4/2006 NVL Frettir

 


NVL

DialogWeb 4/2006

er komið út, þema tímaritsins er jafnrétti.
www.dialogweb.net

DEMOS Hringborðið

Markmiðið með DEMOS verkefninu er að leiða markviss námsferlis sem á að ljúka með nýrri stefnu, hvítbók um lýðræði, virka samfélagsþátttöku og sí- og endurmenntun.
Í samvinnu við NVL, býður DEMOS til Hringborðsumræðna um lýðræði og virka þátttöku í samfélaginu.
23. maí í Kaupmannahöfn, í AOF Huset, Danmörku
31. maí í Helsinki, Finnlandi
29. júní í Qaqortoq, Grænlandi
Niðurstöður Hringborðsumræðnanna verða birtar í hvítbókinni og hana á að kynna á ráðstefnunni í Osló 24. – 25. ágúst næst komandi. Með þátttöku í Hringborðsumræðunum gefst þinni stofnun að taka þátt í vinnu þankabankans og hafa áhrif á og leggja til hvítbókarinnar.
www.nordvux.net/page/245/demos.htm

Spennandi opnun

Ráðherra í norska þekkingarráðuneytinu, Åge Rosnes, setur norræna ráðstefnu NVL um gæði í fullorðinsfræðslu – áskorun fyrir velferðarríkin í norðri?
Åge Rosnes er ekki aðeins virkur stjórnmálamaður heldur starfar hann einnig í framhaldsskóla. Velmenntaður og reyndur, með stjórnmálafræði, sögu, norsku, samfélagsfræði og starfsnám sem skrifstofumaður.
Það er tilhlökkunarefni að fá að heyra reyndan kennara og stjórnmálamann fjalla um fullorðinsfræðslu út frá sjónarhorni gæða.
Dagskrá og tilkynningu um þátttöku er að finna á slóðínni:
www.vofo.no/kvl

Nýtt norrænt tengslanet

Er samhengi á milli gæða í fullorðinsfræðslu og sjálfbærrar þróunar?
Þegar norrænt tengslanet um gæði í fullorðinsfræðslu hélt sinn fyrsta fund í Oslo þann 26. apríl s.l. bar þessa spurningu á góma. Í hópnum eru fulltrúar margra hópa, með víðtæka reynslu bæði hvað varðar bakgrunn og reynsalu, þátttakendur eru úr háskólum, fræðslumiðstöðvum landbúnaðarins og atvinnulífsins, alþýðufræðslunni,fræðslusambanda og skólayfirvalda. Hópurinn mun nálgast spurninguna frá sjónarmiðum sjálfbærrar þróunar og hugmynda um gæðastjórnun og hvað þarf til þess að fullorðinsfræðslan beri árangur fyrir einstaklinginn og samfélagið. Tengslanetið mun kynna starf sitt í fyrsta skipti á ráðstefnunni í Osló dagana 8. og 9. júní.
Þáttakendur í tengslanetinum eru einnig fulltrúar bakhópa um gæði í fullorðinsfræðslu sem stofnað hefur verið til í hverju landi
Nánari upplýsingar um gæði í fullorðinsfræðslum má finna á slóðinni:
www.nordvux.net/page/33/kvalitetssakring.htm


DANMÖRK

Nýtt frumvarp til laga um lýðháskóla

Samkvæmt nýju frumvarpi til laga er lýðháskólunum veitt tækifæri til þess að sameina dvöl á lýðháskóla og nám í annarri kennslustofnun sem veitir starfsréttindi. Samkvæmt nýja frumvarpinu mega lýðháskólarnir bjóða nemendum sínum upp á allt að 15 kennslustundir á viku við til dæmis, iðnskóla, menntaskóla eða fullorðinsfræðslustofnun sem hluta af dvöl sinni á lýðháskólanum.
Hverjum lýðháskóla er frjálst að velja hvort þeir óska eftir að notfæra sér þessa nýju lagaheimild.
Frekari upplýsingar eru á slóðinni:
www.uvm.dk


FINNLAND

Lestrarrágjöf eins árs

Verkefnið ”Lestrarráðgjöf” sem ESF (Europeiska Socialfonden) styrkir varð eins árs þann 3.5. 2006. Á fyrsta árinu hefur verkefnið náð til 10.000 manns, í gegnum viðburði, fræðslu og með ýmiskonar þjónustu. Þar af teljast um 1000 manns til svokallaðra ”djúpra viðskiptavina” sem eru einstaklingar sem hafa pantað tvo tíma í ráðgjöf og aðstoð hjá lestrarráðgjafa. Af þeim sem hafa leitað til Lestrarráðgjafarinnar eru 41,9 % vinnandi fólk, 38,3 % eru í námi og 14,3 % eru atvinnulausir. Flestir eru á aldrinum 24-39 ára og 71,8 % af hópnum eru konur. Þörfin fyrir aðstoð er ærin, hvert sem verkefnastjórinn Varpu Taarna, frá menntaráði hefur snúið sér hefur áhugi á verkefninu verið mikill.
Frekari upplýsingar eru á slóðinni:
www.lukineuvola.fi/svenska/index_html

Um tilgang vinnunnar og tilgangsleysi

Finnska atvinnumálaráðuneytið hefur í mörg ár, frá ýmsum sjónarhornum, fylgst með viðhorfi Finna gagnvart vinnu. Niðurstöður síðustu rannsóknarinnar, sem gerð hefur verið, voru birtar nú í apríl. Í rannsókninni beindi vísindamaðurinn Juha Antila athyglinni að tilgangi vinnunnar í Finnlandi. Helstu óskir launþega snúast ekki um auðvelda vinnu, mikinn frítíma og tækifæri til stöðuhækkunar. Samkvæmt skoðun Finnanna er í lagi að vinnan sé tiltölulega erfið ef starfsumhverfið er gott og tilgangurinn er augljós.
Hægt er að lesa meira um niðurstöður rannsóknarinnar á bæði sænsku og ensku á bls. 7-10 í skýrslunni. Krækja í skýrsluna:
pdf


ISLAND

Sveitarstjórnakosningar á Íslandi

Þann 27. maí næstkomandi munu fara fram kosningar í 79 sveitarfélögum á Íslandi.
Á vef félagsmálaráðuneytisins er að finna kort sem sýnir sveitarfélögin eins og þau verða við kosningarnar. Eins og sjá má á kortinu eru sveitarfélögin afar misstór landfræðilega. Það stærsta er Fljótsdalshérað sem er 8884 km2 og telur 3990 íbúa. Minnsta sveitarfélag landsins er Seltjarnarneskaupstaður sem er 2 km2 að stærð og telur um 4.470 íbúa.
Nánari upplýsingar á slóðinni:
http://felagsmalaraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/2358


SVÍÞJÓÐ

Menntun fyrir alla

Alþýðumenntun er styrkur fyrir lýðræði, sí- og endurmenntun og persónulegan þroska. Námskeið lýðháskólanna og námshringar bjóða upp á annars konar menntun en fæst innan opinbera skólakerfisins. Einstök kennslufræði og hugmyndafræði sú sem lögð er til grundvallar gerir það að verkum að þessi tegund menntunar hæfir skammskólagengnu fólki sérstaklega vel. Alþýðumenntunarinnar er ætlað að stuðla að meiri jöfnuði með menntun. Ríkisstjórnin í Svíþjóð hefur lagt fram tillögu i, að framlag til alþýðumenntunar eigi að auka um 400 miljónir sænskra króna árlega frá og með árinu 2007.
Krækja í frumvarpið (http://www.regeringen.fi/download/
e7a3318f.pdfmajor=1&minor=61852&cn=attachment
PublDuplicator_0_attachment):
www.regeringen.se
1592