5/2007 NVL Frettir

 


NVL

Ritið með úrvali greina um DEMOS er komið út

Rit með úrvali greina er komið, út en markmið útgáfunnar er að hún gagnist til áframhaldandi umræðna alþýðufræðslunnar á Norðurlöndum auk þess að hún verði sem flestum félagasamtökum hvatning til að eiga frumkvæði að, og taka virkan þátt í, umræðum um völd, lýðræði og samfélagsþátttöku.
Öll vinna við DEMOS verkefnið hefur einkennst af miklum áhuga fullorðinsfræðsluaðila og fræðimanna á Norðurlöndunum og það var styrkt af Norrænu ráherranefndinni í gegn um NVL.
Úrvalsritinu DEMOS á að dreifa í gegn um samtök fullorðinsfræðsluaðila á Norðurlöndunum öllum og í tengslanetum NVL. Rafræna útgáfu er að finna á slóðinni:
www.nordvux.net/page/245/demos.htm
E-post: Antra.Carlsen(ät)cfl.se
NVL

NTT er nú að undirbúa lokaskýrslu sína

Norræni þankabankinn um færni til framtíðar er nú að undirbúa lokaskýrslu sína. Í ítarlegri grein á heimasíðu NVL er má lesa um niðurstöður skýrslunnar.
Þar kemur m.a. frama að Norðurlöndin verði að tryggja velferð í samfélögunum í hnattvæddum heimi. Grundvöllurinn að því er áframhaldandi hagvöxtur með mikilli framleiðni og samkeppnishæfni með sjálfbæra þróun að markmiði.
Lesið greinina www.nordvux.net/page/457/nordisktenketank.htm
Sigrún Kr. Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is
NVL

Starfsnám á Norðurlöndunum

Stýrihópur (SVL) Norrænu ráðherranefndarinnar hefur falið NVL og Tengslanetinu fyrir formlega fullorðinsfræðslu það hlutverk að útbúa yfirlit yfir þá möguleika sem fullorðnir hafa á að fara í starfsnám í ólíkum löndum. Yfirlitið á að vera tilbúið þann 31. maí. Skýrsla verður aðgengileg á www.nordvux.net eftir að SVL hefur fjallað um hana.
E-post: Nils.Friberg(ät)kristianstad.se
NVL

Learning In The Workplace

The conference Learning In The Workplace was arranged in Copenhagen on the 23rd and 24th May 2007, by NVL in cooperation with the Danish Association for Flexible Learning (FLUID), the Danish Ministry of Science, Technology and Development and a range of Nordic associations and projects.
The purpose of the conference was to facilitate knowledge exchange and knowledge sharing between the participants from the Nordic countries, nearly 150 persons from all the Nordic countries and Europe took part in the conference programme which had three horisontal themes: Mobile learning; with examples from M-Learning projects and partners; Learning Objects; with discussions and presentations from both an academic and a practical perspective, and Learning for Business; with representatives and cases from a wide range of companies.
More http://distans.wetpaint.com/
Sigrún Kr. Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri@frae.is
NVL

Norræn ráðstefna um raunfærnimat i Reykjavík

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, NVL á Íslandi og sérfræðingahópur NVL um raunfærnimat héldu norræna ráðstefnu 4. maí sl. Um mat á raunfærni, reynsluna í Evrópu og þróunina á Íslandi.
Sérfræðingar úr neti NVL um raunfærni greindu frá reynslu sinni af ýmsum verkefnum á Norðurlöndunum. Enn fremur kom sérfræðingu frá OECD, Patrick Werquin, og sagði frá þróun mála í 27 löndum víða um heim. Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir kynnti tillögur FA um þróun raunfærnimats á Íslandi. Að lokum var reynsla af ýmsum tilraunaverkefnum á Íslandi kynnt.
Meira: www.frae.is//default.asp?id=636
Sigrún Kr. Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is
Mer om: validering
Danmark

Sjálfbær þróun nýr mælikvarði í samkeppni

Rúmlega 180 fjárfestingarfyrirtæki sem samtals ráða yfir 44 milljörðum danskra króna hafa undirritað reglur Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar (Priciples for Responsible Investment, PRI).
Með PRI fjárfestingum eru fyrstu skrefin í átt að hagkerfi þar sem fjárfestar skuldbinda sig til þess að byggja samkeppni sína á milli með sjálfbærni að markmiði. Þetta mun hafa mjög mikilvæg áhrif á samkeppni óteljandi aðila, og er ögrun við kjarnafærni þeirra en jafnframt tækifræri fyrir þá til þess að takast á við ný hlutverk að mati vikuritsins Mandag Morgen.
Meira í vikubréfinu Mandag Morgen http://mm.dk/default.asp?indhold_id=212&emne=leder
Mette Iversen
E-post: mettei(ät)dpu.dk
Danmark

Stjórnendur eru ekki menntaðir til þess að takast á við félagslega ábyrgð

Samkvæmt könnun sem vikuritið A4 gerði á námi fyrir stjórnendur í Danmörku eru fög eins og siðfræði og félagsleg ábyrgð ekki meðal kennslugreina.
Hins vegar hafa dönsk fyrirtæki orð á sér fyrir að hafa áhyggjur af fleiru en krónum og aurnum er takmörkuð áhersla lögð á siðfræði og samfélagsábyrgð í danskri stjórnendamenntun. „Það eru áreiðanlega margir sem fást við menntun stjórnenda sem eru sér meðvitaðir um nauðsyn þess að taka þessi fög með í menntuninni en það er ekki nóg“ er haft eftir Helene Tølbøl ráðgjafa, „Ef ábyrgð fyrirtækjanna er vanrækt í dönsku stjórnendanámi getur það haft þær afleiðingar að það eru aðeins eldhugarnir innan fyrirtækjanna sem halda áfram að axla ábyrgðina að hennar mati.“ Það er ekki viðunandi fyrir danskt viðskiptalíf sem vill vera samkeppnishæft á alþjóðamarkaði.
Meira
Mette Iversen
E-post: mettei(ät)dpu.dk
Danmark

Fyrsti hópur meistaranema í viðburðastjórnun útskrifast í Danmörku

Fyrsti hópur nema sem útskrifast með meistaragráðu í viðburðastjórnun úr Háskólanum í Hróarskeldum.
Af því tilefni verður boðið upp á málþing og útskrift miðvikudaginn 20. júní 2007. Viðburðastjórnun veltir 175 milljörðum danskra króna eða sem samsvarar til 7-8 hundraðshluta af þjóðartekjum. Talið er að mögulegt sé að auka hlutdeildina til muna vegna þess að viðburðir af öllu tagi muni í framtíðinni heyra öllum hliðum tilverunnar.
Meira: www.ruc.dk/ruc/omruc/pressemeddelelser/23052007/
Mette Iversen
E-post: mettei(ät)dpu.dk
Danmark

Ný evrópsk úrvalsmenntun

Ný sameiginleg menntun innan ferðaþjónustu gerir nemendum fært að vinna hvar sem er í heiminum.
Háskólamiðstöðin í Esbjerg hefur tekið upp samstarf við háskólana í Ljublana og Girona til þess að leggja grunn að alþjóðlegri menntun í ferðaþjónustu sem á að veita nemendum þekkingu til þess að takast á við ögranir í ferðaþjónustu framtíðarinnar, en ferðaþjónustan er talin til þeirra atvinnugreina sem vaxa hvað hraðast á alþjóða mælikvarða. Menntunin felst í tveggja ára framhaldsnámi fyrir þá nema sem lokið hafa BA prófi í ferðaþjónustu, stjórnun eða tungumálum.
Meira www.sdu.dk/Nyheder/Nyt_fra_SDU/europaeisk%20eliteuddannelse.aspx
Mette Iversen
E-post: mettei(ät)dpu.dk
Danmark

Fleiri stúdentar leita aðstoðar

Fjöldi stúdenta í Danmörku, sem leita sér aðstoðar í glímunni við námsörðugleika, hefur tvöfaldast á síðustu árum.
Þetta hefur haft aukið álag í för með sér fyrir námsráðgjafa og bið eftir að þeir geti boðið upp á úrræði er nú allt að tveir mánuðir.
Miðstöð námsráðgjafar:  www.ug.dk/Videnscenter%20for%20vejledning/forside.aspx
Upplýsingar um úttekt á námsráðgjöf í Danmörku sem áður hefur verið fjallað um í fréttabréfinu: www.eva.dk 
Mette Iversen
E-post: mettei(ät)dpu.dk
Mer om: vägledning
Danmark

Kaupmannahöfn á að vera þekkingarþorp á heimsmælikvarða

Þankabanki sem Kaupmannahafnarborg setti á laggirnar þankabanka undir stjórn staðgengils rektors Hafnarháskóla, Lykke Friis, hefur lagt fram tillögur um hvernig Kaupmannahöfn getur náð árangri í samkeppninni um þekkingarmiðlun. Þankabankinn kynnir tillögur sínar í sýndarveruleikaleiknum Second Life.
Meira: www.KU.dk
Mette Iversen
E-post: mettei(ät)dpu.dk
Finland

Innflytjenda þema í Viku símenntunar

Vika símenntunar verður haldin í haust, í tíunda skiptið, dagana 6. – 15. september víðsvegar um Finnland.
Markmið Viku símenntunar er að hvetja núverandi og tilvonandi námsmenn til símenntunar og benda á mikilvægi menntunar fyrir einstaklinginn og samfélagið. Í ár beinir Vikan sjónum sínum að jöfnum tækifærum innflytjenda til náms og á mikilvægi nám- og starfsráðgjafar innan fullorðinsfræðslunnar.
Meira: www.aoviikko.org/sivut/svenska.htm
E-post: Carola.Lindholm(ät)vsy.fi
Finland

Nýtt sýndartæki fyrir enskunám í tengslum við sjávarútveg

MarEng Learning Tool er tæki fyrir enskunám sem Tyrun yliopisto (Åbo Háskóli), stofnun fyrir nám og rannsóknir í sjávarútvegi hefur framleitt í samstarfi við aðra aðila í víðtæku alþjóðlegu samstarfsverkefni.
Tækið er að finna á netinu og byggir á sýndarferð farartækis um evrópsk höf og hafnir. Meðan á ferðinni stendur framkvæmir áhöfnin venjubundna verkþætti og kemst í óvæntar aðstæður. Efnið hefur verið tekið saman með tilliti til náms sjómanna, færniviðmiða og reglna sem gilda um vaktafyrirkomulag á ferðum (STCW95).
Hægt er að hlaða niður öllu efninu frá http://mareng.utu.fi, einnig er hægt að panta það á CD-ROM.
Verkefnisstjórar geta gefið meiri upplýsingar og tekið við pöntunum:
Juha Suitmaa, juhsuo(ät)utu.fi
E-post: Carola.Lindholm(ät)vsy.fi
Island

Menntakerfi í fremstu röð

Í sáttmála nýrrar ríkisstjórnar kemur fram að stjórnin setur sér það markmið að allt menntakerfi þjóðarinnar, frá leikskóla til háskóla, verði í fremstu röð í heiminum.
Framfarir og hagvöxtur komandi ára verða knúin áfram af menntun, vísindum og rannsóknum. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir áframhaldandi fjárfestingu í rannsóknum og menntakerfi þjóðarinnar. Áhersla verður lögð á gæði, sveigjanleika og fjölbreytni í námsframboði þannig að allir geti fundið nám við sitt hæfi. Lögð verður áhersla á að skapa ný tækifæri til náms fyrir þá sem hafa eingöngu lokið grunnskólaprófi og efla fullorðinsfræðslu innan skólakerfis og á vinnumarkaði.
Sigrún Kr. Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is
Norge

Vika símenntunar

Vika símenntunar árið 2007 er í vikuna 1.-9.september. Sveitastjórnarkosningar verða þann 10. september. Af þeim sökum hefur verið ákveðið að vekja athygli stjórnmálamanna á fullorðinsfræðslu ekki síst hvaða áhrif hún getur haft á lýðræði og samfélagsþátttöku.
Aðalviðburðurinn í ár verður ráðstefna þar sem fjallað verður um nám fullorðinna frá ýmsum sjónarhornum á Klubben Hóteli í Tønsberg dagana 6.-7.september. Þar verða tvö mikilvæg verðlaun afhent: Alþýðufræðsluverðlaunin og verðlaun fyrir námshetju ársins.
Markmið viku símenntunar er að ná til sem allra flesta sem fást við nám fullorðinna: Námsmanna, hugsanlegra námsmanna, fullorðinsfræðsluaðila, áhugafólks um fullorðinsfræðslu, stjórnmálamanna og allra þeirra sem hafa hug á að kynna sér allt sem lýtur að námi fullorðinna og helst sama tíma á landsvísu!
Í viku símenntunar gefst tækifæri til þess að sýna fram á þá fjölbreytni og fjölmörgu möguleika sem blasa við á sviði fullorðinsfræðslu. Það eru fundir og sýningar á torgum og bókasöfnum, sýnishorn af námskeiðum, menningarviðburðir, verðlaunaafhendingar, greinaskrif í blöðum og tímaritum og fréttapistlar í öllum fjölmiðlum!
Þeir sem standa fyrir viku símenntunar í Noregi eru Samtök fullorðinsfræðsluaðila í Noregi, Vofo, með 18 aðildarsamtökum fullorðinsfræðsluaðila með alls 450 félaga og 600 þúsundum þátttakenda á námskeiðum um land allt s.s. ABM Þróun, Lýðháskólaráðið, IKVO Fullorðinsfræðsla sveitarfélaganna, Þekkingarráðuneytið, Alþýðusamband Noregs, Samtök atvinnulífsins, Norsk samtök um fjarkennslu og Noregsháskóli, UNESCO-kommisjonen, Samtök háskóla, Menntaráð, Vox, Nám í atvinnulífinu. Verkefnastjóri er astrid.thoner(ät)vofo.no, www.vofo.no  sími: +46 22 41 00 00,  vofo(ät)vofo.no
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no

Námssendiherrar eiga að vísa veg

Menntun og skóli eru ekki jafn sjálfsögð fyrir alla og það Jan Helge Svendsen fullkunnugt um. Hann er lesblindur og af þeim sökum varð hann að finna sér sína eigin leið til náms.
Hans æðsta ósk er að hvetja aðra til þess að gera það sama. Hann tekur þátt af miklum eldhug í verkefni Vofo: Frá námshetju til sendiherra námsmanna. Verkefnið fékk styrk frá Vox í maí til þess að reyna nýja aðferð til hvatningar fyrir þá sem hafa þurft að takast á við námsörðugleika og á að veita þeim tækifæri til þess að nýta nám sem verkfæri. Markmiðið er að virkja tíu námsmenn sem sendiherra og kenna þeim til verka. Nánari upplýsingar veitia: Jan Helge Svendsen,
jan-helge.svendsen(ät)blindeforbundet.no eða berit.mykland(ät)vofo.no
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no
Sverige

1000 leiðir til þekkingar

Í Svíþjóð verður vika símenntunar haldin dagana 1. – 7. október.
Fræðsluútvarpið (UR) stendur fyrir átakinu sem í þetta sinn er í samstarfi við Menntamálaráðuneytið. Samtök alþýðufræðslunnar hafa komið að undirbúningi með ráðgjöf, en aðilar í þeim eru flestir fullorðinsfræðsluaðilar og fulltrúar stjórnvalda sem koma að námi fullorðinna. Í kring um 300 aðilar í öllum sveitarfélögum i Svíþjóð leggja hönd á plóg við framkvæmd vikunnar. 
Markhópurinn vikunnar í þetta skipti eru þeir úr hópi fullorðinna sem eru í yngri kantinum,  atvinnulausir eða eiga hættu á að lenda utan vinnumarkaðarins og sem þurfa að afla sér starfsmenntunar eða bæta við þekkingu sína. Nú verður sérstakri athygli beint að praktískum leiðum til menntunar, þá einkum starfmenntunar innan iðnaðar, handverks, umönnunar og þjónustu.
Nánari upplýsingar veitir: Anna Gustafson på UR agu(ät)ur.se
Ingrid Brundin hjá Samtökum alþýðfræðslunnar /FIN ingrid.brundin(ät)folkbildning.se
E-post: Nils.Friberg(ät)kristianstad.se
Sverige

Nýja vísindanefnd

Skólamálaráðherrann Jan Björklund verður nýr leiðtogi Þjóðarflokksins Lars Leijonborg leiðir nýja vísindanefnd.
Ríkisstjórnin hefur komið á nýrri vísindanefnd. Rannsóknarnefndin mun veita ríkisstjórninni ráðgjöf varðandi rannsóknir og í henni eru yfirmenn mismunandi sviða vísindageirans og atvinnulífsins. Lars Leijonborg Mennta- og vísindaráðherra leiðir Vísindanefndina.
E-post: Nils.Friberg(ät)kristianstad.se
Sverige

Fréttabréf með hnattrænu sjónarhorn

Fimmtudaginn 10. maí kemur fyrsta rafrænt fréttabréf Hnattvæðingaráðsins út. Það inniheldur m.a. upplýsingar um fundi ráðsins, ráðstefnur, skýrslur og starfsemi. Í  fréttabréfinu er einnig að finna yfirlit í formi pistla og heimsyfirliti.
http://utbildning regeringen.se/sb/d/909
E-post: Nils.Friberg(ät)kristianstad.se
Sverige

Áhersla á framhaldsmenntun kennara – hluti af eflingu kennara

Bæta þarf árangurinn í sænskum skólum. Bæði innlendar og erlendar rannsóknir sýna að árangur nemenda hefur versnað á mörgum sviðum.
Ríkisstjórnin leggur því 2.8 milljarða sænskra króna á árunum 2007-2010 í framhaldsmenntun kennara. Um það bil 30.000 kennarar fá því tækifæri til vottaðs framhaldsnáms á háskólastigi. Kennararnir halda 80% launum meðan á náminu stendur.
Meira: http://utbildning.regeringen.se/sb/d/8746/a/81661
E-post: Nils.Friberg(ät)kristianstad.se
Åland

Þörf á endurskipulagi fullorðinsfræðslunnar á Álandseyjum

Nefnd sem skipuð var af landsstjórninni á Álandseyjum hefur skilað áliti sínu: „Fullorðinsfræðsla á Álandseyjum, staðan og tillaga um þróun skipulags“
Verkefni nefndarinnar fólst í því að greina stöðu, hlutverk og ábyrgð fullorðinsfræðslunnar og undirbúa frumvarp til laga um fullorðinsfræðslu. Nefndin staðfestir að þörf sé á að endurskipuleggja
Fullorðinsfræðsluna með það að markmiðið að auðvelda einstaklingum yfirsýn yfir tilboð, áframhald og tækifæri.
Inntakið í skipulaginu þurfi að taka yfir lög og  reglugerðir, upplýsingar, ráðgjöf og raunfærnimat. Það þarf enn fremur að taka mið af bæði þörfum einstaklinga sem og eftirspurn atvinnulífisins og jafnframt ber að leggja áherslu á samstarf og deilingu ábyrgðar mismunandi aðila.
Nefndin staðfestir að þörf sé fyrir starfsáætlun til þess að hrinda tillögunum í framkvæmd. Þá hvetur nefndin til þess að fullorðinsfræðslan verði samræmd nýjum framhaldsskólans en leggur ríka áherslu á mikilvægi þess að tekið verði tillit til sérstakra þarfa og marka fullorðinna. Sérstaklega verði skilgreint svið sem er í miklum vexti og stafar af innflutningi fólks með annað móðurmál en sænsku á síðustu árum.
Fljótlega verður hægt að nálgast niðurstöður nefndarinnar á rafrænu formi á slóðinni:
www.regeringen.ax/utbildning_kultur/index.pbs
E-post: Viveca.Lindberg(ät)living.ax
Estland

10th Adult Learners Week in Estonia, October 12.-19, 2007

The Adult Learners Week (ALW) promoting lifelong learning has been organised by Andras in co-operation with the Ministry of Education and Research since 1998.
A highlight of the opening event is the recognition of the Learner and Educator of the Year, and also the Education Friendly Organisation and Education Friendly Municipality of the Year. The closing event of the week is Adult Education Forum devised primarily for the policy makers of lifelong learning.
As a result of continual development of ALW as an extensive promotional event of lifelong learning, an all-the-year-round, over-Estonian, operating lifelong learning network has been created. During the preparation of information campaign information seminars are organised for the members of the network in all the counties; county coordinators and members of the national support group also receive special training.
More information: www.andras.ee
E-post: Antra.Carlsen(ät)cfl.se
Lettland

Lifelong Learning Week in Latvia October 15 - 21, 2007

More information: Latvian Adult Education Association, Ingrida Mikisko, ingrida(ät)laea.lv
E-post: Antra.Carlsen(ät)cfl.se
Litauen

Adult Learners’ Week 2007 in Lithuania “Opening doors into family learning”

This will be the eighth annual event of this kind, and will take place November 19 - 25, 2007
The overall goal of the project this year is to develop parents’, grandparents and children’s advocacy capacities in education through joint activities and networking. They need to be taught to cooperate with each other, and to cooperate with schools, ministries, departments and other stakeholders in order to be successful in their advocacy activities. They need certain skills, strategies, and methods of conflict resolution, successful negotiation, and collective bargaining.
One of main aims is to create a positive image of older people in communities. The responsible organization is Lithuanian Association of Adult Education, partners – thousands of Lithuanian people.
The main sponsor of ALW-2007 is Lithuanian National Commission for UNESCO.
The motto: Fly high, Adult Education Week!
Further information: Dalia Cymbaliuk, lssavilnius(ät)takas.lt and www.lssa.smm.lt
E-post: Antra.Carlsen(ät)cfl.se
nmr_is


Fyrirsagnir 1.6.2007


NVL
Ritið með úrvali greina um DEMOS er komið út

NTT er nú að undirbúa lokaskýrslu sína

Starfsnám á Norðurlöndunum

Learning In The Workplace

Norræn ráðstefna um raunfærnimat i Reykjavík


DANMÖRK
Sjálfbær þróun nýr mælikvarði í samkeppni

Stjórnendur eru ekki menntaðir til þess að takast á við félagslega ábyrgð

Fyrsti hópur meistaranema í viðburðastjórnun útskrifast í Danmörku

Ný evrópsk úrvalsmenntun

Fleiri stúdentar leita aðstoðar

Kaupmannahöfn á að vera þekkingarþorp á heimsmælikvarða


FINNLAND
Innflytjenda þema í Viku símenntunar

Nýtt sýndartæki fyrir enskunám í tengslum við sjávarútveg


ÍSLAND
Menntakerfi í fremstu röð


NOREGUR
Vika símenntunar

Námssendiherrar eiga að vísa veg


SVÍÞJÓÐ
1000 leiðir til þekkingar

Nýja vísindanefnd

Fréttabréf með hnattrænu sjónarhorn

Áhersla á framhaldsmenntun kennara – hluti af eflingu kennara


ÁLAND
Þörf á endurskipulagi fullorðinsfræðslunnar á Álandseyjum


EISTLAND
10th Adult Learners Week in Estonia, October 12.-19, 2007


LETTLAND
Lifelong Learning Week in Latvia October 15 - 21, 2007


LITHÁEN
Adult Learners’ Week 2007 in Lithuania “Opening doors into family learning”