2/2008 NVL Frettir

 


Norden

„Breytingar á læsi“ – Norræn ráðstefna um læsi 9. – 11. apríl 2008

Ráðstefnan kynnir KAN-skýrsluna (Kortlagning á læsi á Norðurlöndunum) og býður upp á fyrirlestra, vinnustofur og umræður um eftirfarandi efni:
• Fjarfundaráðstefna og fjarkennsla sem aðferð (Noregur)
• Einstaklingsáætlanir og hópaskipulag (Danmörk)
• Notkun tungumálamöppu ELP (European Language Portfolio) í kennslu (Svíþjóð og Noregur)
• Um lestrar- og skriftarkunnáttu (Svíþjóð)
• Gagnvirkar lestraraðferðir – kenningar og framkvæmd (Svíþjóð)
• Námsáætlanir fyrir lestrar- og skriftarnám fullorðinna (Finnland)
Staður: Norræni lýðháskólinn, Kungälv, Svíþjóð.
Síðasti skráningarfrestur er 6. mars 2008.

Dagskrá og skráning
Tengiliður: Nationellt centrum för SFI og Svenska som andraspråk ingrid.skeppstedt(ät)usos.su.se

E-post: Antra.Carlsen(ät)cfl.se
Danmark

Mentor skilar árangri

Ungt fólk, sem á í erfiðleikum með að halda sig að námi, nýtur góðs af liðveislu mentora. Þetta kemur fram í nýrri matsskýrslu, Mentor-áætlunar menntamálaráðuneytisins, sem hefur staðið fyrir verkefnum á þessu sviði á sjö mismunandi stöðum í Danmörku.
Flestir nemendurnir koma úr starfsnámi framhaldsskólanna og eru í aldurshópnum 16 og 19 ára. Næstum þriðji hver nemandi í verkefninu er tvítyngdur. Í sex, af hverju, verkefnanna hafa á milli 75 og 95 prósent nemendanna lokið námi eða haldist í námi m.a. vegna liðveislu mentors.
Lesið meira www.uvm.dk/08/mentor_pm.htm?menuid=6410
E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk
Danmark

Heilsuefling alþýðunnar og alþýðufræðsla

Upplýsingasamfélög fyrir neytendur og alþýðufræðslan geta vegið upp á móti markaðsvæðingu heilsueflingar, heilbrigði og vellíðunar. Alþýðufræðslan getur hugsanlega boðið upp á leið að heilbrigði, sem gengur út frá því að efla hæfni sérhvers borgara í að bera ábyrgð á eigin lífi, taka virkan þátt og af áhuga í samfélaginu.

Á ráðstefnu samtaka sveitarfélaganna um heilsueflingu 2008, tók fjöldi neytendasamtaka þátt og lýsti eftir góðum samstarfsaðilum, sem gætu varpað fram hugmyndum og fjármögnunarleiðum í vinnunni við að efla heilbrigði og hreysti í hinum nýju, sameinuðu sveitarfélögum. „Þennan bolta eiga kvöldskólarnir að grípa á lofti“, telur Finn Nevel ráðgjafi hjá dönsku neytendasamtökunum en hann var einn af 600 gestum ráðstefnunnar.

Lesið meira um verkefnið Heilsuefling alþýðunnar og alþýðufræðsla á www.trivselogsundhed.dk

AOF í Danmörku hélt ráðstefnu um alþýðufræðslu og heilsueflingu í febrúar. Ráðstefnan bar heitið „Brúin að sameiginlegu heilbrigði“, þar sem orðtök eins og „þjálfun í hreysti og heilbrigði” kom fram og rætt var um þverfaglegt samstarf heilbrigðisstétta á sviði heilsueflingar.  

Lesið meira á www.aof-danmark.dk/dk/forside og á síðunni
www.aof-danmark.dk/dk/fokusomraader/sundhed_og_livsstil

E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk
Mer om: folkbildning
Danmark

Persónuleg og fagleg færni í alþýðufræðslu

Ný rannsókn, sem unnin var fyrir danska alþýðufræðslusamráðið og af greiningarstöðinni Catinet, staðfestir að alþýðufræðsla auk persónulegrar þróunar gegnir mikilvægu hlutverki fyrir hvata að námi, námsfærni og margs konar annarrar færni til að mynda færni í samskiptum, í sköpun og nýsköpun og síðast en ekki síst menningarlega færni sem margir þátttakendur upplifa mikla þörf fyrir í atvinnulífinu.
Lesið meira...

E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk
Danmark

Hugmyndabanki fyrir störf sveitarfélaga við raunfærni

Á tveimur fundum í Árósum og Kaupmannahöfn ræða starfsmenn sveitarfélaga, fulltrúar alþýðufræðslunnar og virkir félagsmenn hvernig sveitarfélögin getið komið inn í starfið við að færa sönnur á og skjalfesta þá raunfærni sem borgararnir öðlast með þátttöku í alþýðufræðslu og félagsstarfi.
Lesið meira um tillögurnar.
E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk
Danmark

Samstarf skóla og atvinnulífs um formlegt, óformlegt og formlaust nám

Mælt er með samvinnu ofangreindra aðila í fjölda norrænna skýrslna, m.a. frá Norrænu ráðherranefndinni NRN og Norrænu tengslaneti um nám fullorðinna, NVL www.nordvux.net. Eftirfarandi dæmi frá Danmörku eru góður vitnisburður um slíkt samstarf:

Skátahreyfingin, atvinnulífið og lýðháskólarnir

standa saman að námi í verkefnisstjórnun fyrir ungt fólk. KFUM-skátarnir í Danmörku hafa þróað námshugmyndina Scout Academy, sem m.a. felur í sér nýtt samstarf milli skátahreyfingarinnar, nokkurra danskra fyrirtækja og Nørgaards lýðháskólans. Afrakstur þessa þverfaglega samstarfs leiddi af sér lýðháskólabraut sem hófst í janúar 2008, þar sem ungt fólk á aldrinum 18-24 ára, yfir fimm mánaða tímabil, þróar verkefni með öðru ungu fólki um leið og það eflir og styrkir persónulega færni sína.
 
Dönsk fyrirtæki styðja Scout Academy námið vegna þess að með því á ungt fólk þess kost að þróa með sér færni sem er afar gagnleg á vinnumarkaði og í samfélaginu, almennt. Hinir ungu lýðháskólanemendur, sem valið hafa Scout Academy línuna í Nørgaards lýðháskólanum við Viborg, koma í framkvæmd verkefnum sem snúa að minnihlutahópum í samfélaginu – ungum innflytjendum, ungu fötluðu fólki eða ungu fólki sem er án húsnæðis og félagslega illa statt. Námið er óformlegt, en þróað hefur verið skjalfest mat á raunfærni sem færir sönnur á fenginni færni og leikni.
 
Lesið meira á: www.scoutacademy.dk eða www.spejdernet.dk/Aktuelt/Det_sker/ScoutAcademy.aspx
Trine Kruse Friis - E-post: trine(ät)scouts.dk

Þróun nýrrar alþjóðlegrar námsbrautar fyrir listamenn í fjölleikahúsum

Ofangreint verkefni er afrakstur samvinnu milli starfsnámsháskóla og lýðháskóla. VIA Univercity College og Performers House eru í samstarfi um að þróa alþjóðlega námsbraut í Danmörku. Hugmyndin hefur fengið stuðning og hvatningu frá stjórnmálamönnum og atvinnugreininni.
Áætlað er að hefja námið í febrúar 2009 og hægt verður að ljúka náminu með BS-gráðu.

Nánar á http://uc2008.net.dynamicweb.dk/Default.aspx?ID=364

E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk
Finland

Minni undirbúningur fyrir kennarastarfið þrátt fyrir aukna þörf þeirra á menntun

Krafan um aukið vinnuframlag kennara eykst sífellt. Auk þess að vera vel að sér í faginu þarf kennari einnig að vera fær um að koma til móts við stærri hóp innflytjenda og bregðast við alls kyns álitamálum sem upp koma í fjölmenningar hópi. Kennari á að efla og styðja við tilfinninga- og félagslega hæfni nemenda sinna o.s.frv. Á sama tíma og kröfurnar aukast minnkar undirbúningurinn skv. rannsókn sem gerð hefur verið við Jyväskylä háskólann.
Rannsóknastofnun í uppeldisfræðum við Jyväskylä háskólann rannsakaði menntun kennara með því að bera saman menntun þeirra  frá árinu 1998 við þá menntun sem kennarar fengu árið 2005. Yfir 2000 kennarar svöruðu spurningum, bæði 1998 og 2005. Kennarar úr grunnskólum, menntaskólum, starfsmenntun og óformlegu fræðslunni tóku þátt. Skv. Ellen Piesanen sérfræðingi getur grunnnám kennara ekki boðið upp á alla þá þekkingu og færni sem kennarar þurfa vegna starfs síns. Þessi rannsókn dregur fram aukna áherslu og þörf fyrir framhaldsmenntun kennara. 
Samantekt um rannsóknina er á  http://ktl.jyu.fi/img/portal/6050/G029.pdf.
E-post: Carola.Lindholm(ät)vsy.fi
Finland

Menningarseðlarnir koma!

Vinnuhópur, sem settur var af stað af menntamálaráðuneytinu í júní, hefur lagt fram drög að tillögum um skattfrjálsa menningarseðla. Menningar- og íþróttaráðherra, Stefan Wallin, styður tillögur hópsins því í tillögunum er gert ráð fyrir að víkka út menningarhugtakið þannig að það feli í sér íþróttaviðburði.
Drög vinnuhópsins innihalda tillögur að breytingum á tekjuskattalögunum. Auk frjálsrar starfsemi íþrótta- og heilsueflingar hvers konar sem er núna skattfrjáls eiga lögin líka að tilgreina hvers konar menningarstarfsemi nýtur skattfríðinda. Menningarstarfsemin, á í lögunum að eiga við heimsóknir á söfn, í leikhús, óperur, kvikmyndahús, á tónleika og listsýningar eða tilsvarandi viðburði eða uppákomur sem tengjast mismunandi listgreinum. Heimsóknir í vísindasetur, á íþróttaviðburði og þátttaka á listnámskeiðum á að skoða sem liststarfsemi.
Sjá nánar á www.minedu.fi/OPM/Tiedotteet/2008/02/kulttuuriseteli.html?lang=sv
E-post: Carola.Lindholm(ät)vsy.fi
Finland

11,8 milljónir evra fyrir þróun grunnmenntunar

Menntamálaráðuneytið hefur veitt sveitarfélögum og fræðsluaðilum í einkageiranum samtals 11,8 milljónir evra til þróunar kennslu- og stuðningsúrræða ásamt handleiðslu fyrir nemendur með sérþarfir.
Alls fá 233 sveitarfélög styrk að upphæð 7,4 milljónir evra en 116 sveitarfélög og 20 fræðsluaðilar í einkageiranum fá samtals 4,4 milljónir evra. Þetta kom fram í ræðu Sari Sarkomaa menntamálaráðherra á 100 ára-málþingi finnsku vísindaakademíunnar í Jyväskylä.
Sjá nánar www.minedu.fi/OPM/Tiedotteet/2008/02/pop.html?lang=sv
E-post: Carola.Lindholm(ät)vsy.fi
Island

Úttekt á starfsemi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins

Á haustmisseri 2007 var á vegum menntmálaráðuneytis gerð úttekt á starfsemi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Tók úttektin til tímabilsins 2003-2007, þ.e. frá upphafi starfsemi Fræðslumiðstöðvarinnar til ársloka 2007. Úttektarskýrsla lá fyrir í ársbyrjun 2008 og er hún aðgengileg á vef menntamálaráðuneytis.

Helstu niðurstöður úttektarinnar eru eftirfarandi:
• Þjónustusamningar milli menntamálaráðuneytis annars vegar og Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins hins vegar hafa að mestu leyti gengið eftir í framkvæmd. Faglegur árangur af starfi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins er umtalsverður.
• Fræðslumiðstöðin hefur sinnt vel því verkefni að stuðla að aukinni og bættri fræðslu fyrir þá markhópa sem tilgreindir eru í þjónustusamningum. Námsframboð fyrir markhópa er gott en lagt er til að miðstöðin skilgreini markvisst ferli við að greina menntunarþörf markhópa víðsvegar um landið. Samstarf Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins við símenntunarmiðstöðvar á landsbyggðinni og Mími-símenntun hefur almennt gengið vel. Þróun, framkvæmd og árangur verkefna í náms- og starfsráðgjöf hefur að mestu tekist vel.
• Þróun aðferða við mat á óformlegu námi og námsárangri og þróun aðferða við mat á raunfærni einstaklinga hefur gengið vel. Úttektaraðilar benda á að skoða þurfi hvernig verkefnið og þær aðferðir sem notaðar eru munu koma til með að verða metnar í framhaldsskólum.
• Gerð námsefnis í íslensku fyrir erlenda starfsmenn og þjálfun kennara í notkun þess hefur tafist og er ólokið. Lagt er til að menntamálaráðuneyti móti heildstæða stefnu um íslenskukennslu fyrir útlendinga.
• Úttektaraðilar telja að sérstakt fagráð gæti eflt Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og jafnframt minnkað álag á stjórn og styrkt framkvæmdastjóra og starfsfólk Fræðslumiðstöðvarinnar í auknum verkefnum.
• Gæðastarf Fræðslumiðstöðvarinnar er umtalsvert og hefur verið sinnt vel. Í úttektinni kemur fram að eftirlit menntamálaráðuneytis með þjónustu¬samningunum er gott.
Úttektin var unnin af Arnari Jónssyni hjá ParX -viðskiptaráðgjöf IBM og Guðrúnu Björt Yngvadóttur, fyrrverandi aðstoðarforstöðumanni Endurmenntunar Háskóla Íslands.

Úttektin (pdf) er aðgengileg á heimasíðu ráðuneytisins

Anna Vilborg Einarsdóttir
E-post: anna(ät)frae.is
Island

Hópbílar Hafnarfirði hljóta starfsmenntaviðurkenningu SAF

Starfsmenntaviðurkenning SAF – Samtaka ferðaþjónustunnar 2008 var afhent í fyrsta sinn á Degi menntunar í ferðaþjónustu sem haldin var á Grand Hóteli í gær. Hópbílar sem hlutu verðlaunin hafa með skýrri sýn lagt áherslu á mikilvægi starfsmenntunar í allri starfsemi sinni í því markmiði að auka starfsánægju starfsmanna og síðast en ekki síst náð samkeppnisforskoti og arðsemi í rekstri fyrirtækisins á eftirbreytniverðan hátt.

Í rökstuðningi dómnefndar segir að einkum hafi eftirfarandi legið til grundvallar ákvörðunar hennar:

• Markviss stefna fyrirtækisins og fast verklag við að innleiða gæðakerfi þar sem umhverfis- og gæðamál eru höfð að leiðarljósi
• Fyrirtækið hefur náð ákveðnu samkeppnisforskoti með beinum hætti gegnum markvissa símenntunarstefnu
• Fyrirtækið hefur lagt sig fram um að standa vel að menntun og aðlögun erlendra starfsmanna
• Fyrirtækið sinnir af kostgæfni greiningu á þjálfunarþörf, markvissri nýliðafræðslu og leggur áherslu á að starfsmenn fái tækifæri til þess að þróast í starfi
• Fyrirtækið hefur nýtt sér markvisst starfsmenntasjóði í því skyni að ná betri árangri í starfsemi sinni

Í aðgerðaráætlun SAF á sviði fræðslu og menntamála kemur m.a. fram að eitt af höfuðmarkmiðum sé að bæta arðsemi og samkeppnishæfni fyrirtækja í ferðaþjónustu og að hafa áhrif á gildismat og viðhorf stjórnenda og starfsfólks til menntunar, símenntunar og þjálfunar. Dagur menntunar í ferðaþjónustu var liður í ofangreindum markmiðum, þ.e. að vekja athygli atvinnurekanda á mikilvægi menntunar, símenntunar og þjálfunar starfsfólks.

Anna Vilborg Einarsdóttir
E-post: anna(ät)frae.is
Island

Ríkisstjórn Íslands veitir 300 millj. króna á tveimur árum, til starfsmenntunar

Þann 17. febrúar undirritaði ríkisstjórn Íslands samkomulag við aðila vinnumarkaðarins, þ.e. Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins, um aðgerðir er stuðla að bættri menntun fólks á vinnumarkaði.
Ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins eru sammála um eftirfarandi ráðstafanir og áherslur á sviði menntamála, með sérstakri skírskotun til menntunar fólks á vinnumarkaði með takmarkaða menntun.
• Stefnt verði að því að eigi fleiri en 10% fólks á vinnumarkaði verði án viðurkenndrar starfs- eða framhaldsskólamenntunar árið 2020. Markvisst verði unnið að því að skapa tækifæri og hvata til menntunar fyrir fólk sem er á vinnumarkaði og hefur takmarkaða menntun. Þá eru fyrirhugaðar umbætur á framhaldsskólastigi sem leiða til þess að fleiri finni sér námsleiðir við hæfi og ljúki skilgreindu lokaprófi á framhaldsskólastigi.
• Í undirbúningi er löggjöf sem tryggir að allir hafi tækifæri til menntunar að loknu grunnskólanámi þar sem jafnræðis sé gætt varðandi kostnaðarþátttöku hins opinbera. Samræmi verður tryggt í fjárhagslegum stuðningi ríkisins við nám á framhaldsstigi, háskólastigi og við starfsmenntanám.
• Útlánareglur Lánasjóðs íslenskra námsmanna verða yfirfarnar með það að markmiði að gæta jafnræðis milli einstaklinga og hópa varðandi tækifæri til menntunar. Í samræmi við boðaða stefnu ríkisstjórnarinnar verður þess gætt að kostnaður nemenda á framhaldsskólastigi vegna skráningar- og efnisgjalda verði óverulegur og haldið í algjöru lágmarki.
• Framlög til símenntunar og fullorðinsfræðslu sem nýtist fólki á vinnumarkaði verða aukin í jöfnum framlögum um 300 m.kr. á næstu tveimur árum.
Samkomulagið er á  www.forsaetisraduneyti.is/frettir/nr/2866
Anna Vilborg Einarsdóttir
E-post: anna(ät)frae.is
Norge

Geta gæði kennaramenntunnar orðið betri?

Norska ríkisstjórnin óskar eftir þingsályktun Stórþingsins um hlutverk kennara og menntun þeirra.
Ráðherra rannsókna og æðri menntunar, Tora Aasland, er bjartsýn á að vinnuferlið framundan verði hugmynda- og blæbrigðaríkt. Hún hvetur til umræðna, sem fyrst og fremst, tengjast faglegum áskorunum kennarans. Þingsályktunin mun innihalda mat á tillögum sem koma fram vegna umfangs og innihalds námsgreinanna og því hvernig hægt sé að auka gæði kennaramenntunar. Þingsályktun Stórþingsins um hlutverk kennara og kennaramenntun verður lögð fram um áramótin 2008-2009.
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no
Norge

Aukin fjárframlög til nýsköpunar

26 milljónir NKR árið 2008 til stofnana sem eru í nýsköpunarátaki á skjala- og bókasöfnum ásamt öðrum söfnum.
Við erum ljósmæður mikilvægustu nýsköpunarverkefnanna og eigum að hvetja frumkvöðla í öllum skjala- og safnageiranum, segir forstjóri Leikny Haga Indergaard í skjala- og safnaþróunardeild Miðstöðvar skjala-, bóka- og annarra safna ríksins (Statens senter for arkiv, bibliotek og museum). Árið 2007 sóttu 334 aðilar um styrk til stofnunarinnar samtals ríflega 105 milljónir króna. 87 fengu loforð um samtals 26 milljónir. Umsóknirnar vörðuðu nám, þekkingar- og menningarmiðlun, þróun stafrænnar þjónustu, þróun og örygg  safna og framlag var veitt vegna nýsköpunar innan stofnana, sambanda og vegna uppbyggingu tengslaneta. 
Meira um þetta hér: www.abm-utvikling.no/milliondryss-til-abm.html
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no
Norge

Mikilvæg viðurkenning veitt í fyrsta skipti

Háskólinn í Oslo vill hvetja og verðlauna góða miðlun þekkingar með nýrri viðurkenningu.
Prófessor Tore Linné Eriksen og fyrsti amanuensis Ingeborg Marie Helgeland tóku á móti Miðlunarverðlaununum 2007 því þau hafa miðlað og komið þekkingu á framfæri á framúrskarandi hátt til fagaðila, samfélags og atvinnulífs. Skv. formanni dómnefndar,  Per Arne Olsen, hafa verið færðar sönnur á það að verðlaunahafarnir séu góðum kostum gæddir hvað varðar faglega miðlun þekkingar og  nýti sér fjölbreyttar samskiptaleiðir  og tjáningarform svo eftir er tekið. Helgeland segir fólki, sem sjaldan er hlustað á í samfélaginu, lífssögur á afar góðan máta. Tore Linné Eriksen hefur um áraraðir sinnt faglegri miðlun á sviði þróunar- og heimssögu og valið til þess  fjölbreyttar miðlunarleiðir. 
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no
Sverige

Bætt sænskukennsla fyrir innflytjendur

Góð tungumálakunnátta eykur verulega möguleika á atvinnu en tölur yfir þátttakendur í sænskunámi gefa sláandi niðurstöður: 60 prósent nemendanna ná ekki tökum á tungumálinu. Af þeim sökum stefnir ríkisstjórnin á að efla sænskukennslu fyrir innflytjendur með eftirfarandi sjö leiðum:

1. Samræmd lokapróf á öllum námsleiðum. 
2. Markviss markmið í námslýsingum.
3. Tímatakmarkanir í sænskunáminu.
4. Umsjónaraðili sænskunámsins.  
5. Þjálfun kennara í sænskunáminu.  
6. Aukið eftirlit með sænskunáminu á landsvísu.
7. Viðurkenningar fyrir námsárangur. 
Sjá meira um þetta á síðunni www.regeringen.se/sb/d/9984/a/98336

E-post: Gun.Lundberg(ät)kristianstad.se
Mer om: invandrare
Sverige

Tillögur að nýjum einkunnaskala

Í minnisblaði frá menntamálaráðuneytinu hafa verið kynntar tillögur að nýjum einkunnaskala. Lagt er til að einkunnaskalinn innihaldi sex stig auk athugasemdar. A-E telst fullnægjandi árangur, eitt stig, F, er ófullnægjandi árangur. Ef, af einhverjum ástæðum, ekki reynist mögulegt að meta árangur nemanda og gefa honum einkunn, er skráð athugasemd. Einkunnaskalinn skal vera markmiðstengdur og einkunnareglur á landsvísu skulu vera fyrir hæsta, milli og lægsta einkunnastig sem þó er fullnægjandi árangur, þ.e.a.s. einkunnastigin, A, C og E.
Tillögurnar eru aðgengilegar á síðunni www.regeringen.se/sb/d/10002/a/97896.
E-post: Gun.Lundberg(ät)kristianstad.se
Sverige

Svíþjóð gegnir formennsku í Norrænu ráðherranefndinni

Árið 2008 gegnir Svíþjóð formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. Formennskuáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar 2008 gengur undir heitinu Orkusafnið (s. Kraftsamlingen). Hún beinir sjónum sínum einkum þeim sviðum samstarfs og áskorunum sem Svíþjóð telur að Norðurlöndin og sjálfstjórnarsvæðin eigi að sameinast um.
Áætlunin inniheldur fjögur kaflaskipt þemu, þ.e. samkeppnishæfni, loftslagsbreytingar, sköpun og samhæfingu. Undir þessum fjórum fyrirsögnum verður safnað saman yfirgripsmiklum markmiðum og starfssemi.
Undir formennsku Svíþjóðar verður haldið áfram með þau verkefni sem nú þegar eru hafin. Hér er einkum átt við endurbætur og nútímavæðingu á samstarfsmynstri innan Norðurlandanna, ekki síst hvað varðar stofnanir Norrænu ráðherranefndarinnar og önnur stjórntæki. Einnig er áformað að ljúka því starfi sem hafið var og fólst í því að koma á jöfnuði í Norrænu ráðherranefndinni.
Sjá www.regeringen.se/sb/d/9708/a/95230
E-post: Gun.Lundberg(ät)kristianstad.se
Sverige

Vinnumálastofnun: ný stofnun á vegum hins opinbera

Þann 1. janúar 2008 var sett á laggirnar ný stofnun, Vinnumálastofnun. Stofnunin varð til við sameiningu Vinnumarkaðsstjórnarinnar (Arbetsmarknadssstyrelsen AMS) og 20 atvinnumálanefnda úr mismunandi lénum landsins.
Nú þegar hefur þýðingarmikil breyting átt sér stað. Frá áramótum skiptist Vinnumálastofnun niður í 68 vinnumarkaðssvæði og á hverju þeirra er ein vinnumiðlun. Svæðisskipting hverrar vinnumiðlunar ræðst af því hvaðan fólk ferðast daglega úr og í vinnu og hvaða ráðum atvinnurekendur beita við ráðningar á nýjum starfsmönnum. Kjarni starfseminnar er hin persónulega þjónusta sem fæst á vinnumiðluninni á heimasvæði.
Meira um þetta á síðunni www.ams.se/Go.aspx?a=76853
E-post: Gun.Lundberg(ät)kristianstad.se
Sverige

Lokaskýrsla vinnuhóps um raunfærnimat

Vinnuhópur um raunfærnimat hefur fyrst og fremst beint sjónum sínum að þróun samstarfs milli stofnana atvinnulífsins og fræðsluaðila sem getur leitt til þess að raunfærnimat verði löggilt á landsvísu sem og gerendur sem geta boðið upp á mögulegt raunfærnimat sem byggir á gæðum og jafnræði. Lokaskýrsla vinnuhóps um raunfærnimat er að stærstum hluta byggð á reynslu sem sótt var á vinnutíma hópsins þ.e. á árunum 2004–2007.
Helstu tillögur hópsins eru eftirfarandi:
• ein deild á landsvísu, á að bera stærst ábyrgð á stefnu og álitamálum er varða raunfærnimat
• ein opinber stofnun á að fá þá ábyrgð að vinna áfram að þróun raunfærnimats
• sveitarfélög, vinnumálaskrifstofur og tryggingafélög eiga að gera einstaklingum kleift að   gangast undir raunfærnimat
• hverju svæði ber, ef það er mögulegt, að koma á svæðisbundnu samstarfi um raunfærnimatsviðmið
• ríkið á að styðja við gæðaþróun og gæðaöryggi við raunfærnimat
• Sett viðmið skulu ganga út frá forsendum einstaklingsins og þörfum og einkennast af jafnræðisreglu, sama hvar í landinu raunfærnimatið fer fram.
• viðurkenndur opinber aðili eða stofnun í fræðslugeiranum eða atvinnulífinu skal sjá til þess að áframhaldandi þróun aðferða og fyrirmynda að aðferðum eigi sér stað
• sönnur skulu færðar á að raunfærnimati hafi verið fullnægt hjá einstaklingnum
• einstaklingum á að standa til boða möguleiki, á fæði og húsnæði sér að kostnaðarlausu, á meðan á raunfærnimati stendur
• raunfærnimat sem fer fram að frumkvæði sveitarfélaga, Vinnumiðlunar, Tryggingafélags eða atvinnurekanda skal greitt af viðkomandi aðila
• stofna á stöðu prófessors sem sinnir áframhaldandi rannsóknum á þessu sviði, til að mynda áhrifum raunfærnimats

Lesið meira hér www.sry.se/sry_info/vld_slutrapport.pdf

E-post: Gun.Lundberg(ät)kristianstad.se
Mer om: validering
nmr_is


Fyrirsagnir 29.2.2008


NORÐURLÖNDIN
„Breytingar á læsi“ – Norræn ráðstefna um læsi 9. – 11. apríl 2008


DANMÖRK
Mentor skilar árangri

Heilsuefling alþýðunnar og alþýðufræðsla

Persónuleg og fagleg færni í alþýðufræðslu

Hugmyndabanki fyrir störf sveitarfélaga við raunfærni

Skátahreyfingin, atvinnulífið og lýðháskólarnir


FINNLAND
Minni undirbúningur fyrir kennarastarfið þrátt fyrir aukna þörf þeirra á menntun

Menningarseðlarnir koma!

11,8 milljónir evra fyrir þróun grunnmenntunar


ÍSLAND
Úttekt á starfsemi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins

Hópbílar Hafnarfirði hljóta starfsmenntaviðurkenningu SAF

Ríkisstjórn Íslands veitir 300 millj. króna á tveimur árum, til starfsmenntunar


NOREGUR
Geta gæði kennaramenntunnar orðið betri?

Aukin fjárframlög til nýsköpunar

Mikilvæg viðurkenning veitt í fyrsta skipti


SVÍÞJÓÐ
Bætt sænskukennsla fyrir innflytjendur

Tillögur að nýjum einkunnaskala

Svíþjóð gegnir formennsku í Norrænu ráðherranefndinni

Vinnumálastofnun: ný stofnun á vegum hins opinbera

Lokaskýrsla vinnuhóps um raunfærnimat
1397