30 milljónir í tungumálakennslu fyrir innflytjendur

 

Stjórn sænska Alþýðufræðsluráðsins hefur ákveðið að úthluta 30 milljónum sænskra króna til fræðslusambandanna til þess að efla færni hælisleitenda í sænsku.

Ríkisstjórnin lagði fram tillögu í fjárlagafrumvarpi sínu um að heimila fræðslusamböndunum að skipuleggja fræðslu fyrir hælisleitendur á meðan þeir bíða. Um er að ræða aðgerðir til þess að efla færni í sænsku og þekkingu á sænsku samfélagi auk þess að styrkja þátttöku í samfélaginu. 

Átakið nær til einstaklinga sem þegar hafa fengið dvalarleyfi en búa áfram í miðstöðvum fyrir hælisleitendur. Tölur frá sænsku innflytjendastofnun sýna að um er ræða 86.000 manns í Svíþjóð.

Meira