7/2012 NVL Frettir

 

 

Danmark

Ný stefna Dana varðandi heiðurstengdan ágreining

Danska ríkisstjórnin hefur mótað nýja stefnu með 30 áþreifanlegum tillögum um frumkvæði sem eru til þess fallin að draga úr ágreiningi sem rekja má til hugtaksins um heiður.

Ráðuneyti barna og unglinga hefur tekið þátt í verkefninu og er ætla að hrinda sumum tillögunum í framkvæmd. Í tillögunum er meðal annars að finna aðgerðir til þess að auka þekkingu, ráðgjöf og skipulag ráðgjafar fyrir stjórnvöld, stofnun nýrra fagþátta um ágreining tengdum heiðri í menntun við starfsnámsháskóla, endur- og símenntun náms- og starfsráðgjafa,  auk þeirra sem starfa við að halda nemendum inn í skólunum og námsráðgjafa unglinga.  Ennfremur á að auka rannsóknir og alþjóðlegt samstarf á sviðinu.

Nánari upplýsingar með tillögunum: PDF 
Stefnan í heild: PDF

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Tilboðið um að ráða háskólamenntaða þekkingarstjóra til lítilla og meðalstórra fyrirtækja nýtur vinsælda

Tilboðið hefur verið í gildi síðan 2005. Tilgangurinn er að gera fyrirtækjum með færri en 100 starfsmenn og fáa háskólamenntaða, kleift að verkefnaráða háskólamenntaðan einstakling til starfa við þróun fyrirtækisins.

Markmiðið er að auka vöxt og örva þróun í litlum og meðalstórum fyrirtækjum, aðstoða nýútskrifaða háskólanema við að komast út á vinnumarkaðinn og auka vöxt og tekjur.

Meira um tilboðið: Fivu.dk
Meira um rannsóknir og nýsköpun: Fi.dk

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

„Mat á raunfærni – svona gerum við“

Nýtt rit með góðum dæmum um hvernig hægt er að vinna stefnumótandi,heildstætt og markvisst með viðurkenningu og mat á raunfærni fyrir ólíka markhópa.

Ráðuneyti barna og unglinga átti frumkvæði að útgáfu ritsins og fól Miðstöð raunfærnimats í Danmörku undir stjórn Miðstöðvar um færniþróun, NCK að undirbúa útgáfuna. Í ritinu eru dæmum frá mismunandi mennta – og starfsumhverfi lýst út frá sjónarhorni skipuleggjenda, einstaklinga og vinnustaða.

Hægt er að sækja ritið á vef danska barna- og unglingaráðuneytinu á slóðinni: MBU’ hjemmeside
eða á heimasíðu Miðstöðvar um raunfærnimat

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Skýrsla um alþjóðleg fyrirmyndar verkefni um hvatningu íbúa af erlendu bergi brotnu til að stofna fyrirtæki

Nýsköpunarmiðstöð núbúa í Danmörku hefur nýlega birt skýrslu með kortlagningu af frumkvæði og fyrirmyndarverkefnum sem snúast um stofnun fyrirtækja íbúa af öðrum þjóðernum í öðrum löndum en Danmörku.

Til grundvallar liggja upplýsingar um reynslu af alþjóðlegu starfi  frá níu löndum í Evrópu og Norður Ameríku. Þar á meðal um myndun tengslaneta, mentor fyrirkomulag, menntun og útflutningshvetjandi aðgerðir fyrir frumkvöðla af erlendu bergi brotnu. Danskir og norrænir ráðgjafar geta sótt innblástur í reynslu annarra þjóða og aðlagað hugmyndirnar að eigin rágjöf.

Læs rapporten: PDF

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Finland

Hagstofan í Finnlandi kannar þátttöku fullorðinna í menntun

Hagstofan hrindir í framkvæmd umfangsmikilli könnun á þátttöku fullorðinna Finna í menntun og námi eftir undirstöðumenntun. Í könnuninni verða tekin viðtöl við rúmlega 6.000 Finna á aldrinum 18–69 ára. Viðtölin verða tekin fyrir lok ársins 2012.

Í könnuninni er spurt um þátttöku fullorðinna í menntun, þarfir þeirra og óskir um menntun auk áætlana um menntun almennt. Ennfremur er færni í tölvunotkun og tungumálum kortlögð sem og frístundaiðkun.
Slíkar kannanir á fullorðinsfræðslu hafa verið framkvæmdar í Finnlandi allt frá árinu 1980 með um það bil fimm ára millibili. – Með niðurstöðunum er hægt að fylgjast með þróun fræðslunnar yfir rúmlega þrjátíu ára tímabil, staðfestir  Helena Niemi  á finnsku hagstofunni.
Fullorðinsfræðslukönnunin er hluti af könnun Eurostat sem ber heitið Adult Education Survey. Í Finnlandi er framkvæmd könnunarinnar í samstarfi Hagstofunnar og mennta- og menningarmálaráðuneytisins. 

Meira: Stat.fi

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Námstækifærum í strjálbýli fækkar

Borgarastofnanir eru stærstu alþýðufræðsluaðilarnir í Finnlandi. Fjölmargar stofnanir voru sameinaðar á síðasta áratug. Það hefur leitt til þess að framboð menntunar er mismunandi eftir landshlutum.

Þetta er niðurstöður úttektar á starfsemi stofnananna sem Námsmatsráðið í Finnlandi hefur látið framkvæma. „Eftir sameiningu stofnananna, einkennist starfsemin af hagkvæmni, og tækifærum þeirra sem búa á strjálbýlum svæðum til þess að sækja sér menntun fækkar“ segir stjórnandi úttektarhópsins Martti Markkanen.
Matshópurinn telur að yfirvöld eigi með íhlutun sinni að vera sveigjanleg og viðurkenna að ólíkar aðstæður blasi við í rekstri borgarastofnanna bæði eftir svæðum og landshlutum.
Flestar borgarastofnanir eru reknar af sveitarfélögum. Þegar best lét voru þær nálægt 300 en núna eru þær um það bil 200.

Meira: www.edev.fi/portal/ruotsiksi

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Island

300 milljóna styrkur frá Evrópusambandinu til verkefna í framhaldsfræðslu

Alþingi samþykkti í lok júní 2012 svokallaða IPA styrki frá ESB. Hluti styrksins renna til Fræðslumiðstöð atvinnulífsins til þróunar framhaldsfræðslu.

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur skrifað undir samning vegna styrks frá Evrópusambandinu  (ESB) til að hraða þróun raunfærnimats, náms- og starfsráðgjafar og fleiri verkefna til að efla starfshæfni fullorðinna með litla formlega menntun.  Upphæð styrksins, sem dreifist á þriggja ára tímabil, er 1.875.000 evrur eða um það bil 300 milljónir kr. Þessi styrkur er hluti af styrkjakerfi Evrópusambandsins  sem kallast Instrument for Pre-Accession Assistance (IPA) og eru veittir þjóðum sem eiga í aðildarviðræðum um inngöngu í ESB. Fræðslusjóður hefur samþykkt að tryggja verkefninu mótframlag.

Meira: www.frae.is/frettir/nr/394/

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(hjá)frae.is

Norge

Auðvelt að koma á námi í norskum fangelsum

Með tiltölulega einföldum aðgerðum er hægt að bæta grunnfærni fanga í lestri, skrift, reikningi, munnlegri tjáningu og tölvufærni. Nú leggur tæplega helmingur fanga í Noregi stund á nám eða tekur þátt í fræðslu.

Meira: Vox.no

Petter Kjendlie
E-post: kjendlie(hjá)nade-nff.no

Sjálfbærni byggir á þekkingu – líka meðal fullorðna

Ný stefna norska þekkingarráðuneytisins Þekking okkar til  framtíðar (Kunnskap for en felles framtid) nær yfir leikskóla, grunnskóla og kennaranám. Framkvæmdastjóri VOFO, Ellen Stavlund er ánægð með stefnuna en hún  er óþolinmóð og spyr um það sem liggur til grundvallar,  lögmálin, sjónarmiðin og ábendingu um þá þekkingu sem skal til, hana þurfi allir fullorðnir borgarar að búa yfir.

Meira: Vofo.no

Petter Kjendlie
E-post: kjendlie(hjá)nade-nff.no

Sverige

Norrænt efni á bókamessunni

Í ár beinast sjónir að norrænum bókmenntum á Bókamessunni i Gautaborg. Í samstarfi við Norðurlandaráð og Norrænu ráðherranefndina auk fjölda norrænna stofnana og forlaga bjóðum við til spennandi umfjöllunar með norrænni áherslu!

Norðurlöndin munu setja mark sitt á Bókamessuna í ár. Auk hundruða sænskra rithöfunda, munu rithöfundar frá öllum hinum Norðurlöndunum heimsækja messuna auk höfunda frá Færeyjum og Grænlandi.
Sjónir allra munu beinast að stóra norræna sýningarbásnum. Þar verður boðið upp á þétta dagskrá frá því að messan hefst að morgni fimmtudagsins og fram á lok sunnudagseftirmiðdags.

Meira á Norden.org og www.bokmassan.se

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Starfsnám á heilbrigðis- og umönnunarsviði

Starfsnámsbrautum í framhaldsskólum í Svíþjóð hefur á undanförnum fjórum árum fækkað. Samtímis því að tæknigreinar halda stöðu sinni með fjölgun starfsnámsbrauta og vinsældir viðskiptagreina aukast, dregur enn úr áhuga á námsbrautum á sviði umönnunar.

Til þess að auka áhuga á umönnunarbrautum hefur sænska ríkisstjórnin lagt fram tvær tillögur um breytingar. Í fyrsta lagi á að gera úttekt á prófi aðstoðarhjúkrunarfræðinga. Þá á einnig að tryggja að nám á umönnunarbrautum verði góður undirbúningur undir nám í hjúkrunarfræði. Sænsku skólamálastofnuninni verður falin umsjón með því að tillögunum verði hrint í framkvæmd.

Meira: www.regeringen.se/sb/d/15616/a/197471

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Grönland

Tvær nýjar námsbrautir í Námuvinnsluskólanum

Þriðjudaginn 14. ágúst hófst nám á tveimur nýjum starfsnámsbrautum í Námuvinnsluskólanum - Aatsitassarsiornermik Ilinniarfik, Sisimiut, á Grænlandi. Námsbrautirnar tvær eru fyrir faglærða námusveina og faglærða vélverktaka og taka báðar fjögur ár.

Í náminu felst fyrst nám í skóla í tvö ár og síðari tvö árin eru nemendur í verknámi annaðhvort hjá námufyrirtæki eða hjá verktaka og því lýkur með sveinsprófi. Til þess að tryggja að námið sé samkeppnishæft á alþjóðlegum vettvangi var það skipulagt í samstarfi við skóla sem hefur umfangsmikla reynslu á sviðinu en það er Framhaldsskólinn á Kirkjunesi í Noregi. Þar með er tryggt að menntunin er viðurkennd í allri Skandinavíu.
12 nemendur hefja nám á hvorri námsbraut, en á fyrsta ári leggja allir nemar stund á sama nám en að því loknu þurfa þeir að velja aðra hvora brautina. Grundvöllur námsbrautanna er framtíðarsýn Grænlendinga um námavinnslu með fjölda verkefna sem hrinda á í framkvæmd.

Heimasíða Námuvinnsluskólans: www.sanilin.gl

Minik Hansen
E-post: mh(hjá)suliplus.gl

Í frumvarpi til fjárlaga er sjónum beint að menntun

Frumvarp til fjárlaga 2013 ber titilinn „Menntun, atvinna og velferð – í dag og í framtíðinni“ (Uddannelse, beskæftigelse og velfærd – i dag og i fremtiden), og var lagt fram af Maliina Abelsen, fjármálaráðherra heimastjórnarinnar þann 15. ágúst sl.

Í fjárlögunum er gert ráð fyrir að megináhersla verði lögð á félagsmál, að styrkja menntun og hrinda í framkvæmd átaki til þess að minnka atvinnuleysi. Á komandi ári er lagt til að framlag til menntamála verði hækkað um 30 milljónir DKK.

Ráðuneyti fjármála: Nanoq.gl

Minik Hansen
E-post: mh(hjá)suliplus.gl

NVL

EK-U hefur ákveðið að starfi NVL verði fram haldið á næsta fjögurra ára tímabili 2013-2016

EK-U (Embættismannanefndin um menntun og rannsóknir)ákvað einnig á fundi sínum 12.-13. júní að fela Vox, norsku landsskrifstofunni um ævimenntun að vista aðalskrifstofu NVL á fjögurra ára tímabilinu 2013-2016.

NVL mun þróast áfram sem tengslanet og vettvangur fyrir fullorðins- og alþýðufræðslu í norrænu löndunum. Í matsskýrslu um starfsemi NVL kemur fram að þemun sem eru í forgangi hjá Norrænu ráðherranefndinni og NVL eru mikilvæg fyrir sviðið. Ný þekking hefur orðið til og henni miðlað af mörgum vinnuhópum NVL við jákvæðar undirtektir. Þátttakendur á norrænum vettvangi telja að samstarf, miðlun reynslu og áhugaverðir fundir leiði til virðisauka þeirrar vinnu sem fer fram hjá  fjölmörgum fullorðinsfræðsluaðilum og á vinnustöðum í norrænu löndunum.

www.vox.no

E-post: Antra.Carlsen(ät)vox.no

Gæði í raunfærnimati

Ráðstefna á Hilton Reykjavík Nordica 13. september 2012, kl. 9.30 - 15.30.

Norræna tengslanetið um nám fullorðinna (NVL) og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins boða til ráðstefnu um gæði í raunfærnimati þann 13. september næstkomandi á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík. Fyrirlesarar eru aðilar að sérfræðinganeti NVL um raunfærnimat og samstarfsaðilar Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins um raunfærnimat. Efnið byggir á reynslu og rannsóknum frá Norðurlöndunum, þar með talið Íslandi. Dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar en fyrirlestrar og innlegg í vinnustofum verða á ensku eða íslensku.

Krækja fyrir skráningu er HER
Meira: HTML
Nánar um sérfræðinganetið: HTML

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(hjá)frae.is

Gæði í raunfærnimati í norrænum löndum – kortlagning

Nú hefur skýrslan „Gæði í raunfærnimati í norrænu löndunum – kortalagning“ verið gerð opinber.

Skýrslan byggir á niðurstöðum heimilda sem safnað var saman úr skýrslum 5 landa, sem skrifaðar voru af verkefnastjórum í löndunum fimm. Í skýrslunni er gerð grein fyrir bæði fyrirmyndardæmum og mismunandi áskorunum og hindrunum sem blasa við þeim sem fást við raunfærnimat. Í skýrslunni er einnig að finna kynningu á því sem lagt var til grundvallar við kortlagninguna og hvernig ber að skilja gæði í raunfærnimati.
Höfundur skýrslunnar er Anne Marie Dahler frá UC Lillebælt (DK) og Håkon Grunnet frá  VIA UC (DK), en þau hafa bæði starfað fyrir Miðstöð raunfærnimats (NVR) í Danmörku. Sérfræðingahópur NVL um raunfærni var stýrihópur í verkefninu og fylgdist með framgangi þess, ræddi innihald og árangur. Nokkrir sérfræðingar úr hópnum tóku einnig þátt í vinnunni við útgáfu skýrslnanna frá löndunum auk þess að taka þátt í lokamálþingi verkefnisins sem haldið var í apríl. 

Hægt er að nálgast skýrsluna á heimasíðu NVL um skýrslur á dönsku og ensku.

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Boð á málþing

Distans býður til ráðstefnu undir yfirskriftinni: Menntun lykill að þróun Norðursins!

Net Norræna tengslanetsins um nám fullorðinna um beitingu upplýsingatækni; DISTANS býður í samstarfi við Mathis P. Bongo og Jan Idar Solbakken við Samíska háskólann til norræns málþings í Samíska háskólanum í Kautokeino, mánudaginn 17. september kl. 10:00. Yfirskrift málþingsins er: UTDANNING – EN NØKKEL TIL UTVIKLING I NORD, (Menntun, lykill að þróun Norðursins). Málþingið er hið sjötta í röðinni sem Distans hefur haldið á öllum norrænu löndunum. Áhersla er lögð á að miðla reynslu af fjarnámi og beitingu upplýsingatækni í menntun.
Dagskráin er til kl. 16:00, og eftirfarandi námsheimsókn og kvöldverður á hótelinu. Þátttaka í málþinginu er að kostnaðarlausu en kvöldverðurinn kostar 400 NOK. Frestur til að skrá þátttöku er til  12. september til: slaatto(hjá)nade-nff.no 

Meira, dagskrá (með fyrirvara um breytingar): HTML
Meira um Distans http://distans.wetpaint.com/

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(hjá)frae.is

DialogWeb

Þrjár nýjar greina í DialogWeb

Ingegerd Green, sjálfstæður ráðgjafi og sérfræðingur, varpar í sinni grein fram spurningum um hvernig hægt er að ná góðum árangri í glímunni við þær áskoranir sem blasa við samfélaginu og vinnumarkaði. 
Karen Brygmann skrifar viðtal við Anne Liveng lektor og námsstjóra við háskólann í Hróarskeldum. Anne sat í norrænum hópi fræðimanna sem greindu hvað einkennir velheppnuð fræðsluverkefni á sviði fullorðinsfræðslu í norrænu löndunum.
Helena Flöjt-Josefsson ræddi um raunfærnimatskerfið á Álandseyjum við Peter Strandvik sem starfar við mennta- og menningarmálaráðuneyti landsstjórnarinnar á Álandseyjum .

Lesið greinarnar á www.dialogweb.net og tjáið ykkur um þær á Fésbókinni!

E-post: Larry.Karkkainen(ät)folkhogskolor.fi
Mer om: dialog

RSS
www.nordvux.net/rss/
538/nvlfrettir.htm
 - á þessari slóð færðu nýjustu útgáfu fréttabréfs NVL sem RSS yfirlit. Lesið meira (på danska): 
http://da.wikipedia.org/wiki/RSS


nmr_is


Útgáfudagur: 30.8.2012

Til baka á forsíðu NVL