3/2006 NVL Frettir

 


NVL

Þriðja tölublað af DialogWeb

er komið út, þemað er norrænni karlmaðurinn
www.nordvux.net/page/310/32006dennordiskemannen.htm

”Fengslende kultur”

Samstarf norræna tengslanetsins um nám í fangelsum á rætur að rekja til áralangrar norrænnar samvinnu þar sem aðilar hafa skipst á reynslu á þessu sviði. Samstarfið hefur verið um útgáfu bóka, skipulagningu námskeiða fyrir kennara, námskeiðshaldara og stjórnenda á þessu sviði og átt sinn þátt í þróun þess í löndunum öllum.
Samkvæmt starfsáætlun fyrir árið 2006 er sjónum einkum beint að því að auka sameiginlega þekkingu á bakgrunni fanganna og þörfum þeirra fyrir fræðslu. Tengslanetið mun standa fyrir norrænni ráðstefnu um ”Fengslende kultur”, dagana 18. til 21. maí á Selfossi.

Gæði í fullorðinsfræðslu – áskorun fyrir velferðarríkin á Norðurlöndunum?

Norðurlöndin stefna að því að verða í farabroddi þekkingarsvæða. Bæði einstaklingar og samfélagið hafa þörf fyrir nýja þekkingu og mikla færni til þess að hægt verði að tryggja framtíð velferðarkerfisins. Í velferðarsamfélögum með lýðræðislegum hefðum verður þekking að vera aðgengileg öllum! Hvernig tryggjum við næg gæði til þess að hægt verði að ná bæði markmiðum samfélagsins og einstaklinganna?
NVL stendur fyrir norrænni ráðstefnu í Osló 8. og 9. júní næstkomandi.
Hvað eru gæði og hvernig mælum við þau? Er meðal spurninga sem varpað verður fram á ráðstefnunni. Nánari upplýsingar er að finna á slóðinni: www.nordvux.net eða með því að senda tölvupóst á netfangið ellen.stavlund(hjá)vofo.no


DANMÖRK

Ríkisstjórnin kynnir tillögur að umbótum á velferðarkerfinu.

Danska ríkisstjórnin kynnti tillögur sínar að umbótum á danska velferðarkerfinu þriðjudaginn 4. apríl s.l. Tillögurnar eru birtar í skýrslu sem ber heitið „Velmegun og velferð framtíðar. Velferðarumbætur og fjárfestingar í framtíðinni“. Meðal tillagna stjórnarinnar er að fullorðinsfræðsla og endurmenntun verði styrkt. Lagt er til að 0,2 milljörðum danskra króna verði varið til menntunar ófaglærðra og til þess að styrkja, lestar-, skriftar, og reiknigetu. Þar að auki er lagt til einum milljarði danskra króna verði varið til þess að standa undir auknum framlögum til starfs- og endurmenntunar fullorðinna á vegum hins opinbera.
Nánar um umbætur stjórnarinnar á slóðinni
www.uvm.dk

Reikni- og ritunarsmiðjur fyrir fullorðna.

Einn af hverjum fjórum vinnandi mönnum í Danmörku á við lestrar, skriftar- eða reikniörðugleika að etja. Fram til ársins 2008 er áætlað að verja allt að 16 miljónum danskra króna til þess að stofna reikni- og ritunarsmiðjur. Í smiðjunum, sem eru um landið allt, er náið samstarf fagkennara á opnum vinnustofum sem fullorðnir geta sótt eftir þörfum.
Nánari upplýsingar um reikni- og ritunarsmiðju EUC í Holbæk á Norðvestur Sjálandi, er að finna á slóðinni:
www.eucnvs.dk og på www.uvm.dk


FINNLAND

Nýtt fullorðinsfræðsluráð fyrir 2006 til 2009

Nýtt fullorðinsfræðsluráð hefur verið tilnefnt fyrir næstu þrjú ár, 2006-2009. Fullorðinsfræðsluráðið starfar í tengslum við menntamálaráðuneytið og sérfræðinga á sviði fullorðinsfræðslu. Ráðið hefur frumkvæði að og gerir tillögur um þróun auk þess að fylgjast með rannsóknum og þróun á sviði fullorðinsfræðslu heima og heiman. Starfstímabil núverandi ráð lýkur nú í lok mars.
Formaður fullorðinsfræðsluráðsins er umboðsmaður menntamála Heikki Suomalainen (Samtölum atvinnulífsins í Finnlandi)
Heimasíður fullorðinsfræðsluráðsins eru á slóðinni:
www.minedu.fi/aikuiskoulutusneuvosto/sve/index.html

Mat á fullorðinsfræðslu

Í Finnlandi hefur farið fram mat á bæði starfsmiðaðri fullorðinsfræðslu sem og alþýðufræðslunni. Eftir stendur spurningin hvor starfsmiðaða námið eigi að vera undir merkjum fullorðinsfræðslunnar með annarri fræðslustarfsemi eða hvort sameina eigi hana annarri starfsmenntun sem miðast við unglinga á framhaldsskólastigi. Ennfremur kemur fram að nauðsynlegt sé fyrir fjölbreyttar stofnanir og félög sem vinna að fullorðinsfræðslu að koma á samstarfi ekki aðeins á sama sviði heldur einnig á ólíkum sviðum. Aukin samvinna og sameiginleg þróun verði að koma í stað samkeppni á milli hagsmunasamtaka til þess að hægt sé að nýta takmarkað fjármagn. Útdráttur úr finnsku skýrslunni með tilliti til Finnlandssvía er hægt á nálgast á slóðinni: www.edev.fi/portal/ruotsiksi - >publikationer.


ISLAND

Samningur um Þekkingarnet Austurlands

Nýlega var undirritaður samningur vegna þróunarverkefnis um stofnun og rekstur Þekkingarnets Austurlands. Samningurinn felur í sér endurskipulagningu og sameiningu Fræðslunetsins og Háskólanámssetursins á Egilsstöðum í Þekkingarnet Austurlands. Þeirri stofnun er ætlað að vera framsækin og leiðandi á sviði menntunar, rannsókna og samfélagsþróunar. Þekkingarnetið á efla og auka á fjölbreytni þekkingarstarfs á Austurlandi ennfremur er því ætlað að styðja við breytingar á atvinnuháttum og samfélaginu með því að bæta aðgengi að menntun, efla rannsóknartengt nám, vinna að og styðja við rannsóknir og þróunarverkefni sem tengjast Austurlandi.

NOREGUR

UT-stefna / eNoregur

Ríkisstjórn Noregs hyggst með samstarfi endurnýjunar- og stjórnunar ráðuneytisins og þekkingarráðuneytisins verja umtalsverðum fjármunum til þróunar á færni í upplýsingatækni í Noregi. Ríkisstjórnin hefur sett sér markmið fyrir þrjú svið og sett fram áætlunina eNoregur 2009, sviðin eru:
• Einstaklingurinn í stafræna Noregi.
• Nýsköpun og vöxtur í norsku atvinnulífi.
• Samhæfður og notendavænn opinber geiri.
Nánar:
www.nordvux.net/portals/0/_dokumenter/2013/ikt_e_norge.pdf


SVÍÞJÓÐ

Stjórnarfrumvarp um ákveðna spurningar varðandi fullorðinsfræðslu (2005/06:148)

Þann 16. mars s.l. lagði sænska ríkisstjórnin fram frumvarp með ákvæðum um:
- Réttindi til þess að njóta sérkennslu
- Lágmarks fjölda kennslustunda í (sfi) sænsku fyrir innflytjendur
- Innleiðingu á staðfestingum/einkunnum fyrir fullorðna á framhaldsskólastigi
- Tækifæri til þess að taka stúdentspróf í fullorðinsfræðslu á framhaldsskólastigi
- Tilraun um að veita fullorðinsfræðsluaðilum leyfi til að gefa vitnisburð/einkunnir fyrir það nám sem sveitarfélögin greiða fyrir
- Tækifæri um réttindi til þess að fá mat á raunfærni
Hægt er að lesa meira á slóðinni:
www.regeringen.se/sb/d/6312/a/60146

Stjórnarfrumvarp um alþýðufræðsluna (2005/06:192)

Ríkisstjórnin staðfestir mikilvægt hlutverk alþýðufræðslunnar í þróun lýðræðis. Fjárframlög til alþýðufræðslunnar verður að auka verulega. Í stuttu máli þá felur frumvarpið í sér að með fjárframlögum til alþýðufræðslunnar skuli stefnt að:
- styrkja starfsemi sem á þátt í að styrkja og þróa lýðræðið
- stuðla að því að fólk fái tækifæri til þess hafa áhrif á lífsskilyrði sín og eiga hlutdeild í samfélagsþróun (með þátttöku í pólitísku, faglegu, menningarlegu eða öðru starfi)
- stuðla að jafnrétti til náms og hækka menntunarstig í þjóðfélaginu
- stuðla að auknum áhuga á og þátttöku í menningarlífi
Meira á slóðinni:
www.regeringen.se/sb/d/6312/a/60433


EVRÓPA

European Masters in Lifelong Learning:

Policy and Management (MA LLL) is a new two-year course designed for all those interested in managing, delivering or supporting lifelong learning and to provide them with pportunities to develop their own analysis and practice in what is a constantly changing economic, social,
technological and policy environment. Run by three of Europe's leading institutions specialising in educational research: The Danish University of Education (DPU), London's Institute of Education (IoE) and the University of Deusto in Spain, the course is supported by the European Union's Erasmus Mundus scheme.
For further information or to apply, please go to
www.dpu.dk/malll
1582