2/2012 NVL Frettir

 

 

Danmark

Færni sem innflytjendur búa yfir þegar þeir koma til Danmerkur er vannýtt á vinnumarkaðinum

Nýleg rannsókn sem gerð var af hagrannsóknadeild sveitarfélaganna kemur fram að innflytjendur geta sjaldan nýtt sér menntun frá heimalandi sínu á dönskum vinnumarkaði.

Menntun sem aflað hefur verið áður en flutt er til Danmerkur auðveldar ekki aðgang að dönskum vinnumarkaði. Í flestum tilfellum verða menntaðir innflytjendur að bæta við sig menntun í Danmörku til þess að vera gjaldgengir á vinnumarkaði. Þeir afla sér mun meiri menntunar en innflytjendur sem ekki hafa menntun áður en þeir koma til landsins. Að færni innflytjenda er ekki betur nýtt hefur í för með sér sóun á kröftum og samfélagsleg vandamál , að mennta þá sem þegar hafa aflað sér menntunar í stað þess að nýta menntunina til þess að mennta þá innflytjendur sem minnsta menntun hafa. Niðurstöður rannsóknarinnar benda á að þörf fyrir að bæta mata á færni útlendinga.

Hlaðið rannsókninni niður af síðu Akf.dk

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Aukin áhersla á raunfærnimati fullorðinna

Í ráðuneyti barna og menntunar í Danmörku hefur verið lögð aukin áhersla á að styrkja og viðhalda athygli á raunfærnimati sem þætti í formlegri færnieflingu og yfirfærslu vinnuaflsins frá ófaglærðu starfsfólks til faglærðs og frá faglærðu og í framhaldsnám.

Ný skýrsla um mat á raunfærni sýnir fram á að enn standa fjölmargar hindranir í vegi fyrir því að fyrirkomulagið nái árangri og viðeigandi gæðum. Þess vegna á að grípa til ákveðinna ráða árið 2012, m.a. á að meta hvort lögð er sérstök áhersla á raunfærnimat í samningum við framhaldsfræðslumiðstöðvarnar, styrkja á þátt ráðgjafar við stofnanirnar og verja á fé til þróunarverkefna.

Nánari upplýsingar á heimasíðu ráðuneytisins Uvm.dk 
Sækið skýrsluna frá vinnuhóp um raunfærnimat á Uvm.dk

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Finland

Áhugi á styrkjum til framhaldsfræðslu eykst

Fullorðnum sem eru í námi og notfæra sér námsstyrk til framhaldsfræðslu fjölgar, en reglur um sjóðinn voru endurnýjaðar í ágúst 2010. Við endurskoðunina voru reglurnar rýmkaðar og styrkir til framhaldsfræðslu hækkuðu að meðaltali um 40 prósent. Á síðasta ári nýttu um það bil 11.000 manns sér styrki til framhaldsfræðslu og fengu að meðaltali úthlutað 1.295 evrum á mánuði.

Framhaldsfræðslustyrk er hægt að veita til náms í eitt og hálft ár ef umsækjandi hefur verið virkur á vinnumarkaði í átta ár. Styrkina nýtir fólk oft til þess að undirbúa sig undir starf á nýjum vettvangi en margir eru í náminu meðfram vinnu. Meiri hluti þeirra sem njóta styrkjanna leggja stund á nám við starfsmenntaháskóla, þriðji hluti við háskóla og fjórðungur við starfsmenntaskóla. Hlutfall kvenna er  83 prósent.
Styrkurinn er veittur af Lánasjóði sem stýrt er af aðilum vinnumarkaðarins.

Meira: www.koulutusrahasto.fi/?2

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Framhaldsfræðslu gert hærra undir höfði

Verkefni finnska mennta- og menningarmálaráðuneytisins á sviði menntunar og rannsókna hafa verið endurskipulögð. Markmið umbótanna er að endurnýja skipulag ráðuneytisins til þess að mæta þörfum ólíkra sviða og að skerpa hlutverk framhaldsfræðslu í menntastefnunni.

Eftir umbæturnar skiptast verkefni á sviði menntunar og rannsókna í tvær deildir, deild menntastefnu og deild háskóla og rannsókna. Framhaldsfræðslan er nú í eigin skrifstofu sem er hluti af deild háskóla og rannsókna.
Verkefni skrifstofu fullorðinsfræðslu eru m.a. alþýðufræðsla, kerfi starfsmenntaprófa, og starfsmiðuð endurmenntun, iðnnám, próf í tungumálum, æðri starfsmenntun og opin háskólamenntun.

Nánari upplýsingar á vef ráðuneytisins: Minedu.fi

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Island

Tímabundið átak til að til ráðninga gegn langtímaatvinnuleysi

Frá 15. febrúar til 31. maí 2012 gefst tækifæri til þess að ráða til starfa allt að 1.500 manns af atvinnuleysisskrá í tengslum við sameiginlegt átak atvinnurekenda, sveitarfélaga, stéttarfélaga og ríkisins gegn langtímaatvinnuleysi.

Vinnumálastofnun stýrir átakinu sem beinist einkum að fólki sem verið hefur án atvinnu í eitt ár eða lengur. Með átakinu Vinnandi vegur er áhersla lögð á sameiginlegan ávinning þátttakenda þar sem atvinnurekendum er auðveldað að ráða fólk til starfa og atvinnuleitendum gefst tækifæri til þátttöku í atvinnulífinu. Með ráðningu starfsmanns samkvæmt skilyrðum átaksins fær viðkomandi fyrirtæki eða stofnun ráðningarstyrk úr Atvinnuleysistryggingasjóði sem nemur fullum atvinnuleysisbótum, í allt að 12 mánuði. Starfsmanninum eru tryggð laun samkvæmt kjarasamningi og greiðir atvinnurekandinn það sem á vantar.
Við nýráðningar verður boðið upp á mismunandi leiðir sem henta fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum: Almennar ráðningar, starfsþjálfun, nýsköpun innan fyrirtækja og stofnana og fyrirtækjanám.

Meira: www.vinnumalastofnun.is/vinnandivegur/

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Atvinnutorg opnað

Í febrúar var Atvinnutorg fyrir unga atvinnuleitendur á aldrinum 16-25 ára opnað í Vinnumálastofnun.

Verkefnið er samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar, velferðarráðuneytis og Vinnumálastofnunar, markmiðið er að fjölga tækifærum til að öðlast starfsreynslu á vinnumarkaði. Markhópurinn eru atvinnuleitendur sem hafa minnsta menntun og starfsreynslu og þarf meiri stuðning en ella. Atvinnutorgi er ætlað að koma til móts við þennan hóp. Á Atvinnutorgi mun fólk á aldrinum 16-25 ára fá einstaklingsmiðaða ráðgjöf og gerðar verða áætlanir með þarfir þeirra í huga. Störfin eða starfsþjálfunin felur í sér að svið, stofnun eða fyrirtæki borgarinnar bjóða fólkinu til sín í þjálfun í einn til þrjá mánuði, tvo til fimm daga vikunnar.

Meira: www.velferdarraduneyti.is/frettir-vel/nr/33228

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Norge

Færnikröfur framtíðarinnar

Norska ríkisstjórnin hefur lagt fram nýtt frumvarp á Stortinget sem ber heitið Menntun til velferðar (Utdanning for velferd). Í frumvarpinu er bent á að þörf er á gríðarlegum endurbótum á menntun á sviði heilbrigðis- og félagsmála svo hægt verði að bjóða upp á nauðsynlega færni til framtíðar.

Meira á síðu  norska stjórnarráðsins: Regjeringen.no

Petter Kjendlie
E-post: kjendlie(ät)nade-nff.no

Ráðgjafaráðstefnan 2012 í Osló 3. og 4. maí

Þörf fyrir betri náms- og starfsráðgjöf hefur leitt til þess að ráðstefnuskrifstofa hefur skipulagt ráðstefnu fyrir náms- og starfsráðgjafa í skólunum. Þar verður sjónum beint að:
• Lykilhlutverki náms- og starfsráðgjafa í skólum
• Góðri starfsráðgjöf þrátt fyrir niðurskurð og aukið annríki
• Andagift sem tækifæri sem ný verkfæri námsráðgjafar opna
• Ábyrgð rágjafanna á að auka hvatningu nemenda og gera þá færari til þess að stóla á eigið val

Meira á: Confex.no

Petter Kjendlie
E-post: kjendlie(ät)nade-nff.no

Sverige

Æfingaskólar eiga að auka gæði kennaramenntunar

Sænska ríkisstjórnin ætlar að bæta kennaramenntun með því að kalla kennaranema inn í svokallaða æfingaskóla þar sem hægt er að einbeita sér að starfsþjálfun. Til þess að efla gæðin hófst ný kennaramenntun haustið 2011 í Svíþjóð þar sem skipulag menntunarinnar er greinilegra en fram til þessa.

Æfingaskólarnir eru valdir af sérhverjum háskóla sem býður upp á kennara menntun og æfingaskólarnir veita ótal kennaranemum móttöku. Með því að safna stúdentum verður hægt að leggja grunn að stofnum með hæfum leiðbeinendum. Þá verður einnig auðveldara fyrir kennaradeildirnar að fylgja starfsþjálfuninni eftir vegna þess að hún fer fram í færri skólum. Hugmyndin er að reyndir, færir kennarar yfirfæri þekkingu sína til næstu kynslóðar. Stjórnin hefur falið Thomas Persson, kennslustjóra í Stokkhólmi, að leggja fram tillögu um kerfi æfingaskóla. Tillögurnar eiga að liggja frammi í júní 2012.

Meira: www.regeringen.se/sb/d/15623/a/185155

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Alþýðufræðsla í Þjóðaróperu Svía

Námsflokkarnir og Þjóðarópera Svía taka höndum saman um námshringi um óperur. Markmiðið er að kynna óperur á skemmtilegan hátt fyrir mismunandi hópum samfélagsins. Lögð hafa verið drög að fimm mismunandi óperuhringjum. Óperuhring fyrir fólk á áttræðisaldri, fyrir einhleypa, fyrir fólk í barnsburðarleyfi, fyrir ellilífeyrisþega og fyrir fróðleiksfúsa. Hringir ellilífeyrisþega, fróðleiksfúsra og einhleypra hafa notið mestra vinsælda.

Listrænn stjórnandi Þjóðaróperunnar Mellika Melouani Melani hefur umsjón með hringjunum ásamt
Joakim Unander, tónlistarstjóra Þjóðaróperunnar
-  Þjóðaróperunni er ætlað að vera ópera almennings. Við viljum gera óperur aðgengilegar fyrir eins marga og hægt er. Við viljum veita fólki innsýn í veröld óperunnar og skapa vettvang þar sem fólk getur skipst á hugmyndum og skoðunum segir Mellika Melouani Melani.

Meira:
www.mynewsdesk.com/se/pressroom/studieframjandet

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Aukin færni á sviði sjálfbærrar þróunar innan skóla

Með þátttöku í námsferð til Kína og til Bangladesh á árinu 2012 gefst kennurum og stjórnendum í skólum og sveitarfélögum í Svíþjóð tækifæri til þess að auka þekkingu sína á sjálfbærri þróun.

Í samræmi við námsskrár og námsskeiðslýsingar eiga nemendur í skólum að kynnast undirstöðum sjálfbærri þróunar. Í mörgum skólum hefur reynst erfitt að uppfylla markmiðin sem sett eru fram í námsskrám. „Það er vegna þess að margir kennarar eru ómeðvitaðir um hvað felst í kennslu um sjálfbæra þróun og umræður um efnið fara heldur ekki fram í skólunum“ segir Lars Nordahl á alþjóðaskrifstofunni í Svíþjóð sem hefur umsjón með starfsemi  Hnattvædda skólans (Den Globala Skolan).
Í Hnattvædda skólanum er boðið upp á endurmenntun á sviði sjálfbærrar þróunar og fjölmenningar. Í gegnum skólann gefst sveitarfélögum og skólum um alla Svíþjóð tækifæri til þess að sækja sér endurmenntun á heimaslóðum og að sækja um styrki til þess að ferðast til annarra landa. Hugmyndin er að fjölga úrræðum skólanna til þess að kenna ungu fólki að deila ábyrgð á sjálfbærri þróun í fjölmenningarlegu samfélagi.

Meira: HTML

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Grönland

Vefþjónusta fyrir íbúa á Grænlandi

Að loknum margra ára undirbúningi opnuðu heimastjórnin og sveitarfélögin á Grænlandi, þann 27. janúar sl. nýja gátt sem ætluð er til þess að veita íbúum landsins betra yfirlit yfir þá þjónustu sem í boði er.

Slóðin er: www.sullissivik.gl (grlsk. ’sullissivik’ = „þar sem boðið er upp á þjónustu“) þar eru upplýsingar um réttindi og skyldur, sjálfsafgreiðslu utan opnunartíma stjórnsýslustofnana, auk upplýsinga um hvernig best er að ná sambandi við ýmsar stofnanir t.d. á sviði atvinnu og menntunar.
Á sviði menntunar eru upplýsingar um námskeið bæði fyrir ófaglærða og fagfólk – fyrir þá sem falla undir fyrri hópinn eru t.d. upplýsingar um PKU-námskeiðin (Færniþróunarverkefni fyrir þá sem minnsta menntun hafa). Námskeiðin eru stutt og markmiðið er að veita einstaklingum, sem eru ófaglærðir, eldri en 25 ára og gegna störfum sem hætta er á að hverfi, tækifæri til menntunar á því sviði sem þeir starfa eða innan geira þar sem störfum fjölgar eins og á sviðum bygginga- og verktakavinnu, ferðaþjónustu, námavinnslu, umönnunar á vegum sveitarfélaganna. Þetta er gert til þess að koma í veg fyrir atvinnuleysi  og mæta brýnni þörf.

Krækja í frétt:
www.knr.gl/da/nyheder/borgerportalen-er-i-luften
http://sermitsiaq.ag/node/117199

Minik Hansen
E-post: mh(ät)suliplus.gl

Årlig Nordisk Seminar

Þann 8. Febrúar sl. var haldið norrænt málþing í Nuuk. Þema málþingsins 2012 var menntun.

Í aðdraganda málþingsins sagði meðlimur Naalakkersuisut fyrir menntun, rannsóknir og norrænt samstarf:  - Í öllum tillögum um þróun Grænlands til framtíðar leikur menntun lykil hlutverk. Hvers vegna verðum við að menntast? Á hvaða sviði ættum við að mennta okkur? Til hvaða aðgerða er hægt að grípa til þess að gera fleirum kleift að mennta sig?
- Það er eðlilegt að við  sem búum hér spyrjum þessara spurning. Sumum verður svarað á Norræna málþinginu 2012 en öðrum verðið þið sjálf að svara.

Slóðin á heimasíðu menntamálaráðuneytisins er www.nanoq.gl og dk.nanoq.gl 
Frétt: http://sermitsiaq.ag/node/117961

Minik Hansen
E-post: mh(ät)suliplus.gl

Fræðimaður hlaut doktorsnafnbót – hluti af verkefninu fólst í 100 daga dvöl á bak við lás og slá

Það var fræðimaðurinn Annemette Nyborg Lauritsen sem hlaut doktorsnafnbót á sviði menningar, tungumáls og samfélagsaðstæðna á Norðurskautssvæðum í Ilisimatusarfik, Háskólanum á Grænlandi þann 22. febrúar 2012. Titill doktorsritgerðarinnar var ”Anstalten – frihedsberøvelse i Grønland”. (Stofnunin - frelsissvipting á Grænlandi).

Hægt er að lesa ritgerðina á heimasíðu háskólans (sbr. krækju hér að neðan) en þar er rannsókninni sem að mestu leiti fór fram í  Nuuk og i Ilulissat lýst. Í niðurstöðunum er sýnt fram á að  grænlenska stofnunin er að mörgu leiti einstök, heildræn stofnum þar sem föngum er veitt aðstoð til þess að breyta kringumstæðum sínum og bæta líf sitt.

Frétt:
http://sermitsiaq.ag/node/118983
www.uni.gl/OmIlisimatusarfik/Aktiviteter/tabid/337/Default.aspx

Minik Hansen
E-post: mh(ät)suliplus.gl

Europa

The EAEA Award for Adult Learning (Grundtvig Award) 2012

Innovative Approaches in Adult Education and Learning — Activating Older Learners

Each year, the European Association for the Education of Adults celebrates innovation and excellence in adult education. The Grundtvig Award highlights project results that produce new ideas, new partnerships, new methodologies and a new understanding how we can work in adult learning. In 2012, EAEA is looking for projects that tackle Activating Older Learners.
2012 is the European Year of Active Ageing and Solidarity between Generations. A chance for all of us to reflect on how Europeans are living longer and staying healthier than ever before — and to realize the opportunities that represents.
EAEA is especially looking for projects that promote the active participation of older learners in society. Topics can include aspects of intergenerational learning, innovative partnerships as well as projects that promote policy changes that recognize the importance of learning for older people.
Entries must be received until Monday, 5 March 2012, at the EAEA office.

More information: www.eaea.org/index.php?k=118378

E-post: Larry.Karkkainen(ät)folkhogskolor.fi

NMR

Ný skýrsla: Árangursrík stefnumótun í framhaldsfræðslu í norrænu löndunum

Í samræmi við Lissabon-áætlunina stefna stjórnvöld á Norðurlöndunum að því markmiði að fjölga fullorðnum þátttakendum í framhaldsfræðslu, einkum þeim sem skemmsta menntun hafa og þeim sem eru tvítyngdir.

Markmiðið er grundvöllur að rannsókn á stefnu landanna hvað varðar þróun færni og að auka þátttöku í ævimenntun fyrir alla. Rannsóknin beinist einkum að samstarfi á milli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins, samspili menntastofnana og fyrirtækja, auk aðgerða til þess að efla færni fullorðinna. 
Skýrslunni lýkur með ráðleggingum um næstu skref og tillögum um að hvaða sviðum rannsóknir framtíðarinnar ættu að beinast.

Hægt er að hlaða skýrslunni á PDF formi (ókeypis): PDF

E-post: Antra.Carlsen(ät)vox.no

NVL

Ráðstefna um nýsköpun dagana 4.-5. Júní 2012 i Osló

Sköpunargáfa, nýsköpun og frumkvöðlaháttur leika sífellt mikilvægari hlutverk í öllu er lítur að því að eflingu á sjálfbærum vexti samfélagsins og þróun haldgóðra líkana fyrir velferðarkerfin á Norðurlöndum. Æ oftar heyrast spurningar eins og : „Hvernig er hægt að tryggja að nýsköpun gagnist öllum en ekki aðeins úrvali skapandi einstaklinga?“ „Hindranir og tækifæri –varðandi kennslufræði, stjórnmál og skipulag – til þess að hrinda af staðnýskapandi og sjálfbærri þróun? Og þær eru ræddar.

Norræna ráðherranefndin (MNR) hefur fært sköpunargáfu, nýsköpun og frumkvöðlahátt inn á svið rannsókna, menntunar og viðskipta, og undir formennsku Norðmanna býður ráðherranefndin nú til ráðstefnu um þemað dagana 4. – 5. Júní 2012.
Ráðstefnan verður þverfaglegur vettvangur fyrir alla aðila sem koma að framhaldsfræðslu auk fulltrúa frá ráðuneytum og aðilum vinnumarkaðarins. Skipulagið felur í sér aðalfyrirlesara, og þátttöku í vinnustofum, og open space atriðum. 
Meðal aðal fyrirlesara verða Anssi Tuulenmäki, Chief Innovation Activist & Research Manager, Aalto University School of Science and Technology, Design Factory, Dr. Lotte Darsø, Associate Professor of Innovation, Programme Director of the international executive Master education, LAICS, Department of Education, Aarhus University.

Nánari upplýsingar á dagatali NVL: HTML 

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk
Mer om: innovation

Raunfærnimat – hvað er vitað um árangur og áhrif?

Í skýrslunni Norrænar rannsóknir og dæmi um raunfærnimat (Nordisk forskning och exempel på validering) er varpað ljósi á rannsóknir sem hafa verið gerðar á sviði raunfærnimats á Norðurlöndunum.

Flestar rannsóknir hafa verið gerðar í Svíþjóð, þrátt fyrir að þróunin bæði hvað varðar stefnumótun og framkvæmd sé lengra komin í Danmörku, Finnlandi og Noregi. Í skýrslunni er einnig gerð grein fyrir nokkrum raundæmum um raunfærnimat og þau greind. Í umræðu eru niðurstöður greiningarinnar dregnar saman. Í niðurstöðunum kemur fram að í framkvæmd raunfærnimats á Norðurlöndunum felast raunhæfar leiðir til þess að ná til jaðarhópa og auka á sveigjaleika vinnumarkaðarins. Höfundar skýrslunnar eru Per Andersson, dósent og dr Tova Stenlund.

PDF af skýrslunni: PDF
Samntekt á ensku: PDF

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

RSS
www.nordvux.net/rss/
538/nvlfrettir.htm
 - á þessari slóð færðu nýjustu útgáfu fréttabréfs NVL sem RSS yfirlit. Lesið meira (på danska): 
http://da.wikipedia.org/wiki/RSS


nmr_is


Útgáfudagur: 28.2.2012

Til baka á forsíðu NVL