.uvm.dk

E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk
Mer om: vägledning
Danmark

Ný landsmiðstöð náms- og starfsráðgjafar

Landsmiðstöð í náms- og starfsráðgjöf (Videnscenter for Uddannelses- og Erhvervsvejledning VUE) hefur verið sett á laggirnar af nokkrum miðstöðvum framhaldsmenntunar í Danmörku (Center for Videregående Uddannelser CVU) með styrk frá menntamálaráðuneytinu. Verkefni landsmiðstöðvarinnar er að skapa, þróa, aðlaga og miðla þekkingu á náms- og starfsráðgjöf með athugunar-, rannsókna- og þróunarverkefnum í víðasta skilningi náms- og starfsráðgjafar.
Meira um þetta á vef VUE www.vejledning.net
Kontakt: Videncenterleder Carla Tønder Jessing, ctj(ät)cvumidtvest.dk.
E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk
Mer om: vägledning
Danmark

Alþýðufræðslan á að vera sérfróð um mismunandi menningarheima

Áhugaverð grein um alþýðufræðslu og menningarheima beinir sjónarhorninu að möguleikum lýðháskólanna og tækifærum þeirra til að skapa ramma utan um ólíka menningarheima.
Höfundarnir eru tveir starfsmenn í Højskolernes Hus og þeir skrifa svo. „Tilvera alþýðufræðslunnar er háð sérþekkingu hennar á ólíkum menningarheimum“. Og „Hvað varðar ólíka meningarheima stendur alþýðufræðslan í sömu sporum og fyrir 10 árum síðan. Tölurnar tala sínu máli. Fjöldi meðlima og virkra meðlima sýnir að við höfum ekki náð að virkja fólk til þátttöku í því umfangi sem ætti að vera lágmark. Það sama á við þegar litið er til almennra starfsmanna, stjórna og stjórnenda".
"Tækifærin eru þau að sýna ungu fólki að lýðháskólinn og stofnanir alþýðufræðslunnar eru vel í stakk búin  til að skapa rými þar sem margbreytileikinn er styrkur, þar sem menningarlegar forsendur eru virtar og þar sem það að vera danskur er sett fram í víðara samhengi en gert er  í opinberri umræðu. Það er von okkar þegar menningarheimar mætast að sjóndeildarhringur beggja aðila víkki því sérhvert samfélag, einnig það danska hefur þörf fyrir að þróa sig, skilgreina sig upp á nýtt svo það geti verið haldbær grunnur að tilveru þegnanna á hverjum tíma".
Sjá
E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk
Mer om: folkbildning
Finland

Kortlagning á réttindamálum ýmissa hópa

Í tengslum við þema ársins 2007 Jöfn tækifæri fyrir alla kom út skýrsla Seppo Niemeläs Toteutumattomat oikeudet. Í skýrslunni eru skráð vandmál ýmissa stofnana við að ná jafnrétti innan þeirra og hvernig hægt er að ráða bót á því.
Tilgangurinn með bókinni er að ýta úr vör almennri umræðu um það með hvaða ráðum má auka virka samfélagsþátttöku hópa sem upplifa sig sem rétindalausa. Verkefnið er um leið tilraun til að efla gagnvirk samskipti borgara og yfirvalda.
Í ljós komu upplýsingar um 10 ólík dæmi um ófullnægjandi árangur í réttindamálum innan stofnananna. Á grundvelli þeirrar skráningar birtist ósamræmi hvað varðar jafnrétti barna og eldri borgara ásamt innflytjenda og minnihlutahópa Sama og sígauna. Það virðist sem minnihlutahópar tengdir kyni og kynhneigð upplifi sig sem ósýnilega í samfélaginu. Í skýrslunni setur Niemelä fram aðferðir sem hægt er að nota við að ná jafnrétti og réttindum fyrir hópana.
Sjá  Länk till Arbetsministeriets sida.
E-post: Carola.Lindholm(ät)vsy.fi
Finland

PISA 2006: Finnskir nemendur náðu hámarksárangri

Finnskir nemendur skara fram úr í náttúruvísindum, stærðfræði og lestri. Þeir standa sig best í náttúruvísindum og stærðfræði borið saman við lönd OECD en voru í öðru sæti í lestri. PISA 2006 rannsóknin laut einkum að þekkingu nemenda í raungreinum.
Sjá meira á heimasíðunni www.minedu.fi/OPM/Tiedotteet/2007/12/pisa.html?lang=sv
E-post: Carola.Lindholm(ät)vsy.fi
Finland

Stofnanir um málefni borgara fá gæðaverðlaun ársins 2007

Menntamálaráðherra Sari Sarkomaa hefur veitt þremur stofnunum um málefni borgaranna gæðaverðlaun ársins 2007. Það eru stofnanirnar Vanajaveden Opisto, Valkeakoski-opisto og Fræðslumiðstöð fullorðinsfræðslu í Helsinki (Helsingin aikuisopisto). Gæðaverðlaunin eru að upphæð 30 000 evrur. Sérstakt þema ársins 2007 var tungumálanám á vegum stofananna.

Markmið gæðaverðlaunanna er að styrkja og hvetja stofnanirnar til áframhaldandi þróunar á starfsemi og gæðum þeirra. Með gæðaverðlaununm er stofnunum gert kleift að styrkja og efla stað- og svæðisbundin verkefni og um leið samfélagsleg áhrif verkefnanna á umhverfið. 
Forstöðumenn stofnananna áttu þess kost að sækja um gæðaverðlaunin og bárust 12 umsóknir. Dómnefnd, skipuð af menntamálaráðuneytinu fór í gegnum umsóknirnar og komu með tillögur að verðlaunahöfunum.
Sjá LINK

E-post: Carola.Lindholm(ät)vsy.fi
Finland

Ríkisráðið markar stefnu í menntun og rannsóknum til ársins 2012

Þann 5. desember skilaði Ríkisráðið af sér lokaáætlun um menntun og rannsóknir fyrir tímabilið 2007-2012.
Jöfn tækifæri til menntunar, æðri menntun og rannsóknir, aðgangur að vel þjálfuðu starfsfólki, áframhaldandi þróun háskólanna ásamt áherslu á aukna þekkingu fræðsluaðila er dæmi um forgangsmál menntakerfisins á tímabilinu. 
Sjá www.minedu.fi/OPM/Tiedotteet/2007/12/kesu.html?lang=sv

E-post: Carola.Lindholm(ät)vsy.fi
Island

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins velur fyrirmyndir í námi fullorðinna

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) stóð, í fyrsta sinn, fyrir vali á fyrirmyndum í námi fullorðinna á Íslandi. Á ársfundi Fræðslumiðstöðvarinnar í nóvember sl. tóku tvær konur á móti viðurkenningunni, skírteini, blómum og fartölvu með forritum.

Önnur kvennanna er Elín Þór Björnsdóttir. Hún tók frumkvæði og safnaði saman ákveðnum lágmarksfjölda nemenda svo Grunnmenntaskólinn yrði kenndur í hennar heimabyggð. Hin er Kornína Óskarsdóttir. Hún er bóndi og nýtti sér náms- og starfsráðgjöf hjá Þekkingarsetri Þingeyinga. En bændur er sá hópur sem einna minnst hefur nýtt sér tilboð símenntunarmiðstöðvanna í landinu. 
Báðar, þessar konur, eru fyrirmyndir um einstaklinga sem hafa náð góðum árangri, sýnt frumkvæði og kjark. Viðurkenningin hefur verið þeim hvatning til að halda áfram og að þeirra mati er aldur og aðstæður engin hindrun.    

Samstarfsaðilar FA voru beðnir um að tilnefna einn einstakling, sem hefur skarað fram úr í starfi námsvetrarins 2006-2007.

Eftirfarandi viðmið voru við val á einstaklingi:
Er í markhópi FA og hefur tekið þátt í viðfangsefni eða viðfangsefnum sem FA býður í samstarfi við símenntunarmiðstöðvar eða fræðslumiðstöðvar.
• Námsleiðir.
• Náms- og starfsráðgjöf.
• Raunfærnimat.

Hefur náð góðum árangri t.d.
• Sýnt miklar framfarir miðað við upphafsstöðu.
• Hafi lokið viðkomandi úrræði.
• Getur verið öðrum fyrirmynd.
• Lagt í lengra nám.
• Bætt stöðu á vinnumarkaði.

Hefur sýnt frumkvæði og kjark, yfirstigið hindranir s.s.
• Námserfiðleika.
• Langt um liðið síðan hann/hún stundaði nám.
• Er úr hópi sem er í miklum minni hluta þeirra sem sækja sér þessa þjónustu.

Getur verið fulltrúi fyrir þennan hóp heima í héraði og kynnt viðkomandi úrræði fyrir öðrum, vilji til að segja öðrum sögu sína t.d.
• Birting greinar (sólskinssögu) í dagblöðum, Gátt, svæðisbundnum ritum.
• Komið fram á fundum og sagt frá reynslu sinni.

Sjá heimasíðu Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins www.frae.is

Anna Vilborg Einarsdóttir
E-post: anna(ät)frae.is
Norge

Nýtt meistaraprófsnám í fullorðinsfræðslu

Rannsóknatengt nám í fullorðinsfræðslu og færniþróun við NTNU í Þrándheimi.
Haustið 2008 hefst nýtt meistaranám í fullorðinsfræðslu. Námið er rannsóknamiðað og lýkur með fullgildri meistaragráðu. Námið hentar bæði almennum stúdentum og fólki með starfsreynslu sem felur í sér skilning á færniþjálfun og kennslu fullorðinna. Fullt nám tekur tvö ár en hægt er að dreifa því á fleiri ár. NTNU ViLL ber ábyrgð á náminu.
Viljir þú vita meira er hægt að hafa samband við Liv Finbak á netfangið  liv.finbak(ät)svt.ntnu.no eða skoða heimasíðuna www.ntnu.no/vill
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no
Norge

Raunfærnimat einnig í fræðslu fangelsanna

Ný stefna í fræðslu fanga og fólks á skilorði
Með verkefninu Enn kemur vor er vakin athygli á raunfærnimati og möguleikum á að nýta það innan  fangelsanna. Um leið má nýta raunfærnimat til að skipuleggja heildstætt menntunarúrræði fyrir þátttakandann.  Verið er að prófa verkefnið í fimm fylkjum og hefur Vox umsjón með verkefninu. Hafa má samband við fagstjórann Åge Hanssen age.hanssen(ät)vox.no
Þú getur lesið meira um þetta á síðunni  www.vox.no/templates/CommonPage.aspx?id=2475
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no
Sverige

Samvinna í fullorðinsfræðslu – nýir möguleikar

Ráðstefna um nýbreytni í fullorðinsfræðslu fer fram í Stokkhólmi þann 10. – 11. mars 2008. Á ráðstefnunni verður boðið upp á lykilfyrirlestra sem gefa yfirsýn yfir málaflokkinn ásamt  skipulögðum málstofum og styttri fyrirlestrum. Fyrirtækjakynningar og hugmyndabankar verða á ráðstefnunni. Þátttakendur í ráðstefnunni eru m.a. Jan Björklund, menntamálaráðherra og Nyamko Sabuni, ráðherra innflytjenda- og jafnréttismála.
E-post: Nils.Friberg(ät)kristianstad.se
Sverige

Nýtt skipulag yfir löggildingu á menntun starfsfólks í ummönnun frá þriðja landi

Í dag tók ríkisstjórnin á móti skýrslu um það með hvaða hætti fólk með heilbrigðismenntun frá þriðja landi fær menntunina metna skv. sænskum reglum um löggildingu. Núverandi skipulag er þannig úr garði gert að það getur tekið viðkomandi einstakling mjög langan tíma að fá nauðsynleg leyfi til þess að geta orðið virkur þátttakandi á sænskum vinnumarkaði.
Í skýrslunni eru settar fram tillögur að verkferli sem miðar aðallega að því að stytta leiðina að löggildingu námsins. Lagt er til að ábyrgð ólíkra gerenda í löggildingarferlinu verði dreift í því augnamiði að hraða meðferð slíkra fyrirspurna í kerfinu. Fyrst og fremst er  lagt til að ákveðinn fjöldi fræðsluaðila fái það verkefni að skipuleggja viðbótarmenntunarúrræði fyrir fólk sem ekki uppfyllir kröfur félagsmálayfirvalda um löggildingu.
E-post: Nils.Friberg(ät)kristianstad.se
Mer om: validering
Åland

Innflytjendur á Álandi

Innflytjendaráð skipað af álensku landsstjórninni hefur skilað lokaskýrslu sinni. Í henni er staðfest að meginhluti fólksfjölgunarinnar árið 2006 kemur til vegna fólksflutninga.
Hópur innflytjenda frá öðrum löndum en Norðurlöndunum er stærstur. Í heild flutti inn í landið fólk frá 32 ólíkum löndum – stærstu hóparnir utan Norðurlandanna komu frá Lettlandi, Eistlandi og Rúmeníu. Árið 2006 voru innflytjendur með 48 ólík tungumál að móðurmáli. Til þess að koma til móts við þessa nýju þörf setur Innflytjendaráðið fram eftirfarandi tillögur:
• Endurmenntun embættismanna: Við lok ársins 2008 eiga öll yfirvöld að hafa í starfi, einn eða fleiri embættismenn, sem hafa fengið þjálfun í að koma til móts við þarfir innflytjenda á besta mögulegan máta. Þessir embættismenn eiga að liðsinna fleiru en einu embætti sé þess þörf. 
• Útbúa þarf kynningarbækling með grunnupplýsingum um m.a. tungumálanámskeið og aðra aðgengilega ráðgjöf.
• Menntun fyrir innflytjendur þarf að útbúa með það að markmiði að veita fullorðnum innflytjendum færni í tungumáli, samfélags- og menningarmálum sem auðveldar þeim daglegt líf í hinu nýja umhverfi. Menntunarúrræðið gæti til að mynda falist í ýmis konar starfsþjálfun og starfsmenntun. Sænskunám verður gert sveigjanlegra með því að bjóða upp á dag- og kvöldnám, í þéttbýli og dreifbýli og námskeið sem fara fram á vinnustöðum.
• Vinnu við raunfærnimat verði flýtt svo innflytjendur eigi þess kost að afla sér menntunar og/eða fá færni sína viðurkennda.
Lesið meira á :
www.regeringen.ax/index.pbs?press[id]=677&press[n]=1&press[instance]=197
E-post: Vivve.Lindberg(ät)living.ax
Mer om: invandrare
God Jul och Gott Nytt År
Glædelig Jul og Et Godt Nytår
Gleðileg Jól og Farsælt komindi ár
Juullimi Ukiortaassamilu Pilluaritsi
Hyvää Joulua ja Onnellista Uutta Vuotta
God Jul og Godt Nyttår
Gledilig Jól og Gott Nyttár
Buorit Juovllat ja Lihkolaš Oðða Jagi
Merry Christmas and Happy New Year
nmr_is


Fyrirsagnir 20.12.2007


NVL
Gæði í fullorðinsfræðslu – ögrun?


NORÐURLÖNDIN
Kortlagning á lestrarkennslu á Norðurlöndunum (KAN)

Norræn-baltísk verðlaun Vitus Bering Danmark


DANMÖRK
100 milljónir danskra króna til náms- og starfsráðgjafar

Ný landsmiðstöð náms- og starfsráðgjafar

Alþýðufræðslan á að vera sérfróð um mismunandi menningarheima


FINNLAND
Kortlagning á réttindamálum ýmissa hópa

PISA 2006: Finnskir nemendur náðu hámarksárangri

Stofnanir um málefni borgara fá gæðaverðlaun ársins 2007

Ríkisráðið markar stefnu í menntun og rannsóknum til ársins 2012


ÍSLAND
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins velur fyrirmyndir í námi fullorðinna


NOREGUR
Nýtt meistaraprófsnám í fullorðinsfræðslu

Raunfærnimat einnig í fræðslu fangelsanna


SVÍÞJÓÐ
Samvinna í fullorðinsfræðslu – nýir möguleikar

Nýtt skipulag yfir löggildingu á menntun starfsfólks í ummönnun frá þriðja landi


ÁLAND
Innflytjendur á Álandi


EVRÓPA