4/2012 NVL Frettir

 

 

Danmark

Meiri menntun fyrir þá sem minnsta hafa fyrir

Vinnumarkaðsmenntun (AMU) í Danmörku á að tryggja að rétt færni verði til staðar fyrir vinnumarkað framtíðarinnar í Danmörku. Danska námsmatsstofnunin, EVA hefur birt niðurstöður könnunar á því hvort AMU nám leiði til frekari menntunar. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar leiðir AMU nám til frekara AMU náms en ekki annars konar náms.

Barna- og menntamálaráðherra Christine Antorini leggur áherslu á mikilvægi þess að aðgerðir fyrir þá sem minnsta menntun hafi verði markvissar. Það er stefna ríkisstjórnarinnar að fleiri ófaglærðir njóti menntunar sem veitir þeim færni. Í kjarasamningsviðræðum sem eru framundan munu stjórnvöld hefja umræður við aðila vinnumarkaðarins um hvernig unnt er að efla fullorðins- og endurmenntun. 

Meira: Eva.dk

E-post: Antra.Carlsen(ät)vox.no

Fyrirtækin ánægð með símenntunarmiðstöðvarnar (VEU-centrene)

Danska námsmatsstofnunin (EVA) hefur gert úttekt á símenntunarmiðstöðvunum sem komið var á laggirnar árið 2010 með því markmiði að auka gæði og árangur starfsmiðaðrar grunnmenntunar og almennrar fullorðins- og símenntunar. Hlutverk símenntunarmiðstöðvanna er að tryggja betri og markvissari ráðgjöf um símenntunartækifæri fyrir ófaglærða og faglærða.

Símenntunarmiðstöðvarnar hafa náð markverðum árangri, fyrirtækin eru almennt ánægð með ráðgjöfina sem veitt er á miðstöðvunum, og ráðgjöfin hefur veitt betri yfirsýn yfir fullorðins- og símenntunartækifæri sem standa ófaglærðum og faglærðum til boða.
„Símenntunarmiðstöðvarnar hafa afkastað ýmsu á þessum tveimur árum og nú á enn að efla framlag þeirra“, segir Christine Antorini barna- og menntamálaráðherra. Í kjarasamningsviðræðum sem eru framundan munu stjórnvöld hefja umræður við aðila vinnumarkaðarins um hvernig unnt er að efla fullorðins- og endurmenntun og hvernig hægt er að efla starfsemi símenntunarmiðstöðvanna enn frekar.
Símenntunarmiðstöð er formlegt samstarf á milli þeirra stofnana sem bjóða upp á vinnumarkaðsmenntun og símenntun (VUC).

Meira: Uvm.dk
Evalueringsrapport: Eva.dk

E-post: Antra.Carlsen(ät)vox.no

Finland

Ráðleggingar um beitingu félagsmiðla í kennslu

Finnska menntamálastofnunin hefur gefið út ráðleggingar um beitingu félagsmiðla í kennslu. Markmiðið er að nemendur fái jöfn tækifæri til þess að notfæra sér félagsmiðla sem þátt í borgarafærni í upplýsingasamfélagi.

Menntamálastofnunin telur brýnt að ráðleggingar um beitingu félagsmiðla verði liður í stefnu um upplýsingatækni sem hlut af svæðisbundnum námsskrám. Vegna þess að félagsmiðlar náðu fyrst fótfestu á allra síðustu árin eru þeir afar sjaldan nefndir í stefnu um upplýsingatækni.
Í ráðleggingunum er gengið útfrá að færni í notkun miðlanna sé liður í borgarafærni í upplýsingasamfélaginu. Allir geta leikið hlutverk framleiðenda, neytenda og haft áhrif í gegnum miðlana. Skólarnir verði að styrkja þessi hlutverk með því að veita nemendum tækifæri til þess að æfa sig í ábyrgri notkun og þátttöku. Snjallsímar og önnur fartæki stuðla að fjölbreytileika fræðsluumhverfisins og færa nám inn á nýja staði og annað umhverfi, eins og t.d. menningarstofnanir, vinnustaði og önnur samfélög. 

Meira: www.oph.fi/meddelanden/2012/014

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Umsækjendum um nám í háskólum fjölgar

Umsækjendum um nám í starfsmenntaháskólum og háskólum fjölgar á milli ára. Í starfsmenntaháskólunum njóta greinar á sviði heilbrigðis- og félagsmála auk íþrótta og í háskólunum heilbrigðisvísindi.

Um nám við háskóla sóttu um það bil 70 þúsund manns og 90 þúsund um nám við starfsmenntaháskóla.Við háskóla eru í boði pláss fyrir 17.000 nýnema, starfsmenntaháskólarnir taka á móti 18.000 nýnemum og 5.500 fá inngöngu í fullorðinsfræðslu. Þetta mun hafa í för með sér að nálægt 25 % umsækjenda verða teknir inn til náms.
Alls sóttu 15.000  fullorðnir einstaklingar um nám við starfsmenntaháskólana.  Af þeim sóttu einnig flestir um nám á sviði heilbrigðis- og félagsmála og í íþróttum. Fullorðnir höfðu einnig mikinn áhuga á  hugvísindum og  menntavísindum og vinsældir þessara sviða jukust mest á milli ára.

Meira: www.oph.fi/startsidan/102/fler_sokande_till_hogskolorna

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Island

Brotthvarf nemenda á framhaldsskólastigi

Á Íslandi höfðu 44% nýnema á framhaldsskólastigi árið 2003 brautskráðst á réttum tíma, þ.e. innan fjögurra ára frá upphafi náms.

Aðeins í Lúxemborg höfðu færri nemendur lokið námi á framhaldsskólastigi á tilskildum tíma, 41% nemenda, en þar í landi er algengt að nemendur þurfi að endurtaka námsár í skóla. Tveimur árum síðar höfðu 71% nýnema í Lúxemborg brautskráðst en 58% íslenskra, og er Ísland þar í neðsta sæti þeirra 11 OECD-ríkja sem höfðu sambærilegar tölur.
Að meðaltali höfðu 68% nýnema á framhaldsskólastigi í OECD löndunum brautskráðst á réttum tíma. Tveimur árum eftir að námi átti að vera lokið hafði hlutfall brautskráðra hækkað í 81%. Þess skal getið að framhaldsskólanám er mislangt í OECD-ríkjunum. Algengt er að það sé 3 ár, en í sumum löndum er það 2 ár, í öðrum 4 ár eins og á Íslandi. Þá eru nemendur á Íslandi eldri en í flestum öðrum OECD-löndum þegar þeir ljúka framhaldsskóla á réttum tíma.

Meira: Hagstofa Íslands: www.hagstofa.is/Pages/95?NewsID=9038

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is
Mer om: studieavbrott

Norge

Hert á kröfum um færni kennara í Noregi

Menntamálaráðuneytið hefur lagt til að herða kröfur um að kennarar verði að hafa ákveðna menntun í þeim fögum sem þeir kenna.

„Það er samhengi á milli formlegrar hæfni kennara og árangurs nemenda, og því munu kröfurnar um ákveðna menntun auka námsárangur nemendanna“, segir Kristin Halvorsen menntamálaráðherra í Noregi.

Meira: Regjeringen.no

Petter Kjendlie
E-post: kjendlie(ät)nade-nff.no

Verkefninu “Rom for dannelse” er lokið

Samband fræðslusambanda í Noregi (VOFO) hefur undanfarin tvö ár stýrt verkefninu með dönskum og sænskum þátttakendum og með styrk frá Nord-plus horisontal.  Af hálfu Norðmanna hafa Þjóðarbókasafnið og fylkisbókasafnið í Vestfold tekið þátt í verkefninu. Markmiðið er að styrkja alþýðufræðsluna á þverfaglegan hátt. Yfirlit yfir árangursríkt samstarf á milli bókasafna og alþýðufræðsluaðila er nú aðgengilegt á Netinu.

Meira: www.vofo.no/nb/content/dannelse-i-praksis

Petter Kjendlie
E-post: kjendlie(ät)nade-nff.no

Sverige

Sænsk þróunarverkefni vekja athygli í Evrópu

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur ákveðið að kynna fjögur árangursrík sænsk þróunarverkefni innan Leonardo da Vinci áætlunarinna. Meðal verkefna má nefna verkefni Tullängsskólans Spread the Sign og verkefni sænskfinnsku lýðskólanna ProGuide. Markmið beggja er að bæta tækifæri fatlaðra einstaklinga til þess að vera virkir í menntun og á vinnumarkaði.
Í verkefninu Spread the Sign, sem  Tullängsskolan í Örebro stendur fyrir, var samin ný alþjóðleg táknmálsorðabók á netinu. Markmiðið er að auðvelda heyrnarskertum nemendum á starfnámsbrautum á framhaldsskólastigi að taka verknámshlutann erlendis. Í ProGuide verkefninu voru námsbrautir fyrir sjónskerta á sviði hljóðtækna, tónlistarfólks og framleiðenda þróaðar.
 
Meira: Programkontoret.se
E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Staða táknmáls í Svíþjóð

Menntamálnefnd hefur samþykkt að leggja fram frumvarp um að táknmál njóti jafnræðis á við nútímamál og verði einingabært.

Samband heyrnarlausa í Svíþjóð hefur markvisst unnið að þessu máli í samstarfi við önnur samtök. Þegar ríkisstjórnin  kynnti inntökuskilyrði háskólanna árið 2008 var sænska táknmálið ekki tekið með. Nú hefur menntamálanefnd lagt fram frumvarp á sænska þinginu þar sem lagðar eru til breytingar á inntökuskilyrðum við háskóla og að hið sama gildi um táknmál og nútímamál og það verði einingabært. „Þetta er afar ánægjulegur árangur fyrir stöðu táknmáls í Svíþjóð“, segir Ragnar Veer, formaður landssambands heyrnarskertra í Svíþjóð.

Meira: Mynewsdesk.com

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Färöarna

Brýn þörf fyrir færniþróun vinnuaflsins

Nær 80% af 1.700 atvinnulausum Færeyingum eru ófaglærðir. Í nýrri vinnumarkaðsönnun, með áherslu á þarfir einkafyrirtækja fyrir færni, kemur fram að ófaglærðir munu ekki verða ráðnir til starfa, heldur faglærðir með sérhæfða færni.

Til þess að öðlast betri yfirsýn yfir aðstæður á vinnumarkaði, þörf fyrirtækja fyrir færni og til að tryggja að færniþróun sem atvinnutryggingasjóður (ALS) býður atvinnuleitendum sé í samræmi við þarfir atvinnulífsins, tóku ALS og “Granskingardepilin” (miðstöð samfélagsrannsókna) höndum saman um framkvæmd könnunarinnar. Í henni kemur fram að mörg fyrirtæki hafa áætlanir um að ráða til sín fólk á næstu árum, þróa nýjar vörur og vinna nýja markaði. Til þess þarf menntun. Forsvarsmenn fyrirtækjanna benda ennfremur á að þörf sé fyrir frekari menntun og færniþróun fyrir starfsfólkið.

Meira um könnunina á Setur.fo

Elisabeth Holm
E-post: elisabethh(ät)setur.fo

Háskólasamstarf í Norður-Atlantshafssvæðinu

Fjórir háskólar á NORA-svæðinu hafa hug á að koma á sameiginlegu, þverfaglegu mastersnámi í stjórnun.

Fyrir hálfu ári kynnti Norður-Atlantshafsþankabanki sem stofnað var til að frumkvæði NORA  fyrstu tillögur um aðgerðir til þess að styrkja samstarf háskóla á svæðinu. Fyrir nokkrum mánuðum hlutaðist Háskólinn í Norður-Noregi um að bjóða Háskólanum í Færeyjum, Háskólanum á Grænlandi og Háskóla Íslands til fundar um aðgerðir til undirbúnings sameiginlegrar menntunar. Markmið menntunarinnar er að veita stúdentum stjórnunarfærni sem nýtist bæði í einkageiranum og hjá hinu opinbera á norðurslóðum.
Fundurinn var haldinn við Háskólann á Norðurlandi, hann einkenndist af bjartsýni. Norður-Noregur, Ísland og Færeyjar eiga margt sameiginlegt. „Nálægð við hafið, olíu, gas og námavinnslu og margt fleira bindur okkur saman. Sameiginlegt nám til meistaragráðu myndi gagnast okkur öllum“, sagði rektor Háskólans á Norðurlandi, Pål Pedersen, á fundinum. Fulltrúi Háskólans á Færeyjum var rektor Sigurð í Jákupsstovu.
Samþykkt var að fulltrúar háskólanna fjögurra myndu koma saman aftur í Færeyjum í september til þess að vinna að tillögum að hvaða þættir eiga að vera í menntuninni. 

Meira um menntunina á:
www.nora.fo/index.php?pid=193&cid=416 og
www.nora.fo/index.php?pid=193&cid=557

Elisabeth Holm
E-post: elisabethh(ät)setur.fo

Grönland

Snjósleðasveit

Þáttur í áætlun um að stofna liðsveit á Norðurskautssvæðinu, er þjálfun snjósleðakennara, ARTIC TRAINING 2012, sem farið hefur fram á vegum kanadískra landvarðafrá Iqaluit hjá vaktstöð danska hersins við Mestersvig. Það krefst langrar þjálfunar að stjórna hundunum og stefnt er að því að snjósleðar komi í stað hunda.

Danskir vaktmenn, úr Slædepatruljen SIRIUS, sem er hluti af liði danska hersins í óbyggðum þjóðgarðsins á Grænlandi, eru þjálfaðir af snjósleðaþjálfurum svo þeir verði færir um að keyra í slæmu veðri á mjúkum snjó á snjósleða.“Þá er einnig brýnt að hafa fleiri samgönguúrræði þegar senda þarf starfsfólk til vaktstöðvar danska hersins við Mestersvig, því er mikilvægt að kenna undirstöðuatriði snjósleðaaksturs“, segir Michael Hjorth, sjóliðsforingi frá  Grønnedal.
Í stað árvekni hundanna gagnvart ísbjörnum verða búðirnar búnar viðvörunarblysum og  hraslínum.  Arctic Training 2012 er sameiginlegt átak  Kanadamanna og Dana í því skyni að miðla reynslu af veru á Norðurskautssvæðinu og er framhald á samstarfinu sem Kanadamenn komu á við æfingu í Nunalivut, Kanada árið 2010.

Krækjur:
http://sermitsiaq.ag/node/121421
Grænlandsdeild danska hersins: HTML

Minik Hansen
E-post: mh(ät)suliplus.gl

Laganám fyrir grænlenskar kringumstæður við AAU

Í samstarfi Háskólands á Grænlandi, Ilisimatusarfik i Nuuk mun háskólinn í Álaborg bjóða upp á nýtt laganám sem varðar grænlenskar kringumstæður. Til grundvallar liggur nýr fimm ára samstarfssamningur á milli háskólanna tveggja eða fram til 2017.

Tíu stúdentar geta lagt stund á námið ár hvert, með grænlenskum valfögum tengdum fiskveiðum og námavinnslu. Hugmyndin er að stúdentarnir geti tekið fyrstu önnina við háskólann, Ilisimatusarfik í Nuuk. Menntunin er ekki einungis ætluð grænlenskum nemendum, heldur er opin öllum sem hafa hug á lögfræðimenntun aðlagaða grænlenskum aðstæðum.  Samstarf háskólanna hófst árið 2007, en með nýjum samstarfssamningi var það endurnýjað til ársins 2017.

Krækjur:
AAU: HTML
Ilisimatusarfik: www.uni.gl
http://sermitsiaq.ag/node/122345

Minik Hansen
E-post: mh(ät)suliplus.gl

Menntun fyrir ófagægt starfsfólk við umönnun barna á afskekktum svæðum

Grænlenska barnahjálpin hefur staðið fyrir námskeiðum um börn og vanrækslu á Norður-, Austur- og síðast Suður-Grænlandi í því skini að mennta ófaglærða starfsmenn á sviði barnaumönnunar og félagsmála í dreifbýli. Menntunin er aðlöguð að þörfum þátttakanda, aðstæðum á svæðinu og þróuninni fram til þessa.

Markmiðið er að vekja athygli á vanrækslu barna og efla staðbundnar aðgerðir með því að veita ófaglærðu starfsfólki tækifæri til menntunar. Í einangruðum byggðarlögum á Grænlandi  er flest starfsfólk á sviði barnaumönnunar og félagssviði ófaglært og með menntuninni verður það betur fært um að grípa inn í þegar vart verður við vanrækslu barna. Á síðasta námskeiðinu í  Nanortalik voru 16 þátttakendur í samstarfi við sveitarfélagið Kujalleq. Á námskeiðinu er sjónum beint að þekkingu á vanrækslu barna, hvernig hægt er að nýta nýja þekkingu við dagleg störf, fræðslu um lagaákvæði á sviðinu og hvernig hægt er að styðja vanrækt börn og fjölskyldur þeirra. Samhliða námskeiðinu er unnið að myndun tengslanets meðal þátttakendanna til þess að þau geti stutt hvert annað og til að þróa umönnun vanræktra barna og fjölskyldna þeirra. Námskeiðin eru haldin í samstarfi við félagsmálasvið viðkomandi sveitarfélaga. Næsta námskeið verður haldið fyrir nýjan hóp ófaglærðra í Norður-Grænlandi í október.

Krækjur:
Barnahjálpin á Grænlandi: HTML 
http://sermitsiaq.ag/node/122082

Minik Hansen
E-post: mh(ät)suliplus.gl

NVL

Norræn nýsköpun í fullorðinsfræðslu

Skapandi hugsun er lítils virði ef hún gagnast engum. Sköpunin fær fyrst notið sín í gagnseminni. Góðar hugmyndir hafa sífellt sprottið fram án þess að þær hafi leitt til breytinga á kennsluháttum. Stöku sinnum lukkast okkur – við hugsum, við hrindum í framkvæmd og lánast á þann hátt að nýjung festist í sessi og verður eftirsótt.

Þetta verður í brennidepli þegar Nýsköpunarráðstefnan 2012 verður haldin í Osló 4. til 5. júní 2012.

Vettvangur
Ráðstefnan á að vera vettvangur til þess að ýta undir viðteknar nýjungar og skapandi frumkvöðla. Á meðan á ráðstefnunni stendur fá þátttakendur tækifæri til að kynnast raundæmum um skapandi nám og dæmum um framkvæmd sem leitar skapandi lausna. Þátttakendur takast á við ögrandi viðfangsefni á fundum jafnt og ýmiskonar skapandi starfsemi.

Kynntu þér efni 8 samhliða vinnustofa: HTML 

Skráning, dagskrá og nánari upplýsingar á: HTML
Frestur til að skrá þátttöku er til: 15. mai

Lesið meira um nýsköpun á þemasíðu NVL: HTML

E-post: Albert.Einarsson(ät)vox.no
Mer om: innovation

Málþing á vegum DISTANS

Fimmta málþing DISTANS netsins um beitingu upplýsingatækni í námi/fræðslu við byggðaþróun verður haldið á Húsavík þriðjudaginn 22. maí næstkomandi.

Distans hefur staðið fyrir fjórum málþingum á dreifbýlum svæðum á Norðurlöndunum um hvernig hægt er að nýta upplýsingatækni  til þess að opna ný tækifæri til náms og hækka menntunarstig í dreifbýli. Á síðasta ári voru haldin  málþing um sama efni í Rudkøbing , Danmörku, í Þórshöfn á Færeyjum og í Mikkeli í Finnlandi. Árið 2012 var eitt málþing verið haldið í Kiruna í Norður-Svíþjóð í febrúar. Það næsta verður haldið 22. maí, frá kl. 10:00- 16:00 á Húsavík, Íslandi. Síðasta  málsþingið í röðinni, verður haldið í Norður-Noregi í september. Markmiðið með málþingunum er að safna upplýsingum og reynslu , vinna efnið og gefa út skýrslu í lok ársins.
Hægt verður að fylgjast með fyrirlestrum á málþinginu um Connect Pro. Dagskrá og nánari upplýsingar: HTML

Meira um DISTANS: http://distans.wetpaint.com/

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Recognition of Prior Learning – Cooperation between Higher Education and Companies

24th and 25th of May 2012, Turku, Finland

The focus of the seminar is on the recognition of prior learning in work based situations. The seminar is open for all those interested in practices of recognition of prior learning. Speakers from Finland, Ireland and Scotland will share their experiences in the presentations and discussions.
The seminar is organized by RPL in Higher Education (ESF) and funded by European Social Fund (ESF).
The national NVL network for Recognition of Prior Learning is involved in the seminar.

Please see NVL:s Calender page for more information.

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

DialogWeb

Mariu Österåker gefst tími til að opna hugann fyrir óþekktum tækifærum,

hún sagði upp starfi sínu sem fyrirtækjaráðgjafi og vék þar með af framabrautinni til þess að geta helgað sig því sem hana langaði mest til og samtímis geta varið meiri tíma með börnum sínum þremur.

Lesið grein Clara Henriksdotter um sjálfsþurftarbúskap á www.dialogweb.net - og deildu henni með öðrum á Fésbókinni!

E-post: Larry.Karkkainen(ät)folkhogskolor.fi

RSS
www.nordvux.net/rss/
538/nvlfrettir.htm
 - á þessari slóð færðu nýjustu útgáfu fréttabréfs NVL sem RSS yfirlit. Lesið meira (på danska): 
http://da.wikipedia.org/wiki/RSS


nmr_is


Útgáfudagur: 24.4.2012

Til baka á forsíðu NVL