Stefán Stefánsson, deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu, setti ráðstefnuna en
Gylfi Arnbjörnsson framkvæmdastjóri ASÍ, stýrði henni.
Fjóla María Lárusdóttir, sérfræðingur hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, gerð grein fyrir gangi verksins, niðurstöðum og afurðum sem verkefnið gaf af sér. Tveir víðkunnir erlendir fyrirlesarar, þau
Lorna Unwin og
John Konrad, fluttu fyrirlestra. Rúmlega 60 skráðu sig til þátttöku á ráðstefnunni.
The Value of Work eða Gildi starfa er tilraunaverkefni sem hleypt var af stokkunum haustið 2005. Markmið VOW-verkefnisins var að þróa aðferðir fyrir mat á raunverulegri færni einstaklinga í atvinnulífinu. Fræðslumiðstöðin stýrði verkefninu. Auk FA tóku þátt stofnanir í Danmörku, Englandi, Kýpur, Slóveníu og Svíþjóð. Á Ísland var unnið með mat á raunfærni fyrir þjónustufulltrúa í bönkum. Þróuð voru evrópsk viðmið fyrir mat á færni fyrir störf almennra starfsmanna í bönkum og prófuð aðferðafræði sem þróuð hefur verið í verkefninu. Matið var byggt á færnimöppu, sjálfsmati, viðtölum, mati yfirmanns og mati í gegnum raundæmi. Frekari upplýsingar um VOW-verkefnið er að finna á heimasíðu þess
www.valueofwork.org. Meðal afurða verkefnisins eru Handbook of competence standards og Handbook of methods and tools og verða þau á netinu á öllum tungumálum samstarfshópsins innan tíðar.