„Vox á að auglýsa eftir tilboðum í og deila út fé til einkarekinna fyrirtækja sem og opinberra stofnana sem veita kennslu í grunnfærni í mismundi geirum atvinnulífsins“ Þannig hljómar samningurinn sem þekkingarráðuneytið í Noregi hefur gert við Vox árið 2007. Fjárframlög til verkefnisins nema 35 milljónum norskra króna árið 2007, (24,5 milljónir árið 2006).
Á að hindra útskúfun
Áætlunin ber vott um áherslu ríkisstjórnarinnar á að leggja grunn að sameiginlegu þekkingarsamfélagi og atvinnulífi fyrir alla. Áætlunin á veita fullorðnum tækifæri til þess að tileinka sér þá færni sem talin er nauðsynleg til þess að uppfylla kröfur atvinnulífsins og fylgja eftir breytingum á því, þannig á að koma í veg fyrir að fólk verði útskúfað frá atvinnulífinu vegna skorts á færni.
Rúmlega 400.000 fullorðnir Norðmenn hafa hvorki lágmarksfæri í lestri né stærðfræði sem talin er nauðsynleg til þess að geta verið virkur í atvinnulífinu eða nýtur samfélagsþegn.
Ný útboð
Vox hefur nú boðið út 20 milljónir til fyrirtækja og opinberra stofnanna sem hafa áhuga á að skipuleggja kennslu í lestri, ritun, reikningi og undirstöðufærni í upplýsingatækni.
Þar að auki verður í febrúar lýst eftir tilboðum vegna fjárframlaga til þróunar á kennslufræði og aðlögun á framboði kennslu að mismunandi færni í undirstöðugreinunum. Þetta þróunarstarf á að vinna samkvæmt rammaáætluninni sem Vox þróaði árið 2006 um undirstöðugreinar (lestur, ritun, stærðfræði og upplýsingatækni).
Áætlunin (BKA), er mikilvægur þáttur í starfsemi Vox, og áður hefur verið fjallað um hana í fréttabréfum NVL nr. 1 og nr. 8 árið 2006.
Frekari upplýsingar um áætlunina er hægt að nálgast á slóðinni: http://www.vox.no/templates/CommonPage.aspx?id=1674