7/2007 NVL Frettir

 


Norden

Úrbætur í lestri-, ritun, og upplýsingatækni fyrir fullorðna með litla menntun

Nýlega kom út skýrsla um norræna forrannsókn á umfangi lesrarörðugleika fullorðinna, einkum þeirra sem minnsta menntun hafa, í Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Finnlandi og Íslandi Þar er að finna yfirlit yfir úrval möguleika sem standa þessum hópi til boða í löndunum öllum sem og lýsing og umfjöllun um einstök lestrar- og ritunarnámskeið.
Í skýrslunni eru einnig  tillögur um næstu verkefni, til þess m.a. að rannsaka áhrif einstakra lestrar- og ritunarnámskeiða sem eru sérsniðin að þörfum hópsins.
Hægt er að nálgast skýrsluna á rafrænu formi á slóðinni:
www.norden.org/pub/sk/showpub.asp?pubnr=2007:549
E-post: Antra.Carlsen(ät)cfl.se
Danmark

Dönsk greinargerð: Stefna Dana í símenntun. „Menntun og sífelld færniþróun fyrir alla“ 2007

Danska menntmálaráðuneytið kynnir í ritinu „Stefna Dana í símenntun“ hvaða áherslur á að leggja og á hvaða sviðum til þess að tryggja samkeppni og velferð í Danmörku í hnattvæddu hagkerfi. Skýrslan byggir á stefnu ríkisstjórnarinnar í alþjóðavæðingu og er svar við hvatningu Evrópuráðsins til aðildarlandanna til að lýsa þeim aðgerðum sem þjóðirnar ætla að grípa til svo þær nái markmiðum Lissabonáætlunarinnar; Menntun 2010.
Í henni er lögð sérstök áhersla á menntun og sífellda færniþróun fyrir alla. Samhæfðum aðgerðum og markmiðum er lýst á öllum sviðum, alt frá leikskóla, framhaldsskóla, og þær beinast að því að styrkja framhaldsnám, sérmenntun og fræðslu fyrir þá sem minnsta menntun hafa fyrir. Áætlunin mun hafa í för með sér breytingar á skipulagi og aukið samstarf á milli atvinnulífs, menntastofnana, alþýðufræðslu og frístundakennslu.
Til þess að hægt verði að ná markmiðunum er lögð sérstök áhersla á að efla leiðsögn og ráðgjöf á öllum stigum menntunar, auðvelda aðgengi að raunfærnimati, bæði við skólastofnanir sem og í atvinnulífinu, gera vinnustaði meðvitaðri um færni, nám og þróun og aukna áherslu á að fjölga þátttakendum á lestrar-, ritunar- og stærðfræðinámskeiðum.
Ráðgert er að verja 15. milljörðum danskra króna við undirbúning og framkvæmd áætlunarinnar á árunum 2007 - 2012.
Skýrsluna er hægt að nálgast á rafrænu formi:
Dönsk útgáfa: http://pub.uvm.dk/2007/livslanglaering | LivePaper
Ensk útgáfa: http://pub.uvm.dk/2007/lifelonglearning
E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk
Danmark

Nýr fulltrúi Dana í NVL

Maria Marquard, kennslufræðingur og lektor í kennslufræði fullorðinna hóf störf sem danskur fulltrúi í NVL þann 1. ágúst s.l.
Maria starfar við kennaraskólann í Silkiborg / Starfsmenntaháskólann VIA, stofnunina sem hýsir NVL í Danmörku.
María hefur langa reynslu á sviði fullorðinsfræðslu, sem kennari á lýðskóla, verkefnastjóri og kennari við eins árs námsbraut um fullorðinsfræðslu, og á ýmsum norrænum námskeiðum m.a. fyrir NFA. Hún hefur einnig skrifað greinar og bækur um samþættingu fagurfagurlegra aðferða við kennslu. Maria hefur leitt starfsemi NVL hópsins sem fjallar um kennslufræði fullorðinna frá því í september 2006. María er ættuð frá Álandseyjum og Danmörku.
E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk
Finland

Styrkja skal þverfaglegt samstarf um náms- og starfsráðgjöf fyrir unglinga

Hluti unglinga á aldrinum 15 til 17 ára sem hvorki leggur stund á nám eða er í vinnu á ekki kost á neinni ráðgjafaþjónustu. Þetta hefur í för með sér aukna áhættu á að komast hvorki í áframhaldandi nám né vinnu t.d. að loknum grunnskóla. Velferðar- og menntakerfi virka ekki eins fyrir alla.
Vinnuhópur sem unnið hefur að endurskoðun á náms- og starfsráðgjöf fyrir unglinga telur að besta leiðin til þess að ná til þessa hóps sé náið samstarf mismunandi aðila, eins og menntakerfisins, vinnumiðlana og fleiri stofnana. Til þess að lýsa mismunandi líkönum fyrir samstarf eiga þessir fulltrúar menntamála, vinnumiðlana og annarra sem koma við sögu að gera svæðisbundnar áætlanir um náms- og starfsráðgjöf þannig að fram komi meginreglur, markmið og leiðir til þess að meta samstarfið um náms- og starfsráðgjöf fyrir unglinga.
Meira.
E-post: Carola.Lindholm(ät)vsy.fi
Mer om: vägledning
Finland

Stýrihópi falið að undirbúa allsherjarumbætur á starfsmiðaðri fullorðinsfræðslu

Finnska menntamálráðuneytið hefur sett á laggirnar stýrihóp til þess að undirbúa umbætur á starfsmiðaðri fullorðinsfræðslu. Vinnu stýrihópsins á að vera lokið þann 31. desember 2010. Umbæturnar eru hluti stjórnarsáttmálans og markmiðið með þeim er að gera grein fyrir stjórnsýslu starfsmiðaðrar fullorðinsfræðslu, fjármögnun hennar, réttindum og námstilboðum.  
Meira.
E-post: Carola.Lindholm(ät)vsy.fi
Island

Áhugi á kennslu í íslensku fyrir útlendinga

MIKILL áhugi er á íslenskukennslu hjá útlendingum og fyrirtækjum eins og kom fram í fjölda umsókna um styrki til kennslunnar fyrr á þessu ári, skv. upplýsingum menntamálaráðuneytisins.
Ríkisstjórnin ákvað fyrr í sumar að veita 100 milljónum kr. til námskeiða í íslensku fyrir útlendinga á síðari hluta ársins. Verða styrkir til námskeiðahalds auglýstir á næstunni. Ráðuneytið auglýsti í janúar styrki til námskeiða í íslensku sem haldin voru fyrri hluta ársins og sóttu alls yfir 70 fræðsluaðilar og fyrirtæki um ríflega 144 milljónir kr. til að halda námskeið fyrir rúmlega 4.600 útlendinga. Veittir voru 60 styrkir til að halda námskeið fyrir samtals 3.360 nemendur. Ekki reyndist unnt að koma til móts við ýtrustu óskir umsækjenda.
Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri@frae.is
Mer om: språk
Norge

Fékk ekki vinnu á skiptiborðinu – hjólastóllinn kom í veg fyrir það

Álíka sögur um vinnufúst fólk, sem hefur ekki fengið störf við hæfi vegna þess að það uppfyllir ekki ströngustu kröfur atvinnulífsins, höfum við bæði lesið og heyrt.

Á Norðurlöndunum eru kringumstæður einstakar. Það er mikil þörf fyrir vinnukraft og störf fyrir alla. Þrátt fyrir góðæri verða margir fyrir því að umsóknin þeirra lendir neðst í bunkanum. Eldri, hreyfiskertir og innflytjendur, eru  síður boðaðir í viðtöl og oftar en ekki hafnað ef þeir komast svo langt. NVL tengslanetið um hindranir í atvinnulífinu fjallar um þörf fyrir nýja færni og breytt viðhorf. 
www.nordvux.net/page/547/
læringpaarbeidsplassenhindringer.htm

Eða hvað finnst þér?

E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no
Norge

Frá leikskóla til fullorðinsfræðslu

Menntun í Noregi
Í heftinu Menntun í Noregi er að finna yfirlit yfir menntun á vegum hins opinbera – frá leikskóla til fullorðinsfræðslu. Af samtals 4,5 milljónum Norðmanna leggja 1,9 milljón stund á nám. Ein milljón þeirra tekur þátt í fullorðinsfræðslu. Það er stefna ríkisstjórnarinnar að símenntun sé skipulögð sem ævilangt verkefni til þess að unnt verði að mæta þjóðfélagsbreytingunum á uppbyggilegan hátt og vísar til að „Það er markmið okkar að norsk menntastefna verði meðal þeirra bestu í heiminum hvað varðar fagsvið, breidd í þátttöku og framkvæmd. Gæði menntunar hefur áhrif á þau gildi sem þróast í samfélaginu. “
Hægt er að nálgast heftið í heild sinni:
www.regjeringen.no/upload/KD/Vedlegg/kd_f4133b_web.pdf
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no
Norge

Lestrar- og ritunarfærni fyrir atvinnulífið á Norðurlöndunum

LENA – Lestrar- og ritunarfærni fyrir atvinnulífið á Norðurlöndunum er lítið verkefni sem er fjármagnað af Nordplus voksen áætluninni.
Markmiðið með verkefninu er að safna saman reynslu sem getur komið þeim sem bjóða fyrirtækjum upp á námskeið í lestri og ritun að gagni. Með öðrum orðum beinir verkefnið sjónum að hinum viðkvæmu samskiptum á milli skóla og atvinnulífs. Verkefnastjórnin, sem í eru danskir og norskir fulltrúar, gerir tilraun til þess að miðla ráðum sínum og reynslu á heimasíðu verkefnisins sem nýlega var opnuð: www.statvoks.no/lena/
Verkefninu lýkur með ráðstefnu hjá Vox dagana 27. – 28. september. Vonast er til að þar takist að vinna að umsókn um áframhald vinnunnar í breiðara samstarfi á Norðurlöndunum. Vox hefur haft umsjón með verkefninu og þeir sem hafa áhuga á að taka þátt geta haft samband við Kari H. A. Letrud – kari.letrud(ät)vox.no eða Jan Sørlie – jan.sorlie(ät)vox.no
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no
Norge

Haldið upp á fullorðinsfræðslu í Noregi

Nám sem aðgangur fyrir hvern og til hvers?

Ráðstefna á Rica Klubben Hotel, Tönsberg  6.-7.september 2007
Hátíðahöld um allt land.
Meira

E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no
Sverige

Endurskoða kennaramenntun

Í byrjun júní skipaði sænska ríkisstjórnin nefnd sem gera á tillögur um úrbætur á kennaramenntun. Lars Leijonborg, menntamálaráðherra, hefur falið fyrrverandi yfirmann háskólasviðsins, Sigbrit Franke að leiða vinnu nefndarinnar sem á að vera lokið 15. september 2008.
Í erindisbréfi nefndarinnar kemur m.a. fram að henni er falið:
• Að meta á kerfi námsleiða sem líkur með mismundi lokaprófum.
• Að meta þörf leikskólakennara fyrir bætta sjálfsmynd sem bendir til þess að bjóða þurfi upp sérstakt leikskólakennarapróf
• Að námsleið fyrir grunnskólakennara til sérhæfingar í lestrar- og ritunarkennslu verði aftur gerð að áberandi kosti
• Að meta á hvernig hægt sé að skapa meiri tíma fyrir aukna sérhæfingu
• Að greina hvaða þekkingarsvið skuli vera sameiginleg fyrir alla kennaranema og hver ekki
• Að gera tillögu um hvernig hægt sé að bæta tengsl rannsókna á kennaramenntun, bæði við menntunarfræði, kenninga- og kennslufræði
http://utbildning.regeringen.se/sb/d/8936/a/85033
E-post: Nils.Friberg(ät)kristianstad.se
Sverige

Færniþróun fyrir sfi-kennara.

(sfi = svenska för invandrare, sænska fyrir útlendinga)
Í haust verður hrint í framkvæmd nýrri áherslu um einingabæra færniþróun fyrir sfi-kennara með 9 námskeiðum í fjarkennslu við 7 mismunandi háskóla. Verkefnið er unnið í samstarfi við Miðstöð sfi og sænsku sem annars máls og Samband sænskra sveitarfélaga.
www.skolutveckling.se/
utbildning_arbetsliv_tillvaxt/vuxnas_larande/sfi
E-post: Nils.Friberg(ät)kristianstad.se
Sverige

Lestrarkennsla fyrir fullorðna

Lestrarfærnimappan (Alfaportföljen) inniheldur bæði stuðningsefni fyrir þá sem kenna fullorðnum lestur sem og kennslufræðileg skráning á vinnu þátttakendanna.
Mappan inniheldur bæði kennsluleiðbeiningar og efni fyrir þátttakendur sem byggir á aðferðafræði möppugerðar. Efnið er þýtt úr hollensku og staðfært sænskum kringumstæðum og námsskrá fyrir sfi, þar sem grunnatriði lestrar- og ritunarfærni er sérstakur þáttur í náminu. Hægt er að nálgast Lestrarfærnimöppuna á slóðinni:
www.skolutveckling.se/
utbildning_arbetsliv_tillvaxt/vuxnas_larande/sfi
E-post: Nils.Friberg(ät)kristianstad.se
Färöarna

Námsstefna um fullorðinsfræðslu í Færeyjum.

Í Norræna húsinu í Færeyjum þann 25. september næstkomandi verður sjónum beint að nauðsyn þess að fjölga námstækifærum fullorðinna með litla eða enga grunnmenntun.
Að námsstefnunni stendur hópur með fulltrúum frá færeyska menningar- og menntamálaráðuneytinu, Nord Plus Færeyjum og NVL í Færeyjum.
Í tengslum við námsstefnuna hefur verið gott samstarf við stéttarfélög, samtök vinnuveitenda og annara sem hafa áhuga á að þróa tækifæri til fullorðinsfræðslu. Á námstefnunni verða fyrirlesarar frá Svíþjóð, Danmörku, Íslandi og Færeyjum.
Hildur Patursson
E-post: hildurp(ät)post.olivant.fo
nmr_is


Fyrirsagnir 31.8.2007


NORÐURLÖNDIN
Úrbætur í lestri-, ritun, og upplýsingatækni fyrir fullorðna með litla menntun


DANMÖRK
Stefna Dana í símenntun. „Menntun og sífelld færniþróun fyrir alla“ 2007

Nýr fulltrúi Dana í NVL


FINNLAND
Styrkja skal þverfaglegt samstarf um náms- og starfsráðgjöf fyrir unglinga

Stýrihópi falið að undirbúa allsherjarumbætur á starfsmiðaðri fullorðinsfræðslu


ÍSLAND
Áhugi á kennslu í íslensku fyrir útlendinga


NOREGUR
Fékk ekki vinnu á skiptiborðinu – hjólastóllinn kom í veg fyrir það

Frá leikskóla til fullorðinsfræðslu

Lestrar- og ritunarfærni fyrir atvinnulífið á Norðurlöndunum

Norge feirer voksne lærende


SVÍÞJÓÐ
Endurskoða kennaramenntun

Færniþróun fyrir sfi-kennara.

Lestrarkennsla fyrir fullorðna


FÆREYJUM
Námsstefna um fullorðinsfræðslu í Færeyjum.