9/2007 NVL Frettir

 


NVL

Þekking á sjálfbærni – verkefni alþýðufræðslunnar?

Sjálfbært samfélag byggir á fleiru en tækniframförum og að draga úr losun koltvísýrings. Sjálfbærni tilheyra einnig félagslegar spurningar. Hvernig getur hver og einn notið lífsins og um leið tryggt að næsta kynslóð fái notið sömu lífsgæða?
Þann 22. október sl. hittist hópur sérfróðra til þess að fjalla um hvaða nám er nauðsynlegt til þess að hægt sé að byggja upp sjálfbært velferðarþjóðfélag. Vinnufundurinn var haldinn í Osló í samvinnu Idèbanken og NVL. Í hópnum voru 17 einstaklingar sem vilja taka þátt í áframhaldandi samstarfi og byggja á ramma um áratug Sameinuðu þjóðanna og Balanseakten (Norrænt samstarf um menntun til sjálfbærrar þróunar). Meðal markmiða hópsins er að draga fram góð dæmi um námstilboð frá mörgum sviðum og hvetja til frekara samstarfs.
Frekar upplýsingar um sjálfbæra þróun á Norðurlöndunum er á slóðinni:
www.nordvux.net/page/36/hallbarutveckling.htm
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no
NVL

Færni til framtíðar, hvað vitum við um hana?

Samstarf um færni og þróun var þema fundar á Voksenåsen við Osló þegar Þankabanki NVL kynnti skýrslu sína um „Framtidens kompetenser – oc hur vi utvecklar dem“ (Færni til framtíðar og hvernig við þróum hana) í fyrsta skipti.
Til þess að við getum eflt og þróað hugmyndir okkar um velferð í framtíðinni verðum við að horfast í augu við þá staðreynd að allir verða að leggja sitt af mörkum. Með þekkingu og færniþróun verðum við að tryggja að lýðræði, hlutdeild, þátttaka og öryggi leiki einnig mikilvæg hlutverk í sundurlausum og fjölmenningarlegum samfélögum framtíðarinnar eða eins og fram kom í umræðunum; það er mikilvægt að einstaklingurinn sem heild verði í brennidepli færniþróunar á Norðurlöndunum. Anne Skomedal frá þekkingarráðuneytinu og fulltrúi Noregs í stýrihópi Norrænu ráðherranefndarinnar um fræðslu fullorðinna opnaði námsstefnuna og Sissel By Ingvaldsen frá Oppland fylki sýndi nýtt líkan fyrir samstarf. Í Oppland hafa menn áform um nýsköpun til þess að nýta það afl sem fyrir er í samfélaginu með nýju samstarfsformi meðal fullorðinsfræðsluaðila. Á milli 40 og 50 þátttakendur tileinkuðu sér nýja þekkingu um framtíðina.
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no
Danmark

Gríðarleg aukning fjárframlaga til fullorðinsfræðslu

Danska ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins hafa gert með sér samkomulag um stóraukin fjárframlög til starfstengdrar sí- og endurmenntunar fyrir fullorðna.
Samkomulagið felur í sér:
- Að ríkisstjórnin styrki starfstengda sí- og endurmenntun fyrir fullorðna með stutta skólagöngu. Framlag ríkisstjórnarinnar eykst um 1 milljarð DKK. 
- Aukið framlag ríkisins til starfsnáms vinnumarkaðarins. Í fjárlögum ársins 2008 er boðuð tímabundin hækkun upp á 30 milljónir DKK árin 2008-2011. Ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins eru þar að auki sammála um hækkun um 80 milljónir DKK árin 2008 – 2010 til að styrkja rekstrargrunn fræðslustofnana.
- Það er einhugur um aðgerðir sem fela í sér aukinn sveigjanleika varðandi útfærslu  menntunartilboðanna, t.d. með auknu vinnustaðanámi.  
Samningurinn miðast einkum við þá sem hafa stutt nám að baki.
Lesið samninginn á www.uvm.dk/07/documents/slutdokument.pdf
E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk
Danmark

Lærðu eins og þú eigir lífið að leysa

Ný sjónvarpsþáttaröð Lærðu eins og þú eigir lífið að leysa (d. Lær på livet løs) beinir sjónum sínum að fullorðinsfræðslu. Markmiðið með sjónvarpsþáttaröðinni er að upplýsa um möguleika á sí- og endurmenntun og kveikja áhuga að breytingum hjá sérhverjum Dana. Í þáttaröðinni segja nokkrir einstaklingar frá reynslu sinni; hvað varð til þess að þeir sóttu endurmenntunarnámskeið og hvað þeir fengu út úr því.
Sjónvarpsþáttaröðin er samstarfsverkefni DR og menntamálaráðuneytisins. Hún gefur yfirgripsmikla kynningu á sí- og endurmenntun í fullorðinsfræðslu. Meðal efnis er:
• Getur maður menntað sig án þess að fá kennslu?
• Hvatning til fólks sem glímir við lestrar- og skriftarörðugleika
• Raunfærnimat
• Unglingar og brottfall þeirra úr námi
Hægt er að hlaða þættina niður á www.dr.dk/Undervisning/laer/forside.htm
E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk
Danmark

Menntun fyrir alla

Menntamálaráðherra Bertel Harder hélt ræðu á 34. aðalfundi UNESCO sem haldinn var í París dagana 16. okt. – 3. nóv. Bertel Harder undirstrikaði þýðingu þess að menntun er eitt af mikilvægustu starfssviðum UNESCO og af þeim sökum styður Danmörk hugsjón UNESCOs um að menntun fyrir alla verði eitt af grundvallarréttindum hvers manns.
Formaður dönsku UNESCO nefndarinnar er Linda Nielsen, sem var tilnefnd í ágúst. Verkefni dönsku UNESCO nefndarinnar er að vera ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í málefnum UNESCO og vekja athygli á starfi UNESCO í Danmörku. Linda Nielsen vill m.a. vinna að því að gera  viðamikinn málaflokk UNESCO sýnilegan og hefð er fyrir því í Danmörku er að samþætta stóra málaflokka og útfæra nýbreytniverkefni.   
Sjá nánar á www.uvm.dk/07/undervisning_skal.htm?menuid=6410
E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk
Danmark

Nýr deildarforseti í Kennaraháskólans í Danmörku

Lars Qvortrup, núverandi skólameistari Biblíuskóla Danmerkur verður nýr deildarforseti við Kennaraháskólann í Danmörku (DPU). Hann leysir Lars-Henrik Schmidt af sem á að leiða nýtt rannsóknarverkefni við háskólann í Árósum.
Lars Qvortrup lauk magistersgráðu i tungumálum og fjölmiðlafræði frá háskólanum í Árósum árið 1974. Hann var áður prófessor í fjölmiðlafræði við háskólann í Álaborg sem og við Suðurdanska háskólann, að auki var hann forstöðumaður rannsóknarstöðvarinnar Knowledge Lab á sama stað. Lars tekur við embætti 1. jan. 2008.
Sjá nánar á www.dpu.dk/nyheder
E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk
Danmark

Nýr formaður Samtaka um alþýðufræðslu

Nýr formaður Samtaka um alþýðufræðslu (d. Folkeligt oplysningsforbund - FOF) heitir Anne Birgitte Lundholt. Nýr formaður ætlar að setja alþýðufræðslu ofar á forgangslista stjórnmálanna. Anne Birgitte Lundholt, sem er fyrrum ráðherra, var þann 6. október kosinn nýr formaður sameinaðra Samtaka um alþýðufræðslu.
Nýi formaðurinn bendir á að framlag kvöldskólanna sé afar vanmetið. Fólk sækir kvöldskólana af einskærum áhuga og eykur um leið færni sína til náms og starfs. Þátttaka á dans- og íþróttanámskeiðum kvöldskólanna hefur mikla þýðingu fyrir heilbrigði þjóðarinnar. Anna Birgitte Lundholt lýsir eftir aukinni stjórnmálalegri vitund um alþýðufræðsluna: „Eitt af mikilvægustu verkefnum mínum, sem formaður, er að setja alþýðufræðsluna hærra á forgangslista stjórnmálanna. Og það er ögrandi verkefni sem ég hlakka til að takast á við“ segir hinn nýkosni formaður.
Fréttatilkynninguna alla má lesa á www.fof.dk
E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk
Mer om: folkbildning
Danmark

Samfélag án aðgreiningar

Nýútkomin samanburðarrannsókn milli Norðurlandanna fjögurra, Íslands, Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur sýnir að Danmörk stendur sig illa í jafnréttismálum fatlaðra.
Skýrsla frá Kennaraháskólanum í Danmörku sýnir að Danmörk er það land á Norðurlöndunum sem stendur sig hvað verst í að aðlaga fólk með sérþarfir inn í samfélagið. Það er rannsóknarverkefnið Nordisk Inklusion með vísindamönnum frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Íslandi sem stendur á bak við samanburðinn.
Skýrslan er á slóðinni www.dpu.dk/site.aspx?p=6641&newsid1=6253
E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk
Danmark

Er sú menntun sem felst í því að verða að manni á undanhaldi?

Á fundi í lýðháskólanum í Askov fóru fram umræður um NEA skýrsluna Da dannelsen gik ud. Á fundinum var almennur skilningur á breyttri uppeldisumræðu en fundarmenn höfðu mismunandi sýn á hlutverki alþýðufræðslu og möguleikum hennar. Aðalumræðan snerist um það hvort alþýðufræðslan væri orðin of markaðsmiðuð og væri búin að gleyma gildum frjálsa skólans eða hvort alþýðufræðslan lifði enn af vegna þeirra brauta sem hún hefur valið sér.    
Umræður spunnust sérstaklega um eftirfarandi atriði úr skýrslunni: skilning skýrsluhöfunda á raunfærnihugtakinu, forgangsröðun umsókna í Nordplus fullorðnir og hlutverk NVL innan alþýðufræðslunnar.
Sjónarmiðin voru helst þau, sem m.a. Agnete Nordentoft kynnti, að vinna við raunfærni komi ekki í stað náms einstaklinga en geti verið til mikil gagns fyrir þá, sérstaklega þá sem hafa stutta skólagöngu. Benedikte Harris frá Cirius svaraði spurningunni sem beint var til Nordplus þannig til að umsóknir vegna alþýðufræðslu séu afgreiddar á sama hátt og aðrar umsóknir. Peningarnir eru til en umsóknirnar eru of fáar og sumar uppfylla ekki skilyrði um styrk. Tengiliður NVL (Norrænt tengslanet um nám fullorðinna) í Danmörku vakti athygli á því að hlutverk NVL er að vinna þvert á greinar og afstaðan er sú að alþýðufræðslan hafi gagn af og mikið að gefa í samstarfi við aðrar greinar. Þess vegna er alþýðufræðslan kynnt í öllum tengslanetum og vinnuhópum NVL.   
Laust Riis Søndergård lýsti, í fyrirlestri sínum, eftir öflugri umræðu milli hinna frjálsu skóla og umheimsins og þessi fundur var gott dæmi um þess konar samræðu.
Skýrsluna má hlaða niður af vefsíðu Nordisk-Europæisk Akademi www.nea-net.dk
E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk
Mer om: folkbildning
Finland

Staða, hlutverk og verkefni menntamálastofnuninni og stjórnun menntakerfisins í breytilegu umhverfi

Þann 28. maí 2007 útnefndi menntamálaráðuneytið úttektaraðila til þess að gera könnun á stöðu, hlutverki og verkefnum menntamálastofnuninni í breytilegu umhverfi og í framhaldi af því að leggja fram tillögu um þróun stofnunarinnar auk þess að greina hvaða breytinga er þörf á örðum sviðum stjórnsýslunnar í menntamálum.
Stjórnun samkvæmt forskriftum minnkar og stýring þróast í þá átt að einfalda reglurnar og gera þær nákvæmari. Fjármögnun framhaldsskóla, verkmenntaskóla og starfsmenntaháskóla verður ekki lengur á höndum sveitastjórna en fjármögnun þeirra til grunnmenntunar verður aukin. Árangursmarkmið verða í auknum mæli sett fyrir fjármögnun allrar menntunar að lokinni grunnmenntun.
Kerfið til þess að meta menntageirann verður endurskoðað. Reglur sem lúta að sjálfsmati og ytri úttekt verða skerptar. Aukin áhersla verður á ytra mat og nýrri opinberri stofnun, sem ber ábyrgð á mati á menntun verður komið á laggirnar. Miðstöð fyrir mat á menntun í Finnlandi (Finnish Centre for Evaluation of Education).
Eftirlit með ferlinum, rafræn kerfi og miðstöð menntaupplýsinga eiga að auka afkastagetu fræðsluaðila og einfalda stjórnsýslu innan menntakerfisins og veita tækifæri til þess að efla það sem skiptir megin máli.
Nauðsynlegar breytingar á fjárlögum sem tillögurnar munu hafa í för með sér munu væntanlega endurspeglast í lögunum fyrir árið 2008.
Meira: 
www.minedu.fi/OPM/Julkaisut/2007/Opetushallituksen.html?lang=sv
E-post: Carola.Lindholm(ät)vsy.fi
Finland

Stjórnvöld verða að efla menntun starfsfólks í menntastofnunum

Vinnuhópur innan menntamálaráðuneytisins í Finnlandi hefur lagt fram tillögur um áætlun á þróun menntunar fyrir starfsfólk menntastofnanna. Samkvæmt tillögum vinnuhópsins á meðal annars að auka fjármagn til menntunarinnar, bæta stefnumótun og auka á fjölbreytni menntaleiða. Markmið vinnunnar er að mæta kröfum sem breytingarnar í samfélaginu og atvinnulífinu gera til færni starfsfólksins, auk þess að bæta jafnræði þess til símenntunar. Samkvæmt tillögunum bera vinnuveitendur framtíðarinnar ábyrgð á hvaða tækifæri standa starfsfólki menntastofnanna til boða.
Meira www.minedu.fi/OPM/Tiedotteet/2007/10/
Opetushenkiloston_taydennyskoulutus.html?lang=sv
E-post: Carola.Lindholm(ät)vsy.fi
Island

Gildi starfa – lokaráðstefna VOW

Í tilefni þess að VOW-verkefninu (e. the Value of work) er lokið var haldin ráðstefna á Grand Hótel 28. september s.l.
Stefán Stefánsson, deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu, setti ráðstefnuna en Gylfi Arnbjörnsson framkvæmdastjóri ASÍ, stýrði henni. Fjóla María Lárusdóttir, sérfræðingur hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, gerð grein fyrir gangi verksins, niðurstöðum og afurðum sem verkefnið gaf af sér. Tveir víðkunnir erlendir fyrirlesarar, þau Lorna Unwin og John Konrad, fluttu fyrirlestra. Rúmlega 60 skráðu sig til þátttöku á ráðstefnunni.
The Value of Work eða Gildi starfa er tilraunaverkefni sem hleypt var af stokkunum haustið 2005. Markmið VOW-verkefnisins var að þróa aðferðir fyrir mat á raunverulegri færni einstaklinga í atvinnulífinu. Fræðslumiðstöðin stýrði verkefninu. Auk FA tóku þátt stofnanir í Danmörku, Englandi, Kýpur, Slóveníu og Svíþjóð. Á Ísland var unnið með mat á raunfærni fyrir þjónustufulltrúa í bönkum. Þróuð voru evrópsk viðmið fyrir mat á færni fyrir störf almennra starfsmanna í bönkum  og prófuð aðferðafræði sem þróuð hefur verið í verkefninu. Matið var byggt á færnimöppu, sjálfsmati, viðtölum, mati yfirmanns og mati í gegnum raundæmi.  Frekari upplýsingar um VOW-verkefnið er að finna á heimasíðu þess www.valueofwork.org.   Meðal afurða verkefnisins eru Handbook of competence standards og Handbook of methods and tools og verða þau á netinu á öllum tungumálum samstarfshópsins innan tíðar. 
Anna Vilborg Einarsdóttir
E-post: anna(ät)frae.is
Island

DEMOS

DEMOS stendur fyrir lýðræði, vald og virka samfélagsþátttöku meðborgaranna. Með fyrstu DEMOS ráðstefnunni í Danmörku árið 2006 hófst breið lýðræðissamræða sem haldið var uppi á stórum ráðstefnum sem smáum málfundum á Norðurlöndunum. Nú er komið að Íslandi að halda samræðunni gangandi. Boðað er til lýðræðissamræðu föstudaginn 16. nóvember í Norræna húsinu í Reykjavík. Að ráðstefnunni standa NVL á Íslandi (Norrænt tengslanet um nám fullorðinna) og Leikn, samtök fullorðinsfræðsluaðila á Íslandi. Meðal fyrirlesara er John Steen Johansen ritstjóri bókarinnar DEMOS – en antologi om magt, demokrati og aktivt medborgerskab i Norden flytur fyrirlestur.
Bókin og frekari upplýsingar eru á  www.nordvux.net/page/245/demos.htm
Anna Vilborg Einarsdóttir
E-post: anna(ät)frae.is
Island

Þankabanki um færni til framtíðar frá sjónarhóli símenntunar

Í janúar 2006 setti Norræna tengslanetið um nám fullorðinna, NVL, sem er verkefni á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar, á laggirnar þankabanka með það að markmiði að leggja grundvöll að umræðum sem fara fram um færni til framtíðar frá sjónarhorni símenntunar. Í október kom út skýrsla um niðurstöður þankabankans, Færni til framtíðar – og hvernig við þróum hana. Á Norðurlöndunum hafa staðið yfir kynningar á efni skýrslunnar.
Á Íslandi voru niðurstöðurnar kynntar á fjölmennri námsstefnu á Grand hótel þann 25. október sl. Framsögumenn voru Kristín Ástgeirsdóttir og Harry Bjerkager fulltrúi Noregs í þankabankanum. Í pallborði sátu Guðrún Eyjólfsdóttir SA, Gylfi Arnbjörnsson ASÍ, Anna Kristín Pétursdóttir Vífilfelli, Soffía Gísladóttir Símey, Baldur Gíslason Iðnskólanum í Reykjavík og þingmennirnir Kolbrún Halldórsdóttir og Guðbjartur Hannesson.
Umræðan um færni til framtíðar er farin af stað og verður reynt að viðhalda henni í samfélaginu með áframhaldandi kynningu á niðurstöðum skýrslunnar.
Nánari upplýsingar um verkefnið, skýrsluna og samantekt á íslensku er að finna á www.nordvux.net/page/457/nordisktanketank.htm
Anna Vilborg Einarsdóttir
E-post: anna(ät)frae.is
Norge

Rýr framlög til alþýðufræðslunnar samkvæmt fjárlögum

Alþýðufræðslan í Noregi verður að láta sér nægja góðan vilja.
Fulltrúar alþýðufræðslunnar í Noregi biðu spenntir eftir fjárlögum fyrir 2008 (St.prp.nr.1, 2007/2008). Allir hafa á einn eða annan hátt tekið þátt í nýlegri úttekt ríkisstjórnarinnar  NOU 2007:11 Alþýðufræðslan – símenntun allt lífið (niðurstöður Tron nefndarinnar). Skýrslan um úttektina er ánægjuleg lesning sem varpar ljósi á fjölmörg tækifæri og miklar áskoranir. En ekkert bólar á því fjármagni sem þarf til. Aðstandendur setja traust sitt á eftirfarandi setningu í frumvarpinu „ráðuneytið mun huga að frekari aðgerðum eftir að frestur til að skila inn umsögnum er liðinn”. Fresturinn er til 14. janúar 2008.
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.fi
Norge

Ráðherra símenntunar?

Þegar Øystein Djupedal lét af embætti sem þekkingarráðherra í október varð að kalla tvo til þess að leysa þau verkefni sem honum höfðu verið falin.
Tora Aasland er ráðherra rannsókna og æðri menntunar og  Bård Vegar Solhjell er þekkingarráðherra og fer með málefni leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. En þau skipta starfsfólki eins ráðuneytis á milli sín. Hvergi er minnst á fullorðinsfræðslu, fræðslu á vinnustöðum og alþýðufræðsluna í kynningu á nýju ráðherrunum og starfssviðum þeirra. Spenna ríkir um hvort einhver ráðherra beri ábyrgð á þessum sviðum. Djupedal var einn fárra ráðherra sem hefur látið sig svið símenntunar sérstaklega varða.
Nánari upplýsingar um ráðherrana: 
www.regjeringen.no/nb/dep/kd.html?id=586
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no
Sverige

Nýr ráðherra fullorðinsfræðslu

Ríkisstjórnin hefur tilnefnt Amelie von Zweigbergk sem aðalritara í menntamálaráðuneytinu frá og með 1. nóvember. Undir ábyrgðasvið hennar falla málefni námslána og styrkja auk fullorðins– og alþýðufræðslunnar.
www.regeringen.se/sb/d/9419/a/88393
E-post: Nils.Friberg(ät)kristianstad.se
Sverige

Starfsnámsráðgjöf frá norrænu sjónarhorni

CFL og NVL bjóða til ráðstefnu um náms- og starfsráðgjöf fyrir fullorðna í Stokkhólmi 21. nóvember. Sjá www.cfl.se//default.asp?sid=2586
E-post: Nils.Friberg(ät)kristianstad.se
Mer om: vägledning
Sverige

Sænska námssvæðið í Berlín

Í lok nóvember hittast fimm sænskir fræðsluaðilar á sýningarbási á Online Educa í Berlín – einni af stærstu ráðstefnum heims um rafrænt nám. Markmið samstarfsins er að koma af stað umræðum um þær áskoranir sem blasa við í framtíðinni á sviði upplýsingatækni og náms.
Komið skoðunum ykkar á framfæri á blogginu! Frá 1. nóvember gefst milliliðalaust tækifæri til þess að koma skoðunum sínum á framfæri og taka þátt í umræðum um nám til framtíðar á blogginu.
Bloggið er á slóðinni: http://swedishlearningspace.wordpress.com
Meira um Online Educa í Berlín 28.-30. nóv. er á: www.online-educa.com
E-post: Nils.Friberg(ät)kristianstad.se
Sverige

Mat á æðri menntun erlendis frá

Nefndinni um mat á raunfærni hefur verið falið að fylgjast með gæðum og afkastagetu núverandi fyrirkomulags fyrir mat á menntun frá erlendum háskólum. Markmiðið er auðvelda raunfærnimat fyrir þá sem hafa aflað sér menntunar og starfsreynslu annars staðar en í Svíþjóð.
Liður í þessari vinnu er skýrslan: Internationell studie av värdering och erkännande av högskoleutbildning och yrkeserfarenhet. Í skýrslunni er vinnu með raunfærnimat á æðri menntun í Kanada, Hollandi, Frakklandi, Danmörku, Noregi og Finnlandi lýst. 
www.valideringsdelegationen.se/
pdf/Rapporter/internationell_vardering_hogskola.pdf

E-post: Nils.Friberg(ät)kristianstad.se
Mer om: validering
Sverige

Mat á raunfærni í stærðfræði

Athyglisverð skýrsla um stærðfræðikunnáttu fullorðinna hefur verið gefin út:
www.valideringsdelegationen.se/
pdf/Rapporter/NCM_validering.pdf
E-post: Nils.Friberg(ät)kristianstad.se
Mer om: validering
Åland

Markmið og stefnumótun fyrir fullorðinsfræðslu á Álandi

Nefnd á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis Álands leggur til að landsstjórnin setji fram markmið og stefnumótun fyrir fullorðinsfræðslu og ýti úr vör verkefni sem þrói grunn að fullorðinsfræðslu á Álandi. Þessi tillaga nýtur forgangs hjá nefndinni. Lagt er til að starfið hefjist sem fyrst og verði unnið sem þróunarverkefni og ljúki við árslok 2008.
Hlekkur að samþykktinni er
www.regeringen.ax/utbildning_kultur/
index.pbs?press[id]=641&press[n]=1&press[instance]=112
E-post: Vivve.Lindberg(ät)living.ax
Åland

Nýr rektor lýðháskólans á Álandi

Á þessu skólaári tekur Jana Ekebom við embætti rektors lýðháskóla Álands. Jane var áður rektor Starfsmenntaskóla Álands og enn fyrr kennari í sögu og samfélagsfræði. Nemendur lýðháskólans eru bæði unglingar frá 16 ára aldri og nemendur í fullorðinsfræðslu.
Upplýsingar um lýðháskólann eru á vefnum www.afhs.ax.
E-post: Vivve.Lindberg(ät)living.ax
Mer om: folkbildning
nmr_is


Fyrirsagnir 2.11.2007


NVL
Þekking á sjálfbærni – verkefni alþýðufræðslunnar?

Færni til framtíðar, hvað vitum við um hana?


DANMÖRK
Gríðarleg aukning fjárframlaga til fullorðinsfræðslu

Lærðu eins og þú eigir lífið að leysa

Menntun fyrir alla

Nýr deildarforseti í Kennaraháskólans í Danmörku

Nýr formaður Samtaka um alþýðufræðslu

Samfélag án aðgreiningar

Er sú menntun sem felst í því að verða að manni á undanhaldi?


FINNLAND
Staða, hlutverk og verkefni menntamálastofnuninni og stjórnun menntakerfisins í breytilegu umhverfi

Stjórnvöld verða að efla menntun starfsfólks í menntastofnunum


ÍSLAND
Gildi starfa – lokaráðstefna VOW

DEMOS

Þankabanki um færni til framtíðar frá sjónarhóli símenntunar


NOREGUR
Rýr framlög til alþýðufræðslunnar samkvæmt fjárlögum

Ráðherra símenntunar?


SVÍÞJÓÐ
Nýr ráðherra fullorðinsfræðslu

Starfsnámsráðgjöf frá norrænu sjónarhorni

Sænska námssvæðið í Berlín

Mat á æðri menntun erlendis frá

Mat á raunfærni í stærðfræði


ÁLAND
Markmið og reglur fyrir fullorðinsfræðslu á Álandi

Nýr rektor lýðháskólans á Álandi