2/2006 NVL Frettir

 

NVL

Á opnunarráðstefnu DEMOS (Helsingjaeyri 9-10/2)

hófst markvisst námsferli sem mun standa yfir allt árið 2006 og á að leiða til nýrrar stefnumótunar fyrir málefnið, norræna hvítbók um lýðræði, virka samfélagsþátttöku og símenntun. Öllum sem koma að alþýðu- og fullorðinsfræðslu er boðið að leggja sitt af mörkum og gera athugasemdir við Hvítbókina. Allir textar verða jafnóðum birtir á slóðinni: www.nordvux.net/page/245/demos.htm Lokaumræður um Hvítbókina verða 30/11-1/12 í Stokkhólmi. Boð á ráðstefnuna má sjá á slóðinni: www.nordvux.net/page/39/norden.htm
 

NVL stofnar þankabanka um færni til framtíðar

Norðurlöndin hafa tækifæri til þess að halda forskoti sínu sem alþjóðlegt framfarasvæði er byggir á sjálfærri þróun. Virkir vinnumarkaðir, öflug lýðræði, sameiginleg menning og traust sjálfsmynd eru mikilvægar forsendur en heimurinn er breytingum undirorpinn. Það er nauðsynlegt að meta hvaða færni verður þörf fyrir í framtíðinni til þess að við verðum fær um að takast á við ný verkefni og undirbúa okkur undir breytingar. Í Reykjavík var þann 3. febrúar síðastliðinn, að frumkvæði Norræna tengslanetsins um nám fullorðinna, stofnaður Þankabanki um færni til framtíðar. Þátttakendur eru þeir sem fást við framtíðarrannsóknir, leiðtogar og leiðbeinendur sem vinna með fulltrúum atvinnulífsins í hverju landi. Þankabankinn starfar næstu átján mánuðina og hefur skipulagt miðannar námsstefnu á Íslandi í ágúst á þessu ári. Á námstefnuna verður fleirum boðið til samræðna um þekkingu og færni sem lagðar verða til grundvallar skýrslu. Markmiðið er að skapa framtíðarsýn sem hvetur til umræðu um færni til framtíðar, undirstöður fyrir bæði nýja hugsun, skilgreiningu á hugtakinu kjarnafærni og aðferðir við þróun færni. Sýn um hvernig þekking, færni og frumkvæði geta lagt sitt af mörkum við norrænt notagildi.

Norrænt net sérfræðinga um raunfærnimat stofnað

Þann 3. febrúar síðastliðinn var haldinn fyrsti fundur norrænna sérfræðinga um raunfærnimat í Kaupmannahöfn. Meðal sérfræðinganna eru fulltrúar atvinnulífsins, vísindamanna, alþýðufræðslunnar og skólakerfisins. Hópurinn ákvað m.a. að halda Norræna ráðstefnu um raunfærnimat í janúar árið 2007 og í aðdraganda hennar að framkvæma rannsóknir til þess að lýsa veiku punktunum í raunfærnimatskerfum Norðurlandanna. Hægt er að lesa meira um starf hópsins á slóðinni:
https://nvl.org/page/23/nordiskanatverk.htm

Norrænt tengslanet um formlega fullorðinsfræðslu

Dagana 26. og 27. janúar hóf tengslanetið um formlega fullorðinsfræðslu starfsemi sína með fundi í Östra Grevie lýðskólanum fyrir utan Málmey. Í tengslanetinu eru fulltrúar frá fullorðinsfræðsluaðilum sem starfa hjá sveitarfélögum við fullorðinsfræðslu (KOMVUX/ VUC/ og samsvarandi, sérkennslu og tungumálakennslu fyrir innflytjendur. Meðal þess sem hópurinn ákvað var að standa að gerð norrænnar heimasíðu fyrir formlega fullorðinsfræðslu þar sem hægt væri að finna upplýsingar um fullorðinsfræðslu í löndunum öllum og um skóla sem sækjast eftir nemenda- og kennaraskiptum á milli Norðurlandanna. Frekari upplýsingar um fást á slóðinni: www.nordvux.net/page/23/nordiskanatverk.htm

EQF

Upplýsingar um umfjöllum Norðurlandanna um EQF, European Qualification
Framework, má finna á slóðinni: www.nordvux.net/page/178/lankar.htm


DANMÖRK

Samanburðarrannsókn á Norðurlöndunum: Nám fullorðinna í atvinnulífinu.

Stýrihópur um fullorðinsfræðslu (Styregruppen for Voksnes Læring, SVL) á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar hefur ákveðið láta gera samanburðarrannsókn á Norðurlöndunum um nám fullorðinna í atvinnulífinu. Rannsóknin mun ná til Noregs, Svíþjóðar, Finnlands, Danmerkur og Íslands auk sjálfstjórnarsvæðanna, Grænlands, Færeyja og Álands.
Danska kennaraháskólanum, DPU, hefur verið falið að annast framkvæmdina og verkefnastjóri er Steen Høyrup í samstarfi við Mette Iversen og prófessor Knud Illeris á rannsóknasvið DPU: Færniþróun ungra og fullorðinna, Learning Lab Denmark. Markmið verkefnisins eða samanburðarrannsóknarinnar er að skrá aðferðir þeirra sem skara fram úr á þessu sviði, til þess að hægt sé að miðla þeim aðferðum og hrinda í framkvæmd annarsstaðar á Norðurlöndunum. Meira: www.nordvux.net/object/6568/koparativtstudiumidenordiskelande.htm
  

NOREGUR

Auknar kröfur um þekkingu í norskum fyrirtækjum

Átta af hverjum tíu stjórnendum álíta að lestrarfærni starfsmanna sé mikilvæg. Haustið 2005 beindist Vox- barometeret að grunnfærni í norsku atvinnulífi. Rannsóknin kannaði viðhorf stjórnenda og reynslu þeirra af grunnfærni starfsmanna. Niðurstöðurnar liggja nú fyrir og hægt er að lesa þær á slóðinni: www.vox.no/templates/NewsOverview.aspx?id=317

Menntun eykur á félagslegan jöfnuð

Norska ríkisstjórnin álítur að í menntakerfinu felist mikilvægasta tækifæri samfélagsins til þess að stuðla að auknum félagslegum jöfnuði. Þrátt fyrir þetta sýna rannsóknir að það sama á  ekki við í öllum samfélagshópum.
Menntun og þekking er ójafnt skipt í samfélaginu. Þessu vill þekkingarráðherrann Øystein Djupedal breyta. Hann vill að allir fái starf við hæfi og tækifæri til símenntunar. Rannsóknir sýna einnig fram á tengsl menntunar og góðrar heilsu og hæfileika til þess að vera virkur þátttakandi í samfélaginu.
Þekkingarráðherrann og ríkisstjórnin hyggjast þess vegna leggja fram skýrslu haustið 2006. Í skýrslunni á að koma fram hvaða þjóðfélagslega mismunun vex eða er viðhaldið í menntakerfinu. Markmiðið er að finna hindranir sem, þrátt fyrir menntun,  koma í veg fyrir félagslegan jöfnuð.


SVÍÞJÓÐ

Grundvöllur að nýrri miðstöð fyrir nám fullorðinna.

Lögð hefur verið fram tillaga um nýja miðlæga stofnun sem sjá skal um málefni fullorðinsfræðslu. Undir stofnunina fellur öll starfsemi sem áður tilheyrði Stofnun um starfsmenntun og Miðstöð sveigjanlegs náms nema þess sem fór sérstaklega fram á þeirra vegum sem verður lögð af.  Í nýrri stofnum munu verkefni sem falla undir fullorðinsfræðslu og áður hafa verið undir umsjón skólaskrifstofunnar (Statens skolverk) og Skólaþróunardeildina (Myndigheten för skolutveckling). Lagt er til að ný stofnun verði á þremur stöðum, Norrköping, Härnösand og Hässleholm. Lagt  er til að stjórn miðstöðvarinnar verði í Härnösand.

Hvernig hafa lýðskólarnir þróast í takti við breyttar forsendur?

Á vegum Háskólans i Örebro mun prófessor Bernt Gustavsson, hefja þriggja ára rannsóknir á breyttum forsendum lýðskólans. Meðal annars er áætlað að rannsaka í hverju sérstaða lýðskóla felst og hvort sú sérstaða hafi breyst í gegnum tíðina og hvort lýðskólinn gegni öðru hlutverki í samfélaginu nú en áður. Verkefnið er fjármagnað af Vísindaráði og Háskólaun í Örebro. Fjárhagsáætlunin hljóðar upp á 4,6 milljónir sænskra króna. 
Fyrirspurnum vegna verkefnisins skal beint til Bernt Gustavsson, bernt.gustavsson(ät)pi.oru.se

1147