1/2007 NVL Frettir

 


NVL

Eldri í atvinnulífinu

hefur um árabil vakið athygli á Norðurlöndunum fyrst og fremst vegna þess að íbúarnir eldast og það getur haft áhrif á samkeppnishæfnina og velferðarkerfin. Hvernig á vinnustaður að vera til þess að eldri borgurum líði vel og þeir sæki sér sífellt nýja færni með tilboði um símenntun? Með starfi tengslanetsins„Eldri í atvinnulífinu“ ætlar NVL að leita svara við þessari spurningu.
Tengslanetið hefur starf sitt með því að safna reynslu af áætlunum, verkefnum, markmiðum, starfsemi, rannsóknum og fl. sem kannað hefur eða meðvitað unnið að því að hlusta eftir þörfum eldra fólks í atvinnulífinu. Skjölum með lýsingum verður safnað saman og þau birt á heimasíðum NVL og síðan er ætlun tengslanetsins að taka saman niðurstöður og beina þeim til samtaka launþega og vinnuveitenda.

NVL

Áskoranir um færniþróun í atvinnulífinu

Fyrrum stjórnandi í Alþýðusambandi Noregs (LO) Yngve Hågensen vísaði síendurtekið í bækling  NVL þegar hann setti námsstefnu um færniþróun á vinnustöðum í janúar. Hann lagði áherslu á mikilvægi samræðna mismunandi geira og þörfin fyrir samstarf á milli þeirra sem veita formlega menntun, alþýðufræðslu og fræðslu á vinnustöðum.
Námstefnan var skipulögð í samstarfi Miðstöð símenntunar í Hønefoss, NVL og þeirra sem standa að norræna verkefninu Nám í atvinnulífinu. Á dagskránni var umfjöllun um þær áskoranirnar sem blasa við fyrirtækjum í þekkingarsamfélagi nútímans. 40 fulltrúar atvinnulífsins Ringerike í Noregi tóku virkan þátt í umræðunum.
Norden

Til allra sem stefna að rannsóknum og betri gæðum í fullorðinsfræðslu!

Enn gefst tækifæri til þess að skrá sig á The second nordic conference on adult learning April 17th – 19th 2007 i Linkjöping í Svíþjóð!
Ráðstefnan er einkum ætluð þeim sem fást við rannsóknir á fullorðinsfræðslu og framkvæmdaaðila sem hafa áhuga á rannsóknum á fullorðinsfræðslu. Á ráðstefnunni verður þverfagleg umfjöllun um nám í atvinnulífinu, nám í fullorðinsfræðslu og nám í alþýðufræðslu. 
Allir eru velkomnir, skráningarfrestur er til 15. febrúar og enn er hægt að senda inn ágrip af erindum á ráðstefnuna.
Frekari upplýsingar á slóðinni:
http://www.liu.se/gf/er/konferens/adultlearning/index.html
Norden

Líttu til vinstri, þar er svíi – líttu til hægri, þar er dani

Boð á danskt- sænskt leiðbeinendanót þann 22. mars 2007.
Meira … http://www.se.dk/?id=697
Danmark

Ný nefnd til þess að alþjóðavæða nám

Bertel Haarder, menntamálaráðherra í Danmörku hefur ákveðið að koma á fót nýrri nefnd til þess að alþjóðavæða nám. Nefndin á að vera ráðherranum til ráðgjafar um hvernig hægt sé að stuðla að því að nám í Danmörku verði alþjóðavætt. Með því skal stefnt að því að bæta tækifæri danskra námsmanna til þess að afla sér menntunar erlendis. Alþjóðavæðingin er liður í átaki dönsku ríkisstjórnarinnar til þess að markaðssetja Danmörku sem námsland.
Meira á:  www.uvm.dk og www.ciriusonline.dk.
Danmark

Bandarískir stúdentar velja Danmörku

Sífellt fleiri bandarískir stúdentar leita til annarra landa til þess að sækja sér aukna færni og þekkingu. Á síðustu fimm árum hefur fjöldi bandarískra stúdenta sem velja að sækja alla sína menntun eða hluta hennar til Danmerkur tvöfaldast. Þetta er meðal þess sem kemur fram í stærstu nemendaskiptasamtökunum í Bandaríkjunum: International Institute of Education. Ugebrevet A4: „Áhugi bandarískra stúdenta á Danmörku eru góðar fréttir. Hann ekki aðeins viðurkenning á starfsemi danskra menntastofnana heldur einnig vottur um að danska menntakerfið sé framarlega í alþjóðlegri samkeppni en það er afgerandi þáttur í því að Danmörk standi sig í hnattvæðingunni.
Meira á slóðinni: www.ugebreveta4.dk
Danmark

Kennarar eru einnig frumkvöðlar

Undanfarin 2 ár hefur Kennaraskóli Suhrs í Kaupmannahöfn sett nýsköpun og frumkvöðlafræði á oddinn í kennslunni. Þann 23. janúar s.l. var haldin ráðstefna þar sem stofnunin deildi reynslu sinni af starfinu og þar höfðu frumkvöðlar sem hlotið höfðu menntun sína í skólanum framsögu.  Í erindi sem menntamálaráðherra Danmerkur Bertel Haarder hélt á ráðstefnunni sagði hann m.a.: „Nýsköpun felst ekki aðeins í því að þróa ný grip á bjórkassa. Hún felst einnig í skapandi lausnum á vandamálum. Og þess vegna er nýsköpun sérstaklega mikilvæg í opinbera geiranum – einkum hvað varðar menntunar- og heilbrigðismál.“
Meira á slóðinni: www.suhrs.dk
Finland

Háskólarnir eiga að tileinka sér sameiginlega leið til þess að meta raunfærni fólks.

Lagt er til að starfsmenntaháskólar og háskólar tileinki sér sameiginlegar reglur um hvernig eigi að meta raunfærni sem fólk hefur aflað sér í atvinnulífinu til jafns við hluta af prófum. Vinnuhópur sem hefur rannsakað efnið skilaði inn minnisblaði til menntamálaráðherra Finnlands Antti Kalliomäki þriðjudaginn 23.janúar 2007. Eins og er nota háskólarnir ekki samhæfðar aðferðir við að meta þá raunfærni sem stúdentarnir hafa tileinkað sér. Oft eru aðferðir við að meta fyrra nám og þá einkum raunfærni sem stúdentar hafa tileinkað sér á annan hátt en í gegnum formlega menntun eins og t.d. með reynslu af mismunandi störfum, einnig mismunandi innan háskólanna. Um leið og tækifærum til hreyfanleika nemanda á milli landa fjölgar, eykst þörfin fyrir samhæfðar aðferðir. Vinnuhópurinn leggur áherslu á að mikilvægi þess að alls staðar séu notaðar samhæfðar aðferðir við að meta færni stúdenta og þekkingu á ábyrgan og gagnsæjan hátt. Það er nauðsynlegt til þess að tryggja réttindi stúdentanna.  
Link.
Finland

Færni allra til nýta sér upplýsingatæknina – verkefnið metið

Verkefnið um færni allra til nýta sér upplýsingatæknina hlaut mikla athygli á meðan það stóð yfir. Miklu var hrint í framkvæmd með tiltölulega lágum tilkostnaði. Árangurinn af verkefninu var kynntur þann 25. janúar s.l. á námsstefnu sem landsstjórnin í Suður-Finnlandi stóð að.
Menntun upplýsingatækniráðgjafanna var hluti af áætlun finnska menntamálaráðuneytisins um menntun og rannsóknir sem og verkefnið: Færni allra til nýta sér upplýsingatæknina. Markmið verkefnisins var tvíþætt, annars vegar að bæta tækifæri borgaranna til þess að tileinka sér grunnfærni í upplýsingatækni sem hentar lífsvenjum þeirra og hins vegar að leggja grunn að betri ráðgjöf fyrir borgarana til þess að ná markmiðunum. Sérstakar þakkir voru færðar til Martha-félaganna, sem með skapandi verkefnum höfðu laðað fólk til ráðgjafar um upplýsingatækni. Eldri borgarar voru meðal þeirra sem voru hvað virkastir í verkefninu. Þeirra ráðgjafar geta nú að eigin mati aðstoðað hver annan við að nýta sér farsíma, heimabanka eða rafræn strætókort. Ástæða þess að kerfið virkar er að grundvöllurinn að starfi frjálsra upplýsingatækniráðgjafa var lagður frá upphafi verkefnisins. 
Island

Konur eru enn fúsari til að mennta sig.

Nýlega birti Hagstofa Íslands athyglisverðar upplýsingar um vilja landsmanna til að mennta sig. Haustið 2006 voru skráðir nemendur í framhalds- og háskólastig fleiri en nokkru sinni eða samtals 44.129. Þar af voru 26.958 skráðir í framhaldsskóla og 17.171 í háskóla. Fjöldi skráðra nema í háskóla hefur aukist um 63,6% frá haustinu 2000 en nemendum á framhaldsskólastigi hefur fjölgað um 35.4% frá sama ári.
Kvöldskólanám í framhaldsskólum hefur verið á undanhaldi allt frá 2003 en þá voru 8,1% skráðir í kvöldskóla en nú eru þeir aðeins 5,4%. Þeim mun meiri áhugi er á fjarnámi en þar hefur nemendum fjölgað um 37,6% frá árinu 2005.
Hlutfall kvenna er á báðum skólastigum hærra, haustið 2006 eru 54,5% nemenda í framhaldsskóla konur og í háskólum 62,7%.
Sigrún Kr. Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is
Norge

35 milljónir norskra króna tileinkaðar grunnfærni

„Vox á að auglýsa eftir tilboðum í og deila út fé til einkarekinna fyrirtækja sem og opinberra stofnana sem veita kennslu í grunnfærni í mismundi geirum atvinnulífsins“ Þannig hljómar samningurinn sem þekkingarráðuneytið í Noregi hefur gert við Vox árið 2007. Fjárframlög til verkefnisins nema 35 milljónum norskra króna árið 2007, (24,5 milljónir árið 2006).

Á að hindra útskúfun
Áætlunin ber vott um áherslu ríkisstjórnarinnar á að leggja grunn að sameiginlegu þekkingarsamfélagi og atvinnulífi fyrir alla. Áætlunin á veita fullorðnum tækifæri til þess að tileinka sér þá færni sem talin er nauðsynleg til þess að uppfylla kröfur atvinnulífsins og fylgja eftir breytingum á því, þannig á  að koma í veg fyrir að fólk verði útskúfað frá atvinnulífinu vegna skorts á færni.   
Rúmlega 400.000 fullorðnir Norðmenn hafa hvorki lágmarksfæri í lestri né stærðfræði sem talin er nauðsynleg til þess að geta verið virkur  í atvinnulífinu eða  nýtur  samfélagsþegn.

Ný útboð
Vox hefur nú boðið út 20 milljónir til fyrirtækja og opinberra stofnanna sem hafa áhuga á að skipuleggja kennslu í lestri, ritun, reikningi og undirstöðufærni í upplýsingatækni.
Þar að auki verður í febrúar lýst eftir tilboðum vegna fjárframlaga til þróunar á kennslufræði og aðlögun á framboði kennslu að mismunandi færni í undirstöðugreinunum.  Þetta þróunarstarf á að vinna samkvæmt rammaáætluninni sem Vox þróaði árið 2006 um undirstöðugreinar (lestur, ritun, stærðfræði og upplýsingatækni). 
Áætlunin (BKA), er mikilvægur þáttur í starfsemi Vox, og áður hefur verið fjallað um hana í fréttabréfum NVL nr. 1 og nr. 8 árið 2006. 
Frekari upplýsingar um áætlunina er hægt að nálgast á slóðinni: http://www.vox.no/templates/CommonPage.aspx?id=1674

Norge

Gæðaumbætur gengust undir próf

Kerfið sem tryggja átti gæði náms fékk ekki bestu einkunn og fram til þessa hefur ekki verið hægt að merkja nein greinileg áhrif á þróun gæða. Þetta er meðal þess sem kemur fram í úttekt á gæðaumbótunum sem lögð var fram þann 23. janúar sl.
Það er heldur ekki hægt að staðfesta að stúdentarnir læri meira. Í skýrslunni kemur hins vegar fram að loknum einingum fjölgar og að það geti bent til jákvæðrar þróunar á heildar ávinningi náms. Umsóknum í nám á háskólastigi hefur fjölgað mikið eftir færniumbæturnar en fjöldi nema í lýðháskólunum helst óbreyttur. Hægt er að nálgast skýrsluna alla á slóðinni:  Link.
Sverige

Kennaramenntun aðlöguð að Boglognaáætluninni

Menntamálaráðuneytið í Svíþjóð hefur unnið að tillögu um hvernig hægt sé að aðlaga sænska kennaramenntun að Boglognaáætluninni. Öll önnur menntun á háskólastigi hefur  þegar verið aðlöguð að áætluninni. Tillagan verður send til umsagnar áður en hún verður lögð fram til samþykktar.
http://www.regeringen.se/sb/d/8215/a/74994
Sverige

Regnhlífarsamtök annist starfsmenntun á æðri skólastigum

Nefndin sem falið var að taka út starfsmenntun á æðri skólastigum hefur skilað áliti sínu. Starfsmenntun á æðri skólastigum – lýsingar, vandamál og tækifæri. Meðal þess sem nefndin leggur til er að regnhlífarsamtökum verið falið að annast framkvæmd þessarar menntunar, tryggja gæði hennar og afkastagetu.
http://www.regeringen.se/sb/d/8215/a/74757
nmr_is


Fyrirsagnir 3.2.2007


NVL
Eldri í atvinnulífinu

Áskoranir um færniþróun í atvinnulífinu


NORÐURLÖNDIN
Til allra sem stefna að rannsóknum og betri gæðum í fullorðinsfræðslu!

Líttu til vinstri, þar er svíi – líttu til hægri, þar er dani


DANMÖRK
Ný nefnd til þess að alþjóðavæða nám

Bandarískir stúdentar velja Danmörku

Kennarar eru einnig frumkvöðlar


FINNLAND
Háskólarnir eiga að tileinka sér sameiginlega leið til þess að meta raunfærni fólks.

Færni allra til nýta sér upplýsingatæknina – verkefnið metið


ISLAND
Konur eru enn fúsari til að mennta sig


NOREGUR
35 milljónir norskra króna tileinkaðar grunnfærni

Gæðaumbætur gengust undir próf


SVÍÞJÓÐ
Kennaramenntun aðlöguð að Boglognaáætluninni

Regnhlífarsamtök annist starfsmenntun á æðri skólastigum