NVL
Þankabankinn með heimasíðu
Norræni þankabankinn um færni til framtíðar, NTT hefur opnað heimasíður á vefnum www.nordvux.net. Markmiðið er að gera upplýsingar um vinnuna í þankabankanum aðgengilegar fyrir áhugasama. Á síðunum eru upplýsingar um þankabankann. Dagatal með upplýsingum um viðburði bæði þá sem eru framundan og yfirlit yfir fundi, náms- og ráðstefnur þar sem meðlimir þankabankans hafa kynnt starfsemi NTT. Enn fremur má finna krækjur í ýmsar skýrslur sem notaðar hafa verið við vinnuna. Starfsemin byggir á að söfnun og úrvinnslu á upplýsingum um fullorðinsfræðslu sem þegar liggja fyrir. NTT vinnur með aðilum fullorðinsfræðslunnar við undirbúning undir að takast á við þær ögranir sem framtíðin ber í skauti sínu. Þess vegna eru allir áhugasamir boðnir velkomnir til þess að leggja sitt af mörkum á forum.
Meira á:
www.nordvux.net/page/457/nordisktenketank.htmSigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is
NVL
Raunfærnimat: Reynslan á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum, hvað er framundan í Evrópu
Ráðstefna í Kaupmannahöfn í mars 2007
Ótal margir hafa sýnt ráðstefnunni áhuga og auka varð á fjölda þátttakenda úr 70 sem gert var ráð fyrir við undirbúninginn og í yfir 100. Á ráðstefnunni mun meðal annars verða gerð grein fyrir stöðunni í dag og hvernig er unnið að mati á raunfærni í norrænu löndunum og ríkjunum við Eystrasaltið og annarsstaðar í Evrópu. Þar að auki verða kynnt níu dæmi/aðferðir frá mismunandi löndum. Að lokinni ráðstefnunni munu ítarlegar upplýsingar verða aðgengilegar á slóðinni
www.nordvux.net.
E-post: Nils.Friberg(hjá)kristianstad.se
Danmark
Hnattvæðingin eflir útflutning á danskri menntun
Víða um lönd er mikill áhugi á fullorðinsfræðslu að danskri fyrirmynd og
Bertil Haarder, menntamálaráðherra hefur verið boðið í opinbera heimsókn til Kína til þess að ræða um verkefni einkum á sviði starfsmenntunar og fullorðinsfræðslu. Nú þegar er unnið að mörgum verkefnum um útflutning á danskri menntun til Asíu og hafnar eru samningaviðræður við fleiri lönd eins og Perú, Bólivíu og Chile.
Meira:
www.uvm.dk/07/eksport.htm?menuid=6410Mette Iversen
E-post: mette(hjá)dpu.dk
Danmark
Þekking á ráðgjöf sem virkar
Mikil áhersla hefur verið lögð á náms- og starfsráðgjöf sem stuðning við unglinga á skólaaldri til þess að minnka brottfall en við vitum of lítið um árangur þeirrar ráðgjafar sem veitt er. Þetta er meðal niðurstaðna á mati á danska námsráðgjafakerfinu sem danska matsstofnunin hefur nýverið lokið við. Þar er mælt með að komið verði á skráningarkerfi fyrir landið allt svo hægt sé að leggja mat á samhengi ráðgjafar, vals unga fólksins um að ljúka námi og hefja störf.
Meira
www.eva.dk.
Mette Iversen
E-post: mette(hjá)dpu.dk
Finland
Bókasöfn með bókmenntum á táknmáli
Vinnuhópur á vegum menntamálaráðuneytisins hefur staðfest að Samtökum heyrnalausra í Finnlandi verði falið að stofna bókasafn með bókmenntum á táknmáli, bókasafn sem á að annast framleiðslu og ráðgjöf. Lagt er til að bókasafnið opni þann 1. mars árið 2008. Bókasafn með efni á táknmáli ætti að auka á jafnrétti þeirra sem þurfa að notfæra sér táknmál til þess að tileinka sér upplýsingar og menningu.
Meira
E-post: Carola.Lindholm(hjá)vsy.fi
Finland
Evrópska árið fyrir jöfn tækifæri fyrir alla er 2007
Fjögur lykilþemu ársins eru réttindi, umboð, viðurkenning og virðing. Markmiðið er að auka þekkingu um réttindi minnihluta hópa og fatlaðra, styrkja umboð einstaklinga sem eiga á hættu að verða beittir misrétti, auka gagnkvæma virðingu á milli einstaklinga og þjóðabrota og auka samheldni með því að ryðja úr vegi klisjum, fordómum og ofbeldi.
Í Finnlandi er viðurkennt að það er mikilvægt að virkja íbúana í undirbúningi og skipulagi þemaársins. Annað mikilvægt atriði er að gefa þeim félögum sem gæta hagsmuna þeirra sem hætt er við mismunum og misrétti tækifæri til þess að gegna hlutverkum í verkefnum og viðburðum þemaársins sem og áhugasömum einstaklingum. Fjöldi félaga, allir aðilar vinnumarkaðarins auk ýmissa málgagna sem berjast fyrir misrétti koma einnig að skipulagi og framkvæmd ársins.
E-post: Carola.Lindholm(hjá)vsy.fi
Island
Mikil ásókn í menntun
Kannanir sem Námsmatsstofnun hefur lagt fyrir úrtak nemenda við lok grunnskóla sýna að nær allir nemendur 10. bekkjar sjá fyrir sér að fara í störf sem krefjast umtalsverðrar menntunar. Í nýútkominni skýrslu, Ungt fólk 2006, sem byggð er á könnun meðal nemenda í 9. og 10 bekk grunnskóla vorið 2006 kemur fram að mikil aukning hefur verið í ásókn ungs fólks í menntun á æðri stigum á undanförnum árum. Árið 1997 sögðust um helmingur stefna á háskólanám, en árið 2005 töldu 67% stráka og 77% stelpna það mjög eða frekar líklegt að þau fari í háskólanám. Þessar niðurstöður eru staðfestar í könnunum Námsmatsstofnunar sem sýna að 76% nemenda í 10. bekk stefndu á háskólanám.
Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is
Norge
Ut-borgarar 2007– stafræn þátttaka
Ráðstefna um Ut-borgara er orðin að árlegum viðburði í starfsemi Vox. Í ár var ráðstefnan haldin þann 30. janúar i Osló og að venju snerist hún um hvernig hægt er að tileinka sér grunnfærni og það átti bæði við um einstaklinga, atvinnulífið og samfélagið almennt, eða nánar tiltekið stafræna þátttöku.
Markmiðið með ráðstefnunni er að hvetja til samstarfs og efla samstarf á milli þeirra sem starfa við upplýsingatækni í einkafyrirtækjum og opinberum stofunum.
Markhópur ráðstefnunnar eru þeir sem taka ákvarðanir í opinberum og einkareknum fyrirtækjum, fulltrúar atvinnulífsins, stjórnendur, starfsmanna- og fræðslustjórar, mannauðsstjórar, trúnaðarmenn og aðrir áhugasamir.
Kynningar á ráðstefnunni og ráðstefnublaðið er hægt að nálgast á slóðinni:
www.vox.no/templates/CommonPage.aspx?id=2307
E-post: Ellen.Stavlund(hjá)vofo.no
Norge
Eru innflytjendur verðmætir?
Tveir dagar eru helgaðir þessari umfjöllun í Drammen í mars
Undir titlinum Norræn fjölmenningarráðstefna um virðisauka vilja Norræna félagið og Ráðið fyrir Drammensvæðið bjóða til samræðna um áhrif innflytjenda á þróttmikinn virðisauka í samfélaginu og hvernig við aukum vitund okkar um þessa ónýttu auðlind. Á listanum yfir fyrirlesara má lesa svarið. Hann er áhugaverður, fjölmenningarlegur og nær yfir margar víddir og tækifæri. Samstarfsaðilar um ráðstefnuna eru Innovasjon Norge, IMDI, integrerings- og mangfoldsdirektoratet, NHO og NVL.
Meira
E-post: Ellen.Stavlund(hjá)vofo.no
Norge
Fjölmenning - Allt árið 2008
Fjölmenning verður ekki til að sjálfu sér, sagði menningarmálaráðherra Noregs Trond Giske þegar hann kynnti Fjölmenningu 2008
Að hans ósk er athyglinni einkum beint að fjölmenningu og að því að efla meðvitund um hana. Frá árinu 2008 eiga menningarstofnanir að endurspegla betur þá fjölmenningu sem er til staðar í Noregi. Markmiðið er að gera Noreg að virku fjölmenningarlegu samfélagi . Menningarmálaráðherrann mun kynna áætlanir og sýn norsku ríkisstjórnarinnar fyrir fjölmenningarárið 2008 á ráðstefnu í Drammen þann 20. mars. Bente Guro Møller mun stýra verkefninu.
E-post: Ellen.Stavlund(hjá)vofo.no
Norge
Raunfærni – þörf fyrir skjalfestingu atvinnulífsins og sjálfboðaliðastarfs
„Raunfærni í reynd“ er nafnið á nýrri skýrslu sem Sigrun Røstad og Randi Storli frá Vox hafa skrifað. Skýrslan er dæmi um hvernig raunfærni sem aflað er í atvinnulífinu og í gegn um sjálfboðaliðastörf er viðurkennd og hvaða námstilboð standa fullorðnum til boða.
Réttur fullorðinna til símenntunar byggir á því að kennslan sé aðlöguð að niðurstöðum úr raunfærnimatinu. Rannsóknin sem gerð var á árunum 2003 - 2005 og fjallaði um „Þekking okkar um fullorðna í grunnskólum og framhaldsskólum“ sýndi fram á mikinn mismun á milli sveitarfélaga hvað varðar mat á raunfærni og námstilboðum fyrir fullorðna.
Nálgast má skýrsluna:
www.vox.no/templates/CommonPage.aspx?id=2291
E-post: Ellen.Stavlund(hjá)vofo.no
Sverige
Nýr framhaldsskóli: Kominn tími til að hampa starfsmenntuninni – GY09
Ríkisstjórnin í Svíþjóð hefur sett á laggirnar nefnd sem á að setja fram tillögur um hvaða brautir og svið eigi að vera í boði og hverjar aðgangskröfurnar eigi að vera og hvaða lokaprófum verði hægt að ljúka. Aðal áhersla er lögð á þrjár leiðir
• Stúdentspróf sem veitir aðgang að háskólanámi
• Starfsmenntapróf
• Sveinspróf
Þeim sem velja tvær síðari leiðirnar geta bætt við sig fræðigreinum og þeir sem ljúka framhaldsskólanum án þess að taka stúdentspróf hafa einnig rétt á að sækja sér réttindin í öldungadeildum (komvux).
Vinnu nefndarinnar á að ljúka með nýrri námsskrá árið 2009 og nemendur eiga að geta hafið nám samkvæmt henni haustið 2009
Meira um fyrirmælin:
http://utbildning.regeringen.se/
content/1/c6/07/62/78/932d8008.pdf
E-post: Nils.Friberg(hjá)kristianstad.se
Sverige
Áfangaskýrsla frá Raunfærnimatsnefndinni
Sænska raunfærnimatsnefndin er nú á síðasta starfsári sínu. Í skýrslu nefndarinnar fyrir árið 2006 er starfi nefndarinnar lýst, m.a. hvernig ferli raunfærnimats ætti að vera sé það framkvæmt í heildrænni mynd:
• þekkingar og færniskráning
• dýpri þekkingar og færniskráning
• mat á færni á móti skírteinum
• mat á færni á móti einkunnum, starfsréttindum, skírteinum eða leyfi
Meira um skýrsluna:
www.valideringsdelegationen.se/
pdf/Rapporter/VLD_delrapport_dec2006.pdf
E-post: Nils.Friberg(hjá)kristianstad.se
Sverige
Sænskur rannsóknaháskóli í kennslufræðum
Rannsóknaháskólinn er skipulagður í samstarfi Kennaraháskólans í Stokkhólmi (sem fóstrar skólann) og háskólunum í Gautaborg, Málmey og Umeå. Eitt af þeim sviðum sem nú verður hægt að ljúka doktorsprófi frá mun fjalla um raunfærnimat á færni og þekkingu fullorðinna. Það svið verður við háskólann i Umeå.
Nánari upplýsingar veitir
Peter Nyström peter.nystrom(hjá)edmeas.umu.se.
Meira:
www.lhs.se/forskarskola
E-post: Nils.Friberg(hjá)kristianstad.se
Åland
Stefna landsins í útlendingamálum
Landsstjórnin á Álandi hefur skipað nefnd til þess að marka stefnu í málefnum útlendinga. Verkefni nefndarinnar er að leggja drög að áætlun til þess að hvetja innflytjendur og flóttamenn til þess að koma til Álands. Í verkefninu verður lögð sérstök áhersla á tungumálakennslu, vinnumarkaðsmál og menningar- og félagsmál. Gert er ráð fyrir að nefndin hafi lokið verkum í lok nóvember 2007.
E-post: Viveca.Lindberg(hjá)living.ax
Åland
Tveggja ára áætlun um að þróa raunfærnimatskerfi
Vinnuhópur sem skipaður var til þess að fjalla um raunfærnimat á Álandi hefur skilað inn skýrslu. Í henni kemur meðal annars fram að verkefnið er umfangsmikið og því er nauðsynlegt að halda starfinu áfram. Þá kemur fram að nú þegar er unnið að raunfærnimati á Álandi en að þar skorti á að til sé viðurkennt ferli fyrir matið.
Vinnuhópurinn leggur til að sama skilgreining og sænska ríkisstjórnin hefur viðurkennt verði einnig lögð til grundvallar á Álandi; „Raunfærnimat er skipulagt ferli sem felur í sér skoðun, mat, skjalfestingu og viðurkenningu á þekkingu og færni sem einstaklingurinn býr yfir óháð því hvernig hann hefur tileinkað sér hana“.
Enn fremur leggur vinnuhópurinn til að verkefnið verði framlengt til lengri tíma og Evrópskt tilraunaverkefni verið sett af stað á vordögum 2007 sem marki upphafið að tveggja ára verkefni sem ljúki með tilbúnu álensku kerfi fyrir raunfærnimat.
Þeir sem tóku þátt í starfi vinnuhópsins voru Monica Nordqvist, Cecilia Stenman og Tomas Fellman/ Mennta- og menningarsviði landsstjórnar Álands.
E-post: Viveca.Lindberg(hjá)living.ax