Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur skrifað undir samning vegna styrks frá Evrópusambandinu (ESB) til að hraða þróun raunfærnimats, náms- og starfsráðgjafar og fleiri verkefna til að efla starfshæfni fullorðinna með litla formlega menntun. Upphæð styrksins, sem dreifist á þriggja ára tímabil, er 1.875.000 evrur eða um það bil 300 milljónir kr. Þessi styrkur er hluti af styrkjakerfi Evrópusambandsins sem kallast Instrument for Pre-Accession Assistance (IPA) og eru veittir þjóðum sem eiga í aðildarviðræðum um inngöngu í ESB. Fræðslusjóður hefur samþykkt að tryggja verkefninu mótframlag.
Meira: www.frae.is/frettir/nr/394/