1/2012 NVL Frettir

 

 

Danmark

Aukið samstarf á milli starfsmenntaskóla og fyrirtækja

Niðurstöður könnunar frá þankabankanum DEA benda til þess að nánara samstarf á milli starfsmenntaskóla og lítilla og meðalstórra fyrirtækja geti eflt nýsköpun og vöxt.

Könnunin afhjúpar þrennskonar sjónarhorn þekkingar – þróunar og nýsköpunarsamstarfs á milli starfsmenntaskóla og fyrirtækja: Nýsköpun og viðskiptaþróun sem snýst um að þróa vöru og aðferðir. Brautryðjendur meðal nemanda í skólanum, þátttakenda á námskeiðum. Símenntunarnámskeið sem eru sniðin að þörfum fyrirtækjanna, þróuð í samstarfi starfsmenntaskóla og fyrirtækis. Í skýrslunni er ótal árangursríkum dæmum lýst. Ennfremur er bent á að enn séu mörg tækifæri ónýtt á sviðinu og lagður er fram fjöldi tillagna um hvernig hæft er að efla samstarfið.   

Sækið skýrsluna á Dea.nu

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Í mati á nýrri kennaramenntun koma bæði fram veikleikar og styrkleikar

Menntun kennara í Danmörku var breytt árið 2007, valgreinar í dönsku, stærðfræði og ensku voru efldar en dregið úr vali í örðum greinum. Sérhæfing eftir aldri var innleidd í dönsku og stærðfræði og starfsnámið var eflt.

Danska matsstofnunin (Danmarks evalueringsinstitut) EVA, hefur lagt mat á nýju kennaramenntunina og niðurstöðurnar sýna meðal annars fram á að breytingin hafi eflt færni kennaranema í dönsku, stærðfræði og ensku, aldurssérhæfing og eflt starfsnám hlaut einnig jákvætt mat. Hinsvegar er færni kennaranemanna í auka valgreinum minni og þá skortir faglegan rökstuðningi fyrir skilgreiningu fags sem aðalvalgrein eða aukavalgrein.

Hægt er að nálgast skýrsluna á heimasíðu Eva.dk

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk
Mer om: utvärdering

Dönsku alþýðufræðslusamtökin, DFS, ræða þróun og ný markmið

Dönsku alþýðufræðslusamtökin kynntu á nýársfagnaði sínum þann 6. janúar sl. tillögur að nýrri stefnumótun fyrir samtökin. Markmiðið er að styrkja stöðu DFS sem virks og hæfs þátttakenda í samfélagsumræðum, og sem talsmaður almennings. Samtökin geti átt þátt í að efla þróun félaga innan þeirra vébanda auk þess að bæta skilyrði alþýðufræðslunnar og tækifæri í gegn um nýsköpun, og færniþróun. Tillögurnar um nýja stefnumótun eru lagðar fram í kjölfarið á umræðum, samræðu og vinnu árið 2011.

Meira um umræðurnar um þróun alþýðufræðslunnar á Dfs.dk 
Tillaga um stefnumótun: PDF
Umræðuheftið: ”Drastiske ændringer er nørvendige”: PDF

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Finland

Persónulegir menntareikningar fyrir fullorðna

Mennta- og menningarráðuneytið í Finnlandi hefur skipað tvo matsaðila, sem gera eiga tillögur um form og innleiðingu af persónulegum menntareikninga fyrir fullorðna. Með menntareikningunum óskar finnska ríkisstjórnin svara einstaklingsmiðuðum þörfum fullorðinna fyrir nám.

Persónulegir menntareikningar eru hluti nýrrar þróunaráætlunar fyrir menntun og rannsóknir á árunum 2011 – 2016 sem samþykkt var af ríkisráðinu í desember.

Meira á Minedu.fi

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Sænska fyrir starfsfólk og nema innan heilbrigðisþjónustu

Heilbrigðissænska býður upp á upplýsingar og verkfæri fyrir starfsfólk í heilbrigðisþjónustu sem hefur áhuga á að læra sænsku. Einnig er hægt að nota efnið við kennslu.

Auk talþjálfunar, er einnig hægt að sækja upplýsingar og verkfæri til þess að sækja um stöður, upplýsingar um Finnland og hvernig hægt er að vera virkur í tengslaneti. Heimasíðan styður einnig nám á milli ensku og sænsku sem og rússnesku og sænsku. Sænski menningarsjóðurinn styður gerð síðunnar.

www.vardsvenska.fi 

Skoðið ennfremur verkefni. m.a. nokkur verkefni Leonardo áætlunarinnar sem hægt er að fara inn á með krækjum á síðunni, en þar er að finna efni um tungumálanám og verkfæri sem sniðin eru að þörfum starfsmenntunar.
www.vardsvenska.fi/se/about/other-projects

E-post: Larry.Karkkainen(ät)folkhogskolor.fi

Sigur hreinskilni og umburðarlyndis

Fyrsta umferð finnsku forsetakosninganna var spennandi barátta um annað sætið. Á endasprettinum bar frambjóðandi flokks græningja Pekka Haavisto nauman sigur úr býtum yfir frambjóðanda Miðflokksins. Eins og vonir stóðu til hlaut Sauli Niinistö, sem spáð hafði verið mest fylgis, flest atkvæði.

Einkunnarorð Pekka Haavistos í kosningabaráttunni voru hreinskilni, umburðarlyndi og alþjóðavæðing. Breið fylking meðal almennings var honum sammála og það fleytti honum inn í aðra umferð kosninganna. Frambjóðandi flokks Sannra Finna  fékk aðeins tæplega níu prósent atkvæða. Tveir fulltrúar vinstri fengu samtals aðeins 12 prósent atkvæða.
Nýr forseti verður kosinn í annarri umferð kosninganna þann 5. febrúar næstkomandi.

Meira: http://hbl.fi/nyckelord/presidentvalet-2012

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi
Mer om: demokrati

Island

Evrópsk könnun á viðhorfum sem varða málefni aldraðra

Íslendingar hafa jákvæðara viðhorf til aldraðra og minni áhyggjur af hækkandi meðalaldri þjóðarinnar en almennt gerist hjá öðrum Evrópuþjóðum. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar evrópskrar könnunar sem gerð var við upphaf Evrópuársins 2012.

Evrópusambandið tileinkar árið 2012 öldruðum; virkni á efri árum og samstöðu milli kynslóða (e. European Year for Active Ageing and Solidarity between Generations) Íslendingar eru þátttakendur í verkefnum og viðburðum sem því tengjast. Í tilefni ársins ákvað framkvæmdastjórn ESB að kanna viðhorf Evrópubúa til ýmissa þátta sem tengjast málefnum aldraðra. Niðurstöðurnar í svokallaðri Euorobarometer-könnun voru kynntar fyrir skömmu. Spurt var um atriði sem tengjast almennum viðhorfum til eldra fólks, vinnumálum, eftirlaunum og lífeyri, sjálfboðavinnu, stuðningi við aldraða og öruggu umhverfi.
Viðhorf Íslendinga eru að ýmsu leyti frábrugðin viðhorfum annarra Evrópubúa. Tæplega tveir af hverjum þremur aðspurðra Íslendinga segjast vilja halda áfram að vinna eftir að hafa náð eftirlaunaaldri en samkvæmt könnunni á þetta viðhorf mun minna fylgi að fagna hjá öðrum Evrópubúum þar sem aðeins einn af hverjum þremur er þessarar skoðunar. Um 66% Íslendinga segjast taka virkan þátt í starfi félagasamtaka eða vinna sjálfboðastarf á móti 26% annarra Evrópubúa.

Meira: Velferdarraduneyti.is

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Styrkir til vinnustaðanáms eða starfsþjálfunar vorið 2012

Árið 2011 voru í fyrsta skipti á Íslandi veittir styrkir til fyrirtækja eða stofnana sem taka nemendur í vinnustaðanám.

Nýlega auglýsti mennta- og menningarmálaráðuneytið eftir umsóknum um slíka styrki á árinu 2012. Markmið styrkjanna er að hvetja fyrirtæki eða stofnanir til þess að taka við nemendum sem stunda vinnustaðanám sem hluta af námi á framhaldsskólastigi og gera þeim kleift að ljúka tilskildu vinnustaðanámi samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla.

Meira: Menntamalaraduneyti.is

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Undirritun nýrra samninga við þekkingarsetur

Í desember 2011 undirritaði mennta- og menningarmálaráðherra Katrín Jakobsdóttir samninga um starfsemi og þjónustu þriggja þekkingarsetra; á Vestfjörðum, á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum.

Meginmarkmið samninganna er að bæta aðgengi íbúa að námi og stuðla að auknu samstarfi og samþættingu menntunar, rannsókna, fræðastarfs og atvinnuþróunar. Setrunum er m.a. ætla að veita nemendum á framhaldsskóla- og háskólastigi þjónustu með miðlun fjarfundakennslu, fjarprófahaldi og með því að halda úti les- og vinnuaðstöðu fyrir fjarnema. Jafnframt að þróa námsleiðir og/eða námskeið á háskólastigi í samstarfi við háskóla, sérfræðinga og önnur þekkingarsetur á svæðinu. 
Þessum þremur setrum er ætlað að hafa ákveðið frumkvæði að rannsóknar- og þróunarverkefnum sem byggja á sérstöðu í náttúrufari, atvinnulífi og/eða menningu svæðanna og eru til þess fallin að efla byggð. Mennta- og menningarmálaráðuneytið er með þessum samningum að festa í sessi starfsemi þekkingarsetra á landsbyggðinni. 

Meira: Menntamalaraduneyti.is

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Norge

Aukin gæði í bakaraiðn

Árangursríkt samstarf verður fyrirmynd um hvernig hægt er að auka færni í bakaraiðn.

Kennslan fór fram á vinnustað og leiddi til prófs. Einstaklingarnir sex, sem tóku prófið og stóðust það, voru á aldrinum  21 til 57 ára. NVL óskar þeim til hamingju með árangurinn!

Meira á Vofo.no

Petter Kjendlie
E-post: kjendlie(ät)nade-nff.no

Tungumálið er lykillinn að góðri aðlögun

Audun Lysbakken, ráðherra barna, jafnréttis og innflytjenda sagði eftir að hafa kynnt sér nýútkomna skýrslu: 
– Til þess að koma á góðu fjölmenningarlegu samfélagi, verðum við að skapa umhverfi þar sem allir hafa tækifæri til þess að vera virkir. Þar leikur tungumálið lykilhlutverk.
Skýrslan sem vísað er til, er gerð af  Fafo, sem er óháð stofnun sem framkvæmir rannsóknir á vinnumarkaði, velferðarmálum og lífsskilyrðum, bæði í Noregi og á alþjóðlegum vettvangi.

Meira: Vox.no

Petter Kjendlie
E-post: kjendlie(ät)nade-nff.no

Sverige

Þrjár renna saman í tvær! Tvær nýjar stofnanir á sviði menntunar

Sænska ríkisstjórnin óskar að bæta árangur og gera starfsemina sem nú er framkvæmd af Háskólastofnuninni, Þjónustustofnun háskólanna og Alþjóðaskrifstofu háskólanna markvissari. Markmiðið er að koma á greinilegri skiptingu ábyrgðar, þar sem rannsóknir eru skildar frá framkvæmd og þjónustu.
Hluti þeirrar þjónustu sem nú er veitt af Háskólastofnuninni á að hreinrækta í formi nýrrar yfirstjórnar rannsókna. Um leið á að efla þessa nýju stjórnsýslueiningu gera henni kleift að sinna greinilega afmörkuðu sviði rannsókna og bera ábyrgð á gæðum og eftirliti. 
Upprunalegu stofnanirnar þrjár verða sameinaðar í nýrri þjónustustofnun sem ber ábyrgð á öllu því sem lýtur að þjónustu og samhæfingu en henni verða að auki falin framkvæmd ákveðinna verkefna. 
 
Meira á Regeringen.se
E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

330 nýjar starfsmenntabrautir á háskólastigi

Stofnun starfsmenntaháskóla hefur afgreitt 1.127 umsóknir um fjárframlög til þess að bjóða upp á námsleiðir sem hefjast eiga haustið 2012. Af þeim hlutu 330 námsleiðir framlög.

Námsleiðum á sviði fjármála, stjórnunar og sölu var úthlutað 26 % af nemaplássum, tækni og framleiðslu 18,7 % og tölvu og upplýsingatækni 11,9 %. Stofnunin hefur stuðst við starfagreiningar þar sem afmörkuðum störfum og færni er lýst og greind meðal annars út frá eftirspurn á vinnumarkaði. Starfagreiningarnar eru notaðar til þess að styrkja grundvöllinn að mati stofnunarinnar en það á að tryggja að framboð starfsmenntaháskólanna mæti þörfum atvinnulífsins.

Meira:
www.yhmyndigheten.se/hem/nyhetsrum/nyhet-23-jan

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Åland

Svæði á heimasíðu fyrir fræðslu fullorðinna

Heimasíða nýrrar stofnunar Menntaskólans á Álandseyjum hefur verið opnuð: www.gymnasium.ax. Þar er fræðslu fullorðinna helgað sérstakt svæði. Á síðunni er yfirlit yfir upplýsingar og  starfsemi sem til boða stendur á sviði formlegrar fullorðinsfræðslu auk yfirlits yfir hver ber ábyrgð á mismunandi þáttum starfseminnar.

www.gymnasium.ax/utbildningsprofil/vuxenutbildningen

Vivve Lindberg
E-post: vivve(ät)living.ax

Färöarna

Menntun í sjómannaskólanum í Þórshöfn færist á háskólastig

Í færeyska vélstjóra- og skipstjórnunarskóli ”Vinnuháskúlin” er nú unnið að breytingum á tveimur námsbrautum til þess að þær uppfylli skilyrði í Bologna samkomulaginu um bachelor gráðu.

Í viðtali við NORA (Norræna Atlantsnefndin) segir skólastjórinn, Hans Johannes á Brúgv, frá því hvernig það er að reka sjómannaskóli í miðju reginhafi, samstarfi við aðra sjómannaskóla á Norðurlöndunum, metnaði nemendanna og val á námsbrautum sem veita tækifæri til frekari menntunar: „Skipsstjórnandi nú til dags verður að kunna stjórnun og fjármál, og ef maður er vélstjóri vill maður kannski bæta við sig og verða verkfræðingur – eða velja aðra menntun .. . Menntunin á að opna nemendum okkar nýjar leiðir“, segir stjórnandi skólans.

Lesið alla greinina á Nora.fo

Elisabeth Holm
E-post: elisabethh(ät)setur.fo

Færeyski atvinnuleysissjóðurinn tekur frumkvæði

Haustið 2011 hófust aðgerðir til þess að efla færni atvinnuleitenda. Atvinnuleysissjóðurinn breyttist úr því að vera hefðbundinn sjóður yfir í að eiga frumkvæði að og fjármagna mismunandi menntaleiðir.

Meðal annars bauðst atvinnuleitendum, sem dreymir um störf tengdum siglingum, námskeið fyrir sjómenn um borð í skonnortu, sem fól í sér undirbúning undir grunnskólapróf og þriggja mánaða námskeið fyrir lesblinda. Nemendur úr fyrsta hópnum á lesblindunámskeiðinu, sem hafa fengið 20 kennslustundir á viku yfir þrjá mánuði, fengu skírteini sín afhent í desember sl. Í útvarpsviðtali í kjölfarið sögðu þátttakendur á námskeiðinu að það hefði opnað þeim nýjar gáttir og kveikt von og þor til þess að sækja sér meiri menntun. Nýlega hefur atvinnuleysissjóðurinn á frumkvæði að samstarfi við ferjufyrirtækið Smyril Line um færniþróun og um leið ráðningu mannskaps á ferjuna Norrænu í sumar. 

Meira á færeysku á Als.fo

Elisabeth Holm
E-post: elisabethh(ät)setur.fo

Grönland

Sameining mennta- og ráðgjafastofnana á Suður-Grænlandi

Mennta- og ráðgjafastofnanirnar Piareersarfiit í bæjunum Nanortalik, Narsaq og Qaqortoq voru sameinaðar í upphafi árs 2012 til þess að bæta árangur i stjórnun og starfsmannahaldi sveitarfélagsins Kujalleq, sem er suðursveitarfélagið.

Þetta er eðlilegur hluti af þróuninni í kjölfarið af sameiningu sveitarfélaga á Grænlandi þann 1. janúar 2009. Fram til þess hafði hver bær verið sjálfstætt sveitarfélag. Nú þremur árum síðar er samstarf Piareersarfiit  viðurkennt, og með sameiningunni er hægt að samræma menntaleiðir og tilboð. Bæirnir í sveitarfélaginu eru nær hver öðrum, fjarlægðin á milli þeirra er mest í kring um 100 km.  En í öðrum sveitarfélögum á Grænlandi t.d. i Qaasuitsup Kommunia, norðursveitarfélaginu er fjarlægðin á milli bæja allt að 1.000 km eins og á milli Kangaatsiaq á Vestur- Grænlandi og Qaanaaq á Norður-Grænlandi. Mikill landfræðilegur munur er á milli sveitarfélaganna.

Meira: www.knr.gl/da/nyheder/piareersarfiit-i-syd-fusionerer
Heimasíða mennta- og ráðgjafastofnanna: www.piareersarfik.gl

Birgit Gedionsen
E-post: birgit(ät)suliplus.gl

NVL

Norræn ràðstefna um nýsköpun dagana 4. og 5. júní 2012

Norræna ráðherranefndin (NMR) og Norræna tengslanetið um nám fullorðinna (NVL) bjóða til norrænnar ráðstefnu um nýsköpun á formennskuári Norðmanna 2012 í Osló 4. og 5. júní.
Nánari upplýsingar á heimasíðu NVL: HTML
Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk
Mer om: innovation

Vefstofur DISTANS 2012

Fjarkennslunet NVL Distans býður, í samstarfi við NordInfo, til þátttöku í röð klukkustundar langra vefstofa einu sinni í mánuði á vordögum.

Vefstofurnar verða haldnar 13. dag hvers mánaðar í febrúar, mars, apríl en þann 14. maí. Meginþema allra vefstofanna er nýsköpun í námi/kennslu. Distans og Nordinfo (starfshópur upplýsingafulltrúa alþýðufræðslusamtakanna á Norðurlöndum) bjóða sérfræðingum að halda erindi um nýsköpun og sveigjanlegt nám í aðdraganda ráðstefnu á vegum NVL í Osló í júní. Skipulagðar hafa verið röð fjögurra vefstofa sem allar hefjast kl. 13:00 – 14:00 CET (það er að íslenskum tíma kl. 12:00-13:00 í febrúar og mars en 11:00-12:00 í apríl og maí. Fundarstofan er á slóðinni http://frea.emea.acrobat.com/distans  Engin þörf fyrir niðurhal á hugbúnaði einungis ókeypis viðbótar. 

13. febrúar, með Jørgen Grubbe og framsaga Henrik Helms: Innovasjon i læring
13. mars með Aina L. Knudsen, framsaga Taru Kekkonen: How Online studies can provide a flexible arena for drop outs
13. apríl, NORDINFO: Involvera och engagera lärande
14. maí með Hróbjarti Árnasyni: Mobile learning

Þátttaka er ókeypis en við biðjum þá sem vilja vera með um að skrá sig HÉR. Sjáumst á vefnum!

NVL-DISTANS:
Aina L. Knudsen, Jørgen Grubbe, Hróbjartur Árnason, Karin Berkö, Tiina Front Tammivirta, Torhild Slåtto og Sigrun Kristín Magnúsdóttir
Nordinfo:
Hilde Søraas Grønhovd, Øyvind Krabberød, Larry Kärkkäinen, Johanni Larjanko, Lill Perby och Michael Voss

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

RSS
www.nordvux.net/rss/
538/nvlfrettir.htm
 - á þessari slóð færðu nýjustu útgáfu fréttabréfs NVL sem RSS yfirlit. Lesið meira (på danska): 
http://da.wikipedia.org/wiki/RSS


nmr_is


Útgáfudagur: 31.1.2012

Til baka á forsíðu NVL